Færslur: Landsbókasafn

Spegillinn
Bætt í til safna segir ráðherra en mætti gera betur
Geymsluvandi íslenskra safna er víða býsna alvarlegur - helst að ástandið sé þokkalegt á Þjóðminjasafninu. Höfuðsöfn hrjáir plássleysi, brunavörnum er ábótavant og hætta á skemmdum vegna raka og vatnsleka eins og fram kom í fréttaskýringarþættinun Kveik í síðustu viku. Í greinargerð vegna Fjármálaáætlunar ríkisins 2021-2025 segir beinlínis að menningararfur þjóðarinnar sé í hættu og geti glatast að einhverju leyti ef ekki sé tekið á þessum geymslumálum með heildstæðum hætti.
Lengsta ástarbréf Íslandssögunnar er fjórir metrar
Lengsta ástarbréfið á íslensku er varðveitt í Kvennasögusafni Íslands og það ritaði ástfanginn Reykvíkingur í Kaupmannahöfn um aldamótin 1900.
Rík, valdamikil og litaði hár sitt
Á Þjóðdeild Landsbókasafns Íslands stendur nú yfir sýning um Hólmfríði Sigurðardóttur (1617-1697) sem fæddist fyrir fjórum öldum að Hróarsholti í Flóa. Líf Hólmfríðar og tengsl hennar á sínum tíma gefa góða innsýn í samfélagið hér á landi á 17. öldinni.
14.08.2017 - 15:28