Færslur: landlæknir

Apabólusmitaðir í allt að fjögurra vikna einangrun
Embætti Landlæknis hefur birt leiðbeiningar fyrir almenning ef ske kynni að apabóla berist til landsins. Smitaðir einstaklingar gætu þurft að vera í einangrun í allt að mánuð.
25.05.2022 - 21:53
Útbreitt ónæmi gegn covid náðst hérlendis
Um 70-80 prósent landsmanna á aldrinum 20 til 60 ára höfðu smitast af COVID-19 í apríl á þessu ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr rannsókn sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu covid hér á landi. 
Þórólfur Guðnason segir upp störfum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum, frá og með 1. september 2022.
12.05.2022 - 10:02
Fleiri konur taka inn lyf við ADHD en karlar
Fleiri konur en karlar nota lyf við athyglisbresti ef skoðaður er aldurshópurinn fimmtán til fimmtíu og fimm ára. Þetta hefur Læknablaðið eftir landlækni. Þegar hópur fimm og tíu ára barna er skoðaður kemur hins vegar fram að fleiri drengir en stúlkur taka inn lyf við ADHD. Þá hefur notkun örvandi lyfja aukist um 49% á síðustu fimm árum. Landlæknir bendir á að bæði séu skammtarnir sem læknar ávísa orðnir stærri og þeim fjölgi sem fái háa skammta daglega. 
06.05.2022 - 12:26
Andlát: Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir
Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, lést í gær 93 ára að aldri.
04.05.2022 - 09:29
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Enginn vafi leikur á að omíkron er komið til Grænlands
Enginn vafi leikur á að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið sér niður í Grænlandi líkt og víðast hvar um heiminn. Þetta er mat Henriks L. Hansen landlæknis sem óttast að smitum taki nú að fjölga verulega í landinu.
„Við höfum aldrei rakið svona mörg smit“
443 innanlandssmit gærdagsins halda smitrakningateyminu uppteknu fram eftir kvöldi, eðli málsins samkvæmt er þetta lang stærsti rakningadagur þeirra frá upphafi. Steinunn Bergs, hjúkrunarfræðingur í smitrakningateyminu segir að það sé nóg að gera og verulega hafi verið fjölgað í teyminu til að annað því.
23.12.2021 - 15:48
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Mikill fjöldi smita í litlum bæ á Grænlandi
Langstærstur hluti nýrra kórónuveirusmita á Grænlandi greindist í Qasigiannguit, bæ í vestanverðu landinu á suðausturströnd Diskó-flóa. Af þeim 87 nýju smitum sem tilkynnt var um í dag eru 53 í bænum. Seinast var greint frá nýjum smittölum í Grænlandi á mánudaginn var.
03.12.2021 - 02:45
Morgunútvarpið
„Síðan ég man hefur þurft að taka á biðtímum“
Of margir bíða eftir skurðaðgerðum umfram viðmið Embættis Landlæknis um ásættanlegan biðtíma og hlutfall þeirra hefur hækkað undanfarið ár. Þetta kemur fram í samantekt embættisins. Alma D. Möller landlæknir segir að biðtími hafi verið of langur eins lengi og hún muni til.
Um það bil sjö prósent Íslendinga reykja
Um það bil sjö prósent landsmanna reykja sem er næstlægsta hlutfall í Evrópu. Svíar einir reykja minna en Íslendingar en þar er snúsnotkun algeng. Undanfarna áratugi hafa reykingar snarminnkað á Íslandi.
26.11.2021 - 06:33
2% þeirra sem smitast þurfa sjúkrahúsinnlögn
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarið, í gær greindust 144 innanlands og rúmlega þúsund eru smitaðir og í einangrun. Af þeim sem greindust í gær voru fimmtíu á Akranesi þar sem hópsmit hjá unglingum hefur breiðst hratt út í skóla í bænum. Faraldurinn er í línulegum vextir segir Alma Möller, landlæknir og bendir á að um 2% þeirra sem smitast nú þurfi að leggjast inn á sjúkrahús og hafi ekki lækkað frá því sumar en hlutfallið var 4% fyrir bólusetningu.
Færeyingum býðst þriðja og jafnvel fjórða sprautan
Landlæknir Færeyja hvetur landsmenn til að þiggja þriðju bólusetninguna gegn COVID-19 en hann útilokar ekki frekari bólusetningar gegn veirunni í framtíðinni.
