Færslur: Landspítali

Sjónvarpsfrétt
Smitsjúkdómadeild breytt í covid-deild
Í morgun var tekin ákvörðun um að rýma smitsjúkdómadeild Landspítala og breyta henni í covid-deild. Áður hefur verið gripið til þess ráðs í fyrri bylgjum faraldursins. Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir það vera snúið úrlausnarefni fyrir spítalann að finna næg legurými fyrir þá sem þurfa að leggjast inn á spítalann.
28.07.2021 - 21:01
Greining sýna gengið vel þrátt fyrir mikið álag
Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans undanfarið en deildin sér um greiningu á COVID-19 sýnum. Svo mikill hefur fjöldi sýna verið að síðustu tvo daga hefur ekki tekist að birta staðfestar heildartölur yfir covid-smit klukkan 11:00 eins og venjan er.
Til skoðunar að fjölga liðskiptaaðgerðum
Alma Möller landlæknir segir það forgangsverkefni stjórnvalda að styrkja heilbrigðiskerfið, almannavarnir og sóttvarnir. Hún segir rannsóknir sýna að lýðheilsa, efnahagur, lýðræði og mannréttindi séu ekki andstæðir pólar. Áströlum, Japönum, Nýsjálendingum, Suður-Kóreumönnum og Íslendingum hefur gengið betur á þessum sviðum en mörgum öðrum.
28.07.2021 - 14:41
Sjónvarpsfrétt
Starfsfólk LSH langþreytt og langar að vera í fríi
Deildarstjóri covid-göngudeildarinnar segir að bregðast þurfi við langvarandi manneklu á spítalanum. Starfsfólk sem hafi verið kallað úr sumarfríi til að sinna fjórðu bylgjunni sé orðið langþreytt. Tveir covid smitaðir voru lagðir inn á spítalann í dag.
Viðtal
Landspítali kallar fólk inn úr sumarfríi
Stjórnendur Landspítala eru byrjaðir að kalla starfsfólk inn úr sumarfríi og fresta töku orlofs sökum þess að starfsmönnum í sóttkví hefur fjölgað töluvert. Þetta segir Sigríður Gunnarsdóttir, starfandi forstjóri. Þeim fjölgar hratt sem eru í eftirliti á COVID-göngudeildinni.
25.07.2021 - 13:48
Tveir starfsmenn og einn sjúklingur með COVID
Tveir starfsmenn Landspítala og einn sjúklingur voru í gær greindir með COVID-19, að því er fram kemur í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans. Gerð var umfangsmikil rakning og voru tveir sjúklingar og níu starfsmenn settir í sóttkví. Ellefu aðrir starfsmenn voru settir í vinnusóttkví.
24.07.2021 - 14:54
Gripið til fleiri varúðarráðstafana á Landspítala
Inniliggjandi COVID-sjúklingar á Landspítala eru nú orðnir þrír. Þá eru 369 í eftirliti á göngudeild COVID, þar af 28 börn. Sjö starfsmenn eru í einangrun, 14 í sóttkví og 229 í svokallaðri vinnusóttkví. Landspítali var færður á hættustig í gær.
23.07.2021 - 14:23
Vill að spítalinn geri upp COVID-fórnir í lok faraldurs
Formaður Læknafélags Íslands telur að spítalinn þurfi að bæta starfmönnum upp þær fórnir sem þeir hafi fært í heimsfaraldrinum. Tilmæli um að búa til sumarkúlu og forðast mannamót séu stórt inngrip í einkalíf fólks. Þá eigi læknar margir á hættu að réttur þeirra til símenntunar fyrnist vegna faraldursins. 
22.07.2021 - 16:34
Viðtal
„Ef þetta væri inflúensufaraldur væru viðbrögðin eins“
Landspítalinn sinnir nú hátt í 300 COVID-sjúklingum sem langflestir eru bólusettir. Enn sem komið er eru einkenni meginþorra þeirra væg. Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID- göngudeildarinnar telur brýnt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu. Ekki sé hægt að taka mið af fjölda fólks með alvarleg einkenni því staðan geti breyst hratt. Hann segir ekki hægt að líkja sýkingunni við inflúensu og telur það samfélagslega skyldu að vernda fólk í áhættuhópi.
Starfsmenn Landspítala hvattir til að búa til sumarkúlu
Farsóttarnefnd Landspítala hefur gripið til víðtækra sóttvarnaráðstafana til að verja starfsemi spítalans, nú þegar ný bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin. Heimsóknir verða takmarkaðar og starfsmenn eru hvattir til að búa til sumarkúlu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa spítalans. 
21.07.2021 - 16:33
Óskynsamlegt að halda útihátíðir við þessar aðstæður
Már Kristjánsson, formaður farsóttarnefndar Landspítalans, segir alveg ljóst að kórónuveirufaraldurinn sé í vexti hér landi og hann hitti mjög mikið ungt fólk.
20.07.2021 - 22:45
Sjúkrastofnanir fylgjast grannt með og meta framhaldið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna klukkan 11 í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarna daga. Þórólfur hvatti hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum meðan á uppsveiflunni stendur.
