Færslur: landnám

Frestaði fyrirlestri Ásgeirs eftir ásökun um ritstuld
Aðstandendur Miðaldastofu ákváðu að fresta fyrirlestri sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri átti að halda á þeirra vegum síðdegis í dag. Ákvörðunin var tekin eftir að Bergsveinn Birgisson, fræðimaður og rithöfundur, sakaði Ásgeir um ritstuld og sagði seðlabankastjóra hafa stuðst við sitt verk, Leitina að svarta víkingnum, í bókinni Eyjan hans Ingólfs án þess að geta þess. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug.
Seðlabankastjóri vísar ásökunum um ritstuld á bug
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir af og frá að hann hafa nýtt skrif Bergsveins Birgissonar fræðimanns og rithöfundar við ritun bókar sinnar Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands.
08.12.2021 - 20:48
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld
Bergsveinn Birgisson fræðimaður og rithöfundur sakar Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra um ritstuld. Ásgeir gaf nýverið út bókina Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um landnám Íslands. Yfirlýsingar er að vænta frá Ásgeiri.
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Tilgátuhús í smíðum í Súganda
Fornminjafélag Súgandafjarðar ætlar nú í ágústbyrjun að kenna hvernig á að hlaða hús úr torfi og grjóti.
Ný rannsókn
Séríslenskur rostungsstofn hvarf við landnám
Á öldum áður lifði hér á landi sérstakur íslenskur rostungastofn. Stofninn varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna leyst ráðgátuna um rostungana. Niðurstöður bendi til að rostungastofninn og útrýming hans séu meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
13.09.2019 - 09:53
Rostungabein breyta hugmyndum um landnám
Samkvæmt nýjustu kenningum um landnám Íslands voru það rostungar sem drógu menn til landsins. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, fer fyrir rannsóknum á beinum rostunga.