Færslur: Landsbjörg

Gosið gæti allt eins opnast á fleiri stöðum
Nýja gossprungan sem opnaðist í nótt á gosstöðvunum er hluti af um eins kílómetra sprungu sem nær úr Geldingadölum í norðaustur. Gasmælitæki og fleira nærri gosinu eru dottin úr sambandi. Ný gönguleið hefur verið stikuð og mega þeir sem ætla að gosinu aðeins ganga þá leið. 
Myndskeið
Eldgosið – einn slasaðist – björgunarfólk þreytt
Einn var fluttur með sjúkrabíl af gosstöðvunum í dag. Álag er mikið á björgunarsveitir en von er á fersku björgunarsveitarfólki lengra að komnu fyrir páskafrídagana.
Lögregla og Landsbjörg: Snúið heim, strax!
Veðurstofan og lögreglan á Suðurnesjum vara við mjög slæmu veðri á gosstöðvunum í Geldingadölum á Reykjanesskaga. Er fólk á leið þangað hvatt til að snúa við strax. Skilaboð þessa efnis voru send í farsíma fólks á ferli á þessum slóðum. Steinar Þór Kristinsson, í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, tekur í sama streng. Hann segir veður orðið arfaslæmt og óttast hið versta fyrir nóttina. Þegar er byrjað að skima eftir fólki í hrakningum og verið að fjölga mjög í hópi björgunarsveitarfólks.
Reyndi að hafa fé af fólki, klæddur Landsbjargargalla
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem gekk í hús í Vesturbæ Reykjavíkur og falaðist eftir fjárframlögum, íklæddur Landsbjargargalla og rækilega merktur samtökunum. Bað hann fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang. Af tilkynningu lögreglu má ráða að maðurinn hafi verið að villa á sér heimildir og reyna að hafa fé af fólki með sviksamlegum hætti.
Mennirnir úr snjóflóðinu á leið til byggða
Tveir menn sem lentu í snjóflóði í Skessuhorni, rétt fyrir ofan bæinn Horn í Skorradal um miðjan dag í dag eru nú á leið til byggða, en þeir komust ekki af sjálfsdáðum niður fjallið og kölluðu eftir aðstoð. Erfiðar aðstæður voru á vettvangi.
20.02.2021 - 17:50
Tveir í snjóflóði — þrjár björgunarsveitir kallaðar út
Hátt í 100 björgunarsveitarmenn úr þremur björgunarsveitum með margvíslegan búnað hafa verið kallaðir út til aðstoðar tveimur mönnum sem lentu í snjóflóði í norðanverðum hlíðum Skessuhorns, rétt fyrir ofan bæinn Horn í Skorradal.
20.02.2021 - 17:05
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
20.02.2021 - 13:52
Myndskeið
Með rafmagnið í eftirdragi
Þrettán björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fengu í dag færanlegar rafstöðvar en alls verða þrjátíu slíkar afhentar á árinu. Með þessu á að draga úr líkum á rafmagns- og fjarskiptaleysi líkt og varð sums staðar á Norðurlandi í óveðri sem geisaði fyrir rúmu ári.
Þingmaður vill að velferðarnefnd fjalli um spilakassa
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, hefur farið fram á það að velferðarnefnd Alþingis fundi um spilafíkn og spilakassa. Búist er við að málið verði tekið upp í nefndinni á næstunni.
Rauði krossinn kallar eftir innleiðingu spilakorta
Rauði krossinn á Íslandi hefur um árabil kallað eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta, líkt og Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa lagt til. Það sé skref í átt til aðstoðar hópi fólks með spilafíkn og að norrænni fyrirmynd.
„Lokun spilakassa er ekki lækning á spilafíkn“
Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segist í samtali við fréttastofu á margan hátt geta tekið undir málstað Samtaka áhugafólks um spilafíkn en segir erfitt að mæta tilfinningaherferð með rökum.
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
Sjúkraflutningur í kafaldsbyl og ófærð
Björgunarsveitarmenn á Þórshöfn og víðar á Norðausturhorninu unnu þrekvirki í gær þegar koma þurfti sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyrar með hraði í ófærð og þreifandi byl.
24.01.2021 - 05:53
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði
Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í kvöld, milli Bakkaselsbrekkunnar og Grjótár, og var heiðinni lokað í kjölfarið vegna hættu á frekari snjóflóðum. Engan sakaði. Töluvert var um að björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi þyrftu að aðstoða bíltstjóra í vanda.
23.01.2021 - 01:31
Stefnt að kaupum á tíu björgunarskipum á næstu 10 árum
Landsbjörg fær allt að 450 milljóna króna styrk úr ríkissjóði til kaupa á þremur björgunarskipum á jafn mörgum árum. Skrifað var undir samkomulag þessa efnis í gær. Við sama tækifæri var undirrituð viljayfirýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum.
20.01.2021 - 06:42
60 útköll á Austurlandi — björgunarsveitarmenn meiddust
Björgunarsveitir á Austurlandi allt frá Vopnafirði að Djúpavogi hafa verið í viðbragðsstöðu í allan dag og hafa sinnt um sextíu útköllum það sem af er degi. Vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu og þar verða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til undir kvöld. Hluta Neskaupstaðar var lokað fyrir umferð skömmu fyrir klukkan þrjú í dag en þar er talið hættusvæði vegna fjúkandi þakplatna. 
09.01.2021 - 16:24
Myndskeið
Seldu flugelda fyrir um 800 milljónir króna
Tekjur björgunarsveitanna um áramótin nema um 800 milljónum króna, sem er tíu til fimmtán prósenta aukning frá í fyrra. Formaður Landsbjargar segir að það væri óábyrgt af stjórnvöldum að skerða þessa fjáröflun, án þess að bæta þá skerðingu með öðrum hætti.
07.01.2021 - 22:19
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Björgunarsveitir í þremur útköllum í dag
Björgunarsveitir fluttu í dag slasaða skíðakonu til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Hvammstanga. Konan var á skíðum við Snældukletta við Syðri Hvammsá í Miðfirði.
31.12.2020 - 22:38
Myndskeið
Flugeldasala með breyttu sniði í faraldrinum
Það stefnir í svipaða flugeldasölu og síðustu ár og margir ætla að sprengja þetta ár sem allra lengst í burtu. Breyta þurfti skipulagi sölunnar í faraldrinum og nú er í fyrsta sinn hægt að kaupa flugelda á netinu.
30.12.2020 - 19:45
Gísli Jóns frá Ísafirði sendi einstaka jólakveðju
Áhöfnin á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði sendi Landhelgisgæslunni stórskemmtilega jólakveðju í kvöld. Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim jólatré.
22.12.2020 - 22:12
Of fjölmenn samkvæmi og ljósagangur í Esjunni
Annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt og svo virðist sem nokkurrar sóttvarnaþreytu sé farið að gæta hjá selskapsþyrstum íbúum svæðisins, af verkefnaskrá lögreglunnar að dæma. 100 mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan sautján í gær til fimm í morgun. Af þeim voru á þriðja tug útkalla vegna samkvæmishávaða, eins og segir í tilkynningu lögreglu, og allur gangur á því hvort fólk virti regluna um tíu manna hámarksfjölda í þeim samkvæmum sem lögregla hafði afskipti af.
Björgunarsveitir í startholunum
Björgunarsveitir hafa í kvöld þurft að aðstoða ökumenn nokkurra bíla sem lent hafa í vandræðum vegna slæmrar færðar og veðurs, bæði á Norður- og Austurlandi.
02.12.2020 - 22:00
„Þetta var kapphlaup við tímann“
Göngumaður sem leitað var í Móskarðshnjúkum síðdegis í dag fannst heill á húfi um klukkan hálf sjö ásamt hundi sínum sem var með í för. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar um fimmleytið, en þá óskaði maðurinn eftir hjálp þar sem hann hafði villst af leið og átti í erfiðleikum með að staðsetja sig vegna myrkurs.
28.11.2020 - 19:12
Litlar annir hjá björgunarsveitum í dag
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum á Suðurnesjum í kvöld þar sem þakklæðningar losnuðu og fuku.
26.11.2020 - 22:06