Færslur: Landsbankinn

Útibúi lokað - allir starfsmenn í sóttkví
Útibúi Landsbankans í Mjódd hefur verið lokað tímabundið vegna sóttkvíar alls starfsfólks útibúsins eftir að einn starfsmaður þess greindist með COVID-19. Alls nær sóttkvíin til 13 starfsmanna bankans.
03.09.2020 - 09:39
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Vísitala neysluverðs hækkaði óvænt á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% á milli mánaða, en spáð hafði verið að hún myndi lækka. Verðbólga í júlí er 3%, en var 2,6% í júní og áhrif af sumarútsölum voru minni en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.07.2020 - 14:36
Kortavelta í maí jókst á milli ára
Kortavelta innanlands í maí var 3,3% meiri en í sama mánuði í fyrra.  Kortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 63,3% og viðsnúningur varð í neyslu landsmanna í maí eftir samdrátt mánuðanna á undan.  Þetta kemur fram í Hagsjá, sem er rit Hagfræðideildar Landsbankans. Kortavelta Íslendinga á innlendum gististöðum í maí jókst um 60% á milli ára.
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Gerði ráð fyrir að málið héldi áfram fyrir dómstólum
Það kom embætti ríkissaksóknara ekki endilega á óvart að Hæstiréttur skyldi ákveða að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs banska, skuli vera endurflutt.  
28.05.2020 - 14:43
Segir fáa dómara hafa átt sambærilegra hagsmuna að gæta
Ólíklegt er að sú ákvörðun Hæstaréttar að mál þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og Elínar Sigfúsdóttur verði tekin til efnismeðferðar í réttinum á ný, hafi áhrif á fleiri mál, að mati lögfræðings Sigurjóns.   
28.05.2020 - 13:31
Takmarkaður áhugi fyrirtækja á brúarlánum
Fyrirtæki hafa takmarkaðan áhuga á brúarlánum, sem er eitt af efnahagslegum úrræðum sem ríkisstjórnin kynnti í lok mars. Arion banki hefur opnað fyrir umsóknir en Íslandsbanki og Landsbankinn eru enn að vinna að útfærslu lánanna, níu vikum eftir að þau voru kynnt.
„Efnahagsáfall aldarinnar“
Efnahagssamdráttur í ár verður sá mesti frá lýðveldisstofnun, segir forstöðmaður hagfræðideildar Landsbankans. Spá bankans gerir ráð fyrir að hagkerfið byrji að taka við sér um mitt árið en að samdrátturinn verði þó um níu prósent.
15.05.2020 - 12:45
Mátti ekki veita upplýsingar um fyrndar kröfur
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landsbankanum hafi ekki verið heimilt að veita Creditinfo upplýsingar um fyrndar kröfur á hendur einstaklingi.
18.04.2020 - 18:34
Fjöldi atvinnulausra sveiflast með stöðu ferðaþjónustu
Atvinnuleysi hefur aukist töluvert á síðustu mánuðum og var skráð atvinnuleysi 4,8% í janúar, en var að meðaltali 3,6% á síðasta ári. Í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að flestir eru atvinnulausir innan stærstu atvinnugreinanna.
11.03.2020 - 09:19
Dómari í sóttkví og þinghaldi fyrir Hæstarétti frestað
Búið er að fresta málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar og Elínar Sigfúsdóttur sem var á dagskrá Hæstaréttar í dag. Einn dómara í málinu er í sóttkví.
11.03.2020 - 07:08
Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið til að greiða Elínu Sigfúsdóttur, einum af æðstu stjórnendum Landsbankans fyrir hrunið 2008, andvirði 1,7 milljóna króna í bætur.
Samfélagið
Á náttsloppnum í Landsbankanum
Í útibúi Landsbankans í Austurstræti stendur yfir sýning á 24 verkum eftir Jóhannes S. Kjarval. Kjarval var um tíma næsti nágranni bankans og segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur að fyrsta verkefni hans að námi loknu hafi verið að festa bankastjóra á striga.
Landsbankans að svara um ágæti höfuðstöðva
Fjármálaráðherra segir að það sé Landsbankans að svara hvort bygging nýrra höfuðstöðva sé góð ráðstöfun. Bankinn verði hins vegar að uppfylla eigin kröfur um ávöxtun.
