Færslur: Landspítali

Spítalinn vissi af gríðarlegum uppsöfnuðum halla
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að því miður hafi Landspítalinn vitað af gríðarlegum uppsöfnuðum halla. Aðhaldskrafa stjórnvalda sé eftir sem áður 0,5 prósent á heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir ljóst að spítalinn fái allan viðbótarkostnað vegna COVID-19 bættan.
24.11.2020 - 17:45
Staðan á Landspítalanum fer sífellt batnandi
Alls liggja 49 á Landspítalanum eftir að hafa smitast af COVID-19. Að minnsta kosti fjórir hafa verið útskrifaðir um helgina og einn verið lagður inn. Tveir eru á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, segir að staðan á spítalanum fari batnandi.
22.11.2020 - 13:51
Kastljós
„Ég veit ekki í hverju mistökin ættu að vera fólgin“
Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segist ekki sjá í hverju mistök stjórnenda spítalans ættu að vera fólgin í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Már var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins. 
16.11.2020 - 20:59
Lengi vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki góðar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi legið fyrir í marga áratugi að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar til vernda sjúklinga gegn farsóttum. Hann segir að niðurstaða skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna í síðasta mánuði komi ekki á óvart.
15.11.2020 - 12:30
Segir engar reglur hafa verið brotnar
Grunur var kominn upp um kórónuveirusmit á Landakoti þegar sjúklingur þar var sendur með sjúkrabíl í Stykkishólm. Maðurinn reyndist síðar smitaður af COVID-19. Yfirlæknir segir að hvorki hafi reglur um sóttkví né gæðareglur spítalans verið brotnar.
14.11.2020 - 12:38
Viðtal
Úttektin sýni þörfina á nýjum spítala
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisáðherrah segir að úttekt á hópsýkingunni á Landakoti sýni að það sé löngu tímabært að byggja nýjan Landspítala. Hún hefur nú þegar átt fundi með landlækni og forstjóra Landspítalans til að fara yfir hvaða úrbætur verður að ráðast í á Landakoti.
13.11.2020 - 19:37
Viðtal
Páll: Alvarlegasta atvikið í starfstíð minni
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að hópsýkingin sem upp kom á Landakotsspítala í október hafi verið alvarlegasta atvikið í sögu spítalans í hans starfstíð. Í skýrslu spítalans um málið sem kynnt var í dag segir að aðstæður og aðbúnaður á Landakoti hafi verið til þess fallið að auka líkur á dreifingu kórónuveirunnar. Ekki stendur til að taka húsnæðið úr notkun.
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.
Myndskeið
Ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni á SAK
Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu að loknum upplýsingafundi í dag að hann telji ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni.
09.11.2020 - 14:36
Hægt að færa Landspítala af neyðarstigi í vikunni
Tíu andlát vegna COVID-19 í þessari bylgju faraldursins tengjast Landakoti. Fimm létust um helgina á Landspítalanum og hið sjötta er yfirvofandi að sögn forstjóra spítalans. Hann gerir ráð fyrir að spítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni.
09.11.2020 - 11:31
Spítalanum þröngt sniðinn stakkur og álagið gríðarlegt
„Landspítala er nokkuð þröngt sniðinn stakkur og mikið lagt upp úr skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Það þýðir að vinnuálagið á mannskapinn okkar er á bestu stundum mikið og í heimsfaraldri sem þessum gríðarlegt,“ segir í nýjum forstjórapistli Páls Matthíassonar.
06.11.2020 - 18:32
Rýmum á Líknardeild fjölgar
Heilbrigðisráðherra hefur tryggt Landspítala aukið fjármagn til að fjölga líknarrýmum á líknardeildinni í Kópavogi úr tólf í sextán. Þessi fjölgun er liður í aðgerðum til að létta álagi af bráðamóttöku Landspítala.
Myndskeið
Þungaðar konur gætu veikst verr en aðrar
Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans, sagði á upplýsingafundi Almannavarna í dag að þungaðar konur væru ekki líklegri til að smitast en aðrar konur, en að þær gætu veikst verr en jafnaldrar sínir. Um 50 barnshafandi konur á Íslandi hafa greinst með COVID-19.
Sautjánda andlátið vegna COVID-19
Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19, en þetta kemur fram á heimasíðu spítalans. Alls hafa nú sautján látist úr sjúkdómnum hér á landi. Tíu í fyrstu bylgunni í vor og sjö í þessari bylgju sem nú gengur yfir.
03.11.2020 - 10:05
Viðtal
„Sjúklingurinn sér bara manneskju í búningi“
„Það er einhvern veginn þannig að maður nær svo lítilli persónulegri tengingu við sjúklinginn og hann nær heldur ekki persónulegri tengingu við okkur sem hjúkrunarfólk. Því hann sér bara manneskju í búningi,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, sem starfar nú á COVID-deild á Landspítalanum.
31.10.2020 - 14:45
Óhentugt húsnæði og mannekla meðal hugsanlegra skýringa
Þrír þættir kunna að hafa haft áhrif á það að smit skyldi berast inn í Landakot og dreifast víða. Í fyrsta lagi hversu smitandi afbrigði kórónuveirunnar berst nú á milli fólks, í öðru lagi óhentugt húsnæði á Landkoti og í þriðja lagi mannekla. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans í dag. 
30.10.2020 - 19:14
Lést á Landspítala vegna COVID-19
Sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna COVID-19. Frá þessu er greint á vefsíðu spítalans. Alls hafa 13 látist af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldursins.
29.10.2020 - 09:54
Myndskeið
25 sjúklingar af Landakoti liggja á sjúkrahúsi
Hópsýkingin á Landakoti er nú komin upp í að minnsta kosti níutíu smit og hefur veiran greinst í sjúklingum á þremur deildum spítalans. Ákveðið hefur verið að skima alla sjúklinga sem verða fluttir frá spítalanum á aðrar stofnanir.
27.10.2020 - 19:40
Segja vangaveltur um framvindu á Landakoti ótímabærar
„Vangaveltur um hugsanlega framvindu á athugun á því hópsmiti sem varð á Landakoti eru ótímabærar og mega ekki tefja það vandasama verkefni að vinna úr þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér í dag. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að ekkert ósætti ríki milli Landspítalans og Embættis landlæknis vegna hópsýkingarinnar á Landakoti.
27.10.2020 - 15:23
Biðlistar á Reykjalundi aldrei lengri og munu lengjast
Ljóst er að biðlistar á Reykjalundi muni lengjast verulega eftir að fresta þurfti meðferðum á annað hundrað manns vegna kórónuveirusmita sem þar komu þar. Þetta segir forstjóri Reykjalundar. Hann segir óvíst hvort fleiri sjúklingar verði teknir þangað af Landspítala til að létta undir spítalanum sem nú starfar á neyðarstigi.
Á annað hundrað meðferðum frestað vegna COVID
Meðferðum hjá á annað hundrað skjólstæðingum dag- og göngudeilda Reykjalundar verður frestað í næstu viku. Þetta ákvað framkvæmdastjórn Reykjalundar eftir að fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi greindust með kórónuveirusmit. 30 starfsmenn og 11 sjúklingar eru í sóttkví.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Upplýsingafundir Landspítala og almannavarna
Hér er bein textalýsing af upplýsingafundi Landspítala kl. 15:00 sem haldinn er vegna þess að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Fundurinn verður í formi fjarfundar og verður haldinn á undan upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem á að hefjast klukkan 15:30.
Landspítali á neyðarstigi - fundir vegna stöðunnar
Landspítali boðar til fréttamannafundar í dag kl. 15:00 vegna þess að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Fundurinn verður í formi fjarfundar og verður haldinn á undan upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis sem á að hefjast klukkan 15:30.
COVID-smit hjá starfsmönnum og sjúklingi á Landakoti
COVID-19 smit greindist hjá nokkrum starfsmönnum og einum sjúklingi á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti undir kvöld í gær. Deildinni hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi umferð. Skimanir og smitrakning standa nú yfir.
Hótel bjóða rými fyrir sjúklinga „á kostnaðarverði“
Nokkur einkafyrirtæki hafa boðið heilbrigðisyfirvöldum að leigja húsnæði til að létta álagi af Landspítalanum. Hótel Saga, Hótel Natura og hótelið við Ármúla 9 hafa verið boðin undir slíka starfsemi. Framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna segir að það sé samfélagsleg skylda þeirra að hjálpa til og að rýmin séu boðin „á kostnaðarverði“.