Færslur: Landsréttur

Tveggja tíma ræma sýnd við Rauðagerðisréttarhöld
Pylsukaup í Borgarnesi, hádegisfundur á veitingastað í Garðabæ, faðmlög utan við almenningssalerni, dópkaup við Prikið og eilíft hringsól bifreiða um austurbæ Reykjavíkur voru meðal þess sem saksóknarar buðu upp á í tveggja tíma langri „kvikmynd“ sem sýnd var við upphaf aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða í Landsrétti í morgun.
Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu hefst í Landsrétti
Aðalmeðferð hefst í dag fyrir Landsrétti í Rauðagerðismálinu svokallaða. Saksóknari fer fram á að dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem játaði á sig morðið, verði þyngdur. Þá er farið fram á að þrír aðrir sakborningar, sem héraðsdómur sýknaði, verði dæmdir fyrir aðild að morðinu.
Erfa ekki afa þótt faðir þeirra hafi verið rangfeðraður
Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð Héraðsdóms Vesturlands þess efnis, að tvær konur séu ekki lögerfingjar látins manns, sem þær segja að hafi verið afi þeirra. 
17.09.2022 - 10:33
Hæstiréttur hafnar málskotsbeiðni í kynferðisbrotamáli
Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni manns sem var dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stúlku sem var nákomin honum, yfir níu ára tímabil.
Úrskurðaður í nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni
Landsréttur úrskurðaði mann í hálfs árs nálgunarbann gegn sambýliskonu sinni og börnum. Hérðasdómur Suðurlands hafði áður hafnað kröfu lögreglustjóra á Suðurlandi um nálgunarbann á manninn. Lögreglustjóri áfrýjaði þeirri ákvörðun til Landsréttar sem sneri úrskurðinum við.
Sjónvarpsfrétt
Telur að Landsréttarmálinu sé formlega lokið
Dósent í réttarfari telur að Landsréttarmálinu svokallaða sé nú formlega lokið, eftir að íslenska ríkið viðurkenndi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að hafa brotið gegn fólki í fjórtán málum sem voru þar til meðferðar.
ON ætlar ekki að áfrýja í máli Áslaugar Thelmu
Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, ætlar ekki að áfrýja dómi Landsréttar í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur gegn fyrirtækinu. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrirtækið, en Landsréttur sneri þeim dómi við í gær og dæmdi ON til þess að greiða Áslaugu bæði skaða- og miskabætur.
Greiða skaðabætur vegna framkvæmda á Austurbakka
Harpa tónlistar og ráðstefnuhús ohf og Situs ehf munu þurfa að greiða Íslenskum aðalverktökum hf. skaðabætur vegna brots á rétti þeirra síðarnefndu við framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur.
04.06.2022 - 14:58
Íslenska óperan unir niðurstöðu Landsréttar í máli Þóru
Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur. Fyrir viku síðan dæmdi Landsréttur Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Kristinn metinn hæfastur í embætti landsréttardómara
Kristinn Halldórsson, héraðsdómari á Reykjanesi, var metinn hæfastur til að hljóta skipun í embætti dómara við Landsrétt. Dómnefnd um hæfni umsækjanda skilaði umsögn sinni í síðustu viku en embættið var auglýst til umsóknar þann 11. mars.
02.06.2022 - 10:46
Eðlilegt að gerð sé úttekt hjá Íslensku óperunni
Formaður félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum segir eðlilegt að hið opinbera geri úttekt á hvernig samningamálum sé háttað hjá Íslensku óperunni, í kjölfar niðurstöðu Landsréttar í máli óperusöngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Óperunni.
Íslenska óperan greiðir Þóru rúmar 600 þúsund krónur
Landsréttur dæmdi í dag Íslensku óperuna til að greiða Þóru Einarsdóttur 618.168 krónur vegna eftirstöðva æfingalauna, launatengdra gjalda og yfirvinnu. Þá var óperunni einnig gert að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Ákvæði um starfslok við sjötugt staðfest af Landsrétti
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í október 2020 þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfu kennara í Breiðholtsskóla sem gert var að láta af störfum eftir sjötugt samkvæmt ákvæði kjarasamnings grunnskólakennara. 
20.05.2022 - 17:29
Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
Zúista bræður sýknaðir af ákæru um fjársvik
Bræðurnir Ágúst Einar og Einar Ágústssynir forsvarsmenn trúfélags Zúista, voru sýknaðir af öllum ákærum um fjársvik og peningaþvætti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómara þótti ekki nægar sannanir fyrir því að þeir hefðu blekkt ríkisvaldið til þess að greiða þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld.
Játaði skýlaust brot gegn sambýliskonu og börnum
Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir líkamsáras eftir að hafa slegið mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut vægan heilahristing.
01.04.2022 - 20:50
Andrés Escobar dæmdur fyrir kynferðisbrot á Íslandi
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Escobar, sem lék með Leikni Reykjavík á síðasta tímabili var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Hann sætir nú farbanni.
04.03.2022 - 09:03
Arnþrúður sýknuð af meiðyrðakröfu Reynis í Hæstarétti
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar frá því í fyrra þar sem Arnþrúður Karlsdóttir, eigandi Útvarps Sögu, var sýknuð af miskabótakröfum Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu. 
09.02.2022 - 15:05
Segja Hundaræktarfélagið hafa eyðilagt mannorð mæðgna
Í yfirlýsingu lögmanns konu, sem Hundaræktarfélag Íslands hefur gert brottræka úr félaginu ásamt dóttur sinni, segir að stjórn þess hafi eyðilagt mannorð þeirra, borið þær röngum sökum og lagt í rúst þrjátíu ára kostnaðarsamt áhugamál.
Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Landsréttur staðfesti sýknu í máli Helga Seljan og RÚV
Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms í máli manns gegn Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Maðurinn krafðist bæði miskabóta vegna ærumeiðinga og ómerkingu ummæla sem féllu í Kastljósi árið 2015, um meinta refsiverða háttsemi hans í garð fyrrum eiginkonu hans og barna. Dómstóllinn komst að þeirri niðustöðu vinnubrögð hefðu verið fagleg og teldust til góðra starfshátta.
Þyngdi tvo nauðgunardóma og staðfesti þann þriðja
Landsréttur sakfelldi í dag þrjá karlmenn fyrir nauðgun. Refsingar við brotum tveggja mannanna voru þyngdar í Landsrétti frá því sem ákveðið var í upphaflegum dómum í héraði. Einn dómanna var vegna nauðgunar árið 2008 og annar vegna brots stuðningsfulltrúa gegn fötluðum ungum manni sem er með vitsmunaþroska sem samsvarar þroska átján mánaða gamals barns.
03.12.2021 - 16:41
Staðfestu dóm yfir OR
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóm um að Orkuveita Reykjavíkur skuli greiða Glitni holdco tæplega 750 milljónir króna auk dráttarvaxta fyrir síðustu tólf til þrettán ár.