Færslur: Landsréttur

Landsréttur staðfesti úrskurð Skúla í vil
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. nóvember um að vísa frá kröfu LLC, dótturfélags ALC, Air Lease Corporation, í gagnsök á hendur Skúla Mogensen frá dómi. Öllum kröfum félagsins á hendur Skúla var því vísað frá.
12.01.2021 - 16:30
Sveik 30 milljónir í reiðufé af tæplega áttræðri frænku
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir konu á fimmtugsaldri sem nýtti sér, að því er segir í dóminum, einfeldni og fákunnáttu tæplega áttræðrar frænku sinnar til að hafa af henni 30 milljónir í reiðufé.
12.12.2020 - 15:19
Lilja uppfyllti skyldur sínar gagnvart skólameistara
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir íslenska ríkinu vegna uppsagnar Ágústu Elínar Ingþórsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ágústa fór fram á að sú ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf hennar yrði felld úr gildi eða dæmd ólögmæt.
Landsréttur breytti sjö ára dómi héraðsdóms í sýknu
Landsréttur sýknaði í dag karlmann í kynferðismáli gegn syni sínum. Meint brot áttu sér stað á sjö ára tímabili frá því að drengurinn var fjögurra ára þar til hann var ellefu ára. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í sjö ára fangelsi.
11.12.2020 - 18:31
Landsréttur mildar refsingu í nauðgunarmáli
Landsréttur dæmdi í dag tvo menn á fertugsaldri, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í Reykjavík í febrúar 2017. Jafnframt þurfa þeir að greiða stúlkunni, sem var yngri en 18 ára þegar brotin voru framin, 1,5 milljónir króna í miskabætur.
11.12.2020 - 17:49
Verðum að geta treyst á ópólitíska dómara
Það áhugaverðasta við dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu er hversu vel dómurinn undirstrikar mikilvægi aðgreiningu framkvæmdavalds og dómsvalds. Þetta segir héraðsdómari og lektor. Borgarar landsins verði að geta treyst því að þeir fái úr sínum málum skorið fyrir dómurum sem séu ekki pólitískt skipaðir eða fylgi tilmælum ráðherra eða framkvæmdavalds.
Dómstólasýslan fjallar um mál Jóns Finnbjörnssonar
Sigurður Tómas Magnússon, hæstarréttardómari og formaður dómstólasýslunnar, segir stöðu Landsréttardómarans Jóns Finnbjörnssonar verða tekna til skoðunar á næsta fundi dómstólasýslunnar, að því marki sem úrlausn þess snúi að hlutverki hennar. 
„Hótanir“ og „blekkingar“ – en ósammála um hvað gerðist
Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar sem sat á þingi þegar atkvæðagreiðslan um tillögu Sigríðar Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, um dómara við Landsrétt fór fram, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hótað stjórnarslitum yrði tillagan ekki samþykkt. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kannast ekki við hótanir en segir dómsmálaráðherra hafa blekkt þingið. Atkvæðagreiðslan fór fram þann 1. júní árið 2017.
02.12.2020 - 12:48
Viðtal
Tólf sambærileg mál bíða Mannréttindadómstólsins
Dómur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins í máli gegn íslenska ríkinu er tímamótadómur, segir lögmaður manns sem höfðaði málið. Dómstóllinn hafi slegið skjaldborg um sjálfstætt dómsvald í Evrópu. Ráðamenn Evrópuþjóða hljóti nú að hugsa sig um tvisvar áður en þeir vegi að sjálfstæði dómstóla. Tólf sambærileg mál bíða afgreiðslu dómstólsins.
Viðtal
Óþarfi að bregðast við dómi yfirdeildar
Ekki er þörf á að bregðast við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu segir dómsmálaráðherra. Landsréttur sé löglega skipaður samkvæmt íslenskum lögum. Dómar Mannréttindadómstólsins séu ekki lagalega bindandi hér á landi. Dómurinn sé tekinn alvarlega en Landsréttur muni starfa áfram og ólíklegt að taka þurfi mál upp að nýju, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 
Viðtal
Staðfestir áfellisdóm yfir vinnubrögðum ráðherra
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir áfellisdóm Hæstaréttar yfir vinnubrögðum fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta er mat lagaprófessors. Dómurinn virðist eiga að vera fordæmisgefandi fyrir önnur Evrópuríki, til að mynda Póllandi, Ungverjaland og Tyrkland. Landsréttardómararnir fjórir sem ráðherra skipaði á sínum tíma hafi ekki verið rétt skipaðir.
Yfirdeildin staðfestir dóm MDE í Landsréttarmálinu
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti dóm MDE í Landsréttarmálinu. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu MDE klukkan rúmlega 10 í morgun að íslenskum tíma. Allir 17 dómarar deildarinnar voru sammála um niðurstöðuna í grundvallaratriðum.
