Færslur: Landspítali

Hátt í 30 biðu á bráðamóttöku eftir rúmi á Landspítala
Hátt í 30 sjúklingar biðu á bráðamóttöku Landspítala fyrr í dag eftir innlögn á aðrar deildir spítalans, en um 80 aldraðir einstaklingar bíða á ýmsum deildum spítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sumir þurftu að liggja á göngum og Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðamóttökunnar segir að það sé engan vegin boðlegt, sér í lagi ekki á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir. 
Enginn liggur á Landspítala með COVID-19
Enginn liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit, en þar liggja 22 sem hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.
Einn liggur á Landspítala með COVID-19
Einn sjúklingur liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit og því til viðbótar liggja 22 á spítalanum sem hafa lokið einangrun. Enginn er nú á gjörgæslu með COVID-19. Um 60% virkra smita eru hjá fólki undir þrítugu.
„Tónninn var sleginn strax í upphafi faraldursins“
Bóluefnið sem smýgur inn í upphandleggi 5000 landsmanna í vikunni á sér aðeins nokkurra mánaða sögu. Smitsjúkdómalæknir segir að virkni þess sé griðarlega mikil, en talið er að 95% þeirra sem fá bóluefnið myndi ónæmissvar gegn veirunni. Þeir sem fá bóluefnið eiga ekki að geta veikst af Covid-19 en hugsanlegt er að þeir geti sýkst af veirunni og smitað aðra.
Sóttvarnalæknir býður í bólusetningu með SMS
Þeir tæplega 800 starfsmenn Landspítala, sem eru í fyrsta forgangi í bólusetningu gegn kórónuveirunni sem hefst á morgun, hafa fengið sms frá sóttvarnalækni. Skilaboðunum fylgir strikamerki sem þarf að sýna til að fá bólusetninguna. Í skilaboðunum virðist fólk vera boðað á rangan stað, en áður hefur komið fram að bólusetningin eigi að fara fram í Skaftahlíð 24 sem er skristofuhúsnæði Landspítala en í skilaboðunum er fólk aftur á móti boðað að Suðurgötu 24.
Sjúklingar mega ekki heimsækja aðstandendur um jólin
Sjúklingum sem liggja inni á Landspítalanum verður ekki heimilt að heimsækja aðstandendur yfir hátíðarnar. Farsóttanefnd spítalans greindi frá þessu í kvöld og Már Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir að öðruvísi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem deili gjarnan stofum með fleirum.
22.12.2020 - 18:37
Kastljós í kvöld
„Allt gert til að koma henni út af bráðamóttökunni“
Læknir á bráðamóttöku Landspítalans vanrækti skyldur sínar gagnvart sjúklingi sem leitaði þangað í mars og lést nokkrum klukkustundum eftir útskrift. Þetta er mat landlæknis sem hefur gert úttekt á málinu. Útskrift sjúklingsins var ótímabær og illa undirbyggð.
22.12.2020 - 15:13
LSH þarf ekki að vinna á hallanum á næstu þremur árum
Landspítalinn þarf ekki að vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla á árunum 2021-2023, samkvæmt samkomulagi heilbrigðisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins. Skilyrði fyrir samkomulaginu er að spítalinn leggi fram áætlanir sem tryggja að rekstrinum verði hagað í samræmi við fjárveitingar hvers árs.
Myndskeið
Nýtt tæki greinir allt að 4.000 sýni á sólarhring
Hægt verður að greina allt að fjögur þúsund sýni á sólarhring með nýju veirugreiningartæki sem kom til landsins í dag. Yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans segir það tímamót í báráttunni við COVID-19, og byltingu fyrir deildina. Vegna stærðar tækisins var það flutt til landsins með rússneskri flugvél, sem notuð hefur verið til herflutninga. Tækið kostar um hundrað milljónir króna.
Myndskeið
Hjúkrunarrými verði í húsnæði sem þegar hefur risið
Gert er ráð fyrir að opna níutíu ný hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári. Það er sami fjöldi og nú bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarrými. Gert er ráð fyrir 1.350 milljónum í fjárlögum í hjúkrunarrýmin. Önnur umræða um fjárlögin stendur yfir á Alþingi. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að rýmin þurfi að vera í húsnæði sem þegar er búið að byggja.
