Færslur: Landlæknisembættið

Bara má nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka
Aðeins verður heimilt að nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka eða antigen samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum.
„Það á enginn að burðast einn með sálrænan sársauka“
Píeta-samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum, tóku samtals 500 viðtöl í janúar. Aðsókn í þjónustu samtakanna hefur aukist verulega.
Myndskeið
„Erum ekki að hætta með kjöt í mötuneytum skólanna“
Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir bæinn fara gegn tilmælum landlæknis með því að bjóða börnum í leik- og grunnskóla upp á unnar kjötvörur og rautt kjöt í miklu magni. Bærinn hafnar því en ætlar að koma á reglubundnu eftirliti.
19.01.2021 - 19:57
Fjögur smit, allir í sóttkví
Alls greindust fjórir með COVID-19 innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. 918 sýni voru tekin í einkennasýnatöku og á vegum Íslenskrar erfðagreiningar en 689 í landamæraskimun. Fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa lækkar og er nú 20,7.
05.01.2021 - 11:19
Níu greindust í gær þar af þrír utan sóttkvíar
Níu greindust með veiruna innanlands í gær, þar af fimm í einkennaskimun og fjórir í sóttkvíarskimun. 147 eru nú í einangrun og er það aukning um fimm manns frá því í gær. 1.503 sýni voru tekin í gær þar af 552 í landamæraskimun.
30.12.2020 - 11:03
Ríki sem loki á Breta síður með skimun á landamærum
Þau ríki sem hafa lokað á flug frá Bretlandi eiga það flest sameiginlegt að vera ekki með skimun á landamærum. Þetta segir Landlæknir. „Það hefur breiðst mjög hratt út í Bretlandi, sérstaklega í suðausturhlutanum og orðið ráðandi þar á skömmum tíma. Bretarnir hafa áætlað að það smitist hraðar.“ 
21.12.2020 - 16:49
„Einhver hundruð“ með eftirköst COVID-19
Landlæknir segir að það sé lykilatriði að fá á hreint hversu umfangsmikið vandamál eftirköst COVID-19 sé hér á landi. Hún segir að vinna sé þegar hafin við að hjálpa fólki sem er með eftirköst. Ljóst sé að „einhver hundruð“ glími við þau hér á landi.
Fékk 500 fyrirspurnir í dag
Embætti Landlæknis bárust 500 fyrirspurnir í dag, en hundruð fyrirspurna berast embættinu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra á degi hverjum.
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Spegillinn
Leynist í Covid-krísunni vegvísir að aukinni vellíðan?
Það eru engin merki um að heimsfaraldurinn og samfélagslegar breytingar vegna hans hafi haft neikvæð áhrif á líðan landsmanna, þvert á móti. Mánaðarlegar kannanir Landlæknis benda til þess að fleirum hafi liðið vel andlega, þá mánuði sem faraldurinn stóð sem hæst, en á sama tíma í fyrra. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri á lýðheilsusviði Landlæknisembættisins, spyr sig hvort krísur geti hjálpað okkur að finna lykilinn að andlegri vellíðan, til frambúðar. 
29.05.2020 - 15:32
Myndskeið
„Auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll“
„Við erum í niðursveiflu. Og ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur sem við erum að sjá núna, í kringum 10 einstaklinga, að þær fari hægt lækkandi, eða ekki mjög hratt.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19 sem hófst klukkan 14.
Níu ný smit síðasta sólarhringinn
Níu manns greindust með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan tólf. Af þessum níu smitum voru sjö greind á höfuðborgarsvæðinu og tvö á Vestfjörðum.
Kynna afléttingu samkomuhafta klukkan 12 í dag
Stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í hádeginu í dag, þar sem tilkynnt verður hvernig afléttingu samkomuhafta hér á landi verður háttað og hver næstu skref stjórnvalda verða í baráttunni gegn veirunni. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á ruv.is og á Rás 2. Það verður því enginn upplýsingafundur um COVID-19 klukkan tvö eins og verið hefur undanfarnar vikur.
Lögreglan rannsakar andlát konu sem lést eftir útskrift
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál 42 ára konu sem lést hálfum sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans fyrir viku. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Landspítalinn tilkynnti málið til Landlæknis í gær.
42 ára kona lést skömmu eftir útskrift af bráðamóttöku
42 ára gömul kona lést innan við sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans í síðustu viku. Skoðað verður hvort álag á spítalanum hafi haft eitthvað með málið að gera. Málið er komið í farveg innan spítalans, samkvæmt upplýsingum þaðan, og stjórnendur spítalans ætla að tilkynna það til embættis Landlæknis.
