Færslur: Landsspítali

Sjúklingur á krabbameinsdeild með covid
Sjúklingur á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans er smitaður af COVID-19. Smitið er eitt þriggja smita sem hafa komið upp síðustu tvo daga á deildinni en hinir tveir smituðu eru starfsmenn deildarinnar.
29.07.2021 - 13:50
McKinsey hafði betur í útboðinu
Heilbrigðisráðuneytið valdi ráðgjafafyrirtækið McKinsey til að kortleggja forsendur þarfagreiningar Landsspítala. Meðferðarkjarninn verður tekin í notkun 2025-2026.
19.07.2021 - 13:37
Telja nýtt húsnæði geðþjónustu LSH það eina í stöðunni
Húsnæði geðdeildar Landspítalans er verulega ábótavant og mikil þörf á að geðþjónusta spítalans fái húsnæði við hæfi. Tveir yfirlæknar geðþjónustunnar segja það vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir að reisa nýtt húsnæði fyrir geðþjónustusviðið í aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.
07.07.2021 - 17:21
Kastljós
Værukærir stjórnendur hefðu þurft að gera betur
Niðurstöður sem fram komu í skýrslu sem Landspítalinn vann í kjölfar hópsýkingarinnar sem þar kom upp á síðasta ári tiltóku húsakost, loftræstingu, þrengsli og undirmönnun meðal helstu ástæða fyrir því hve illa fór. Úttekt landlæknis bendir aftur á móti á kerfislæga þætti á borð við ófullkomna hólfaskiptingu, ófullnægjandi fræðslu og þjálfun starfsmanna, og eftirlit með fylgni þeirra við sóttvarnarreglur – atriði sem stjórnendur spítalans bera ábyrgð á.
15.06.2021 - 21:28
Fagráð hefur áhyggjur af mönnun á Landspítala
Allt að 102 rúm verða ekki í notkun á Landspítalanum á meðan starfsfólk tekur lögbundið sumarleyfi.