Færslur: Landsþing

„Einhverjir þora kannski ekki að taka varaformannsslag“
Aukalandsþing Miðflokksins fer fram í dag og meðal þeirra tillaga sem laganefnd flokksins hefur lagt fram er að embætti varaformanns verði lagt niður og að þingflokksformaður gegni því hlutverki sem varaformaður hefur gegnt hingað til. Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn í Reykjavík, er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð gegn Gunnari Braga Sveinssyni, sitjandi varaformanni.
21.11.2020 - 15:21
Þorgerður Katrín ein í framboði til formanns Viðreisnar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ein í framboði til formanns flokksins. Fyrri hluti landsþings Viðreisnar verður haldinn í Hörpu á föstudag og framboðsfrestur til formanns, stjórnar og formanna málefnanefnda rann út á hádegi í dag.
23.09.2020 - 12:55