Færslur: Landspítali

20-40 bíða á bráðamóttöku
Það ræðst af mörgum þáttum hvort færa þarf Landspítala af óvissustigi yfir á hættustig. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins. Ef spítalinn verður færður á hættustig verður dregið úr annarri starfsemi. Sóttvarnalæknir óttast að ef öllum takmörkunum verði hætt fjölgi smitum líkt og gerðist síðasta sumar. 
18.10.2021 - 15:09
Lengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur framlengt umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember. Í upphaflegri auglýsingu um embættið var veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hefur ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma.
18.10.2021 - 12:22
Súpum seyðið af fyrirhyggjuleysi fyrri ára
Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala hefur sent frá sér áskorun til framkvæmdastjórnar spítalans þar sem vakin er athygli á fráflæðivanda á bráðamóttöku og spítalinn hvattur til að bregðast við.
14.10.2021 - 12:06
Sjónvarpsfrétt
„Tímabært að ræða næstu afléttingar“
Forsætisráðherra segir tímabært að ræða frekari covid-tilslakanir innanlands. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af að inflúensufaraldurinn geti orðið alvarlegur í vetur og það geti reynst heilbrigðiskerfinu erfitt.
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Landspítali stefnir í milljarðs framúrkeyrslu
Landspítalinn stefnir í milljarð fram úr fjárhagsáætlun um áramót. Settur forstjóri spítalans segir mikilvægt að bæta bráðavanda sjúkrahússins. Nú sé allra leiða leitað til að bæta stöðuna en ekki sé unnt að úthýsa fólki ef það eigi ekki í önnur hús að venda.
12.10.2021 - 17:47
Tæplega 100 manns sem eiga ekki að vera á Landspítala
Áskorun sem ekki verður vikist undan og ástand sem jaðrar við sturlun eru orð sem yfirlæknir á bráðamóttöku og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH nota um stöðuna á Landspítalanum. Tæplega hundrað manns eru á sjúkrahúsinu sem ættu að hafa annan dvalarstað.
12.10.2021 - 12:49
Sjónvarpsfrétt
Eldri karlar líklegri til að vera lengur að jafna sig
Karlar eru líklegri en konur til að vera lengur að jafna sig af lungnabólgu eftir Covid. Þetta leiðir ný íslensk rannsókn í ljós. Þeir sem eru eldri glíma lengur við eftirköst en þau sem yngri eru.
Opið í dag í Blóðbankanum vegna mikils skorts
Mikil vöntun er á blóði í öryggisbirgðir Blóðbankans. Biðlað hefur verið til skráðra blóðgjafa um að mæta á aukaopnun í dag í Reykjavík til þess að mæta aukinni þörf í heilbrigðiskerfinu. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum, segir fyrst og fremst vanta blóð í flokkunum O+,O- og A+.
Vildi skipta um gír og sinna fjölskyldunni betur
Páll Matthíasson, fráfarandi forstjóri Landspítalans, vill skipta um gír, snúa sér að öðru og sinna fjölskyldunni betur eftir átta ár í starfi forstjóra. Hann telur tímabært að stíga til hliðar og segir að nýir tímar krefjist nýs leiðtoga. Þetta kemur fram í síðasta forstjórapistli Páls.
08.10.2021 - 16:34
Áfram tilefni til að fylgjast með frelsissviptingum
Umboðsmaður Alþingis segir embættið áfram fylgjast grannt með aðbúnaði þeirra sem eru frelsissviptir á Íslandi. Hann vill ítarlegri skýringar frá Landspítalanum á því að sjúklingur hafi dvalið í 572 daga á öryggisgangi á Kleppi, meðal annars upplýsingar um aðbúnað sjúklingsins og aðdraganda vistunarinnar.
Brýnir fyrir læknum að gæta varkárni í ummælum
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir bráðamóttöku spítalans vel mannaða og vel tækjum búna, þótt húsrýmið mætti vera meira. Vanda hennar megi ekki síst rekja til þess að þegar aðrir þættir kerfisins virki ekki sem skyldi sé hætt við því að bráðamóttakan ráði illa við hlutverk sitt, enda komi þangað sjúklingar sem ættu að fara annað.
02.10.2021 - 08:12
Á sjöunda hundrað atvika vegna lyfjamistaka á 9 mánuðum
Mannleg mistök geta orðið á mörgun vígstöðvum sem leiðir til rangrar lyfjagjafar  sjúklinga. Á sjöunda hundrað atvika vegna lyfja eru þegar skráð á Landspítalanum á árinu.
30.09.2021 - 20:42
Að leysa vanda bráðadeildar er eins og að elta strætó
Að reyna að leysa viðvarandi neyðarástand á bráðamóttöku Landspítala er eins og að elta strætisvagn. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Hann segir þær aðgerðir sem gripið hafi verið til hingað til ekki hafa borið árangur, lausnin felist ekki í meira fé til spítalans, heldur til hjúkrunarheimila.
