Færslur: Landspítali

Hátt í 200 aldraðir bíða á ýmsum deildum Landspítala
Hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar, liggja nú á ýmsum deildum Landspítala og bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. Sjö rúma biðdeild fyrir þennan hóp var opnuð á Grensás í síðustu viku, hún dugar engan veginn til og Páll Matthíasson forstjóri spitalans segir að nú sé verið að leita allra leiða til að leysa vandann.
Hundruð aðgerða „töpuðust“ vegna COVID-19
Fresta þurfti að minnsta kosti 655 aðgerðum á tólf vikna tímabili í vor þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámæli. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Talan tekur til fjögurra algengra tegunda valkvæðra aðgerða, nánar tiltekið gerviliðaaðgerða á mjöðm og hné, skurðaðgerða á augasteini og hjarta- og kransæðamyndatöku.
09.07.2020 - 12:57
Nær væri að verja almannafé í annað
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala segir það ekki vera hlutverk Landspítala að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands. Í facebook-færslu líkir hann því við að læknar sinni þrifum í Smáralind, nær væri að verja almannafé til annarra verkefna. 
08.07.2020 - 18:39
Myndskeið
Ekki auðvelt að taka við skimun — kalla fólk úr fríi
Landspítali stefnir á að greina tvö til þrjú þúsund sýni á sólarhring með því að greina tíu í einu. Forstjóri Landspítala segir að það verði ekki auðvelt og kalli á fleiri handtök sem þýðir að kalla þurfi fólk úr sumarfríi. Verkefnahópur á vegum Landspítala hefur unnið að því í dag að finna leið til að auka afkastagetu Veirufræðideildarinnar. 
07.07.2020 - 21:55
Starfsfólk sem ferðast fari í sóttkví á eigin kostnað
Farsóttanefnd Landspítalans sendi í dag út tilkynningu þess efnis að starfsfólk sem færi til útlanda í frí frá og með 10. júlí þyrfti að fara í sóttkví við heimkomu á eigin kostnað.
07.07.2020 - 21:26
Landspítali fer yfir athugasemdir um umbun fyrir COVID
Stjórnendur á Landspítala ætla að fara yfir athugasemdir frá starfsfólki um greiðslu umbunar fyrir álag í kórónuveirufaraldrinum. Forstjórinn segir greiðsluna ekki laun, heldur táknrænan þakklætisvott.
06.07.2020 - 12:29
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Myndskeið
Í veikindaleyfi síðan í mars vegna eftirkasta COVID-19
Kona sem greindist með COVID-19 í mars er enn í veikindaleyfi frá vinnu vegna langtímaáhrifa og eftirkasta veirunnar, þrátt fyrir að henni sé löngu batnað af sýkingunni sjálfri. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að borið hafi á slíkum einkennum hjá hópi fólks sem greindist með veiruna. Reglulega hafi fólk samband við COVID-deild spítalans vegna eftirkasta.
21.06.2020 - 10:52
Landspítalinn umbunar starfsfólki vegna álags
Allir starfsmenn Landspítala, fyrir utan þá sem gegna þar æðstu stöðum, fá greidda umbun frá spítalanum næstu mánaðamót. Ástæðan fyrir umbuninni er aukið álag vegna COVID-19. Þetta kemur fram í forstjórapistli Páls Matthíassonar sem birtist á vef Landspítala í dag.
19.06.2020 - 16:59
Stjórnendur spítalans hafa þungar áhyggjur af verkfalli
Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hefur þungar áhyggjur af boðuðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem hefst að óbreyttu næsta mánudag.
18.06.2020 - 15:30
Vilja færa veirufræðideild LSH í annað húsnæði
Það gæti kostað allt að fjögur hundruð milljónir að koma húsnæði Sýkla- og veirufræðideildar við Ármúla í ásættanlegt horf að mati Landspítala. Landspítali hefur því til skoðunar hvort hægt sé að færa starfsemina á milli húsa þar til nýr Landspítali hefur opnað. 
15.06.2020 - 17:57
Myndskeið
Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Mjög margt mun bíða“ á LSH
2600 hjúkrunarfræðingar fara að óbreyttu í verkfall eftir rúmar tvær vikur eftir 15 mánaða samningsleysi. Mjög alvarleg tíðindi, segir forstjóri Landspítalans. Margt muni bíða og þjónusta fara úr skorðum. Vonbrigði, segir formaður samninganefndar ríkisins.
Páll vill greiða milljarðinn fyrir júlíbyrjun
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala hefur lagt til við stjórnvöld að álagsgreiðslur, sem heilbrigðisstarfsfólki hafði verið lofað vegna framlags síns í COVID-19 faraldrinum, verði greiddar út fyrir næstu mánaðamót. Þetta sagði Páll í Kastljósi kvöldsins.
