Færslur: Landsbjörg

Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þyrla kölluð út vegna mótorhjólaslyss á Ströndum
Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna mótorhjólaslyss sem varð á Ströndum.
01.08.2021 - 13:52
Tveir meiddust á ökkla við gosstöðvarnar
Upp úr hádegi í dag voru björgunarsveitir kallaðar út með hálfrar klukkustundar millibili vegna tveggja einstaklinga sem báðir höfðu slasað sig á ökkla og þurftu aðstoð við að komast niður. 
Villtist í svartaþoku við Snæfell
Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun vegna göngumanns sem hafði óskað eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að maðurinn hafi villst í svartaþoku á svæðinu.
26.07.2021 - 13:17
Tveggja leitað við gosstöðvarnar - fundust heilir
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til leitar að tveimur göngugörpum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í morgun. Svartaþoka var og rigning en björgunarsveitir fundu fólkið eftir tæpa tveggja tíma leit, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið var heilt á húfi.
24.07.2021 - 10:55
Sækja göngufólk í sjálfheldu á Hafnarfjalli
Björgunarsveitir á Norðurlandi vinna nú að því að koma göngufólki niður af Hafnarfjalli við Siglufjörð. Útkallið barst um klukkan fjögur í dag en fólkið er í sjálfheldu á fjallinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
23.07.2021 - 17:31
Sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur
Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur.
21.07.2021 - 20:24
„Mikilvægt að hafa kveikt á gagnaflutningi í símanum“
Slysavarnafélagið Landsbjörg notar sérstakt vefslóðakerfi til þess að hafa uppi á fólki sem villist af leið. Það var síðast notað í gær þegar konu var bjargað á Móskarðshnjúkum. Kerfið auðveldar og styttir leit björgunarsveitarmanna svo um munar, að sögn Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá Landsbjörg.
18.07.2021 - 19:07
Bera slasaða konu niður Jökultungur
Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli auk hálendisvaktar voru kallaðar út um tvöleytið í dag vegna konu sem er talin vera fótbrotin efst í Jökultungum. Þær eru á gönguleið Laugavegar, nánar tiltekið á milli Álftavatns og Hrafntinnuskers.
18.07.2021 - 16:42
Manni komið til bjargar í Vatnajökulsþjóðgarði
Björgunarsveitarmenn, ásamt landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, komu manni til bjargar á níunda tímanum í kvöld. Maðurinn ræsti neyðarsendi sinn síðdegis í dag norðvestan við Öskju en ekki var vitað hversu margir voru í vanda eða af hverju.
14.07.2021 - 21:05
Göngufólkið heilt á húfi en fleiri í vandræðum
Göngufólkið, sem kallaði eftir aðstoð björgunarsveita við Kerlingarfjöll fyrr í dag, er heilt á húfi. Fólkið hafði ætlað sér að ganga umhverfis Kerlingarfjöll en rysjótt veður á svæðinu olli fólkinu vandræðum á göngunni. Þau treystu sér ekki lengra og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita.
14.07.2021 - 16:08
Björgunarsveitir sækja fólk í Kerlingarfjöll
Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi er nú á leið að skálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Þar eru tveir fullorðnir einstaklingar ásamt tveimur börnum sem hafa beðið um aðstoð. 
14.07.2021 - 14:22
„Ég var ekki viss um að ég myndi finnast á lífi“
„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir bandarískur ferðamaður sem fannst eftir umfangsmikla leit á Reykjanesi síðustu helgi. Hann segist hafa verið á síðustu metrunum þegar leitarfólkið birtist. Ekki hefði mátt tæpara standa.
Sex ára barn mikið slasað eftir fall úr hoppukastalanum
Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Rannsókn lögreglunnar á Akureyri er hafin á málinu. Sjö börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka, en eitt missti meðvitund.
02.07.2021 - 12:03
Morgunvaktin
Mikilvægast að njóta en ekki þjóta
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum að undanförnu víða um landið; á gosstöðvunum, á hálendinu og nú síðast á Norðurlandi. Þá eru einnig aðstæður á hálendinu erfiðari en oft áður á þessum árstíma. Hálendisvakt Landsbjargar verður formlega sett í dag en hún verður á þremur stöðum á hálendinu í sumar auk viðbragðsvaktar í Skaftafelli.