Atvinnuleysi aukist minna en spár gerðu ráð fyrir
Atvinnuleysi jókst ekki eins mikið og spár gerðu ráð fyrir snemma árs 2019 og staðan á vinnumarkaði versnaði hægar en reiknað var með. Fólki á vinnumarkaði hefur aftur á móti fjölgað hægar en áður.
29.01.2020 - 10:20
Dæmi um að erlendir bankar hafni greiðslum frá Íslandi
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafi ekki getað borgað eitthvað af erlendum reikningum sínum síðustu vikur. Tveir bankar í Rúmeníu hafi til að mynda lokað á greiðslur frá Íslandi eftir að Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
10.01.2020 - 14:07
Hægur bati á næstu árum
Hagkerfið mun réttta rólega við sér á næstu árum og atvinnuleysi verður ekki jafn mikið og óttast var eftir fall WOW air, samkvæmt nýrri hagspá greiningardeildar Landsbankans. Útlit er fyrir frekari vaxtalækkanir.
30.10.2019 - 08:05
Spegillinn
Bankar á útsöluverði víða
Ríkið er svo gott sem eini eigandi Landsbankans og á Íslandsbanka að fullu. Fyrir nokkrum vikum sagði fjármálaráðherra að hann vænti þess að fljótlega kæmi tillaga frá Bankasýslu ríkisins sem fer með eignarhluti ríkisins um sölu þeirra. Á Alþingi var sérstök umræða að ósk Oddnýjar Harðardóttur, Samfylkingu um sölu á hlut ríkisins í bönkunum og henni finnst ekki komið að því að selja. Gylfi Magnússon dósent segir kannski ekki hlaupið að því að finna kaupenda.
22.10.2019 - 11:39
„Ýtt undir hugmyndafræði einstaklingshyggju“
Rándýrt lúxus-armbandsúr á hendi spyrilsins í nýrri auglýsingaherferð Landsbankans sem fjallar um ungt fólk og sparnað vakti athygli í síðustu viku.
Kaupmáttur jókst um sex prósent á ári
Kaupmáttur launa hefur aukist um rúm 25 prósent frá ársbyrjun 2015. Aukningin er því um sex prósent á ári. Í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að þetta sé veruleg aukning, bæði sögulega séð og í samanburði við önnur lönd. Kaupmátturinn lækkaði þó eilítið í júní og var 0,8 prósentum minni í mánuðinum en í júnímánuði í fyrra. 
25.07.2019 - 17:20
Innkalla endurskinsmerki frá bönkum
Landsbankinn og Arion banki hafa innkallað endurskinsmerki frá Trix vöruþróun ehf. vegna þess að í þeim var meira magn hættulegra efna yfir leyfilegum mörkum. Öll fyrirtækin brugðust þegar við með innköllun á merkjunum sem um ræðir.
28.05.2019 - 14:32
Landsbankinn greiðir ríkinu 9,9 milljarða arð
Landsbankinn mun greiða eiganda sínum, íslenska ríkinu, ríflega 9,9 milljarða króna í arð á þessu ári. Þetta var ákveðið á aðalfundi bankans í gær, 4. apríl. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var 19,3 milljarðar króna, arðsemi eiginfjár 8,2 prósent og kostnaðarhlutfall 45,5 prósent. Útlán jukust um nær 139 milljarða króna á árinu og var eigið fé bankans hartnær 240 milljarðar í árslok 2018.
05.04.2019 - 04:04
Bankasýslan skoðar svör stjórna ríkisbankanna
Stjórn Bankasýslu ríkisins fer nú yfir skýringar stjórna Landsbankans og Íslandsbanka um launahækkanir bankastjóra. Þær hafa verið gagnrýndar, til dæmis af fjármálaráðherra, forsætisráðherra og verkalýðsforystunni. Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans eru 3,8 milljónir og hafa hækkað um 1,7 milljón síðan árið 2017. Bankastjóri Íslandsbanka fær greiddar 4,4 milljónir króna á mánuði.
20.02.2019 - 11:26
Viðtal
Bankaráðsformaður segir launahækkanir hóflegar
Bankasráðsformaður Landsbankans segir að launahækkun bankastjóra hafi verið hófleg í þeim skilningi að hún standist viðmið í eigendastefnu ríkisins og starfskjarastefnu bankans. 
19.02.2019 - 19:41