Færslur: Landlæknisembættið

Fréttaskýring
Flúortregða og næturdrykkja ógna tannheilsu barna
Tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna tannheilsu smábarna í dag. Brjóstagjöf á næturnar virðist líka hafa áhrif. Dæmi eru um að svæfa þurfi eins til tveggja ára gömul börn og gera við hverja einustu tönn. Lítið er hægt að fullyrða um tannheilsu barna og unglinga almennt því síðast var gerð stór rannsókn á henni árið 2005.
Borga til að verja dæturnar gegn kynfæravörtum
Foreldrar um sjötíu unglingsstúlkna greiddu tæpar 60 þúsund krónur fyrir að verja þær sérstaklega gegn kynfæravörtum með öðru HPV-bóluefni en stjórnvöld bjóða upp á. Eldra bóluefni, sem notað er hér, ver einungis gegn leghálskrabba. Sérfræðingur hjá landlæknisembættinu segir að stefnubreytingu þurfi til að bjóða öllum stúlkum nýja efnið, sama gildir þegar kemur að ákvarðanatöku um hvort bólusetja skuli drengi en þeir fá efnið allls staðar annars staðar á Norðurlöndunum.
29.10.2021 - 12:17
Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Segir raunhæft að Landspítali taki við rannsóknum
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknarhluta leghálsskimana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá í morgun að slík tilfærsla væri í undirbúningi í ráðuneytinu.
47 sjálfsvíg á síðasta ári
47 sviptu sig lífi á Íslandi á síðasta ári, fimmtán konur og 32 karlar. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Landlæknisembættinu. Er það yfir meðaltali síðasta áratugar, sem er 39 sjálfsvíg á ári.
Sjónvarpsfrétt
Staðan aldrei verri á bráðamóttöku, segir landlæknir
Framkvæmdastjórn Landspítala fundaði í allan dag og mun halda áfram fundi á morgun vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á bráðamóttöku spítalans. Læknar segjast ekki geta tryggt öryggi sjúklinga vegna manneklu, landlæknir segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú og segir þjónustuna á deildinni ekki uppfylla lágmarkskröfur.
Efast um eftirlitsgetu Landlæknis og vilja óháða úttekt
Geðhjálp veltir fyrir sér getu embættis landlæknis til að sinna eftirliti með heilbrigðisstofnunum, og viðrar áhyggjur vegna viðbragða stjórnenda Landspítalans í kjölfar gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið fram um starfsemi réttargeðdeildar spítalans.
Spegillinn
Fullbólusettir fá græna passann í næstu viku
Þeir sem eru fullbólusettir geta í næstu viku sótt græna passann eða strikamerkt vottorð upp á að þeir séu fullbólusettir. Passinn getur auðveldað ferðalög þeirra til að minnsta kosti14 landa á Evrópska efnahagssvæðinu.
04.06.2021 - 15:58
Myndskeið
Deildarstjóri á réttargeðdeild í leyfi eftir ábendingar
Deildarstjóri öryggis- og réttargeðdeildarinnar á Landspítala er í ótímabundnu leyfi frá störfum að beiðni stjórnenda spítalans í kjölfar ábendinga núverandi og fyrrverandi starfsmanna um aðbúnað og starfsaðstæður á deildinni.  Málið er til skoðunar hjá Embætti landlæknis.    
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Sjálfboðasamtök saka Lyfjastofnun um mannréttindabrot
Heilsíðuauglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er einnig að finna á vefsíðunni Kovid.is, með K-i. Þar er stefna stjórnvalda gagnrýnd og Lyfjastofnun sökuð um mannréttindabrot. Landlæknisembættið telur þó ekki sérstakt tilefni til að bregðast við síðunni og efni hennar. Fjölmiðlanefnd hafa borist tvær ábendingar vegna auglýsingarinnar í Morgunblaðinu og forstjóri Lyfjastofnunar lítur hana alvarlegum augum.
