Færslur: Landsbjörg

Útköll vegna vélarvana báta fyrir vestan og norðan
Björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði hafa verið boðuð vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi.
29.07.2020 - 16:12
Göngukona í sjálfheldu í Óshyrnu
Björgunarsveitir í Ísafjarðardjúpi voru kallaðar út upp úr sex í kvöld vegna konu sem er í sjálfheldu í fjallinu Óshyrnu við Bolungarvík. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru fyrstu björgunarsveitarmenn í þann mund að koma að konunni.
28.07.2020 - 19:46
Leit stendur enn yfir í svartaþoku á Hornströndum
Leit stendur enn yfir að pari sem lenti í vanda á Hornströndum í gærkvöld, vegna þoku. Talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var fólkið ófundið enn skömmu fyrir sjö í morgun. Björgunarmenn voru þá komnir að skarðinu en svartaþoka er enn á svæðinu og hamlar leit. Lögregla segir að þyrla landhelgisgæslunnar verði beðin um aðstoð um leið og léttir til, ef fólkið finnst ekki áður.
27.07.2020 - 06:55
Fólk í vanda á Hornströndum
Björgunarsveitir í Djúpinu voru kallaðar út á tólfta tímanum í kvöld, þar sem par hafði lent í vandræðum á Hornströndum. Þar er mikil þoka, en talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur. Björgunarskipið Gísli Jóns var sent á vettvang með gönguhópa og kom í Fljótavík um klukkan hálftvö.
27.07.2020 - 02:08
Bjargað úr sjálfheldu í Hvítá
Síðdegis í dag voru straumvatnsbjörgunarhópar boðaðir út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hvítá rétt neðan við Brúarhlöð.
25.07.2020 - 21:34
Fjölmenn leit að ungri konu á Norðurlandi
Fjölmenn leit stendur yfir að Ílónu Steinunni Körting Kristinsdóttur, þrítugri konu sem búsett er á Akureyri. Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóri á Akureyri, segir vísbendingar um að Ílóna hafi verið á leiðinni frá Akureyri til Húsavíkur gærkvöld. Biðlar hann sérstaklega til fólks sem var á þessari leið á milli klukkan 19.20 og 21.00 í gærkvöld, þriðjudagskvöld, að íhuga, hvort það hafi mögulega hitt hana eða séð og hafa samband við lögreglu tafarlaust ef svo er.
22.07.2020 - 06:18
12 ára í sjálfheldu við Uxafótalæk
Björgunarsveitin á Vík í Mýrdal var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna 12 ára drengs í sjálfheldu við Uxafótalæk rétt austan við Vík. 
18.07.2020 - 19:01
Ferðamenn á Hornströndum leituðu skjóls undan veðri
Á þriðja tug ferðamanna er á Hornströndum, en þar er vonskuveður. Allt er fólkið komið í öruggt skjól, en að auki er talsvert um fólk í sumarhúsum á svæðinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu. Mikil rigning er og hætta á skriðuföllum og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Flutningabíll gjörónýtur eftir veltu í Víðidal
Vöruflutningabíll með tengivagn fór út af þjóðvegi 1 skammt frá brúnni yfir Víðidalsá, rétt austan við Víðihlíð, á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn valt en tengivagninn hélst á hjólunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi skrámaðist bílstjórinn nokkuð í slysinu en meiddist ekki alvarlega og var hlúð að honum á staðnum. Bíllinn, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, er hins vegar gjörónýtur.
14.07.2020 - 00:57
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Um tvöþúsund fjölskyldur hafa fengið mataraðstoð
Mun meira hefur verið um matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands frá því í mars og síðustu mánuði en á sama tíma fyrir ári. Um 300 matarpokar eru afhentir á dag, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur. Ástandið hafi verið mjög erfitt síðan farsóttin braust út.
07.07.2020 - 12:44
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Mikill áhugi á að manna hálendisvaktir
Hálendisvaktin tekur til starfa núna um helgina. Fyrsti hópurinn fór í Landmannalaugar í gær og kemur sér fyrir þar um helgina.
20.06.2020 - 18:25
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Stúlkur í sjálfheldu í klettabelti í Kjósaskarði
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við fréttastofu að nægur mannskapur sé kominn á staðinn og byrjað sé að slaka annarri stúlkunni niður.
06.06.2020 - 15:57
Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.
Björgunarsveitir leita skipverjans í Vopnafirði í dag
Leit í Vopnafirði að skipverjanum sem saknað er hófst um klukkan hálf tíu í morgun. Leitarsvæðið nær frá Selnibbu norðanmegin í Vopnafirði, inn fjörðinn, um sandfjörur og út að Búri sunnan megin í firðinum.
24.05.2020 - 11:00
Leit að skipverja hætt í dag
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að á Vopnafirði undanfarna daga heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Hann er búsettur í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 
22.05.2020 - 17:28
Áfram leitað á Vopnafirði
Leit hófst að nýju í morgun um klukkan hálfátta að skipverja sem saknað er á Vopnafirði. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Lífsbjörg á leitartæki sem kölluð er Coastex og er leitarprammi með glugga til að skanna botn á grunnsævi.
22.05.2020 - 11:36
Leit verður haldið áfram á morgun
Leit hefur verið hætt í dag að skipverjanum sem saknað er af fiskiskipi frá Vopnafirði. Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir veður fara versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur vegna vinds. 
20.05.2020 - 18:10
Myndskeið
Drengurinn brattur en var kátur að sjá mömmu sína
Yfir 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag til að leita að tíu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. Hann fannst nokkrum tímum seinna við fjallið Grábrók eftir ábendingar frá almenningi, um 5 kílómetrum frá þeim sem stað þar sem byrjað var að leita að honum. „Hann var nokkuð brattur en var sérstaklega kátur að sjá mömmu sína,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.
23.04.2020 - 19:19
Leit lokið án árangurs
Umfangsmikilli leit á og við Álftanes sem hófst um ellefuleytið í kvöld lauk nú fyrir stuttu, án árangurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir og við Álftanes, og bátar voru sendir út til leitar.
Þyrla og björgunarsveitir við leit á Álftanesi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit á Álftanesi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu að rúmlega 40 björgunarsveitarmenn séu komnir á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á flugi við Álftanes, og Fréttablaðið greinir frá því að bátar hafi verið sendir út til leitar. 
Vélsleðar fóru fram af snjóhengju - Þyrlan flutti tvo
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú rétt fyrir klukkan sex við Landspítalann í Fossvogi með tvo slasaða einstaklinga sem lentu í vélsleðaslysi við Veiðivötn fyrr í dag.
29.03.2020 - 18:03
Náungakærleikur á skrítnum tímum
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði fer í kjörbúðina og apótek fyrir þá sem treysta sér ekki vegna COVID-19. „Það minnsta sem við getum gert“ segir sjálfboðaliði.
19.03.2020 - 13:58