Færslur: Landsnet

Viðtal
Rafmagni hleypt á Hólasandslínu
Hólasandslína, nýjasta háspennulínan í kerfi Landsnets, verður tekin í notkun með formlegum hætti í dag. Þá eykst raforkuöryggi á norðausturhorni landsins til muna og segir forstjóri Landsnets að það verði að einhverju leyti sambærilegt við Suðvesturland.
30.09.2022 - 13:48
Viðtal
Ekki vitað hvað olli rafmagnsleysi á nær hálfu landinu
Næstum helmingur landsins var án rafmagns í um tvær klukkustundir. Sums staðar varði rafmagnsleysið í þrjá tíma. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir sjaldgæft að straumur fari af svo stóru svæði. Tjón varð bæði hjá Alcoa og PCC. Ekki er vitað hvað varð til þess að rafmagnið fór af.
25.09.2022 - 18:52
Sjónvarpsfrétt
Framkvæmdir við Hólasandslínu langt komnar
Framkvæmdir við Hólasandslínu, nýja háspennulínu úr Þingeyjarsýslu til Akureyrar, eru langt komnar. Línan fer meðal annars um friðland í Laxárdal þar sem strengja þurfti línuna þúsund metra yfir dalinn.
04.08.2022 - 11:48
Áhersla lögð á að upplýsa landeigendur frá byrjun
Verkefnisstjóri hjá Landsneti segir að rík áhersla sé lögð á að upplýsa landeigendur um áætlanir við gerð Blöndulínu þrjú. Reynt hafi verið að gefa öllum tækifæri á að sækja kynningarfundi og lýsa sinni skoðun. Enda hafi fjöldi ábendinga borist frá landeigendum sem komi að góðum notum.
08.04.2022 - 09:33
Sjónvarpsfrétt
„Munum sjá línuna út um gluggann hvert sem við lítum“
Landeigandi í Skagafirði segist aldrei munu sætta sig við að Blöndulína þrjú fari í gegnum landareignina hjá sér í loftlínu. Það myndi eyðileggja ásýnd jarðarinnar og alla uppbyggingu til framtíðar.
Opnir fundir Landsnets vegna Blöndulínu 3
Landsnet stendur fyrir opnum fundum á þremur stöðum á landinu þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3 sem verður milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Yfirmaður undirbúningsnefndar Landsnets segir að mikill áhugi sé á verkefninu.
30.03.2022 - 12:02
Myndskeið
Tugmilljóna tjón og veður hamlar viðgerðum
Óveðrinu hefur fylgt nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir á Suðurlandi, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Frá því klukkan fjögur í gær hafa um tuttugu línur Landsnets farið út og sumar þeirra nokkrum sinnum. Sjö línur eru enn bilaðar eftir nóttina og viðgerðir að hefjast. Tjón hleypur á tugum milljóna.
22.02.2022 - 11:45
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Landsnet kynnir nýja leið fyrir Blöndulínu 3
Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.
Glötuð tækifæri í atvinnusköpun hleypur á milljörðum
Áætlað er að glötuð tækifæri í atvinnusköpun á Suðurnesjum nemi fjórum til sex milljörðum á ári, því flutningskerfi raforku þangað er fullnýtt. Aðeins er svigrúm fyrir nýja atvinnustarfsemi á tveimur stöðum á landinu.
18.01.2022 - 19:32
Vill sjá virkjun í Vatnsfirði tekna til umfjöllunar
Ný virkjun í Vatnsfirði myndi valda straumhvörfum í afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum samkvæmt nýrri skýrslu Landsnets. Orkubússtjóri vill að orkukosturinn verði tekinn til umfjöllunar.
29.12.2021 - 09:24
Rafmagnstruflanir á Austurlandi
Rafmagn fór af í Neskaupstað og á Eskifirði í kvöld um klukkan hálf átta vegna bilunar hjá Landsneti. Samkvæmt tilkynningu frá Rarik er unnið að viðgerðum.
18.12.2021 - 20:14
Óásættanlegt að milljarðar glatist á hverju ári
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir óviðunandi að milljarðar króna glatist á hverju ári þar sem flutningskerfi raforku sé ekki nægilega öflugt. Hann telur mikilvægt að einfalda þá ferla sem gilda um lagningu raforkulína.
