Færslur: Landspítali

Myndskeið
Fyrrverandi starfsmenn ÖRG: „Við vorum bara skammaðar“
Stjórnendur Landspítalans brugðust þeim sem kvörtuðu undan stöðunni á öryggis- og réttargeðdeild spítalans. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður á deildunum. Annar fyrrverandi starfsmaður segist ekki óska óvinum sínum að þurfa að dvelja á deildunum. Allt hafi gengið út á hindranir á deildunum, en ekki að gefa fólki tækifæri.
Viðtal
„Það eru engar heimildir fyrir þessum refsingum“
Það er með ólíkindum hvernig komið er fram við skjólstæðinga á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þetta segir formaður Geðhjálpar um það sem fram kemur í gögnum sem Embætti landlæknis hefur nú til skoðunar. Hann segir að ofbeldið, refsikúltúr og starfsandinn á deildunum sé það alvarlegasta sem fram kemur í gögnunum.
Myndskeið
Sjúklingar lokaðir inni á herbergi svo mánuðum skiptir
Dæmi er um að sjúklingar á Kleppspítala, öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans, hafi verið lokaðir inni á herbergjum sínum svo vikum og mánuðum skiptir. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að meðferðarkúltúr í geðlæknisfræðum virðist byggja á því að sýna völd.
12.05.2021 - 20:02
Myndskeið
Lyfjaþvinganir, ofbeldi og ógnarstjórnun
Embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þar er meðal annars lýst ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Þær voru meðal annars teknar saman í kjölfar umfjöllunar um vistheimilið Arnarholt. Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og Landspítalinn hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna.
Páll segir Ísland vel aflögufært um öndunarvélar
Íslensk stjórnvöld ætla að gefa 17 öndunarvélar til Indlands í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Indversk stjórnvöld hafa þegið boðið. Almannavarnir Evrópusambandsins taka að sér að flytja vélarnar út, fyrir milligöngu heilbrigðisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Ísland tekur þátt í almannavarnastarfi sambandsins á grundvelli EES-samningsins.
Öndunarvélar frá Íslandi til Indlands
Sautján öndunarvélar verða sendar héðan til Indlands á næstu dögum. Vélarnar eru gjöf Landspítalans sem hann þáði að gjöf frá velunnurum spítalans í fyrra þegar mikil óvissa var um þörfina fyrir slíkar vélar. Nú sé ekki þörf fyrir þær allar.
08.05.2021 - 16:52
Hefur rætt við Landspítala og konu sem missti barn sitt
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur rætt við forsvarsmenn Landspítalans vegna máls foreldra sem misstu ófætt barn sitt á dögunum, einnig hefur hún haft samband við móður barnsins.
Viðtal
Þurfti að bíða í tæpa 4 sólarhringa með látið barn
Foreldrar gagnrýna Landspítalann harðlega fyrir að láta móðurina bíða í tæpa fjóra sólarhringa með að fæða andvana barn. Hún var send heim á föstudegi eftir að henni var tjáð andlát barnsins. Hún gagnrýnir Landspítalann harðlega fyrir að tilkynna henni um andlátið án þess að veita nokkurn sálrænan stuðning. Fæðing var gangsett á mánudeginum og barnið fæddist á þriðjudeginum, tæpum fjórum sólarhringum eftir að vitað var um andlátið.
05.05.2021 - 19:34
Á annað hundrað aldraðir bíða á Landspítala
124 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítalans eftir að komast á hjúkrunarheimili eða í endurhæfingu. Meira en fimmtungur rúma á legudeildum spítalans var upptekinn í mars vegna þessa og hlutfallið hefur ekki verið hærra í meira en ár. Þetta kemur fram í nýjum starfsemistölum spítalans.
29.04.2021 - 08:08
Sjónvarpsfrétt
Tekur klukkutíma að „sprengja“ sjúkrabíl
Sjúkraflutningamenn hafa fundið fyrir auknu álagi vegna faraldursins líkt og aðrir. Undandarna daga hafa covid flutningar á höfuðborgarsvæðinu hlaupið á tugum . Á milli sjúklinga þarf að þrífa sjúkrabílana hátt og lágt, og það tekur rúma klukkustund í hvert skipti
Mikael Smári ráðinn yfirlæknir bráðalækninga
Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Hann tók formlega við stöðunni 1. apríl. Mikael Smári hefur verið staðgengill yfirlæknis frá því að Jón Magnús Kristjánsson sagði upp í janúar. Hann hefur sérfræðileyfi í bráðalækningum í Ástralíu frá 2012 og á Íslandi frá 2015.
21.04.2021 - 13:12
Myndskeið
340 bólusettir starfsmenn of ungir fyrir seinni skammt
Um 340 starfsmenn Landspítalans sem fengið hafa fyrri bólusetningu með efni AstraZeneca teljast núna til aldurshóps sem á ekki að fá það bóluefni. Ekki liggur fyrir hvernig seinni bólusetningu verður háttað. Bólusetning starfsfólks Landspítalans er mjög langt komin.
