Færslur: Landspítali

Upplýsingagjöf til sjúklinga varðveitir traust
Jafnvel þó mistök verði við veitingu heilbrigðisþjónustu eru samskipti við skjólstæðinga og upplifun þeirra af því að sjálfræðisrétturinn sé virtur mikilvægust við varðveislu trausts innan heilbrigðiskerfisins.
25.06.2022 - 18:22
Þrjátíu og tveir á Landspítala með COVID-19
Þrjátíu og tveir liggja á Landspítalanum með COVID-19, á tólf starfstöðvum. Sjúklingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Yfirlæknir sýkingavarnadeildar segir að árangur af bólusetningum sé þó greinilegur.
Nýtt covid-lyf vonandi aðgengilegt hérlendis í haust
Paxlovid, nýtt covid-lyf getur fækkað innlögnum á spítala um 85 prósent. Bandaríkjamenn eru byrjaðir að nota lyfið í talsvert miklum mæli en bundnar eru vonir við að lyfið komi hingað til lands í haust. Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum fyrir spítalann og í baráttunni gegn kórónuveirunni.
23.06.2022 - 17:43
Ónæmið ekki langvarandi - fólk geti smitast endurtekið
Sjúklingur með COVID-19 lést á legudeild Landspítalans í gær. Fyrir helgi var nýgengi smita í samfélaginu ríflega 600 á hver 100 þúsund. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma, segir að á næstu dögum komi í ljós hvort allt fer á hliðina eftir mikið samkomuhald síðustu daga.
20.06.2022 - 12:40
Spegillinn
Óttast verulega aukningu smita um helgina
Landspítali hefur tekið upp grímuskyldu á ný og hert reglur um heimsóknir aðstandenda. Það er viðbragð við mikilli fjölgun Covid-19 smita á spítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala. 
16.06.2022 - 16:49
Grímuskylda og takmarkanir á Landspítala vegna Covid
Landspítalinn hefur gert ráðstafanir vegna fjölgunar á innlagningu sjúklinga með COVID-19. Heimsóknartími á Landspítala mun takmarkast við einn gest á klukkustund og öllum starfsmönnum verður skylt að nota grímu á spítalanum.
16.06.2022 - 13:11
Viðtal
„Augljóslega engin stemning fyrir takmörkunum“
Covid-smitum hefur fjölgað mjög síðustu daga og hátt í þrjátíu eru nú á Landspítala vegna covid-smits, tveir þeirra á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta verulegt stökk upp á við og mikilvægt að huga að smitvörnum. Líklega verði þó ekki gripið til takmarkana strax.
Alþingi samþykkir að skipa stjórn yfir Landspítala
Skipuð verður stjórn yfir Landspítala og notendaráð sett á laggirnar. Frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis hefur verið samþykkt á Alþingi.
13.06.2022 - 15:36
Fagnar því að heilbrigðisyfirvöld hafi áttað sig
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir slæmri stöðu á bráðamóttöku Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tími hafi verið kominn til og vonandi rætist nú úr.
Viðbragðsteymi bregst við stöðu bráðaþjónustu í landinu
Heilbrigðisráðuneytið ásamt fleiri heilbrigðisstofnunum hafa myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar.
Íþyngjandi fyrir spítalann þegar innlögnum fjölgar
Innlögnum á covid-göngudeild Landspítalans hefur fjölgað undanfarna daga. Alls eru nú níu inniliggjandi, þar af einn á gjörgæsludeild. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að það sé alltaf íþyngjandi fyrir spítalann þegar tilfellum fjölgi og fleiri leggist inn. Mikill viðbúnaður sé á spítalanum til að verja aðra sjúklinga.
Í viðbragðsstöðu vegna apabólu
Landspítali hefur sett saman áætlun komi til þess að útbreiðsla apabólu verði meiri hérlendis, en tvö smit hafa þegar greinst. Hættustigi hefur þó ekki verið breytt á spítalanum og stendur ekki til á þessu stigi.
10.06.2022 - 16:00
Segir vanda Landspítalans liggja víðar en í fjárskorti
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að vandi Landspítalans leysist ekki með því að leggja honum til auknar fjárveitingar.
07.06.2022 - 16:33
Nauðungarvistaðir hafa aðgengi að lokuðum garði
Umboðsmaður Alþingis lagði inn fyrirspurn til Landspítala í byrjun maí eftir að ábending barst um verklag spítalans á útiveru nauðungarvistaðra á geðdeild 33A.
Segir ákvörðun Krabbameinsfélagsins óheppilega
Forstjóri Landspítala segir óheppilegt að Krabbameinsfélag Íslands hafi dregið til baka hátt í hálfs milljarðs króna styrk sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð og krabbameinslækninga.  Hann hyggst ræða við forsvarsmenn félagsins.
Krabbameinsfélagið afturkallar 450 milljóna styrkboð
Krabbameinsfélag Íslands hefur dregið til baka 450 milljóna króna styrk til Landspítalans sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð- og krabbameinslækninga. Sett var skilyrði fyrir fjárveitingunni á aðalfundi félagsins í fyrra að stjórnvöld gengju fram í að leysa vanda deildarinnar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að stjórnvöld hafi hingað til hvorki  sýnt verkefninu  áhuga né sett það í farveg. 
Morgunútvarpið
Segir óreiðu í skipulagi heilbrigðisþjónustu
Forstjóri Landspítala segir vanda spítalans grafalvarlegan og gríðarstóran. Skilgreina þurfi hlutverk Landspítala betur, skipulagsóreiða hafi verið í heilbrigðisþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, í mörg ár og það hafi legið fyrir í mörg ár að verkefnum spítalans myndi fjölga.
Níu á Landspítala með COVID-19
Þeim sem liggja á spítala með Covid-19 hefur aftur fjölgað, eru níu en voru tveir í byrjun maímánaðar. Þegar hámarki faraldursins var náð, voru alls 88 á spítala með sjúkdóminn.
Grunaður læknir kominn í leyfi frá störfum
Læknir sem sætir lögreglurannsókn, grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga, er farinn í leyfi frá störfum á Landspítalanum þar sem erfitt var að tryggja að samskipti eigi sér ekki stað milli hans og sjúklinga.
16.05.2022 - 16:34
Ráðherra vill afnema refsinæmi
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði á ársfundi Landspítala í dag að nauðsynlegt væri að afnema refsinæmi heilbrigðisstarfsmanna til þess að vernda öryggiskennd starfsmanna og sjúklinga. Vinna við það er hafin í ráðuneytinu.
13.05.2022 - 15:50
Maðurinn sem þyrla gat ekki sótt enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem slasaðist er bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum í gær er enn á sjúkrahúsi. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, að maðurinn hafi þó reynst minna slasaður en litið hafi út í upphafi.
Kvaddi fjölskylduna fyrir aðgerð sem var svo frestað
Ekki er óalgengt að flóknum hjartaaðgerðum sé aflýst með stuttum fyrirvara vegna plássleysis á gjörgæslu. Í morgun hafði 74 ára maður kvatt aðstandendur sína fyrir flókna og lífshættulega hjartaaðgerð. Þegar hann mætti á Landspítalann var honum tilkynnt að aðgerðinni hefði verið frestað í fjórða sinn.
Sjónvarpsfrétt
Staðan snúin og svört — ásókn eykst í sjúkrasjóði
Mannekla á bráðamóttöku Landspítala hefur sjaldan verið meiri. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu spítalans, segir að uppsafnað álag eftir kórónuveirufaraldurinn sé helsta ástæðan og segir stöðuna snúna. Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að staðan sé svört, ásókn í sjúkrasjóði félagsins hafi tvöfaldast á þremur árum.
Landspítali færður af hættustigi
Landspítali er ekki lengur á hættustigi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttarnefnd spítalans. Nú er í gildi óvissustig á spítalanum og hafa reglulegir fundir vegna COVID-19 verið lagðir af.
Vanfjármögnun hafi skaðleg áhrif til framtíðar
Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla lýsir þungum áhyggjum af því hversu illa hefur tekist að fjármagna og styðja rannsóknir í klínískum vísindum á Landspítala síðustu ár. Það hafi slæmar afleiðingar fyrir starfsemina til framtíðar.
14.04.2022 - 09:15