Færslur: Landspítali

Lítið svigrúm á bráðadeild til að bregðast við hópslysi
Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir líka og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum. Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt. 
Viðtal
Geta greint leghálssýni en hafa ekki verið beðin um það
Meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hefur verið óskað eftir því. Þetta segir yfirlæknir Meinafræðideildar. Biðtími eftir niðurstöðu rannsókna á sýnum sé styttri hjá deildinni en annars staðar á Norðurlöndum. „Synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi,“ segir yfirlæknirinn.
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.
Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Þrír á dag leita á LSH í Fossvogi með andleg veikindi
Um þrír á dag leita á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Alls um 940 á síðasta ári. Bráðageðdeildin er opin í sjö klukkutíma á dag, sem er ekki nóg segir kona sem þurfi aðstoð utan þjónustutíma. Yfirlæknir segir að öllum bráðatilvikum sé sinnt í Fossvogi.
19.02.2021 - 18:07
Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á 4 árum
Fjöldi á biðlista eftir meðferð átröskunarteymis Landspítalans sjöfaldaðist á fjórum árum. Ástæður þess eru meðal annars aukin þörf fyrir þjónustuna og mygla, sem kom upp í húsnæði deildarinnar, en í kjölfar hennar varð hluti starfsfólks óvinnufær. Teymisstjóri segir að löng bið eftir aðstoð geti aukið á sjúkdóminn.
Myndskeið
Engin mistök viðurkennd en hámarksbætur samt greiddar
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að greiða ekkju manns sem lést eftir útskrift af Landspítalanum árið 2019 hámarksbætur. Landspítalinn telur að engin mistök hafi verið gerð í málinu en lögmaður ekkjunnar segir augljóst að svo hafi verið.
Már kemur að Pfizer-viðræðum sem vísindamaður
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, verður ásamt Þórólfi Guðnason sóttvarnalækni og Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á fundinum með fulltrúum bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer í dag. Þetta staðfestir aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans í samtali við Fréttastofu RÚV. Már kemur að viðræðunum sem vísindamaður á sviði smitsjúkdóma.
Talsvert um tilkynningar vegna drykkju sótthreinsivökva
Aukning hefur orðið í tilkynningum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítala vegna þess að fólk hefur drukkið sótthreinsivökva fyrir misgáning. Tilvikum þar sem fólk innbyrðir nikótínpúða hefur fjölgað aftur eftir að hafa fækkað mikið eftir að athygli var vakin á hættunni af því í haust og þá er talsvert um að börn innbyrði kúlur sem eiga að auka virkni mýkingarefnis.
05.02.2021 - 15:30
Meta þarf áhrif aukins hreinlætis í faraldrinum á börn
Michael Clausen, barnalæknir við Landspítalann, segir að skoða verði áhrif aukins hreinlætis á börn í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Það eigi við um börn fædd 2020 og jafnvel 2021 og á við ef haldið verður áfram að spritta.
02.02.2021 - 07:44
Bíða á göngum eftir að komast í spítalarúm
Undanfarna viku hafa um 20 beðið á hverjum degi á bráðamóttöku Landspítala eftir að komast inn á ýmsar legudeildir spítalans eftir að hafa lokið meðferð á bráðamóttökunni. Alltaf þurfa einhverjir að liggja á göngum og það leiðir til þess að sóttvarnir eru ekki eins og best verður á kosið, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum.
Myndskeið
62 tilkynningar um aukaverkanir: Var veik í 10 mánuði
Lyfjastofnun hefur fengið 62 tilkynningar um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Kona sem fékk lyfið í tvígang þjáðist af margvíslegum aukaverkunum í tíu mánuði. Hún fær engar aukaverkanir af frumlyfinu, sem er dýrara. Um 600 manns nota Flixabi hér á landi.
Viðtal
Hættur eftir 25 ára starf - álagið hafði áhrif
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segist hafa árum saman reynt að fá fram skipulagsbreytingum til að draga úr álagi á bráðamóttöku en án árangurs. Jón Magnús segir að ástæða vistaskiptanna sé að hluta til álagið sem verið hefur á bráðamóttökunni þar sem sjúklingar þurfa ítrekað að liggja frammi á göngum.
17.01.2021 - 19:19
Starfsfólk krabbameinsdeildar LSH ekki með COVID-19
Allt það starfsfólk blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítalans sem fór í COVID-skimun í morgun eftir að sjúklingur á deildinni greindist með COVID-19 hefur fengið neikvætt svar. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr skimun sjúklinga en samkvæmt upplýsingum frá spítalanum má búast við að þær liggi fyrir um fjögurleytið í dag.
