Færslur: Landsréttur

Viðtal
Meðlimir Sigur Rósar ósáttir við skattalög á Íslandi
Núverandi og fyrrverandi meðlimir Sigurrósar sendu í dag frá sér tilkyningu þar sem þeir fara þess á leit við íslensk stjórnvöld að skattalög sem þeir segja ósanngjörn og grimmileg verði tekin til endurskoðunar. Þeir segja löggjöfin var til skammar fyrir Ísland og neita að hafa meðvitað skotið undan skatti.
19.10.2020 - 19:14
Konan gæti hafa látist af öðrum völdum en hálstaki
Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína á heimili þeirra í Sandgerði fyrr á þessu ári. Konan gæti hafa látist af öðrum völdum en köfnun við hálstak mannsins.
15.10.2020 - 11:35
Krefur ríkið um 70 milljónir vegna frelsissviptingar
Nígerískur karlmaður hefur stefnt íslenska ríkinu og krefst sjötíu milljóna króna í skaðabætur vegna ólögmætrar frelsissviptingar. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi í ellefu mánuði en fékk aðeins tveggja mánaða fangelsisdóm. Upphæðina byggir hann á þeirri fjárhæð sem metin var sem hæfileg vegna frelsissviptingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. 
26.09.2020 - 12:38
Búið að skipa þrjá af fjórum umdeildum dómurum aftur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Höskuldsson í dag í stöðu dómara við Landsrétt. Með skipun Ragnheiðar eru þrír af fjórum umdeildum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók fram yfir aðra umsækjendur búnir að fá skipun í annað sinn. Ákvörðun Sigríðar var umdeild þar sem fjórir umsækjendur voru hæfari að mati dómnefndar. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun þeirra hefði ekki verið að lögum.
Lögmaður atyrtur fyrir óviðurkvæmileg ummæli um dómara
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni manns, sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun, um leyfi til að áfrýja dóminum. Maðurinn taldi að málsmeðferð fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti hefði verið stórkostlega ábótavant auk þess sem Landsréttur hefði alfarið horft fram hjá framburði vitna og skýrum frumgögnum málsins.
04.09.2020 - 09:58
Lætur reyna á heimildir til að tryggja öryggi ríkisins
Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til áfrýja dómi Landsréttar í máli Redouane Naoui sem var fyrir níu árum dæmdur fyrir morð á veitingastaðnum Monte Carlo. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og felldi úr gildi þá ákvörðun um að vísa bæri Nauoi úr landi.
Borgaði fimm daga gistingu með stolnu kreditkorti
Landsréttur staðfesti í vikunni gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður um stórtækan þjófnað, rán og fíkniefnasölu. Hann er meðal annars sagður hafa greitt fyrir fimm daga gistingu á hótel KEA uppá 250 þúsund krónur. Á hótelherberginu fannst þýfi úr innbrotum á Blönduósi. Hann er auk þess sagður hafa reynt að svíkja út vörur með sama greiðslukorti hjá NOVA en það tókst að stöðva þá greiðslu.
31.07.2020 - 17:25
Réðst inn á lögmannsstofu og tók lögmann kverkataki
Landsréttur hefur úrskurðað karlmann í gæsluvarðhald sem er grunaður um að hafa hótað tveimur lögmönnum sem hafa starfað fyrir hann. Maðurinn er sagður hafa ruðst inn á lögmannsstofu í byrjun júní, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Þá er hann einnig grunaður um að hafa hótað lögmanninum sem og öðrum lögmanni lífláti fyrir tæpum hálfum mánuði.
Dómurinn fjalli sérstaklega um synjun réttargæslumanns
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness varðandi réttargæslumenn fjögurra  kvenna í kynferðisbrotamáli. Héraðsdómur hafði úrskurðað í síðustu viku að lögmaðurinn, Sigrún Jóhannsdóttir, sem var réttargæslumaður kvennanna meðan á lögreglurannsókn stóð, fengi ekki að fengi ekki að gegna því hlutverki í dómsmálinu þar sem hinn ákærði ætlar að leiða hana fram sem vitni í málinu.