Myndskeið
Litlar aukaverkanir af COVID-bóluefni
Litlar aukaverkanir eru af bóluefni gegn kórónuveirunni, segir smitsjúkdómalæknir. Aukaverkanirnar líði hjá á nokkrum dögum. Þær séu ekki jafn miklar og afleiðingar COVID-19 geti verið. Mikilvægt sé að fólk þiggi bólusetningu því þannig verndi þeir ekki aðeins sjálfan sig heldur einnig þá sem eru veikastir fyrir.
„Skulum ekkert láta okkur bregða við fjórðu bylgjuna“
Búast má við að minnsta kosti einni bylgju kórónuveirufaraldursins til viðbótar. Ekkert fararsnið er á veirunni og við þurfum að aðlaga okkur að því að búa við hana að minnsta kosti fram á vor. Leyfa þyrfti íþróttir og líkamsrækt í meiri mæli en nú er, svo fólk haldi ástandið út. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson umsjónarlæknir COVID-göngudeildar Landspítala.
04.12.2020 - 10:33
Lést á Landspítala af völdum COVID-19
Einn sjúklingur lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum á síðasta sólarhringnum. Nú hafa 27 látist úr sjúkdómnum hér á landi, 17 í þriðju bylgjunni.
01.12.2020 - 10:16
Landspítalinn dregur úr kolefnislosun um 40%
Landspítalinn fékk í morgun loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar fyrir að draga úr kolefnislosun um 40% frá árinu 2016. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að bregðast verði við samdrætti með því að fjárfesta í grænum verkefnum. Loftslagsmálin hafi fallið í skuggann af kórónuveirufaraldrinum á þessu ári.
Myndskeið
Ábendingum um þvinganir og frelsissviptingu fjölgar
Alvarlegum ábendingum til Geðhjálpar um þvinganir og frelsissviptingu hefur fjölgað að undanförnu. Starfsfólk á stofnunum er meðal þeirra sem benda á misbresti. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir líklegt að einhver mál verði send til rannsóknar hjá embætti Landlæknis.
Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45
Staðan á Landspítalanum fer sífellt batnandi
Alls liggja 49 á Landspítalanum eftir að hafa smitast af COVID-19. Að minnsta kosti fjórir hafa verið útskrifaðir um helgina og einn verið lagður inn. Tveir eru á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, segir að staðan á spítalanum fari batnandi.
22.11.2020 - 13:51
Kastljós
„Ég veit ekki í hverju mistökin ættu að vera fólgin“
Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segist ekki sjá í hverju mistök stjórnenda spítalans ættu að vera fólgin í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Már var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins. 
16.11.2020 - 20:59
Lengi vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki góðar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi legið fyrir í marga áratugi að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar til vernda sjúklinga gegn farsóttum. Hann segir að niðurstaða skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna í síðasta mánuði komi ekki á óvart.
15.11.2020 - 12:30
Segir engar reglur hafa verið brotnar
Grunur var kominn upp um kórónuveirusmit á Landakoti þegar sjúklingur þar var sendur með sjúkrabíl í Stykkishólm. Maðurinn reyndist síðar smitaður af COVID-19. Yfirlæknir segir að hvorki hafi reglur um sóttkví né gæðareglur spítalans verið brotnar.
14.11.2020 - 12:38
Viðtal
Úttektin sýni þörfina á nýjum spítala
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisáðherrah segir að úttekt á hópsýkingunni á Landakoti sýni að það sé löngu tímabært að byggja nýjan Landspítala. Hún hefur nú þegar átt fundi með landlækni og forstjóra Landspítalans til að fara yfir hvaða úrbætur verður að ráðast í á Landakoti.
13.11.2020 - 19:37
Viðtal
Páll: Alvarlegasta atvikið í starfstíð minni
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að hópsýkingin sem upp kom á Landakotsspítala í október hafi verið alvarlegasta atvikið í sögu spítalans í hans starfstíð. Í skýrslu spítalans um málið sem kynnt var í dag segir að aðstæður og aðbúnaður á Landakoti hafi verið til þess fallið að auka líkur á dreifingu kórónuveirunnar. Ekki stendur til að taka húsnæðið úr notkun.
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.
Myndskeið
Ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni á SAK
Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu að loknum upplýsingafundi í dag að hann telji ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni.
09.11.2020 - 14:36
Hægt að færa Landspítala af neyðarstigi í vikunni
Tíu andlát vegna COVID-19 í þessari bylgju faraldursins tengjast Landakoti. Fimm létust um helgina á Landspítalanum og hið sjötta er yfirvofandi að sögn forstjóra spítalans. Hann gerir ráð fyrir að spítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni.
09.11.2020 - 11:31