Færslur: Landsbjörg

Leit stendur enn yfir í Stafafellsfjöllum
Leit stendur enn yfir að manni sem óttast er um í Stafafellsfjöllum í Lóni. Björgunarsveitir af Austurlandi voru kallaðar út klukkan átta í gærkvöld til að leita mannsins og hefur leit staðið yfir óslitið síðan. Elín Birna Vigfúsdóttir hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir tugi björgunarsveitarfólks af Austurlandi hafa tekið þátt í leitinni í nótt og von fjölda fólks til viðbótar innan stundar, af Austur- og Suðurlandi.
29.10.2020 - 06:08
Báturinn sem steytti á skeri kominn í höfn
Mannbjörg varð er leki kom að fiskibát þegar hann tók niðri á grynningu austur af Papey laust fyrir klukkan níu í kvöld. Var fjögurra manna áhöfninni bjargað um borð í annað skip og báturinn dreginn til Djúpavogs, þar sem hann lagðist að bryggju um miðnæturbil.
Strand við Papey - fjórum bjargað í nærstatt skip
Fjórum var bjargað úr litlu fiskiskipi sem tók niður á grynningu austur af Papey á níunda tímanum í kvöld. Leki kom að skipinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn. Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út og nærstödd fiskiskip beðin um að koma til aðstoðar á vettvang.
04.10.2020 - 21:15
Viðbúnaður vegna vélarvana skips en allt fór vel
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana skammt suðaustur af Berufirði. Þrír voru um borð og vörpuðu þeir akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu og aðeins sjö mílur í land.
50 sentimetrar af blautum og þungum snjó
Það var rólegt hjá björgunarsveitum og lögreglu í nótt þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Um 50 sentimetra lag af snjó var á Biskupshálsi í morgun og krapi á öðrum fjallvegum norðaustanlands.
04.09.2020 - 12:21
Sóttu vélarvana bát utan við Húsavík
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka. Engum varð meint af enda voru aðstæður góðar og veður með besta móti.
10.08.2020 - 07:53
Fundu hrakinn göngumann á Fimmvörðuhálsi
Nokkrar annir hafa verið hjá björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.
07.08.2020 - 16:48
Tveir menn á skeri út af Álftanesi
Fjölmennt lið björgunarsveita, slökkvilið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan hálf tólf í morgun vegna tveggja manna, sem sáust á á skeri út af Álftanesi. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir að útkallið hafi verið í svokölluðum forgangi 1 sem þýðir að mennirnir séu í hættu.
06.08.2020 - 12:00
Var hætt kominn í vatnsmikilli á
Vart mátti tæpara standa í morgun þegar erlendum ferðamanni var bjargað úr jeppa í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Ökumaðurinn hafði fest bíl sinn, sem er óbreyttur jeppi, í ánni. Áin er óvenju vatnsmikil og það flæddi inn í bílinn, sem var farinn að grafast niður þegar björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli komu á vettvang. Þá hafði ökumaðurinn verið á þaki bílsins í tvo klukkutíma. Vel gekk að koma honum í land.
05.08.2020 - 12:20
Útköll vegna vélarvana báta fyrir vestan og norðan
Björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði hafa verið boðuð vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi.
29.07.2020 - 16:12
Göngukona í sjálfheldu í Óshyrnu
Björgunarsveitir í Ísafjarðardjúpi voru kallaðar út upp úr sex í kvöld vegna konu sem er í sjálfheldu í fjallinu Óshyrnu við Bolungarvík. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru fyrstu björgunarsveitarmenn í þann mund að koma að konunni.
28.07.2020 - 19:46
Leit stendur enn yfir í svartaþoku á Hornströndum
Leit stendur enn yfir að pari sem lenti í vanda á Hornströndum í gærkvöld, vegna þoku. Talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var fólkið ófundið enn skömmu fyrir sjö í morgun. Björgunarmenn voru þá komnir að skarðinu en svartaþoka er enn á svæðinu og hamlar leit. Lögregla segir að þyrla landhelgisgæslunnar verði beðin um aðstoð um leið og léttir til, ef fólkið finnst ekki áður.
27.07.2020 - 06:55
Fólk í vanda á Hornströndum
Björgunarsveitir í Djúpinu voru kallaðar út á tólfta tímanum í kvöld, þar sem par hafði lent í vandræðum á Hornströndum. Þar er mikil þoka, en talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur. Björgunarskipið Gísli Jóns var sent á vettvang með gönguhópa og kom í Fljótavík um klukkan hálftvö.
27.07.2020 - 02:08
Bjargað úr sjálfheldu í Hvítá
Síðdegis í dag voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt neðan við Brúarhlöð.
25.07.2020 - 21:34
Fjölmenn leit að ungri konu á Norðurlandi
Fjölmenn leit stendur yfir að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, þrítugri konu sem búsett er á Akureyri. Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóri á Akureyri, segir vísbendingar um að Ílóna hafi verið á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur gærkvöld. Biðlar hann sérstaklega til fólks sem var á þessari leið á milli klukkan 19.20 og 21.00 í gærkvöld, þriðjudagskvöld, að íhuga, hvort það hafi mögulega hitt hana eða séð og hafa samband við lögreglu tafarlaust ef svo er.
22.07.2020 - 06:18
12 ára í sjálfheldu við Uxafótalæk
Björgunarsveitin á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótalæk rétt austan við Vík. 
18.07.2020 - 19:01
Ferðamenn á Hornströndum leituðu skjóls undan veðri
Á þriðja tug ferðamanna er á Hornströndum, en þar er vonskuveður. Allt er fólkið komið í öruggt skjól, en að auki er talsvert um fólk í sumarhúsum á svæðinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu. Mikil rigning er og hætta á skriðuföllum og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Flutningabíll gjörónýtur eftir veltu í Víðidal
Vöruflutningabíll með tengivagn fór út af þjóðvegi 1 skammt frá brúnni yfir Víðidalsá, rétt austan við Víðihlíð, á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn valt en tengivagninn hélst á hjólunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi skrámaðist bílstjórinn nokkuð í slysinu en meiddist ekki alvarlega og var hlúð að honum á staðnum. Bíllinn, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, er hins vegar gjörónýtur.
14.07.2020 - 00:57
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Um tvöþúsund fjölskyldur hafa fengið mataraðstoð
Mun meira hefur verið um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands frá því í mars og síðustu mánuði en á sama tíma fyrir ári. Um 300 matarpokar eru afhentir á dag, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Ástandið hafi verið mjög erfitt síðan farsóttin braust út.
07.07.2020 - 12:44
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Mikill áhugi á að manna hálendisvaktir
Hálendisvaktin tekur til starfa núna um helgina. Fyrsti hópurinn fór í Landmannalaugar í gær og kemur sér fyrir þar um helgina.
20.06.2020 - 18:25
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Stúlkur í sjálfheldu í klettabelti í Kjósaskarði
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að nægur mannskapur sé kominn á staðinn og byrjað sé að slaka annarri stúlkunni niður.
06.06.2020 - 15:57
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.