Færslur: Landsbjörg

Landhelgisgæslan kölluð út vegna vélarvana báts
Landhelgisgæslan var kölluð út ásamt björgunarfólki frá Landsbjörgu á áttunda tímanum í kvöld, vegna harðbotna slöngubáts sem rak í átt að klettum í Ísafjarðardjúpi.
09.05.2022 - 20:43
Björgunarsveit sótti göngumann í sjálfheldu
Björgunarsveit á Suðurlandi var kölluð út í kvöld þegar tilkynning barst frá göngumanni sem lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli. Hann hafði verið einn á gangi lengi dags í ágætu veðri en kom sér svo í sjálfheldu í brattlendi í grennd við upptök Deildarár, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitarmenn fundu manninn laust fyrir klukkan hálftíu.
30.04.2022 - 22:43
Björgunarmiðstöð byggð á 30 þúsund fermetra lóð
Björgunarmiðstöðin verður á svæði milli Kleppssvæðisins og Holtagarða. Áætluð þörf fyrir starfsemina er talin um 26 þúsund fermetrar. Dómsmálaráðherra segir að þetta sé risaskref inn í framtíðina.
Leit hafin á ný við Krýsuvíkurveg
Leit er hafin að Svanhvíti Harðardóttur á ný. Nokkrir hópar á vegum Landsbjargar voru sendir af stað skömmu eftir hádegi.
23.04.2022 - 14:25
Fáar vísbendingar en leit heldur áfram í dag
Leitin að Svanhvíti Harðardóttur er ekki hafin á ný en verið er að fara yfir vísbendingar og ákvarða hvar leitin muni halda áfram í dag.
23.04.2022 - 10:36
Björgunarsveitir halda leit áfram í birtingu
Leit verður fram haldið að Svanhvíti Harðardóttur nú þegar birta tekur. Björgunarsveitir gerðu hlé á leitinni laust eftir miðnættið samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá höfðu rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leitað hennar í allan gærdag á stóru svæði í Hafnarfirði og allt í kringum bæinn.
23.04.2022 - 00:48
Rúmlega hundrað björgunarsveitamenn leita Svanhvítar
Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leita nú að Svanhvíti Harðardóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er leitað á Völlunum, við Hvaleyrarvatn, Krísuvíkurveg og Straumsvík.
22.04.2022 - 21:04
Björgunarsveitir kallaðar út við gosstöðvarnar
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar klukkan 18 í dag, þar sem tveir ferðemenn höfðu villst við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
23.03.2022 - 20:50
Sjómanni bjargað úr sjónum undan Reykjanesi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar voru kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var að veiðum í grenndinni, hafi brugðist skjótt við og tekist að kasta björgunarhring til skipverjans, og að skipsfélagar mannsins hafi svo komið honum til bjargar á léttabát skömmu síðar.
Ferðamaðurinn illa undirbúinn
Bandaríski ferðamaðurinn sem fannst laust fyrir miðnætti í gær, norður af Mýrdalsjökli, virðist vera reynslumikill.
15.03.2022 - 12:25
Ferðamennirnir á Vatnajökli fundnir og á leið í bæinn
Rétt upp úr klukkan tíu í kvöld fundu björgunarsveitarmenn týndu ferðamennina sem leitað hafði verið að á Vatnajökli frá því að þeir sendu frá sér neyðarkall síðdegis. Þeir voru búnir að grafa sig í fönn til að leita skjóls fyrir veðri í Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli. Mennirnir eru heilir á húfi, en kaldir og hraktir.
Telja sig vita hvar ferðamennirnir á Vatnajökli eru
Björgunarsveitir leita nú tveggja erlendra ferðamanna sem sendu frá sér neyðarkall af Vatnajökli í dag. Aðstæður á vettvangi eru ekki með besta móti, mikið hefur rignt þar undanfarið og því töluverður krapi, snjókoma og lélegt skyggni.
Hundruð manna strandaglópar í Bláa lóninu
Hundruð fólks frá öllum heimshornum voru strandaglópar í veitingasal Bláa lónsins við Svartsengi í kvöld, þar sem Grindavíkurvegur var ófær og illa gekk að opna hann vegna bíla sem þar eru fastir í snjónum. Enn er fjöldi fólks í Bláa Lóninu en unnið að því að koma því í burtu.