14.01.2021 - 15:40
Smitið á hjartadeild var líklega gamalt
Sóttkví hefur verið aflétt af hjartadeild Landspítala eftir að skimun á meirihluta starfsmanna deildarinnar sýndi að enginn hafði smitast. Starfsemi deildarinnar er nú með eðlilegum hætti, en öllum innlögnum, valkvæðum aðgerðum og göngudeildarheimsóknum var frestað eftir að sjúklingur þar greindist COVID-jákvæður  við hefðbundna öryggisskimun fyrir útskrift.
Búið að greina um 30 sýni starfsfólks hjartadeildar
Búið er að skima hluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala eftir að sjúklingur á deildinni greindist með COVID-19 síðdegis í gær. Í gærkvöldi voru allir 32 sjúklingar deildarinnar skimaðir og reyndist enginn þeirra smitaður. Sýnataka starfsfólks deildarinnar stóð fram á nótt og mun halda áfram fram eftir morgni. Niðurstöður úr um 30 sýnatökum liggja fyrir og reyndist ekkert sýnanna jákvætt.
13.01.2021 - 08:04
Myndskeið
Allir inniliggjandi á hjartadeild reyndust neikvæðir
Rannsókn á sýnum vegna Covid-19-skimunar 32 inniliggjandi sjúklinga á hjartadeild landspítalans lauk fyrir tíu í kvöld og reyndust öll sýnin neikvæð. Sjúklingur á deildinni greindist með Covid síðdegis í dag. Sýnataka starfsfólks deildarinnar stendur yfir fram á nótt og lýkur í fyrramálið. Niðurstöður úr þeirri skimun liggja fyrir um hádegi á morgun.
12.01.2021 - 22:50
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítala og löng bið
Mikið álag er á Landspítalanum núna, meðal annars á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þar er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika og er sjúklingum vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavakt utan opnunartíma heilsugæslu ef það er mögulegt.
06.01.2021 - 15:13
Hátt í 30 biðu á bráðamóttöku eftir rúmi á Landspítala
Hátt í 30 sjúklingar biðu á bráðamóttöku Landspítala fyrr í dag eftir innlögn á aðrar deildir spítalans, en um 80 aldraðir einstaklingar bíða á ýmsum deildum spítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sumir þurftu að liggja á göngum og Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðamóttökunnar segir að það sé engan vegin boðlegt, sér í lagi ekki á meðan kórónuveirufaraldurinn stendur yfir. 
Enginn liggur á Landspítala með COVID-19
Enginn liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit, en þar liggja 22 sem hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.
Einn liggur á Landspítala með COVID-19
Einn sjúklingur liggur nú á Landspítala með virkt kórónuveirusmit og því til viðbótar liggja 22 á spítalanum sem hafa lokið einangrun. Enginn er nú á gjörgæslu með COVID-19. Um 60% virkra smita eru hjá fólki undir þrítugu.
„Tónninn var sleginn strax í upphafi faraldursins“
Bóluefnið sem smýgur inn í upphandleggi 5000 landsmanna í vikunni á sér aðeins nokkurra mánaða sögu. Smitsjúkdómalæknir segir að virkni þess sé griðarlega mikil, en talið er að 95% þeirra sem fá bóluefnið myndi ónæmissvar gegn veirunni. Þeir sem fá bóluefnið eiga ekki að geta veikst af Covid-19 en hugsanlegt er að þeir geti sýkst af veirunni og smitað aðra.
Sóttvarnalæknir býður í bólusetningu með SMS
Þeir tæplega 800 starfsmenn Landspítala, sem eru í fyrsta forgangi í bólusetningu gegn kórónuveirunni sem hefst á morgun, hafa fengið sms frá sóttvarnalækni. Skilaboðunum fylgir strikamerki sem þarf að sýna til að fá bólusetninguna. Í skilaboðunum virðist fólk vera boðað á rangan stað, en áður hefur komið fram að bólusetningin eigi að fara fram í Skaftahlíð 24 sem er skristofuhúsnæði Landspítala en í skilaboðunum er fólk aftur á móti boðað að Suðurgötu 24.
Sjúklingar mega ekki heimsækja aðstandendur um jólin
Sjúklingum sem liggja inni á Landspítalanum verður ekki heimilt að heimsækja aðstandendur yfir hátíðarnar. Farsóttanefnd spítalans greindi frá þessu í kvöld og Már Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir að öðruvísi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem deili gjarnan stofum með fleirum.
22.12.2020 - 18:37
Kastljós í kvöld
„Allt gert til að koma henni út af bráðamóttökunni“
Læknir á bráðamóttöku Landspítalans vanrækti skyldur sínar gagnvart sjúklingi sem leitaði þangað í mars og lést nokkrum klukkustundum eftir útskrift. Þetta er mat landlæknis sem hefur gert úttekt á málinu. Útskrift sjúklingsins var ótímabær og illa undirbyggð.
22.12.2020 - 15:13