Viðtal
Giskar á að veiran sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni.
Fréttaskýring
Hvað er vitað um nýju Wuhan-kórónaveiruna?
Ár rottunnar byrjar undarlega í Kína. Yfir þrjátíu milljónir Kínverja eru í hálfgerðri sóttkví í Hubei-héraði í Kína, almenningssamgöngur innan héraðsins liggja niðri og öllum leiðum út úr því hefur verið lokað. Aðgerðir stjórnvalda eru fordæmalausar. Þau hafa ráðlagt fólki að halda sig sem mest innan dyra og fá lækni heim ef þarf. Wuhan-borg er sögð minna á draugaborg, göturnar auðar og enginn fer út öðruvísi en grímuklæddur.
Tilkynna andlát á Hrafnistu til Landlæknis
Starfsfólki á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði var mjög brugðið við að lesa lýsingu Söndru Gunnarsdóttur á andláti afa hennar 31. október síðastliðinn. Þetta segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, í samtali við fréttastofu. Í yfirlýsingu frá dvalarheimilinu er frásögnin sögð röng lýsing á aðstæðum. Aðstandendur mannsins hyggjast kæra sinnuleysi starfsfólks stofnunarinnar til Landlæknis. 
07.11.2019 - 17:12
Kveikur
Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun
Veit læknirinn þinn hvað hann er að gera? Vonandi, hann á að minnsta kosti langt sérnám að baki. En hvenær lauk hann námi og hvað hefur breyst í millitíðinni? Hefur hann uppfært kunnáttu sína? Það veit í raun enginn, því á Íslandi eru kvaðir um slíkt óljósar og eftirlit eiginlega ekkert.
05.11.2019 - 20:17
Segja barn sitt á hægum batavegi eftir e. coli
Barn á þriðja aldursári sem sýktist af e. coli liggur enn inni á Barnaspítala Hringsins. Óvíst er hvaða afleiðingar sýkingin kemur til með að hafa, segja foreldrar barnsins. Þau taki einn dag í einu. Barnið sé á hægum batavegi sem vonandi haldi áfram.
09.07.2019 - 12:26
Viðtal
„Sterku drykkirnir eru ekki jafn vinsælir“
Orkudrykkir renna í stríðum straumum ofan í ungt fólk og fyrir marga koma þeir í stað kaffis. Margar milljónir dósa seljast hér á landi árlega og hugsanlegt að höfðatölumet hafi verið slegin. Spegillinn fór í Bónus í Skeifunni og kíkti þar í orkudrykkjakælinn með Magnúsi Gunnarssyni, verslunarstjóra. Hann segir algera sprengingu hafa orðið í orkudrykkjaneyslu á síðastliðnum tveimur árum og viðurkennir að sjálfur drekki hann sennilega aðeins of mikið af þeim. Hlusta má á viðtalið í spilaranum.
07.06.2019 - 16:06
Geta hitt lækni í læstu herbergi á bókasafni
Fjarheilbrigðisþjónusta getur sparað tíma og peninga og auðveldað aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hún er þó ekki án vandkvæða. Það þarf að leysa ýmis vandamál áður en hægt er að hitta lækninn á netinu eða fá lyfin send á planið fyrir utan kaupfélagið með dróna. 
Vilja styrkja kerfið og girða fyrir misnotkun
Þörf er á víðtækum úrbótum eigi matskerfi sem er notað til að meta gæði umönnunar á hjúkrunarheimilum og ákvarða greiðslur til þeirra að þjóna tilgangi sínum. Fagfólk skortir þjálfun til að nýta kerfið og eftirlit stofnana þarf að bæta, meðal annars til að koma í veg fyrir að kerfið sé misnotað. 
Mislingasmit sjaldgæft en alvarlegt
Mislingasmit í tengiflugi Icelandair frá Berlín til Toronto uppgötvaðist þegar smitaður farþegi leitaði sér læknisaðstoðar í Kanada. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að embættið taki mislingasmit, eða grun um mislingasmit, alltaf alvarlega, enda sé sjúkdómurinn bráðsmitandi og jafnvel banvænn.
07.06.2018 - 19:02
Fréttaskýring
„Matskerfið úrelt og hvatarnir óheppilegir“
„Þetta er gamalt kerfi og úrelt og óljóst hvort það mælir það sem það á að mæla.“ Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um það kerfi sem stjórnvöld nota til þess að meta gæði þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum. Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar segir fjárhagslega hvata í kerfinu óheppilega. SFV vilja ekki framlengja rammasamning ríkisins við hjúkrunarheimili í núverandi mynd og gagnrýna meðal annars ósamræmi í kröfum eftirlitsaðila til þjónustunnar.