Færslur: landssamband veiðifélaga
Vilja að leyfi til eldis í sjó verði afturkölluð
Landssamband Veiðifélaga vill að rekstrarleyfi fiskeldis í sjó verði afturkölluð eða ógild eftir að Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að mat á lífrænum áhrifum sjókvíaeldis skuli háð ákvæðum laga um umhverfsimat.
14.10.2021 - 14:09
Þarf betri þekkingu til að bregðast við fjölgun hnúðlax
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að í sumar hafi sést meira af hnúðlaxi í íslenskum ám en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu hér á þessari tegund til að geta brugðist við með réttum hætti.
02.09.2021 - 14:23
Erlendir laxveiðimenn bókaðir í veiði í sumar
Góðar horfur eru með sölu laxveiðileyfa í sumar, að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Margir erlendir veiðimenn hafa þegar bókað sig í veiði. Fjöldi bólusetninga í Bretlandi kemur sér afar vel því Bretar eru jafnan fjölmennastir útlendinga í íslenskum laxveiðiám.
28.04.2021 - 14:27
Laxveiðin á við slakt meðalár
Formaður Landssambands veiðifélaga segir sölu á veiðileyfum í sumar hafa gengið betur en á horfðist í vor og Íslendingar hafi keypt meira af þeim en áður. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá í sumar og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný.
11.08.2020 - 12:18
Segir villtum laxastofnum fórnað fyrir eldisfyrirtæki
Formaður Landssambands veiðifélaga gagnrýnir harðlega nýtt áhættumat erfðablöndunar frá laxeldi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra staðfesti fyrir helgi. Hann talar um svartan dag í sögu íslenskrar náttúruverndar.
10.06.2020 - 13:15
Norsk fyrirtæki sæti sömu skilyrðum hér og heima fyrir
Norsk fiskeldisfyrirtæki þurfa að lúta mun strangari reglum um sjúkdómavarnir í heimalandinu en hér á Íslandi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem atvinnuvegaráðuneytið hefur birt. Formaður Landssambands veiðifélaga vill að þetta verði leiðrétt því verið sé að þjóna hagsmunum fiskeldisfyrirtækja.
27.05.2020 - 18:59