Færslur: landskjörstjórn

Myndskeið
Úthlutaði 63 þingsætum - önnur kæra á leiðinni
Landskjörstjórn úthlutaði í dag sextíu og þremur þingsætum og öðru eins til vara. Miðað var við niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi. Maður sem varð jöfnunarþingmaður eftir fyrri talningu í kjördæminu en ekki eftir endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna til Alþingis. Landskjörstjórn varð því ekki við bókun Pírata um að aðeins yrði úthlutað 47 þingsætum og kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi.
Telur ekki þörf á endurtalningu í öllum kjördæmum
Landskjörstjórn kemur saman til fundar í dag þar sem óskað verður eftir skýrslu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um framkvæmd kosninganna. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi kemur einnig saman í dag og tekur ákvörðun um mögulega endurtalningu.
Framboði Ábyrgrar framtíðar í Suðurkjördæmi hafnað
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur hafnað framboði Ábyrgrar framtíðar í kjördæminu þar sem skilyrði um fjölda meðmælenda var ekki uppfyllt.