Færslur: Landsbjörg

Faldi sig í runna við Ölfusá á meðan leitað var
Rannsókn stendur yfir á tilkynningu í nótt um að maður hafi fallið í Ölfusá. Tilkynningin reyndist vera gabb. Björgunarsveitir, lögregla, sjúkraflutningalið og slökkvilið voru kölluð út og stóð leitin í um tvo tíma. Sá sem tilkynnti um málið hafði falið sig í runna við ána. Samkvæmt tilkynningunni var það hann sjálfur sem hafði farið í ána.
Björgunarsveitir leita skipverjans í Vopnafirði í dag
Leit í Vopnafirði að skipverjanum sem saknað er hófst um klukkan hálf tíu í morgun. Leitarsvæðið nær frá Selnibbu norðanmegin í Vopnafirði, inn fjörðinn, um sandfjörur og út að Búri sunnan megin í firðinum.
24.05.2020 - 11:00
Leit að skipverja hætt í dag
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að á Vopnafirði undanfarna daga heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Hann er búsettur í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 
22.05.2020 - 17:28
Áfram leitað á Vopnafirði
Leit hófst að nýju í morgun um klukkan hálfátta að skipverja sem saknað er á Vopnafirði. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Lífsbjörg á leitartæki sem kölluð er Coastex og er leitarprammi með glugga til að skanna botn á grunnsævi.
22.05.2020 - 11:36
Leit verður haldið áfram á morgun
Leit hefur verið hætt í dag að skipverjanum sem saknað er af fiskiskipi frá Vopnafirði. Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir veður fara versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur vegna vinds. 
20.05.2020 - 18:10
Myndskeið
Drengurinn brattur en var kátur að sjá mömmu sína
Yfir 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á fjórða tímanum í dag til að leita að tíu ára dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. Hann fannst nokkrum tímum seinna við fjallið Grábrók eftir ábendingar frá almenningi, um 5 kílómetrum frá þeim sem stað þar sem byrjað var að leita að honum. „Hann var nokkuð brattur en var sérstaklega kátur að sjá mömmu sína,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg.
23.04.2020 - 19:19
Leit lokið án árangurs
Umfangsmikilli leit á og við Álftanes sem hófst um ellefuleytið í kvöld lauk nú fyrir stuttu, án árangurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir og við Álftanes, og bátar voru sendir út til leitar.
Þyrla og björgunarsveitir við leit á Álftanesi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við leit á Álftanesi rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu að rúmlega 40 björgunarsveitarmenn séu komnir á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á flugi við Álftanes, og Fréttablaðið greinir frá því að bátar hafi verið sendir út til leitar. 
Vélsleðar fóru fram af snjóhengju - Þyrlan flutti tvo
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú rétt fyrir klukkan sex við Landspítalann í Fossvogi með tvo slasaða einstaklinga sem lentu í vélsleðaslysi við Veiðivötn fyrr í dag.
29.03.2020 - 18:03
Náungakærleikur á skrítnum tímum
Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði fer í kjörbúðina og apótek fyrir þá sem treysta sér ekki vegna COVID-19. „Það minnsta sem við getum gert“ segir sjálfboðaliði.
19.03.2020 - 13:58
Björgunarsveitir aðstoðuðu fasta ökumenn á Hellisheiði
Loka þurfti Hellisheiði og Þrengslum á tólfta tímanum í gærkvöld vegna veðurs. Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna bíla sem sátu fastir í snjó og einhverjir voru komnir út fyrir veg.
11.03.2020 - 06:22
Björgunarsveitir af öllu Suðurlandi við Sólheimasand
Björgunarsveitir af öllu Suðurlandi hafa í kvöld verið við vinnu við Sólheimasand þar sem um 50 bílar lentu í vandræðum vegna óveðurs. Unnið er að því að koma fólki í skjól og bílar hafa verið skildir eftir.
27.02.2020 - 23:34
Björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða ökumenn
Nokkuð hefur verið um útkall til björgunarsveita vegna veðurs, en appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa, á Suðausturlandi og Austfjörðum.
27.02.2020 - 20:22
Beina sjónum að öryggi fólks í umferðinni á 112-deginum
Í dag er 112-dagurinn haldinn um allt land, en að þessu sinni er sjónum beint að öryggi fólks í umferðinni. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
11.02.2020 - 07:30
Norðursigling búin að ræða við alla farþega Ópals
Útgerð skonnortunnar Ópals segir að mannleg mistök virðast hafa orðið til þess að skipið tók niðri við Lundey í gærkvöld. Það lenti upp á sandrif á leið til hafnar í Reykjavík.
