Færslur: Landsnet

Hólasandslína samþykkt í Skútustaðahreppi
Skútustaðahreppur hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Hólasandslínu 3. Ósamið er við hin þrjú sveitarfélögin sem línan liggur í gegnum. Línan fer um tæplega 50 jarðir frá Hólasandi til Akureyrar.
03.06.2020 - 17:20
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Meta hvaða leið skuli fara með Blöndulínu 3
Hjá Landsneti er nú unnið að því að meta hvaða leið skuli fara við lagningu Blöndulínu 3, nýrrar háspennulínu frá Blöndu til Akureyrar. Þessi vinna fylgir nýju mati á umhverfisáhrifum þar sem haft er samráð við landeigendur og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta.
09.03.2020 - 14:58
Óveður í desember kostaði Landsnet hátt í 400 milljónir
Kostnaður Landsnets á síðasta ári var tæplega 370 milljónum krónum meiri en áætlanir fyrir árið gerðu ráð fyrir. Í ársreikningi félagsins, sem birtur var í gær, kemur fram að stærstur hluti þessa kostnaðar hafi fallið til vegna óveðursins í desember. 
18.02.2020 - 06:38
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Rafmagn fór af vegna eldingar
Ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi, en nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið eftir óveðrið í gær. Eldingu laust niður í leiðara í línu Landsnets.
15.02.2020 - 17:53
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Neyðast til að taka rafmagn af að hluta í Eyjum
Búið er að taka rafmagnið af að hluta í Vestmannaeyjum vegna álags, en varaaflstöðvar ná ekki að sinna bænum í heild sinni.
14.02.2020 - 13:56
Víðtækt rafmagnsleysi og varaafl ræst í Vestmannaeyjum
Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Víða eru rafmagnstruflanir á Suðurlandi.
14.02.2020 - 06:57
Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.
10.02.2020 - 08:32
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 
25.01.2020 - 20:32
Spegillinn
Þota væri yfir 10 tíma að fljúga eftir raflínum Rariks
Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Raflínukerfi Rariks nær samanlagt frá Íslandi til Japans.
24.01.2020 - 13:32
 · Innlent · Landsnet · RARIK · Óveður
Landsnet varar við álagi á flutningskerfið vegna veðurs
Landsnet gerir ráð fyrir að veðrið muni hafa áhrif á flutningskerfi rafmagns vegna vinds og ísingar, þar sem „enn ein lægðin nálgast landið,“ eins og segir í tilkynningu Landsnets.
13.01.2020 - 15:34
Viðtal
Landsnet í viðbragðsstöðu vegna óveðurs á morgun
Landsnet hefur virkjað viðbragðsáætlanir vegna djúprar lægðar sem spáð er að komi yfir landið á morgun. Óveðrið getur haft þau áhrif að sláttur verði á línum, auk þess sem hætta er á seltu og ísingu, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets. Í versta falli getur orðið rafmagnslaust.
06.01.2020 - 11:42
Landsnet ekki tryggt fyrir 300 milljóna tjóni
Landsnet metur tjón sitt vegna óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku á um 300 milljónir króna. Erfitt sé þó að henda reiður á hvað tjónið verði á endanum.
18.12.2019 - 21:03
Landsnet seldi skuldabréf fyrir 12,3 milljarða
Landsnet hefur selt alþjóðlegum fagfjárfestum í Bandaríkjunum óverðtryggð skuldabréf fyrir 100 milljónir dollara. Það jafngildir um 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin eru á gjalddaga eftir áratug og verða ekki skráð í Kauphöll.
18.12.2019 - 19:14
Silfrið
„Við sáum alveg fyrir að það myndi ýmislegt gerast“
„Okkar ábyrgð er gríðarlega mikil og í lögum eigum við að tryggja öllum almenningi jafnt aðgengi að rafmagni. Vegna þess að við komumst ekki nógu hratt í framkvæmdir þá eigum við í vandræðum með að uppfylla okkar kröfur. Við verðum að komast í að framkvæma til þess að geta uppfyllt okkar skyldur,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
15.12.2019 - 14:57
Silfrið
„Veruleiki og tilvera okkar má ekki byggjast á heppni“
„Ef að rétthentur maður handleggsbrýtur sig á vinstri, er hann heppinn? Kannski getum við sagt það út frá því að við erum með almannavarnarkerfi sem er undirfjármagnað og ekki nógu vel sinnt að mínu mati að þá kannski að því leyti vorum við heppin að ekki fór verr,“ segir, Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar í Silfrinu, spurður um það hvort við vorum heppin að ekki fór verr í fárviðrinu í vikunni.
15.12.2019 - 12:44
Myndband
Orðin mun háðari raforku en áður
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunarráðherra, segir að það skipti máli að fara á vettvang og sjá aðstæður með berum augum. Ráðherrar muni hafa gagn að því. Þá skipti máli að sýna fólki hluttekningu eftir allt sem á undan er gengið. Fimm ráðherrar flugu norður í hádeginu. Til stendur að skoða aðstæður þeirra sem verst urðu úti í óveðrinu, á Dalvík, í Skagafirði og fleiri byggðarlögum.
13.12.2019 - 14:21
Áframhaldandi myrkur í Fjallabyggð og á Dalvík
Engin leið er að vita hvenær rafmagn kemst á ný á Dalvík, Siglufjörð og Ólafsfjörð að nýju. Þetta segir upplýsingafulltrúi Landsnets. Viðgerð á Dalvíkurlínu er nú í algjörum forgangi, en ófært er á milli staða og mjög erfitt að komast þangað. Bæirnir hafa verið án rafmagns síðan aðfaranótt miðvikudags.
12.12.2019 - 12:56
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
Þegar búið að semja við flesta landeigendur
Deilt hefur verið um lagningu Suðurnesjalínu 2 frá því Landsnet fékk heimild fyrir verkinu 2013. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á næsta ári. Þegar er búið að semja við flesta landeigendur um loftlínu, segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Ekki sé hægt að segja til um hvort reyni á eignarnám síðar meir, takist ekki samningar við þá sem eftir eru.
18.10.2019 - 16:59
Suðurnesjalína 2 verði loftlína að mestu
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði lögð að mestu í lofti en ekki jörð. Í niðurstöðum matsskýrslu vegna línunnar segir að það sé hagkvæmast og valdi minnstu jarðraski. Matsskýrslan bíður nú samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við línuna hefjist að nýju á næsta ári. Með línunni verði raforkuöryggi á Suðurnesjum aukið.
18.10.2019 - 11:35
Vindorkan gæti varið almenning
Orkumálastjóri telur að aukin beislun vindsins gæti orðið liður í að tryggja raforkuöryggi almennings vegna hugsanlegs orkuskorts á næstu árum.. Það taki skamman tíma að koma vindorkuverum á koppinn en það gæti tafið fyirr þurfi stórir vindorkugarðar að fara á Rammaáætlun. 
17.07.2019 - 11:35