Færslur: Landshlutasamtök sveitarfélaga

Myndskeið
Vilja fulltrúa af landsbyggð í allar opinberar nefndir
Sveitarstjórnarfólk á norðausturhorninu vill að tekin verði upp sú regla að í öllum nefndum og ráðum á vegum ríkisins sitji ákveðið hlutfall fulltrúa af landsbyggðinni. Taka þurfi ákvarðanir á breiðari grunni en nú er gert.
Tjón Akureyrarbæjar rúmur milljarður vegna COVID-19
Erfitt verður fyrir sveitarfélög að gera fjárhagsáætlanir í því ástandi sem nú ríkir. Mikið tekjufall vegna farsóttarinnar, launahækkanir og dýrari þjónusta vega þar þungt. Bæjarstjórinn á Akureyri segir faraldurinn hafa kostað bæinn rúman milljarð króna það sem af er þessu ári.
26.08.2020 - 12:30
Eyþór Björnsson ráðinn framkvæmdastjóri SSNE
Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson, forstjóra Fiskistofu, í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. SSNE varð til fyrr í vetur, við samruna Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
26 vilja stýra nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi
Tuttugu og sex umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra. Samtökin urðu til við samruna Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Fréttaskýring
Landsbyggðarstrætó: Deilur, basl og óvissa
Vesen, illdeilur, fjárskortur og óraunhæfar væntingar. Svona lýsa nokkrir forsvarsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga reynslu sinni af því að reka landsbyggðarstrætó. Farþegum hefur víða fækkað og framtíð rekstursins er óljós. Það kostar par með tvö börn um sexfalt meira að taka strætó á milli Akureyrar og Reykjavíkur en að keyra á sparneytnum einkabíl.