07.02.2020 - 15:24
Myndskeið
„Héldum að bátnum myndi hvolfa“
„Við erum bara glaðir að vera hérna,“ sögðu Bretarnir David og Josh Reed þegar fréttastofa ræddi við þá í Reykjavíkurhöfn á tólfta tímanum í kvöld. Þeir voru þá nýkomnir í land eftir að hafa verið farþegar skútunnar Ópal sem strandaði um stund við Lundey fyrr í kvöld.
07.02.2020 - 00:55
Viðtal
Eru tilbúin ef veirufaraldur og gos verða samtímis
Mikið hefur mætt á sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og Rauða krossins síðustu vikur, enda hefur veður verið með eindæmum slæmt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á að Wuhan-kórónaveiran berist hingað til lands og sömuleiðis vegna landriss og tíðra jarðskjálfta við Grindavík. Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins og Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segja sitt fólk í viðbragðsstöðu og tilbúið verði gos og veirufaraldur á sama tíma. Rætt var við þau í Kastljósi í kvöld.
Myndskeið
Óvinnufær vegna kals á fótum eftir hrakningar á jökli
Par frá Bretlandi sem lenti í hrakningum við Langjökul í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland ætlar að krefjast rúmlega tveggja milljóna í miskabætur. Lögmaður þeirra segir þau enn í uppnámi og konan er óvinnufær vegna dofa í fótum. Fjórir ferðamenn til viðbótar eru að leggja drög að málsókn.
12.01.2020 - 18:45
Myndskeið
Ráðherra segir vanta skýrari svör frá Mountaineers
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins Mountaineers of Iceland hafi ekki svarað því nægilega vel hvers vegna ekki var hætt við vélsleðaferð á Langjökul í gær. Búið var að vara við vondu veðri og hátt í 200 björgunarsveitarmenn þurftu að koma 49 manns til bjargar við illan leik.
08.01.2020 - 19:32
Viðtal
Mountaineers: „Við gerðum klárlega mistök“
Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir að allir hjá fyrirtækinu séu miður sín eftir að bjarga þurfti 49 manns af Langjökli í nótt. Um var að ræða vélsleðahóp sem var í ferð á vegum fyrirtækisins, en búið var að vara við mjög vondu veðri á svæðinu.
08.01.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Landsbjörg · -
Ferðalangar kalnir á fingrum
Allt ferðafólkið sem lenti í hrakningum í vélsleðaferð á Langjökli í gær er komið í hús. Fólkið fer nú ýmist á Selfoss eða til Reykjavíkur. Fólkið var kalt og hrakið þegar það kom í hús við Gullfoss og einhverjir kalnir á fingrum. Um 40 manns voru í hópnum.
08.01.2020 - 09:12
Fyrstu hóparnir að koma í hús við Gullfoss
Fyrsti hópurinn úr röðum ferðafólksins sem lenti í hrakningum við Langjökul í gær kom í hús í Gullfosskaffi rétt um klukkan sex í morgun. Í hópnum eru meðal annarra börn og ungmenni, þau yngstu um sex og tíu ára gömul. Þau undirgangast nú skoðun lækna frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
08.01.2020 - 07:04
Öll komin af jöklinum
Björgunarsveitir eru á leið til Gullfoss með síðasta hópinn af fólki sem lenti í vandræðum vegna veðurs og ófærðar við Langjökul í kvöld. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins sem stóð fyrir ferðinni er í síðasta snjóbílnum, sem lagði af stað frá jöklinum laust eftir tvö, en ferðalangarnir 39 fóru í tveimur snjóbílum á undan þeim. Björgunarsveitarfólk á jeppum tekur á móti fólkinu miðja vegu og flytur það áfram í Gullfosskaffi, þar sem hlúð verður að því.
08.01.2020 - 00:51
Lausamunir fjúka í Garði og Sandgerði
Björgunarsveitir hafa virkjað aðgerðarstjórnstöð á Keflavíkurflugvelli fyrir Reykjanes. „Þetta virðist nú ekki vera jafn slæmt og áhorfðist en við erum allavega í startholunum og búum okkur undir það versta,“ segir Guðmundur Helgi Önundarson, stjórnandi aðgerða á Suðurnesjum. 
07.01.2020 - 14:31
Hellisheiði opin en beiðnir um aðstoð berast að norðan
Björgunarsveitum hefur borist fyrsta beiðni um aðstoð á Norðurlandi, þar sem veður er nú að versna.
04.01.2020 - 16:06