Sjólaskipamáli verður áfrýjað til Landsréttar
Þeirri ákvörðun dómara að vísa Sjólaskipamálinu frá Héraðsdómi Reykjavíkur verður áfrýjað til Landsréttar. Þetta staðfesti Finnur Vilhjálmsson saksóknari í samtali við fréttastofu.
Ástráður sækir um við Landsrétt í fimmta sinn
Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn sjö umsækjenda um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta er í fimmta sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt.
Arnfríður leyst úr embætti og skipuð á ný
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá og með næstu mánaðamótum. Arnfríður er ein fjögurra dómara sem styr stóð um þar sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, tók þau fram fyrir aðra umsækjendur sem dómnefnd um hæfi umsækjenda mat hæfari. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum í mars í fyrra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi gegn íslenska ríkinu í máli manns sem Landsréttur sakfelldi.
Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn fyrir heimilisofbeldi síðustu helgi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 26. júní á grundvelli almannahagsmuna en sá úrskurður var kærður til Landsréttar.
04.06.2020 - 18:13
Stytti dóm yfir barnaníðingi um fjóra mánuði
Landsréttur mildaði í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á sextugsaldri sem sakfelldur er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var 15 ára þegar brotið var gegn henni. Héraðsdómur dæmdi manninn til 16 mánaða fangelsisvistar og stytti Landsréttur dóminn í 12 mánuði.
Framseldur til Portúgals fyrir kókaín-og heróínsölu
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að portúgalskur karlmaður, sem hefur verið búsettur hér á landi í þrjú ár, verði framseldur til Portúgals. Þar þarf hann að afplána tæplega sjö ára dóm fyrir sölu kókaíns og heróíns.
06.05.2020 - 14:47
Dómi fyrir árás og hótanir áfrýjað til Landsréttar
Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja tólf mánaða dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum manni sem var sakfelldur fyrir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í miðborg Reykjavíkur í október og fyrir að hóta barnsmóður sinni. Þetta staðfestir Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, í skriflegu svari til fréttastofu. Maðurinn er nú laus úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í október.
Sýknuð af fimm þúsund króna snyrtivörustuldi
Landsréttur sýknaði í gær konu á sextugsaldri af ákæru um að hafa stolið snyrtivörum tæpar fimm þúsund krónur úr verslun Lyfju á Ísafirði.
28.03.2020 - 14:25
Landsréttur vísar máli Sigur Rósar aftur í hérað
Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem máli héraðssaksóknara gegn liðsmönnum Sigur Rósar var fellt úr gildi. Var héraðsdómi gert að taka málið til efnislegrar meðferðar. „Vonsvikinn,“ segir Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar-manna. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar þar sem hann hafði ekki séð dóm Landsréttar.
Ása og Sandra settar dómarar við Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett tvo nýja dómara við Landsrétt. Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, verður sett í embætti frá 25. febrúar og Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari frá 2. mars. Báðar eru þær settar landsréttardómarar til 30. júní.
Tryggingastofnun bara búin að borga mömmu Ingu Sæland
Tryggingastofnun hefur eingöngu greitt móður Ingu Sæland eftir dóm Landsréttar í maí. Aðrir sem voru í sömu stöðu og hún fengu greitt samkvæmt lögum um almannatryggingar. Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar um velferðarmála sem vísaði málinu til ráðuneytisins og þar er málið nú. Félagsmálaráðherra segir að ráðuneytið muni væntanlega úrskurða í málinu sem Landsréttur hefur þegar komist að niðurstöðu um.
17.02.2020 - 15:47
Landsréttur snýr við úrskurði í máli Þorsteins
Landsréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem vísaði í lok janúar frá alvarlegasta ákæruliðnum á hendur Þorsteini Halldórssyni. Héraðsdómur þarf því að taka ákæruliðinn til meðferðar.
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Tólf sambærileg mál frá Íslandi bíða meðferðar
Tólf mál frá Íslandi, sambærileg Landsréttarmálinu svokallaða, bíða meðferðar hjá Mannréttindadómstóli Evrópu í Strassborg.
Landsréttarmálið flutt fyrir yfirdeild MDE í dag
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg hefst þegar klukkan er korter gengin í níu að íslenskum tíma.
Sigríður fylgist með Landsréttarmálinu í Strassborg
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu er á morgun.
04.02.2020 - 15:21