Færslur: landsbyggðin

„Verð á innanlandsflugi hefur hækkað óverulega“
Fjöldi íbúa á landsbyggðinni hefur lýst óánægju sinni með innanlandsflug eftir að Icelandair tók yfir starfsemina af dótturfélagi flugfélagsins fyrir um ári síðan, miðaverð hafi hækkað og þjónusta verið skert. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að heilt yfir hafi sameiningin gengið vel, flugfargjöld hafi ekki hækkað en eftirspurn hafi stóraukist.  
01.06.2022 - 17:57
Telur öryggi íbúa ógnað vegna læknaleysis
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn góða þrátt fyrir að enginn læknir sé  í bænum. Sveitarstjóri Langanesbyggðar er á öndverðum meiði og segir mikilvægt öryggismál fyrir íbúa að hafa þar lækni.
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Skemmdir vegna veðurs víða
Þrátt fyrir að veðurofsinn hafi verið mestur á Suður- og Vesturlandi í gærkvöldi og nótt, fór enginn landshluti varhluta af óveðrinu. Þak fauk af fjárhúsum í Húnavatnshreppi og björgunarsveitarmaður á Langanesi segist aldrei hafa upplifað annað eins.
22.02.2022 - 13:20
Stefna að íbúðabyggingu á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf til að fjölga íbúðum á Skagaströnd. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort standa íbúafjölgun fyrir þrifum.
sjónvarpsfrétt
Til greina kæmi að kalla inn einkennalítið starfsfólk
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ef áhrif veikinda verði mikil á starfsemina verði það leyst með tilfærslu starfsfólks. Til greina komi að kalla smitaða til starfa ef þeir eru með minniháttar einkenni.
Sameiginlegar áskoranir dreifðari byggða
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra standa fyrir samfélagsmiðladegi landsbyggðarfyrirtækja, þann 19. janúar, í samvinnu við aðila frá þremur öðrum löndum. Fyrirtæki í dreifðari byggðum eigi við sams konar áskornir að etja óháð heimshluta. Markmið verkefnisins er að vinna úr þeim áskorunum.
19.01.2022 - 15:41
Aðeins eitt farsóttarhús utan Reykjavíkur
Á Akureyri er eina farsóttarhúsið á landinu utan höfuðborgarinnar. Fyrir um þremur mánuðum þurfti að skipta um húsnæði til að anna eftirspurninni þar. Ásóknin er þó hlutfallslega minni en á höfuðborgarsvæðinu.
19.01.2022 - 09:12
Sjónvarpsfrétt
Covid smitum fjölgar ört á landsbyggðinni
Af þeim mikla fjölda kórónuveirusmita sem greinst hafa síðustu daga er mikill meirihluti á suðvestanverðu landinu. Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri talar um svikalogn og gert er ráð fyrir talsverðri fjölgun smita þar næstu daga.
27.12.2021 - 19:20
Aðeins hægt að gefa blóð á Akureyri og í Reykjavík
Blóðbankinn hefur kallað eftir blóðgjöfum þar sem mikill skortur er á blóði. Þrátt fyrir skort er þó einungis hægt að gefa blóð á Akureyri og í Reykjavík.
23.12.2021 - 15:53
Viðburðahraðprófin auka álag á heilbrigðisstarfsfólk
Misjafnt er hversu auðvelt er fyrir landsmenn að komast í hraðpróf þegar þeir ætla á stærri viðburði. Víða þarf fólk að aka langar vegalengdir þegar hraðprófs er krafist. Hraðprófin hafa einnig aukið álag á starfsfólk heilsugæslu á landsbyggðinni.
22.12.2021 - 08:58
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Vel gengur að bólusetja á landsbyggðinni
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru komnar mislangt með að bólusetja með örvunarskammti. Á Austurlandi hafa hlutfallslega flestir fengið örvunarskammt en fæstir á Suðurnesjum.
Smitum fjölgar víða á landsbyggðinni
Á landsbyggðinni hefur covid-smitum fjölgað talsvert síðustu daga. Mestu munar um hópsmit á Akranesi og í Sandgerði. Þar hefur skólum verið lokað og frístundastarfi aflýst fram yfir helgi. 
05.11.2021 - 11:50
Mamma kallaði mig litla forsætisráðherrann
„Ég kom hérna inn í kringluna og fékk að ganga inn í þingsalinn. Ég bara hálf kiknaði í hnjánum yfir þessu sögulega húsi", segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir 28 ára lögfræðingur sem kjörin var á þing á laugardag.
16 smit á Reyðarfirði
Þrjú ný kórónuveirusmit bættust við á Reyðarfirði eftir sýnatöku gærdagsins og því hafa 16 greinst á Reyðarfirði. Alls eru 22 í einangrun á Austurlandi.
Sjónvarpsfrétt
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri
Ferðir í sjúkraflugi hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði hér á landi en í júlí. Forstöðulæknir segir skýringuna meðal annars vera sumarfrí sérfræðilækna á landsbyggðinni.
Nýr verkefnisstjóri fjárfestinga hjá SSNV
Á vef Samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra (SSNV) kemur fram að Magnús Barðdal hefur verið ráðinn í starf verkefnisstjóra fjárfestinga hjá samtökunum.
10.08.2021 - 11:48
Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun
Barnshafandi konur á Akureyri sem vilja fara í 12 vikna fósturskimun á sumarleyfistíma þurfa að fara til Reykjavíkur. Forstöðuljósmóðir á Akureyri segir að skimunin sé ekki nauðsynleg og algjörlega val foreldranna.
27.07.2021 - 15:03
150 tonn af heyrúlluplasti komast ekki í endurvinnslu
Fyrirtækið Flokka ehf., sem sér um að taka á móti og safna endurvinnanlegum efnum í Skagafirði og koma þeim í endurvinnslu, situr uppi með 150 tonn af heyrúlluplasti sem ekki komast í endurvinnslu þar sem flutningskostnaður er of hár.
Óhagkvæm verslun úti á landi sem þurfi stuðning
Emil Bjarni Karlsson fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, sem hefur kortlagt vanda dreifbýlisverslunar kallar eftir varanlegum stuðningsaðgerðum fyrir verslanir úti á landi. Mikilvægast sé að þær nái að halda vöruverðinu niðri.
24.02.2021 - 09:02
Þrjú smit utan höfuðborgarsvæðisins
Um 600 manns eru í sóttkví vegna COVID-19. Langflestir á höfuðborgarsvæðinu. Staðfest smit eru nú 69, af þeim eru þrjú utan höfuðborgarsvæðisins.
10.03.2020 - 14:52
Framvinda byggðaáætlunar kynnt Alþingi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi um framvindu stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018–2024, sem samþykkt var í júní 2018. Flest verkefni eru hafin. Áætlunin leggur sérstaka áherslu á svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
17.12.2019 - 13:17
„Ekki hægt að draga endalaust úr þjónustu úti á landi“
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir fárviðri vikunnar hafa afhjúpað mjög ótryggt orku- og flutningskerfi í landinu. Hún segist vona að ríkisvaldið átti sig á að ekki sé hægt að draga endalaust úr þjónustu úti á landi. Vikan hafi verið strembin og erfið.
14.12.2019 - 12:41
Styrkja verslanir í strjábýli um 15 milljónir
Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar þess efnis að veita skuli styrki til verslanna í stjálbýli. Tæpum 15 milljónum var úthlutað úr sjóði á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
13.11.2019 - 15:52