19.02.2022 - 23:37
Viðtöl
Um 60 bílar festust á Sólheimasandi
Björgunarsveitir hafa haft í nægu að snúast í dag vegna þungrar færðar á vegum sunnanlands. Björgunarsveitir voru kallaðar að vegi um Sólheimasand nærri Jökulsá, þar sem um sextíu bílar sátu fastir í snjó.
19.02.2022 - 18:27
Björgunarsveitir aðstoðað tugi ökumanna í dag
Björgunarsveitum hafa sinnt fjölda verkefna í dag, flest þeirra hafa verið á Suður- og Suðvesturlandi. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir að víða séu mjög varasöm akstursskilyrði vegna skafrennings.
19.02.2022 - 15:21
Spegillinn
Björgunarsveitirnar eru stór keðja sem slitnar ekki
Undanfarnar vikur hefur sá dagur varla liðið að björgunarsveitir hafi ekki verið kallaðar til í verkefni stór og smá. Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar segir umhugsunarefni hvort svo stór hluti af viðbragði almannavarna sé á herðum sjálfboðaliða en engu síður sé þetta sá háttur sem hér sé á og við höfum vanist. Otti, segir að af öllum þeim verkefnum sem hann hefur tekist á við í störfum sínum fyrir björgunarsveitirnar hafi eldgosið í Geldingadölum kannski verið erfiðast.
Tékkneskir ferðalangar komnir í leitirnar
Tveir tékkneskir karlmenn, sem leitað hefur verið á Vatnajökli frá því í gærkvöldi, eru fundnir. Mennirnir eru kaldir og hraktir en ekki slasaðir. Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar í samtali við fréttastofu.
15.02.2022 - 14:32
Yfir 200 verkefni hjá björgunarsveitum í dag
Björgunarsveitir sinntu yfir tvö hundruð útköllum á höfuðborgarsvæðinu í dag en mun færri á landsbyggðinni. Fyrr í dag var brugðist við vegna þakplatna sem fuku af stað í Þorklákshöfn, Reykjanesbæ og á Akranesi.
Myndband
Björgunarsveitir í 150 verkefni á höfuðborgarsvæðinu
Um 90 manns úr björgunarsveitum Landsbjargar hafa sinnt 150 verkefnum það sem af er degi. Oftast þurfti að losa bíla úr snjó á höfuðborgarsvæðinu.
14.02.2022 - 16:13
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Mikið álag á björgunarsveitarfólki í ár
Um 1400 manns hafa komið að björgunaraðgerðum á þeim rúmlega 40 dögum sem liðnir eru af árinu. Björgunarsveitarmaður segir að kalla megi það lífstílssjúkdóm að vera í björgunarsveit - sem sé félagsskapur sérvitringa sem hafa ástríðu fyrir útivist.
13.02.2022 - 18:22
Fresta aðgerðum á Þingvallavatni vegna veðurs
Aðgerðir á Þingvallavatni sem áttu að hefjast í morgun frestast fram eftir degi. Þar ætla rúmlega tuttugu kafarar að reyna að ná upp líkum fjögurra manna og flugvél þeirra sem fórst í vatninu í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar því að prammi komist út að þeim stað þar sem flugvélin liggur. Í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi segir að nú sé logn á svæðinu. Beðið verður átekta þar til vindur fer að hreyfa við ísnum.
Sjónvarpsfrétt
22 kafarar í aðgerðum á Þingvallavatni
Aðgerðir við Þingvallavatn hefjast í fyrramálið. Meira en tuttugu kafarar reyna á morgun og á föstudag að ná upp flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni og þeim sem í henni voru. Aðstæður eru mjög erfiðar, segir sérfræðingur í köfun. Þrýstingurinn á botni Þingvallavatns, sem er 48 metra djúpt á slysstað, er mikill eða 6 kg á hvern fersentímetra.
Kafa niður á morgun - flugvélin hífð á föstudag
Unnið hefur verið að því í dag að koma miklum búnaði að Þingvallavatni. Fyrirhugað er að hefja aðgerðir á morgun til þess að sækja lík mannanna fjögurra sem fórust þegar flugvél þeirra endaði í vatninu á fimmtudag í síðustu viku. Þá er stefnt að því að flugvélin verði hífð upp á föstudag.
09.02.2022 - 17:51