Færslur: Landsréttur

Heimila endurupptöku tveggja sakamála úr Landsrétti
Tvö sakamál, dæmd í Landsrétti, verða tekin upp að nýju. Endurupptökudómur hefur heimilað það á grundvelli dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svonefnda.
Sóttkví í mánuð ekki brot á mannréttindasáttmála
Landsréttur staðfesti á föstudag ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness, um að maður hefði löglega verið skikkaður í sóttkví í mánuð vegna smita á heimili hans. Sóttkvíin var metin réttmæt og lögleg, þar sem sóttvarnarlæknir og stjórnvöld hefðu svigrúm til þess að meta nauðsyn aðgerða á hverjum tíma í ljósi stöðu faraldursins.
Landsréttur staðfesti sýknu í máli Helga Seljan og RÚV
Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms í máli manns gegn Helga Seljan og Ríkisútvarpinu. Maðurinn krafðist bæði miskabóta vegna ærumeiðinga og ómerkingu ummæla sem féllu í Kastljósi árið 2015, um meinta refsiverða háttsemi hans í garð fyrrum eiginkonu hans og barna. Dómstóllinn komst að þeirri niðustöðu vinnubrögð hefðu verið fagleg og teldust til góðra starfshátta.
Þyngdi tvo nauðgunardóma og staðfesti þann þriðja
Landsréttur sakfelldi í dag þrjá karlmenn fyrir nauðgun. Refsingar við brotum tveggja mannanna voru þyngdar í Landsrétti frá því sem ákveðið var í upphaflegum dómum í héraði. Einn dómanna var vegna nauðgunar árið 2008 og annar vegna brots stuðningsfulltrúa gegn fötluðum ungum manni sem er með vitsmunaþroska sem samsvarar þroska átján mánaða gamals barns.
03.12.2021 - 16:41
Staðfestu dóm yfir OR
Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóm um að Orkuveita Reykjavíkur skuli greiða Glitni holdco tæplega 750 milljónir króna auk dráttarvaxta fyrir síðustu tólf til þrettán ár.
Ríkið þarf ekki að borga verðbætur af Geysissvæði
Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið af ríflega 90 milljóna króna kröfu fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu í Haukadal. Landeigendurnir, sem seldu ríkinu landið árið 2016, kröfðust þess að ríkið greiddi verðbætur af ákvörðuðu kaupverði.
20.11.2021 - 10:10
Landsréttur þyngir nauðgunardóm
Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun úr tveimur árum í þrjú ár. Maðurinn krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi þar sem konan hafði veitt samþykki sitt fyrir samræði. Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst ekki á það og heldur ekki Landsréttur. Maðurinn hóf að beita konuna ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð þannig að hún hlaut áverka af.
Dómur þyngdur fyrir nauðgun á barni
Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni sem fundinn hefur verið sekur um að hafa nauðgað stjúp barnabarni sínu. Maðurinn hafði verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness en dómarar Landsréttar þyngdu dóminn í þrjú ár. Maðurinn er ekki talinn eiga sér neinar málsbætur og hefur einnig verið sakfellur fyrir að hafa haft í vörslu sinni þúsundir ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan hátt.
15.10.2021 - 21:02
Farbann vegna hópnauðgunar staðfest í Landsrétti 
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um að karlmaður skuli sæta farbanni til 11.nóvember næstkomandi. Manninum er gefið að sök að hafa nauðgað konu ásamt félaga sínum þann 13.maí síðastliðinn.
Sautján ára brotaþola gert að mæta fyrir dóm
Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að brotaþoli í kynferðisbrotamáli þurfi að bera vitni í aðalmeðferð málsins. Brotaþoli var þrettán ára þegar meint brot áttu sér stað og hafði þegar gefið tvær skýrslur fyrir dómi um brotin, sem teknar voru upp á myndband. Hún vísaði í meginreglu um að hlífa börnum við óþarfa upprifjun á atburði sem geti valdið þeim þjáningum. Réttargæslumaður brotaþola sagði að krafan um að mæta aftur fyrir dóm myndi tefja fyrir bata hennar og væri mjög þungbær.
Björn Ingi fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns um áfrýjunarleyfi.
Niðurstaða Landsréttar í síðasta hrunmálinu stendur
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í CLN-málinu svokallaða.
