Færslur: Landsamband lögreglumanna

Spegillinn
Lögreglumenn kvíða sumrinum vegna manneklu
Fjölnir Sæmundsson, formaður landambands lögreglumanna segir að lögreglumenn kvíði sumrinu því ekki sé hægt að manna stöður lögreglumanna í sumar. Ekki hefur verið ráðið í stöður sem urðu til þegar tekið var upp nýtt vinnulag vegna styttingar vinnuvikunnar.
Spegillinn
Þörf á 75 nýjum lögreglumönnum
Ráða þarf um 75 nýja lögreglumenn vegna styttingar vinnuvikunnar sem tekur gildi um mánaðamótin. Áætlað er að kostnaðurinn vegna þess nemi um 900 milljónum króna. Ekki liggur enn fyrir hvað ríkið er tilbúið greiða mikið af þessum kostnaði. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að ef ekki verði ráðinn nægur mannskapur geti breytingin haft í för með sér aukna yfirvinnu.
Um helmingur brautskráðra úr lögreglufræðum er konur
Ríflega helmingur þeirra sem brautskráðist úr diplómanámi í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn á árunum 2018 til 2020 eru konur. Háskólinn á Akureyri hefur útskrifað 142 nemendur í þeim fræðum að því er fram kemur í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins.