Færslur: landssamband lögreglumanna

Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.
Sjónvarpsfrétt
„Næstum því ritskoðun á hugsunum lögreglumanna”
Formaður Landssambands lögreglumanna segir niðurstöðu eftirlitsnefndar um Ásmundarsalarmálið líkjast ritskoðun á því sem lögreglumenn hugsa. Hann furðar sig á þeirri ítarlegu meðferð sem málið fékk hjá nefndinni, sem telur einkasamtal tveggja lögreglumanna í salnum á þorláksmessu ámælisvert.
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af manneklu
Lögreglumenn hafa miklar áhyggjur af manneklu í lögreglunni og hættulega lágu hlutfalli lærðra lögreglumanna í lögregluliði landsins. Ljóst sé að staða löggæslu á Íslandi hafi versnað til muna eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi um síðustu mánaðamót.
Myndskeið
Fræða á lögreglumenn um hatursorðræðu
Fræðsla um hatursorðræðu fyrir lögreglumenn er á döfinni fljótlega og líka verið að skerpa á henni í lögreglunáminu, segir ríkislögreglustjóri. Hún segir alla lögreglustjóra landsins sammála um að breyta búningareglugerð lögreglunnar að því er varðar merkjanotkun. Formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa áttað sig á merkingu fána á búningi lögreglumanns sem tengdir hafa verið hatursorðræðu og telur útilokað að lögreglumenn beri fána í slíkum tilgangi. 
Erfitt að segja hvort samningurinn verður samþykktur
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl í fyrra en samningar höfðu verið lausir síðan þá. Samningurinn verður nú kynntur lögreglumönnum og varaformaður Landssambands lögreglumanna segir erfitt að segja til um hvort hann verður samþykktur.
Landssamband lögreglumanna samþykkti nýjan kjarasamning
Landssamband lögreglumanna skrifaði undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins síðdegis í gær en viðræður hjá ríkissáttasemjara hafa staðið lengi yfir með hléum. Lögreglumenn höfðu verið án kjarasamnings um eitt og hálft ár frá því að kjarasamningur rann út í apríl í fyrra og er nýr samningurinn að fullu afturvirkur til 1. apríl 2019.
Bjartsýnni á að samningar náist
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segist bjartsýnni en áður á að samningar náist í kjaradeilu lögreglumanna og ríkisins.
Lögreglufólki í sóttkví meinað um yfirvinnugreiðslur
Lögreglumenn sem þurft hafa að fara í sóttkví vegna gruns um Covid-19 smit fá ekki greidda yfirvinnu á meðan. BSRB segir óviðunandi að starfsfólk í framlínustörfum sem gæti smitast af lífshættulegum sjúkdómi, fái ekki borgað fyrir þann tíma sem verja þarf í sóttkví.
Fundum lokið hjá löggum og hjúkrunarfræðingum
Samningafundum í tveimur kjaradeilum lauk í dag án árangurs. Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sátu á fundi til að verða sex í dag án niðurstöðu. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudag.
Myndskeið
Ríkissáttasemjari: Styttri samningur skoðaður
Kjarasamningur til skamms tíma er ein mögulegra leiða í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Eflingar, segir ríkissáttasemjari. Þrjá aðrar snúnar deilur eru nú á hans borði; samningar við flugfreyjur, lögreglumenn og hjúkrunarfræðinga. 
Lögreglumenn fóru í rafræna kröfugöngu
Lögreglumenn um allt land fóru í rafræna kröfugöngu þar sem þeir minntu á að þeir hafa verið án kjarasamnings í rúmlega ár.
Ríkislögreglustjóri skynjar gremju í sinn garð
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segist vona að deilum innan lögreglunnar fari að ljúka. Hann segist þó enn skynja gremju á meðal lögreglumanna í hans garð.