Ferðalög starfsmanna teljist vinnutími
Sá tími sem fer í ferðalög starfsmanna utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaða í vinnuferðalögum skal teljast sem vinnutími. Ekki er nauðsynlegt að meta í hve miklum mæli vinna fer fram meðan á ferðunum stendur.
Segir árásina við Fjallkonuna sjálfsvörn
Maðurinn sem grunaður er um hnífstungu í miðborg Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði játar á sig verknaðinn en ber fyrir sig sjálfsvörn. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.
Ákúrur frá dómstólum heyri vonandi til undantekninga
Yfirlögregluþjónn vonast til að breytt verklag við rannsókn kynferðisbrotamála verði til þess að ákúrur frá dómstólum heyri brátt sögunni til. Breytt verklag hafi leitt til skilvirkari rannsókna og styttri málsmeðferðartíma.
Nálgunarbann eiginmanns staðfest
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Hérðasdóms Vestfjarða um nálgunarbann gegn karlmanni gagnvart eiginkonu hans og börnum. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi ákvörðun um brottvísun mannsins af heimili sínu þrátt fyrir alvarlegar ásakanir eiginkonunnar um ofbeldi.
Fátíður viðsnúningur í Landsrétti
Lögmaður manns sem sýknaður var af ákæru um manndráp í Landsrétti segir vel koma til greina að skjólstæðingur hans höfði skaðabótamál gegn ríkinu. Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart en telur ólíklegt að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.
Bótaskylda barnaverndar staðfest en bætur lækkaðar
Landsréttur staðfesti í dag bótaskyldu Reykjavíkurborgar vegna meðferðar Barnaverndar Reykjavíkur á máli ungs drengs, en málsmeðferð dróst fram úr hófi og hafði varanleg neikvæð áhrif á fjölskylduna.
Dómur þyngdur en ekki ofbeldi í nánu sambandi
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ungum karlmanni fyrir gróft ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og hótanir í garð barnsmóður sinnar.
12.06.2021 - 10:18
Landsréttur staðfestir 14 ára dóm fyrir manndráp
Landsréttur staðfesti í dag 14 ára dóm yfir Ragnari Sigurði Jónssyni fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana á heimili þeirra í mars í fyrra.
Arnþrúður sýknuð af kröfum Reynis í Landsrétti
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri og eigandi Útvarps Sögu, var í dag sýknuð af miskabótakröfum Reynis Traustasonar ritstjóra Mannlífs vegna ummæla sem hún lét falla um hann í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu. Tvenn af þremur ummælum Arnþrúðar voru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi en hún áfrýjaði dóminum og í Landsrétti er hún sýknuð með öllu og málskostnaður felldur niður.
11.06.2021 - 15:07
Greiddi 1,1 milljarð en viðurkenndi ekki ábyrgð
PricewaterhouseCoopers sem voru endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun greiddu slitastjórn bankans jafnvirði 1100 milljóna króna árið 2017. Slitastjórnin stefndi PWC árið 2012 og krafði fyrirtækið um 100 milljarða króna í skaðabætur. Málið var fellt niður. Upphæð samkomulagsins varð fyrst opinber á föstudaginn í dómi Landsréttar yfir stjórnendum Landsbankans fyrir hrun. 
Sjónvarpsfrétt
Dregur úr trausti þolenda á réttarkerfinu
Það dregur úr trausti þolenda kynferðisofbeldis á réttarkerfinu að Landsréttur sé líklegri til að milda dóma í kynferðisbrotamálum en öðrum málum. Þetta segir doktor í réttarfélagsfræði. Þessi þróun hefur verið rædd innan Landsréttar.
10.05.2021 - 22:28
Kærir sýknudóm Landsréttar til Mannréttindadómstóls
Fatlaður maður sem fór í mál við föður sinn vegna kynferðisbrota þegar hann var barn, undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu. Faðinn var dæmdur en Landsréttur sneri dómnum og sýknaði hann. Lögmaður mannsins segir að Landsréttur hafi ekki litið til fötlunar hans þegar dómstóllinn mat framburð hans. 
Viðtal
Landsréttur strangari í kynferðisbrotum en Hæstiréttur
Landsréttur virðist gera strangari kröfur um sannanir í kynferðisbrotamálum en hæstiréttur. Þetta er mat lögmanna. Landsréttur mildar fjörutíu prósent kynferðisbrotadóma, mun oftar en í öðrum brotaflokkum. Lögmaður segir viðbúið að fólk veigri sér meira en áður við því að kæra kynferðisbrot.