08.12.2021 - 22:10
Sjónvarpsfrétt
Rafmagn fyrir 100.000 heimili í súginn árlega
Árlega fellur til ónýtt raforka sem samsvarar afkastagetu Kröfluvirkjunar vegna annmarka flutningskerfisins og það var fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun þurfi nú að skerða afhendingu raforku til stórnotenda. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti áætlar að á hverju ári tapist tíu milljarðar vegna ónægrar flutningsgetu raforku.
07.12.2021 - 19:38
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Rafmagni hleypt á Kröflulínu 3
Rafmagni hefur nú verið hleypt á Kröflulínu 3, nýja háspennulínu frá Kröfluvirkjun austur í Fljótsdalsstöð. Forstjóri Landsnets segir þetta mikilvægan áfanga í uppbyggingu raforkukerfisins.
13.09.2021 - 10:44
Fjórðungur fyrirspurna vegna Reykjaness
Fulltrúar Landsnets telja Suðurnesjalínu tvö forsendu aukins vaxtar í atvinnulífi á Reykjanesi. Fjöldi fyrirtækja óski eftir raforku á Reykjanesi sem ekki sé unnt að verða við á meðan ókleift sé að leggja línuna
13.09.2021 - 07:44
Tengivirki sem fór illa í Aðventustorminum 2019 bætt
Framkvæmdum við endurbætur á tengivirki Landsnets við Hrútatungu í Hrútafirði miðar vel. Virkið tekur við af gamla tengivirkinu sem fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir landið í desember 2019.
25.08.2021 - 15:46
Snjallnet nýtt í gagnaver
Landsnet hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við rekstraraðila gagnavers á Blönduósi um aukinn flutning raforku til starfseminnar þar. 
04.08.2021 - 09:20
Myndskeið
Erfiðar aðstæður við byggingu Kröflulínu 3
Framkvæmdir við Kröflulínu 3, sem nú eru hafnar aftur eftir veturinn, fara að miklu leyti fram við erfiðar veðuraðstæður á Möðrudalsöræfum. Mikið álag er á erlendum verkamönnum við framkvæmdirnar. Þá hefur faraldurinn sett strik í reikninginn hjá erlendum verktaka við línuna.
25.05.2021 - 14:43
Leggja háspennustreng um bæjarlandið á Akureyri
Hafnar eru framkvæmdir við lengsta 220 kílóvolta háspennustreng sem lagður hefur verið í jörðu hér á landi. Strengurinn er hluti Hólasandslínu og liggur að hluta í gegnum bæjarlandið á Akureyri.
06.05.2021 - 09:07
Landsnet kærir synjun Voga á leyfi fyrir loftlínu
Landsnet hefur ákveðið að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 með loftlínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vogar höfnuðu umsókninni í lok mars en þá höfðu Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær samþykkt hana. Landsnet heldur því fram að öll skilyrði laga fyrir veitingu framkvæmdaleyfis hafi verið uppfyllt og því sé höfnun Voga ólögmæt auk þess sem hún veki upp mörg álitamál sem nauðsynlegt sé að fá skorið úr um.
Telja Suðurnesjalínu 2 margbrjóta lög og kæra
Fimm umhverfisverndarsamtök hafa kært framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir því að leggja Suðurnesjalínu tvö sem loftlínu. Samtökin telja framkvæmdina lögbrot og ótækt að Landsnet fari ekki eftir mati Skipulagsstofnunar en fyrirtækið valdi þann kost sem stofnunin taldi sístan, að leggja loftlínu samsíða þeirri sem fyrir er. Forsvarsmaður Landsnets segir kæruna vonbrigði sem hugsanlega tefji verkið. Framkvæmdastjóri Landverndar segir tafirnar skrifast á þrjósku Landsnets.
Vopnfirðingar ekki lengur á varaafli
Vopnafirðingar þurfa ekki lengur að nota varaafl því viðgerð lauk á Vopnafjarðarlínu í gær. Línan hafði þá verði úti frá því á aðfaranótt sunnudags. Þegar viðgerðarmenn frá Landsneti freistuðu þess að gera við línuna á sunnudag sluppu þeir naumlega frá snjóflóði. Ekki reyndist unnt að komast á Hellisheiði eystri að biluninni fyrr en í gær þegar unnt var að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu Landhelgisgæslunnar.
18.02.2021 - 07:40
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.