29.03.2021 - 20:58
Sjónvarpsfrétt
Áttfalt sterkara svefnlyf olli alvarlegri eitrun barns
Barn á leikskólaaldri fékk fyrr í mánuðinum eitrun vegna svefnlyfs í dropum sem er áttfalt sterkara en mixtúran sem það er vant að fá. Svefnlyfjanotkun barna undir sex ára aldri hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Yfirlæknir á Barnaspitalanum segir einkennilegt að svo mörg börn séu á svefnlyfjum svo mánuðum og árum skiptir.
29.03.2021 - 18:51
Landspítalinn á hættustig
Starfsemi Landspítalans verður færð á hættustig á miðnætti í ljósi fjölgunar COVID-smita að undanförnu. Hann er nú á óvissustigi. Þegar spítalinn er á hættustigi er starfað eftir viðbragðsáætlun vegna farsóttar og viðbragðsstjórn og farsóttanefnd koma saman reglulega. Hver sjúklingur má þá aðeins fá einn gest daglega og má gesturinn aðeins stoppa við í eina klukkustund. 
Kórónuveirusmit greindist á Landspítala
Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem hafa greinst innanlands og við landamærin undanfarna þrjá daga greindist hjá starfsmanni Landspítala. Farsóttanefnd spítalans skoðar hvort færa eigi starfsemina upp á hærra viðbúnaðarstig.
Farsóttarnefnd fundar - rætt um að hækka viðbúnaðarstig
Farsóttarnefnd Landspítala fundaði í gærkvöldi vegna stöðunnar sem upp er komin eftir að 21 kórónuveirusmit greindust um helgina og mun funda aftur upp úr hádegi í dag.
Landspítalinn getur greint leghálssýni
Unnt er að greina leghálssýni hér innanlands. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn heilbrigðisráðuneytisins. Þó þyrfti að kaupa tæki frá Krabbameinsfélaginu og ráða sérhæft starfsfólk. Spítalinn skilaði ráðuneytinu greinargerð í fyrrakvöld. Ráðuneytið hyggst óska eftir frekari upplýsingum frá spítalanum varðandi málið. 
Skimun á LSH að mestu lokið en of snemmt að fagna
Skimun á starfsfólki og sjúklingum á Landspítalanum er að mestu lokið eftir að nokkrir tugir voru sendir í sóttkví um helgina þegar í ljós kom að starfsmaður spítalans hefði greinst með breska afbrigði veirunnar. „Við gefum okkur einn til tvo sólarhringa til þess að klára að skima, tíminn fer eftir því hvenær fólk var útsett,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans. Alls hafa 76 starfsmenn spítalans verið skimaðir á síðustu dögum og 19 sjúklingar.
12.03.2021 - 12:43
Lítið svigrúm á bráðadeild til að bregðast við hópslysi
Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir líka og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum. Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt. 
Viðtal
Geta greint leghálssýni en hafa ekki verið beðin um það
Meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hefur verið óskað eftir því. Þetta segir yfirlæknir Meinafræðideildar. Biðtími eftir niðurstöðu rannsókna á sýnum sé styttri hjá deildinni en annars staðar á Norðurlöndum. „Synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi,“ segir yfirlæknirinn.
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit
Enginn liggur á Landspítala með virkt COVID-19 smit, en þar liggja átta sem hafa lokið einangrun. Enginn þeirra er á gjörgæslu. 17 eru undir eftirliti COVID-19 göngudeildarinnar - ekkert barn er í þeim hópi.
Engin inflúensa í ár hér eða í Evrópu - ennþá 
Engin tilfelli inflúensu hafa greinst hér á landi í ár og hún hefur heldur ekki náð sér á strik á heimsvísu, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala. Hins vegar hafa greinst hér óvenjulega mörg tilfelli af veiru sem veldur heilahimnubólgu. 
Þrír á dag leita á LSH í Fossvogi með andleg veikindi
Um þrír á dag leita á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Alls um 940 á síðasta ári. Bráðageðdeildin er opin í sjö klukkutíma á dag, sem er ekki nóg segir kona sem þurfi aðstoð utan þjónustutíma. Yfirlæknir segir að öllum bráðatilvikum sé sinnt í Fossvogi.
19.02.2021 - 18:07
Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á 4 árum
Fjöldi á biðlista eftir meðferð átröskunarteymis Landspítalans sjöfaldaðist á fjórum árum. Ástæður þess eru meðal annars aukin þörf fyrir þjónustuna og mygla, sem kom upp í húsnæði deildarinnar, en í kjölfar hennar varð hluti starfsfólks óvinnufær. Teymisstjóri segir að löng bið eftir aðstoð geti aukið á sjúkdóminn.
Myndskeið
Engin mistök viðurkennd en hámarksbætur samt greiddar
Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið að greiða ekkju manns sem lést eftir útskrift af Landspítalanum árið 2019 hámarksbætur. Landspítalinn telur að engin mistök hafi verið gerð í málinu en lögmaður ekkjunnar segir augljóst að svo hafi verið.