Fréttaskýring
Landsréttarmálið – stór áfangi í dag með úrskurði MDE
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg kveður upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu í dag, klukkan tíu að íslenskum tíma. Yfirdeildin ákvað síðasta haust að taka mál íslenska ríkisins til umfjöllunar eftir að dómstóllinn úrskurðaði það bótaskylt í mars 2019, vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt. En um hvað snýst Landsréttarmálið?
Óvissa gæti verið uppi um hundruð dóma Landsréttar
Ef yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir dóm réttarins í svokölluðu Landsréttarmáli liggur ekki fyrir hvernig farið verður með þá rúmlega 300 dóma sem dæmdir voru af þeim fjórum dómurum sem málið tekur til.
Níu mánaða fangelsi fyrir að ráðast á mann með sleggju
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra sem dæmdi mann í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eignaspjöll og lyfja- og tollalagabrot. Maðurinn sló annan mann fjórum sinnum með sleggju og sló sleggjunni síðan í bíl. Þá hafði hann flutt inn ólögleg lyf og haft þau í vörslum sínum.
20.11.2020 - 19:49
Sýknuðu sálfræðing af ákæru um brot gegn stjúpdóttur
Landsréttur sýknaði í dag sálfræðing af ákæru um meint kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2017 þar sem ekki þótti sannað að þau hefðu átt sér stað og hann ávallt neitað staðfastlega. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjaness árið 2019.
Saksóknari braut á sakborningi með óhæfilegum töfum
Landsréttur lækkaði fyrir helgi bótagreiðslu til Jónasar Árna Lúðvíkssonar vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við frelsissviptingu fyrir sex árum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til að greiða Jónasi rúmar þrjár milljónir en Landsréttur lækkaði þá upphæð í 1,8 milljónir. Jónas krafðist rúmlega 60 milljóna.
Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans
Landsréttur staðfesti í dag þrjá héraðsdóma þar sem fyrirtækið Geymslur ehf. var sýknað í tengslum við bruna sem varð í Miðhrauni í apríl 2018. 
30.10.2020 - 16:43
HR einnig sýknaður í Landsrétti af bótakröfu Kristins
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í fyrra, þar sem Háskólinn í Reykjavík var sýknaður af kröfum Kristins Sigurjónssonar sem krafðist skaðabóta vegna brottrekstrar.
30.10.2020 - 16:09
Hval hf. gert að leiðrétta laun - 100 milljónir undir
Hval hf. var í Landsrétti í dag gert að leiðrétta laun starfsmanna sem störfuðu á vegum fyrirtækisins á vertíð árið 2015. Upphæðin gæti numið í kringum hundrað milljónum króna, en fyrirtækið var að mestu sýknað fyrir vertíðirnar 2013 og 2014.
Viðtal
Meðlimir Sigur Rósar ósáttir við skattalög á Íslandi
Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigurrósar sendu í dag frá sér tilkyningu þar sem þeir fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að skattalög sem þeir segja ósanngjörn og grimmileg verði tekin til endurskoðunar. Þeir segja löggjöfin var til skammar fyrir Ísland og neita að hafa meðvitað skotið undan skatti.
19.10.2020 - 19:14
Konan gæti hafa látist af öðrum völdum en hálstaki
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína á heimili þeirra í Sandgerði fyrr á þessu ári. Konan gæti hafa látist af öðrum völdum en köfnun við hálstak mannsins.
15.10.2020 - 11:35
Krefur ríkið um 70 milljónir vegna frelsissviptingar
Nígerískur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst sjötíu milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði en fékk aðeins tveggja mánaða fangelsisdóm. Upphæðina byggir hann á þeirri fjárhæð sem metin var sem hæfileg vegna frelsissviptingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 
26.09.2020 - 12:38
Búið að skipa þrjá af fjórum umdeildum dómurum aftur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Höskuldsson í dag í stöðu dómara við Landsrétt. Með skipun Ragnheiðar eru þrír af fjórum umdeildum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók fram yfir aðra umsækjendur búnir að fá skipun í annað sinn. Ákvörðun Sigríðar var umdeild þar sem fjórir umsækjendur voru hæfari að mati dómnefndar. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun þeirra hefði ekki verið að lögum.
Lögmaður atyrtur fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómara
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni manns, sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, um leyfi til að áfrýja dóminum. Maðurinn taldi að málsmeðferð fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti hefði verið stórkostlega ábótavant auk þess sem Landsréttur hefði alfarið horft fram hjá framburði vitna og skýrum frumgögnum málsins.
04.09.2020 - 09:58