Hafa áhyggjur vegna opnunar landamæranna
Páll Matthíasson, forstjóri Landpítala, segir að í áhættumati spítalans vegna fyrirhugaðrar opnunar landamæranna 15. júní, hafi komið fram ákveðnar áhyggjur. Vilji þurfi að vera til að breyta þeim áætlunum, ef þörf krefji. Starfsfólk spítalans sé langþreytt eftir mikið álag í tengslum við COVID-19 faraldurinn og ekkert megi út af bregða. 
04.06.2020 - 20:29
Lítið um lokanir á Landspítala í sumar
Talsvert minna verður um lokanir á Landspítala í sumar en verið hefur undangengin sumur. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri spítalans. Hann segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður. 
Ólíðandi að konur bíði margar vikur eftir brjóstaskoðun
Brynja Björk Gunnarsdóttir, formaður Brjóstaheilla segir ekki sé hægt að sætta sig við það að konur þurfi að bíða í margar vikur eftir því að komast að í rannsókn eða meðferð. Kona sem fór í skimun fékk að vita sjö vikum síðar, að hún væri með mein í brjósti. Hún hefur kvartað til Landlæknis og Landspítalans. 
27.05.2020 - 13:20
Landspítalinn rýmkar reglur um heimsóknir frá 18. maí
Landspítalinn ætlar að rýmka reglur um heimsóknir á spítalann frá og með 18. maí. Spítalanum var lokað fyrir gestum þann 6. mars þegar kórónuveirufaraldurinn var að rísa hér á landi.
13.05.2020 - 13:49
800 milljóna rekstrarhalli Landspítala í upphafi árs
Tekjuhalli Landspítalans var rúmlega 800 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Launakostnaður var rúmum 600 milljónum meiri en gert var ráð fyrir á þessum þremur mánuðum.
12.05.2020 - 09:35
Slapp við öndunarvél vegna ónæmisbælandi meðferðar
Lyfjameðferð sem notuð var á rúmlega fimmtugan íslenskan karlmann með COVID-19 gaf góða raun og kom í veg fyrir að hann færi í öndunarvél. Þetta kemur fram í grein sem átta læknar við Landspítala skrifa og birtist í Læknablaðinu í dag.
07.05.2020 - 13:26
Viðtal
4.000 á biðlista eftir aðgerðum
Um fjögur þúsund manns eru á biðlista hjá Landspítala eftir ýmsum aðgerðum. Svokölluðum valaðgerðum var frestað vegna COVID-19 faraldursins og nú tekur við hjá starfsfólki spítalans að vinda ofan af biðlistunum.
07.05.2020 - 09:17
Makar áfram bannaðir á sængurkvennadeild
Heimsóknarbann á Landspítala verður í meginatriðum með sama hætti og verið hefur undanfarnar vikur, þrátt fyrir að reglur um samkomubann hafi verið rýmkaðar fjórða maí.
06.05.2020 - 13:53
Viðtal
Hafnfirsku drengirnir lifðu af tveggja tíma hjartastopp
Drengirnir tveir, sem voru í bíl sem fór í sjóinn í Hafnarfirði í janúar, voru í hjartastoppi í tvo tíma og eru fyrstu og einu Íslendingarnir sem hafa lifað af jafn langt hjartastopp. Læknirinn sem sá um meðferð drengjanna segir málið einstakt á alla mælikvarða, en þeir eru báðir komnir heim af spítala.
20.04.2020 - 19:10
Myndskeið
Gáfu Landspítala 17 öndunarvélar og 140.000 veirupinna
Fjórtán íslensk fyrirtæki tóku sig saman og færðu Landspítala 17 öndunarvélar að gjöf. Vélarnar komu til landsins með fraktflugi í morgun. Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að þetta væru mjög fullkomnar gjörgæsluöndunarvélar. Ellefu vélanna hafa þegar verið afhentar spítalanum en sex verða afhentar í næstu viku.
09.04.2020 - 14:22
Myndskeið
„Lá við að þetta væri eins og í gamla daga“
Nýbakaðir foreldrar þurftu að vera aðskilin í sautján klukkustundir eftir að dóttir þeirra fæddist vegna hertra reglna á fæðingardeild. Móðirin segir þetta hafa tekið á, en þau nýttu tæknina til að eiga samskipti. 
07.04.2020 - 22:30
Myndskeið
Alma biðlar til ráðherra að afturkalla launalækkun LSH
Landlæknir biðlar til heilbrigðisráðherra að afturkalla tekjuskerðingu hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Deildarstjóri á gjörgæslu segir að fólk sé að íhuga uppsagnir og vilji áhættugreiðslur. Hjúkrunarfræðingar eru reiðir og sárir og álagið á deildinni engu líkt.
02.04.2020 - 18:52