Á von á að umgengnisreglur verði hertar
Farsóttarnefnd Landspítalans fylgist náið með þróun kórónuveirufaraldursins og er tilbúin að herða umgengnisreglur spítalans ef þarf.
14.07.2021 - 15:29
Morgunútvarpið
Legupláss á Landspítala of fá miðað við fólksfjölgun
Þann 23.júní var heilbrigðisráðherra afhentur undirskriftalisti frá rúmlega eitt þúsund læknum um langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum og einn forsvarsmanna undirskriftalistans, hefur áhyggjur af stöðu leguplássa á Landspítalanum en þau eru nú þegar fullnýtt.
12.07.2021 - 12:16
Íhugaði að hætta eftir fyrstu vaktina á bráðamóttökunni
Tíu læknanemar sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á deildinni í opnu bréfi til framkvæmdastjórnar spítalans í dag. Þau vilja að strax verði gerðar ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun sérfræðinga á bráðamóttökunni.
Heimsóttu Klepp vegna frétta af slæmum aðbúnaði
Umboðsmaður Alþingis og starfsfólk hans heimsótti á föstudag réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérstaka endurhæfingardeild á Kleppi í tengslum við svokallað OPCAT eftirlit með frelsissviptum, sem umboðsmaður sinnir. Tilefni heimsóknarinnar var fyrst og fremst fréttaflutningur síðustu vikna af slæmum aðbúnaði á geðdeildum. Tilgangurinn var einnig að fylgja eftir atriðum í skýrslu umboðsmanns um eftirlit með geðdeildum á Kleppi frá árinu 2019.
5,1 milljarður til viðgerða vegna myglu og rakaskemmda
Rakaskemmdir og mygla hefur fundist í fjölda eigna í eigu ríkisins og hafa um tuttugu starfsmenn leitað til trúnaðarlæknis Landspítala að jafnaði árlega vegna einkenna. Ekki er til heildaryfirlit yfir áhrif mygluvandamála í ríkishúsnæði á heilsu starfsfólks.
14.06.2021 - 14:34
Myndskeið
„Það dugar ekkert eitt skref“
Um 100 hjúkrunarrými verða tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu síðar í ár og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vonast til að það leysi vanda bráðadeildar Landspítala að hluta. Hún segir að ekkert eitt skref nægi í þessum efnum.
Myndskeið
„Ráðherra ber ábyrgð á hættulegu ástandi“
Sérfræðiþekking var virt að vettugi þegar ákveðið var að ráðast í breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendum heilbrigðiskerfisins.
Myndskeið
Segja við óljós svör Landspítala að sakast
Óljós svör Landspítala um hvort hann gæti tekið að sér greiningar á leghálssýnum gerðu það að verkum að samið var um þær við danskt sjúkrahús. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala segir þetta rangtúlkun, ekki hafi verið farið fram á það við spítalann að hann sinnti þessu verkefni.
Sjónvarpsviðtal
„Það ræður enginn spítali við þetta til lengdar“
Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segir að hlutfall sjúklinga á Landspítalanum sem bíða eftir hjúkrunarrýmum eða öðrum úrræðum hafi aldrei verið hærra. Samhent átak þvert á spítalann þurfi til að leysa brýnan vanda bráðamóttökunnar. Tala þeirra sem bíða eftir öðrum úrræðum á Landspítala fer hækkandi, og það ráði enginn spítali við til lengdar.
09.06.2021 - 18:52
Sjónvarpsfrétt
Staðan aldrei verri á bráðamóttöku, segir landlæknir
Framkvæmdastjórn Landspítala fundaði í allan dag og mun halda áfram fundi á morgun vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á bráðamóttöku spítalans. Læknar segjast ekki geta tryggt öryggi sjúklinga vegna manneklu, landlæknir segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú og segir þjónustuna á deildinni ekki uppfylla lágmarkskröfur.
Ætla að bregðast við vanda bráðadeildar með hraði
Stjórnendur Landspítala vinna nú með hraði að lausn þess vanda sem fyrirsjáanlegur er á bráðadeild spítalans, en Félag bráðalækna telur að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga þar í sumar vegna skorts á læknum og hjúkrunarfræðingum. Stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðuna.
07.06.2021 - 16:19
Hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir á bráðadeild
Hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir á bráðadeild Landspítala í sumar og fjórir læknar hafa hætt störfum þar það sem af er ári. Formaður Félags bráðalækna segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni að óbreyttu. Stjórnendur spítalans funduðu um stöðuna í morgun. 
07.06.2021 - 12:27
Efast um eftirlitsgetu Landlæknis og vilja óháða úttekt
Geðhjálp veltir fyrir sér getu embættis landlæknis til að sinna eftirliti með heilbrigðisstofnunum, og viðrar áhyggjur vegna viðbragða stjórnenda Landspítalans í kjölfar gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið fram um starfsemi réttargeðdeildar spítalans.