Færslur: Landsnet

Töluvert rask fylgir lagning Hólasandslínu í Eyjafirði
Framkvæmdir við lagningu Hólasandslínu í Eyjafirði koma til með að hafa töluvert rask í för með sér á framkvæmdatíma. Þungi framkvæmda á svæðinu verður á næsta ári en línan mun stórauka raforkuöryggi í Eyjafirði.
16.09.2020 - 14:30
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Fjórtán mál á borði ríkissáttasemjara
Fjórtán kjaradeilur eru nú á borði ríkissáttasemjara, þrjár bættust við í júlí og boðað hefur verið til fundar í tveimur deilum í vikunni. Fundur verður í deilu Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á morgun, sem einnig fundar með Sameyki á miðvikudaginn.
Myndskeið
Starfsmaður Landsnets gleðst yfir að vera heill heilsu
Starfsmaður Landsnets sem var inni í tengivirkinu á Rangárvöllum þegar skammhlaup varð þar á miðvikudaginn slapp ómeiddur. Hann segist ekki vera reiður þótt mannleg mistök hafi verið gerð, einungis glaður yfir að vera heill.
07.08.2020 - 20:46
Segir ljóst að fyrirtæki hafi orðið fyrir miklu tjóni
Starfsemi Mjólkursamsölunnar á Akureyri er enn skert eftir rafmagnsleysið á svæðinu í gær. Norðlendingar furða sig á að Landsnet hafi ekki flokkað atvikið sem alvarlegt.
06.08.2020 - 16:50
Óháð úttekt á rafmagnsleysi og starfsmanni heilsast vel
Óháð úttekt er hafin á því hvað olli víðtæku rafmagnsleysi í Eyjafirði og nágrenni í gær þegar skammhlaup varð í tengivirki. Tjón virðist vera óverulegt samkvæmt Landsneti og starfsmaður sem var fluttur á sjúkrahús er kominn heim.
06.08.2020 - 14:23
Rafmagnið komið aftur á á Akureyri
Rafmagnið er komið aftur á á Akureyri og unnið ar að því að gera við Dalvíkurlínuna og restina af kerfinu. Ef allt gangi að óskum á rafmagnið að koma á alls staðar innan skamms.
05.08.2020 - 13:35
Einn slasaðist og Eyjafjörður án rafmagns
Skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Einn var fluttur á sjúkrahús og allur Eyjafjörður er án rafmagns.
05.08.2020 - 11:41
Hólasandslína samþykkt í Skútustaðahreppi
Skútustaðahreppur hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hólasandslínu 3. Ósamið er við hin þrjú sveitarfélögin sem línan liggur í gegnum. Línan fer um tæplega 50 jarðir frá Hólasandi til Akureyrar.
03.06.2020 - 17:20
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Meta hvaða leið skuli fara með Blöndulínu 3
Hjá Landsneti er nú unnið að því að meta hvaða leið skuli fara við lagningu Blöndulínu 3, nýrrar háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Þessi vinna fylgir nýju mati á umhverfisáhrifum þar sem haft er samráð við landeigendur og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta.
09.03.2020 - 14:58
Óveður í desember kostaði Landsnet hátt í 400 milljónir
Kostnaður Landsnets á síðasta ári var tæplega 370 milljónum krónum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir. Í ársreikningi félagsins, sem birtur var í gær, kemur fram að stærstur hluti þessa kostnaðar hafi fallið til vegna óveðursins í desember. 
18.02.2020 - 06:38
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Rafmagn fór af vegna eldingar
Ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi, en nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið eftir óveðrið í gær. Eldingu laust niður í leiðara í línu Landsnets.
15.02.2020 - 17:53
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Neyðast til að taka rafmagn af að hluta í Eyjum
Búið er að taka rafmagnið af að hluta í Vestmannaeyjum vegna álags, en varaaflstöðvar ná ekki að sinna bænum í heild sinni.
14.02.2020 - 13:56
Víðtækt rafmagnsleysi og varaafl ræst í Vestmannaeyjum
Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Víða eru rafmagnstruflanir á Suðurlandi.
14.02.2020 - 06:57
Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.
10.02.2020 - 08:32
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 
25.01.2020 - 20:32
Spegillinn
Þota væri yfir 10 tíma að fljúga eftir raflínum Rariks
Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Raflínukerfi Rariks nær samanlagt frá Íslandi til Japans.
24.01.2020 - 13:32
 · Innlent · Landsnet · RARIK · Óveður
Landsnet varar við álagi á flutningskerfið vegna veðurs
Landsnet gerir ráð fyrir að veðrið muni hafa áhrif á flutningskerfi rafmagns vegna vinds og ísingar, þar sem „enn ein lægðin nálgast landið,“ eins og segir í tilkynningu Landsnets.
13.01.2020 - 15:34
Viðtal
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðurs á morgun
Landsnet hefur virkjað viðbragðsáætlanir vegna djúprar lægðar sem spáð er að komi yfir landið á morgun. Óveðrið getur haft þau áhrif að sláttur verði á línum, auk þess sem hætta er á seltu og ísingu, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets. Í versta falli getur orðið rafmagnslaust.
06.01.2020 - 11:42
Landsnet ekki tryggt fyrir 300 milljóna tjóni
Landsnet metur tjón sitt vegna óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku á um 300 milljónir króna. Erfitt sé þó að henda reiður á hvað tjónið verði á endanum.
18.12.2019 - 21:03
Landsnet seldi skuldabréf fyrir 12,3 milljarða
Landsnet hefur selt alþjóðlegum fagfjárfestum í Bandaríkjunum óverðtryggð skuldabréf fyrir 100 milljónir dollara. Það jafngildir um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin eru á gjalddaga eftir áratug og verða ekki skráð í Kauphöll.
18.12.2019 - 19:14