Heilsugæslan og LSH gera samning um lyfjaþjónustu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert þjónustusamning við Landspítala um lyfjaþjónustu á heilsugæslustöðvum. Markmiðið er að draga úr lyfjatengdum vandamálum sem eru oft orsök sjúkrahúsinnlagnar, valda heilsutjóni og eru kostnaðarsöm fyrir samfélagið.
23.09.2021 - 14:10
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar“
„Við erum að brjóta mannréttindi sjúklinganna okkar. Mér finnst eðlilegt að vekja athygli stjórnmálamanna á þessu. Þeirra er valdið. Þeirra er skömmin.“ Svona lýkur nýjum pistli Eggerts Eyjólfssonar, bráðalæknis á bráðamóttöku Landspítalans, á Facebook þar sem hann vekur athygli á aðbúnaði á bráðamóttökunni. Jón Magnús Kristjánsson, kollegi hans, segir ekkert hafa breyst á síðustu árum.
20.09.2021 - 13:57
Morgunvaktin
„Er einhver sem hefur tekið 15 ár í að reisa spítala?“
Það er óviðunandi hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýjan Landspítala ekki síst í ljósi þess að sá sem fyrir er er löngu hættur að standast nútímakröfur sjúkrahúsa. Efla þarf eftirlit með heilbrigðiskerfinu. Þetta er mat formanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands.
Yfirlæknar benda á galla í hönnun nýs rannsóknahúss
Yfirlæknar á Landspítala hafa ítrekað bent á hönnunargalla í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala en segja samráð við lækna hafa skort verulega. Bæði séu fyrirhuguð opin skrifstofurými fyrir lækna mjög óhentug vinnuaðstaða og áætluð staðsetning þyrlulendingarpalls gæti raskað rannsóknum í húsinu.
Viðtal
Bíða með veika dóttur í mánuði eftir svörum frá BUGL
Faðir fjórtán ára stúlku sem er illa haldin af átröskun furðar sig á að fá engin svör frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þrátt fyrir að tilvísun hafi borist þangað. Hann skoðar nú að sækja meðferð erlendis. Móðir annarrar stúlku eyðir þrjátíu og sex þúsund krónum á mánuði í sálfræðiaðstoð fyrir dóttur sína meðan hún bíður þess að komast að á BUGL.
Barn með COVID-19 lagt inn á Landspítala
Unglingsdrengur var í gær lagður inn á Landspítalann með COVID-19, en þetta er í fyrsta skipti frá því kórónuveiran barst hingað til lands sem barn er lagt inn á spítala. Alls eru 105 börn smituð af COVID-19 hér á landi eins og stendur.
15.09.2021 - 11:38
Myndskeið
Sögulega fáir geðlæknar á Landspítalanum
Mönnun á geðdeild Landspítalans er í sögulegu lágmarki. Þetta segir formaður Geðlæknafélags Íslands. Ástæðan sé slæmur húsakostur. Félagið hefur ekki fengið svar við bréfi sem það sendi heilbrigðisráðherra fyrir níu mánuðum. Í bréfinu lýsti félagið áhyggjum af húsnæði geðdeildar.
Bóluefni gegn hverju afbrigði væntanleg fljótlega
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segir í raun ótrúlegt að bóluefni virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Hann kveðst vonast til að bóluefni gegn hverju afbrigði veirunnar verði aðgengilegt innan skamms.
Sjónvarpsfrétt
Landspítali semur við Klíníkina
Landspítali hefur samið við Klíníkina um aðstöðu til gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður og forstjóri Landspítala segir að frekara samstarf sé til skoðunar. Heilbrigðisráðherra segir þetta mikilægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.
LSH hættir að nota hraðpróf: Síðri kostur en PCR
Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að spítalinn hætti að nota COVID-hraðpróf til að greina smit meðal starfsfólks. Hraðpróf voru innleidd á spítalanum með þröngum skilmerkjum í fjórðu bylgju faraldursins fyrr í sumar og hafa verið notuð á starfsmenn með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Þau teljast óáreiðanlegri en PCR-próf og því verður hætt að nota þau.
03.09.2021 - 15:16
Fréttaskýring
LSH hefur þurft að herða sultarólina vegna launahækkana
Prófessor í hagfræði telur að bæði stjórnvöld og stjórnendur Landspítalans hafi rétt fyrir sér í deilu um fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en þar sem launahækkanir vegi þungt þurfi spítalinn að herða sultarólina. Langvarandi álag árum saman kemur fram í áfallastreituröskun segir formaður fagráðs. Heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum.