Færslur: Landsbjörg

Spegillinn
Einbeiting í akstri víðsfjarri ef talað er í síma
Margt bendir til þess að falskt öryggi felist í því að taka símtal í gegnum handfrjálsan búnað eða hljóðkerfi bílsins á meðan setið er undir stýri. Einbeitingin við aksturinn er jafnfjarri og ef símtæki er haldið upp að eyranu.
19.10.2021 - 21:30
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Byltur og björgunaraðgerðir í borginni
Lögregla og björgunarsveitir höfðu í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. Nokkuð var um byltur og önnur óhöpp. Björgunarsveitir liðsinntu göngumanni í vanda og strönduðum sjófarendum.
Björgunarsveitir hjálpuðu strönduðum sæförum við Akurey
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar til bjargar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát á skeri við Akurey í Kollafirði. Vel gekk að bjarga mönnunum en á sama tíma barst hjálparbeiðni frá göngumanni í Esjunni.
19.09.2021 - 23:35
Rúta festist í Akstaðaá
Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í dag þegar rúta festist í Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Í rútunni voru 32 farþegar og gekk vel að koma þeim í land að sögn upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Rútunni hefur einnig verið komið í land til þess að koma í veg fyrir mögulegt mengunarslys.
Lægðin: „Nánast marinn í andlitinu eftir rigninguna“
„Rigningin er þannig að maður er nánast marinn í andlitinu eftir barninginn frá henni,“ segir Rúnar Steinn Gunnarsson, í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, í samtali við fréttastofu. Hann er meðal þeirra sem komu til bjargar blautum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi í óveðrinu í kvöld.
Hjálpuðu köldum og hröktum ferðamönnum á Fimmvörðuhálsi
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir til eftir að tilkynning barst um slasaðan ferðamann á Fimmvörðuhálsi í kvöld. Hann og göngufélagi hans leituðu sér skjóls í skála, hraktir og kaldir í „vitlausu veðri“ og hlutu áverka við það að brjótast inn í læstan skálann, segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
12.09.2021 - 19:14
Óskað er eftir afstöðu frambjóðenda til fjárhættuspila
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir því að öll framboð til Alþingis í komandi kosningum láti í ljós opinberlega afstöðu sína til reksturs fjárhættuspila á Íslandi.
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Sjónvarpsfrétt
Langþráð endurnýjun skipaflota Landsbjargar hafin
Slysavarnafélagið Landsbjörg fær þrjú ný skip í flotann á næstu tveimur árum. Meðalaldur skipa björgunarsveitanna er um 35 ár og eru þau án allra helstu grunnþæginda, eins og klósetta. Björgunarsveitirnar hafa farið í hátt í 500 útköll á sjó síðustu sjö ár.
03.09.2021 - 17:13
Fluttur með þyrlu eftir vélhjólaslys nærri Þingvöllum
Björgunarsveitir úr uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út um klukkan tvö í dag vegna slyss á Gjábakkavegi, nærri Þingvöllum.
29.08.2021 - 14:44
Rúta með 30 manns um borð festist í Krossá
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út nú um hádegisbil eftir að rúta með um þrjátíu manns um borð festist í Krossá við Þórsmörk.
27.08.2021 - 12:36
Konu bjargað úr sjálfheldu í Þórsmörk
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í gærkvöld vegna göngukonu í sjálfheldu í Valahnjúk í Þórsmörk. Konan var stödd í þó nokkru brattlendi og treysti sér ekki áfram, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nærstatt björgunarsveitarfólk fann konuna fljótlega og var hún óslösuð.
27.08.2021 - 01:31
Príluðu eftir berjatínslufólki í sjálfheldu í Hlíðardal
Björgunarsveitin Blakkur var kölluð út í gær til að aðstoða berjatínslufólk í Hlíðardal á Vestfjörðum. Fólkið hafði verið í berjamó en lent í sjálfheldu í brattlendi og lausu grjóti.
23.08.2021 - 11:18
Fjögur umfangsmikil útköll á hálftíma
Björgunarsveitir sinntu fjórum stórum útköllum á sama hálftímanum síðdegis í dag en fyrsta útkallið barst klukkan 17:15. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru útköllin víðsvegar um landið; á Suður- Vestur og Austurlandi og kröfðust þau öll mikils mannskaps.
08.08.2021 - 22:17
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þyrla kölluð út vegna mótorhjólaslyss á Ströndum
Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna mótorhjólaslyss sem varð á Ströndum.
01.08.2021 - 13:52
Tveir meiddust á ökkla við gosstöðvarnar
Upp úr hádegi í dag voru björgunarsveitir kallaðar út með hálfrar klukkustundar millibili vegna tveggja einstaklinga sem báðir höfðu slasað sig á ökkla og þurftu aðstoð við að komast niður. 
Villtist í svartaþoku við Snæfell
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun vegna göngumanns sem hafði óskað eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að maðurinn hafi villst í svartaþoku á svæðinu.
26.07.2021 - 13:17
Tveggja leitað við gosstöðvarnar - fundust heilir
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til leitar að tveimur göngugörpum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í morgun. Svartaþoka var og rigning en björgunarsveitir fundu fólkið eftir tæpa tveggja tíma leit, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið var heilt á húfi.
24.07.2021 - 10:55
Sækja göngufólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli
Björgunarsveitir á Norðurlandi vinna nú að því að koma göngufólki niður af Hafnarfjalli við Siglufjörð. Útkallið barst um klukkan fjögur í dag en fólkið er í sjálfheldu á fjallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
23.07.2021 - 17:31
Sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur.
21.07.2021 - 20:24
„Mikilvægt að hafa kveikt á gagnaflutningi í símanum“
Slysavarnafélagið Landsbjörg notar sérstakt vefslóðakerfi til þess að hafa uppi á fólki sem villist af leið. Það var síðast notað í gær þegar konu var bjargað á Móskarðshnjúkum. Kerfið auðveldar og styttir leit björgunarsveitarmanna svo um munar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.
18.07.2021 - 19:07
Bera slasaða konu niður Jökultungur
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli auk hálendisvaktar voru kallaðar út um tvöleytið í dag vegna konu sem er talin vera fótbrotin efst í Jökultungum. Þær eru á gönguleið Laugavegar, nánar tiltekið á milli Álftavatns og Hrafntinnuskers.
18.07.2021 - 16:42
Manni komið til bjargar í Vatnajökulsþjóðgarði
Björgunarsveitarmenn, ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, komu manni til bjargar á níunda tímanum í kvöld. Maðurinn ræsti neyðarsendi sinn síðdegis í dag norðvestan við Öskju en ekki var vitað hversu margir voru í vanda eða af hverju.
14.07.2021 - 21:05