02.07.2021 - 10:21
Í villum er best að setjast niður og bíða
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að auðvelt sé að rammvillast á svæðinu í kringum gosstöðvarnar þar sem landslag sé einsleitt og villugjarnt einkum í þoku. Best sé að halda kyrru fyrir ef fólk villist, þá finnist það jafnan fyrr.
28.06.2021 - 09:55
Myndskeið
Ástandið á manninum merkilega gott – Kominn á spítala
Maðurinn sem leitað var að við gosstöðvarnar þangað til í kvöld fannst vestan við Núpshlíðarháls, um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína síðdegis í gær. Ástandið á honum var merkilega gott, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum: „Hann var með lítilsháttar áverka á höfði, annars var hann býsna góður.“ Maðurinn er kominn á Landspítalann og konan hans á leið þangað til hans.
26.06.2021 - 20:24
Bjarga fótbrotinni göngukonu á Hornströndum
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að leggja af stað í Hornvík á Hornströndum til að bjarga göngukonu sem hrasaði og er talin fótbrotin. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að fleiri björgunarmenn séu um borð í björgunarskipinu en vanalega þar sem bera þurfi konuna allnokkra vegalengd úr fjalllendi að skipinu. 
26.06.2021 - 15:05
Biðja gosstöðvafara að hafa augun hjá sér
Hundruð björgunarsveitarmanna leita bandarísks ferðamanns við eldgosið á Reykjanesskaga en hann varð viðskila við eiginkonu sína í gær. Björgunarsveitir hafa ekki fundið nein merki um manninn en um 206 björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni. Þetta segir Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
26.06.2021 - 12:36
Leit að týndum manni heldur áfram við gosstöðvarnar
Leit stendur enn yfir að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall í gær. Rúmlega áttatíu manns og nokkrir leitarhundar hafa verið við leit á jörðu niðri síðan í gærkvöld og álíka stór hópur mætti um sexleytið í morgun til að taka við leitarkeflinu. Þá hefur þyrlusveit landhelgisgæslunnar leitað úr lofti í nótt.
Veður og skyggni að skána - þyrlan komin í loftið
Rúmlega 80 manns og nokkrir leitarhundar leita nú erlends ferðamanns sem saknað er við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Skyggni og veður voru með versta móti framan af kvöldi en samkvæmt Landsbjörgu hafa aðstæður batnð. Vonast er til að hægt verði að nota dróna fljótlega og þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu og mun aðstoða við leitina um leið og skýjafar leyfir. Uppfært: Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á leitarvæðið seint á öðrum tímanum og dróni með hitamyndavél er kominn í loftið.
Leituðu að göngufólki í vetrarveðri í átta tíma
Hálendisvakt björgunarsveitanna sinnti í gær tólf klukkustunda útkalli í slæmu skyggni við leit að göngufólki sem ekki skilaði sér í skálann við Álftavatn á boðuðum tíma. Eftir um átta klukkustunda leit fannst tjald gögnumannanna sem höfðu villst af leið í slæmu skyggni og tjaldað á fjallshrygg.
21.06.2021 - 12:12
Viðtal
„Héldum að einn einstaklingur væri kominn í vatnið“
Viðar Arason, sem er í aðgerðastjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi, minnir á mikilvægi öryggisbúnaðar og segir að óvanir eigi ekki erindi á vatnið. Alvarleg slys hafi orðið á Þingvöllum og vatnið sé mjög kalt, allan ársins hring. En mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 13:07
Stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni
Neyðarlínu barst tilkynning upp úr klukkan sjö í morgun um þrjár stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi.
18.06.2021 - 08:27
Annasamur dagur hjá björgunarsveitum um allt land
Dagurinn hefur verið annasamur hjá björgunarsveitum víðs vegar um landið. Snemma í kvöld voru björgunarsveitir kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vandræðum á Fimmvörðuhálsi. Þeir náuð að hringja sjálfir í Neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Mennirnir voru ekki slasaðir þegar björgunarsveitir á Suðurlandi komu á vettvang, en þeir voru orðnir kaldir og blautir.
05.06.2021 - 23:48