Ekki of seint að bæta geðsviði inn í Nýjan Landspítala
Heilbrigðisráðherra segir umhugsunarvert hvers vegna geðsvið Landspítalans varð útundan í verkefninu um nýjan spítala og segir enn ekki of seint að bæta því inn í . Landlæknir mælir með að laga liti á geðdeildinni á Kleppi sem fyrst, en húsakostur geðsviðsins barn síns tíma og brýnt að endurskoða það í heild.
Morgunvaktin
Áríðandi að ræða um sjálfsvíg án þess að vekja skömm
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag 10. september. Verkefnastjóri í sjálfsvígsvörnum hjá embætti landlæknis segir að vanda þurfi umfjöllum um sjálfsvíg og tryggja öllum sömu þjónustu.
Viðtal
Mjög brýnt að efla úrræði fyrir eldra fólk
Það er mjög brýnt að efla úrræði fyrir eldra fólk eins og dagþjálfun, endurhæfingu og heimaþjónustu til að seinka því að fólk þurfi að fara á hjúkrunarheimili. Þetta segir Alma Möller landlæknir. Drög að nýrri stefnu um heilbrigðisþjónustu við eldra fólk var kynnt á heilbrigðisþingi á föstudag. Landlæknir segir að þar sé lagt til að þjónustan verði fjölbreyttari og það sé mikilvægt.  
Reglur ÚTL vegna smita andstæðar lýðheilsusjónarmiðum
Fjögur kórónuveirusmit greindust á Ásbrú um síðustu helgi. Tuttugu eru í sóttkví, hælisleitendur og starfsmenn, og fóru þeir í fyrri sýnatöku um helgina.
13.08.2021 - 20:19
Kvörtunum til landlæknis fjölgar mikið
Kvörtunum til landlæknisembættisins hefur fjölgað mikið á síðustu fimm árum. Kvörtunum einstaklinga og aðstandenda hefur fjölgað um 75% á fimm ára tímabili. Að meðaltali fjölgar kvörtunum um 16% á ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu embættisins fyrir árið 2020.
23.06.2021 - 11:12
Íhugaði að hætta eftir fyrstu vaktina á bráðamóttökunni
Tíu læknanemar sem starfa í sumarafleysingum á bráðamóttöku Landspítala lýsa þungum áhyggjum af undirmönnun sérfræðinga á deildinni í opnu bréfi til framkvæmdastjórnar spítalans í dag. Þau vilja að strax verði gerðar ráðstafanir til að tryggja fullnægjandi mönnun sérfræðinga á bráðamóttökunni.
Kastljós
Værukærir stjórnendur hefðu þurft að gera betur
Niðurstöður sem fram komu í skýrslu sem Landspítalinn vann í kjölfar hópsýkingarinnar sem þar kom upp á síðasta ári tiltóku húsakost, loftræstingu, þrengsli og undirmönnun meðal helstu ástæða fyrir því hve illa fór. Úttekt landlæknis bendir aftur á móti á kerfislæga þætti á borð við ófullkomna hólfaskiptingu, ófullnægjandi fræðslu og þjálfun starfsmanna, og eftirlit með fylgni þeirra við sóttvarnarreglur – atriði sem stjórnendur spítalans bera ábyrgð á.
15.06.2021 - 21:28
Greiningarlykill nauðsyn til að finna mygluveikindi
Brýnt er að unnt sé að greina veikindi fólks vegna myglu og rakaskemmda fljótt og vel og sérstakur greiningarlykill þarf að vera til í heilbrigðiskerfinu til að veiku fólki sé vísað rétta leið, en velkist ekki um í kerfinu og gefist upp. Þetta segir formaður Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Landlækni hefur verið sent erindi vegna þessa.
15.06.2021 - 12:29
Kastljós
Endurskoða þarf verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu
„Það má alltaf gera betur, eitt af því sem þarf að skoða er verkaskipting í heilbrigðiskerfinu og tilfærsla verkefna milli fagstétta,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en að ekki sé að ástæðulausu að hjúkrunarfræðingar sinni ýmsum stjórnunarstörfum.
Verkferlum breytt vegna máls barnshafandi konu
Verkferlum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var breytt eftir að í ljós kom að þunguð albönsk kona fékk vottorð þess efnis að henni væri óhætt að halda í nítján stunda flug til heimalandsins árið 2019. Framkvæmdastjóri lækninga segir að brugðist verði við úrskurði landlæknis um málið í samráði við lögfræðing.