14.05.2021 - 12:08
Umboðsmaður óskar upplýsinga um bólusetningar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis hvernig upplýsingum og leiðbeiningum er komið til almennings, einkum þeirra sem hafa fengið boð í bólusetningu með efni sem þeir telja ekki öruggt að þiggja af heilsufarsástæðum.
Myndskeið
Lyfjaþvinganir, ofbeldi og ógnarstjórnun
Embætti landlæknis hefur til athugunar alvarlegar ábendingar um slæman aðbúnað á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans. Þar er meðal annars lýst ofbeldi, lyfjaþvingunum, ógnarstjórnun og miklum samskiptavanda. Ábendingarnar koma frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Þær voru meðal annars teknar saman í kjölfar umfjöllunar um vistheimilið Arnarholt. Landlæknisembættið hefur farið í vettvangsheimsóknir vegna málsins og Landspítalinn hefur tekið viðtöl við fjölda starfsmanna.
Ekki allir forgangshópar skilað sér
Þúsundir hafa síðustu dag haft samband við heilsugæsluna og gert athugasemdir við að hafa ekki fengið boð í bólusetningu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hvetur fólk til að sýna þolinmæði en viðurkennir að ekki hafi allir forgangshópar skilað sér, það skrifist á Landlæknisembættið.
04.05.2021 - 16:40
Bara má nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka
Aðeins verður heimilt að nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka eða antigen samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum.
„Það á enginn að burðast einn með sálrænan sársauka“
Píeta-samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, tóku samtals 500 viðtöl í janúar. Aðsókn í þjónustu samtakanna hefur aukist verulega.
Myndskeið
„Erum ekki að hætta með kjöt í mötuneytum skólanna“
Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hafnar því en ætlar að koma á reglubundnu eftirliti.
19.01.2021 - 19:57
Fjögur smit, allir í sóttkví
Alls greindust fjórir með COVID-19 innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. 918 sýni voru tekin í einkennasýnatöku og á vegum Íslenskrar erfðagreiningar en 689 í landamæraskimun. Fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa lækkar og er nú 20,7.
05.01.2021 - 11:19
Níu greindust í gær þar af þrír utan sóttkvíar
Níu greindust með veiruna innanlands í gær, þar af fimm í einkennaskimun og fjórir í sóttkvíarskimun. 147 eru nú í einangrun og er það aukning um fimm manns frá því í gær. 1.503 sýni voru tekin í gær þar af 552 í landamæraskimun.
30.12.2020 - 11:03
Ríki sem loki á Breta síður með skimun á landamærum
Þau ríki sem hafa lokað á flug frá Bretlandi eiga það flest sameiginlegt að vera ekki með skimun á landamærum. Þetta segir Landlæknir. „Það hefur breiðst mjög hratt út í Bretlandi, sérstaklega í suðausturhlutanum og orðið ráðandi þar á skömmum tíma. Bretarnir hafa áætlað að það smitist hraðar.“ 
21.12.2020 - 16:49
„Einhver hundruð“ með eftirköst COVID-19
Landlæknir segir að það sé lykilatriði að fá á hreint hversu umfangsmikið vandamál eftirköst COVID-19 sé hér á landi. Hún segir að vinna sé þegar hafin við að hjálpa fólki sem er með eftirköst. Ljóst sé að „einhver hundruð“ glími við þau hér á landi.
Fékk 500 fyrirspurnir í dag
Embætti Landlæknis bárust 500 fyrirspurnir í dag, en hundruð fyrirspurna berast embættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á degi hverjum.
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Spegillinn
Leynist í Covid-krísunni vegvísir að aukinni vellíðan?
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Mánaðarlegar kannanir Landlæknis benda til þess að fleirum hafi liðið vel andlega, þá mánuði sem faraldurinn stóð sem hæst, en á sama tíma í fyrra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. 
29.05.2020 - 15:32