Færslur: Landsvirkjun

110 sóttu um hjá Landsvirkjun
Alls sóttu 110 einstaklingar um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Umsóknarfrestur rann út um helgina.
03.09.2019 - 15:19
Virkjunarleyfi ekki tengt Bjarnarflagsvirkjun
Landsvirkjun segir að nýtt virkjunarleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi tengist ekki áformum um stærri orkuvirkjun. Þar er til umhverfismat fyrir 90 megavatta virkjun sem verður minnkuð í 50 megavött ef af byggingu hennar verður.
27.08.2019 - 12:21
Helgi nýr yfirlögfræðingur Landsvirkjunar
Helgi Jó­hann­es­son lögmaður hef­ur verið ráðinn yf­ir­lög­fræðing­ur Lands­virkj­un­ar samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann hefur lengi verið einn eigenda lögmannsstofunnar LEX og stjórnarmaður í Landsvirkjun frá 2014-2017.
05.07.2019 - 11:01
Umtalsverð hækkun á orkuverði til Grundartanga
Gerðardómur hefur komist að niðurstöðu um nýtt rafmagnsverð í framlengdum rafmagnssamningi milli Landsvirkjunar og Elkem Ísland vegna verksmiðjureksturs á Grundartanga til 2029. Elkem er fjórði stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar. Um umtalsverða hækkun er að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun.
27.05.2019 - 14:05
Landsvirkjun greiðir hærri arð en áður
Samþykkt var á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að greiða 4,25 milljarða í arð fyrir síðasta ár. Það er töluvert meira en undanfarin ár þegar greiðslan hefur verið einn og hálfur milljarður króna. Landsvirkjun er í eigu ríkisins.
04.04.2019 - 16:58
Vindorkugarðurinn Búrfellslundur endurhannaður
Landsvirkjun hefur látið endurhanna vindorkugarðinn Búrfellslund með tilliti til athugasemda í umhverfismati um sjónræn áhrif vindmyllanna. Með endurhönnum hefur lundurinn verið felldur betur inn í landslagið án þess að hafa áhrif á hagkvæmnina.
03.03.2019 - 18:18
Hækka raforkuverð til stóriðjunnar
Það hefur ekki verið átakalaust fyrir Landsvirkjun að semja við stóriðjuna um hækkandi verð á raforku, að sögn forstjóra fyrirtækisins Harðar Arnarsonar. Verðið hefur verið hækkað á undanförnum árum.
28.02.2019 - 20:56
Orkumál: Brýnt að horfa áratugi fram í tímann
Brýnt er að horfa áratugi fram í tímann við stefnumótun í orkumálum, að mati Magnúsar Árna Skúlasonar, hagfræðings. Ýmis tækifæri gætu fylgt því að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands.
26.01.2019 - 21:16
Græn skírteini fyrir hundruð milljóna
Í ár stefnir í að tekjur Landsvirkjunar af sölu svokallaðra grænna skírteina verði um 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í grein starfsmanna hennar í Bændablaðinu í dag. Framleiðendur bjóða orkukaupendum græn skírteini til staðfestingar á því að orkan hafi sannanlega verið framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
15.11.2018 - 08:56
Skynsamlegt að skoða tengingu við markaði
Forstjóri Landsvirkjunar segir að Ísland sé að missa af ákveðnum viðskiptatækifærum til fullnýta orkuna hér, í ljósi þess að landið sé ekki tengt raforkumarkaði Evrópu. Hann segir að það séu kostir og gallar við lagningu sæstrengs en skynsamlegt sé að skoða málið gaumgæfilega.
06.11.2018 - 16:21
Myndskeið
Búrfellsstöð II gangsett
Búrfellsstöð II var ræst formlega í dag. Eftir að forseti Íslands lagði hornstein að henni mælti fjármálaráðherra fyrir um að allt yrði gangsett.  
28.06.2018 - 17:47
Viðtal
Stóriðjan myndi fagna veikari Landsvirkjun
Á nýafstöðnum ársfundi Landsvirkjunar sagðist fjármálaráðherra sakna virkrar samkeppni á smásölumarkaði með raforku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undirstrikaði á Morgunvaktinni að ráðherra væri að tala um smásöluna, ekki sölu til stórnotenda, stóriðjunnar í landinu.
18.05.2018 - 11:02
Viðtal
Raforkuskortur, segir forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir alveg ótrúlegt að Landsnet, sem sér um að dreifa raforku, hafi nánast ekki fengið að byggja eina einustu línu síðan fyrirtækið var stofnað. Þetta valdi því að víða sé skortur og þetta hái uppbyggingu á svæðum eins og til dæmis Akureyri.
18.05.2018 - 10:09
Verulega neikvæð áhrif Hvammsvirkjunar
Skipulagsstofnun telur að áhrif Hvammsvirkjunar á landslag verði verulega neikvæð og að fyrirhugaðar framkvæmdir séu líklegar til að hafa talsverð neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu vegna þeirra breytinga sem munu verða á upplifun ferðamanna og þeirra sem stunda útivist á svæðinu. Þetta kemur fram í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum fyrirhugaðarar virkjunar. 
14.03.2018 - 17:07
Yfirfall Hálslóns bara einu sinni verið meira
Rennsli í fossinum Hverfandi, sem myndast þegar vatn rennur á yfirfalli úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar, hefur aðeins einu sinni í sögunni verið meira en nú. Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað um 30 sentimetra á síðustu tólf tímum og nú vantar aðeins 15 sentimetra upp á að það nái methæðinni frá 2012, þegar það fór hæst í 626,46 metra.
27.09.2017 - 18:05
Landsvirkjun verði að fullu í eigu ríkisins
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og fimm aðrir þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Landsvirkjun verði að fullu og öllu leyti í eigu íslenska ríkisins.
02.05.2017 - 18:41
Áætlað að orkan rýrni um tvö megavött á ári
Áætlað er að orka Þeistareykjavirkjunar muni rýrna sem svarar tveimur megavöttum á ári. Fulltrúi Landsvirkjunar segir reynt að virða þolmörk svæðisins eftir bestu getu með varfærinni uppkeyrslu virkjunarinnar.
26.03.2017 - 12:31
Samningur um stórframkvæmdir við Þeistareyki
Allir verktakar við Þeistareykjavirkun starfa eftir svokölluðum Samningi um stórframkvæmdir og eru því skuldbundnir til að virða íslenska kjarasamninga. Þar hefur þrisvar þurft að hafa afskipti af verktakafyrirtækinu G&M sem ítrekað hefur brotið á starfsmönnum sínum.
04.11.2016 - 12:40
Landsvirkjun verðlaunuð í Berlín
Landsvirkjun vann til tvennra verðlauna á Digital Communication Awards sem afhent voru í Berlín 29. september síðast liðinn. Rafrænt mat fyrirtækisins á umhverfisáhrifum Búrfellslundar sigraði bæði í flokki skýrslna og stafrænnar framsetningar gagna.
06.10.2016 - 18:47
Raforkuverð til Norðuráls tengt markaðsverði
Norðurál og Landsvirkjun hafa samið um að endurnýja raforkusamning fyrirtækjanna til fjögurra ára. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun að fyrirtækin hafi samið um sölu á 161 megavatti af raforku. Kjörin á samningnum verða tengd við markaðsverð á raforku á Nord Pool raforkumarkaðnum í stað þess að tengja raforkuverð álverði.
13.05.2016 - 13:48
Jarðvarmi vannýtt auðlind
Jarðvarmi hefur í gegnum tíðina verið nýttur til húshitunar og rafmagnsframleiðslu en nýtingarmöguleikarnir eru enn fleiri. Tækifæri til fullnýtingar jarðvarmans og þeirra hliðarafurða sem verða til við jarðvarmavinnslu eru rauður þráður á alþjóðlegri jarðvarmaráðstefnu sem fram fer í Hörpu þessa dagana.
27.04.2016 - 18:00
  •