Færslur: landlæknir

Fjögur ný innanlandssmit í gær
Fjögur ný innanlandssmit greindust í gær, tvö á sýkla- og veirufræðideild og tvö hjá Íslenskri erfðagreiningu. Tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir landamæraskimun. Enginn lagðist inn á sjúkrahús vegna COVID-19 sýkingar.
06.08.2020 - 11:01
Óvissuástand eins og nú er getur valdið áhyggjum
Alma D Möller, landlæknir segir að óvissuástand eins og nú er valdi mörgum áhyggum. Hún bendir fólki á að á covid.is megi finna ráð til þeirra sem hafa áhyggjur og þurfa hjálp og einnig sé hægt að hringja í  síma Rauða krossins 1717 eða hafa sambandi við netspjallið. Þjónustan er ókeypis fyrir alla
04.08.2020 - 15:49
Fjögur í einangrun á Akureyri
Fjögur eru í einangrun á Norðurlandi af þeim 72 sem skráðir eru í einangrun samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Apple og Google leyfðu ekki bluetooth-virkni í appið
Stórfyrirtækin Google og Apple tóku fyrir það að bluetooth-virkni væri sett í íslenska rakningarappið og eru sjálf að þróa nýja tækni fyrir alla síma. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
02.08.2020 - 17:44
Myndskeið
Brýnir fyrir heilbrigðisstarfsfólki að taka sýni
„Þegar kemur að snemmgreiningu þá er ekki ásættanlegt að heyra sögur af því að fólk sem er með einkenni komist ekki í sýnatöku. Ég vil brýna fyrir heilbrigðisstarfsfólki að hafa lágan þröskuld á því að taka sýni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag.
01.08.2020 - 14:38
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Þríeykið og Óskar verða á fundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag. Þar munu þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fara yfir stöðu COVID-19 faraldursins hér á landi. Fundinum verður streymt beint á ruv.is og hann sýndur í sjónvarpinu.
Nýjar tillögur frá sóttvarnalækni til ráðherra
Sóttvarnalæknir sendi minnisblað með nýjum tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi. Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis.
21 staðfest smit hér á landi
Tuttugu og einn eru í einangrun hér á landi með virkt COVID-19 smit. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Smitin hafa greinst frá 8. júlí síðastliðnum. 173 eru í sóttkví.
27.07.2020 - 10:43
Þarf að hugsa skimun upp á nýtt, segir landlæknir
Alma Möller landlæknir segir að hugsa þurfi landamæraskimun upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í opnu bréfi til forsætisráðherra í dag að fyrirtækið myndi hætta skimun 13. júlí. Kári segir líka í bréfinu að Íslensk erfðagreining ætli að hætta samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni frá og með deginum í dag.
Þórólfur og Víðir fá frí um helgina
Almannavarnir munu ekki boða til upplýsingafundar í dag eða á mánudag eins og áður hafði verið tilkynnt. Þess í stað færast fundirnir yfir á þriðjudaga og fimmtudaga í sumar.
Myndskeið
Nýju smitin viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir
Tveir reyndust smitaðir af kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Lögreglumaður á Selfossi smitaðist af Rúmenunum sem handteknir voru um helgina. Viðbúið bakslag segir sóttvarnalæknir. Sjö manns eru nú í einangrun með kórónuveirusmit.
Rakningarappið uppfært og tungumálum fjölgar
Talsverðra breytinga er að vænta á smitrakningarappinu C-19. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis, segir að ekki verði fylgst með hvort ferðamenn sem hingað koma muni hlaða appinu í síma sína. Hann segir að enn mikilvægara sé fyrir Íslendinga að nota appið nú eftir að ýmsum hömlum hefur verið aflétt. Um 140.000 notendur hafa hlaðið því niður.
Myndskeið
Hrósaði og þakkaði þríeykinu
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hrósaði og þakkaði þríeykinu svokallaða á blaðamannafundi í hádeginu þegar tilslakanir á samkomubanni voru kynntar. Þríeykið eru þau Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sem hafa haldið daglega upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í nokkrar vikur.
Myndskeið
Hefðbundið skólastarf 4. maí - 50 manns mega koma saman
Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti frá 4. maí og heimilt verður að opna framhalds- og háskóla. Verið er að kynna þessar tilslakanir á samkomubanni á blaðamannafundi forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík sem stendur nú yfir. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar en leyfilegt verður að fara í klippingu.
Myndskeið
Róðurinn fer að þyngjast
Sex manns hafa látist hér á landi úr COVID-19 sjúkdómnum og sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag, að þessi dauðsföll minni okkur á hvað veiran geti verið skæð. Tveir létust í gær úr sjúkdómnum. Landlæknir segir ljóst að róðurinn fari það þyngjast næstu daga.
06.04.2020 - 14:45
Myndskeið
Hjón látin úr Covid - samtals fjögur látin
Karl og kona létust á Landspítalanum í gær úr COVID-19 sjúkdómnum. Fjögur hafa nú látist vegna kórónuveirunnar á Íslandi.
Lögreglan rannsakar andlát konu sem lést eftir útskrift
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál 42 ára konu sem lést hálfum sólarhring eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttöku Landspítalans fyrir viku. Þetta staðfestir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn. Landspítalinn tilkynnti málið til Landlæknis í gær.
Myndskeið
Óheimilt að nota appið í annað en smitrakningar
Smitrakninga-app almannavarna er tilbúið en bíður samþykkis Apple og Google. Appið á að hjálpa fólki sem smitast að halda utan um ferðir sínar. Persónuverndarfulltrúi landlæknisembættisins segir óheimilt að nota það í öðrum tilgangi.
01.04.2020 - 19:41
Myndskeið
Fetum verstu spána ef miðað er við fjölda á gjörgæslu
Einn mánuður er síðan fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi. Róðurinn er farinn að þyngjast á gjörgæsludeild Landspítala, en þar eru nú sex í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir fólk verða að búa sig undir að samkomubann vari lengur en til stóð í upphafi.  
COVID-19: Leiðbeiningar landlæknis til viðkvæmra hópa
Landlæknir gaf í dag út leiðbeiningar fyrir einstaklinga sem talin er áhætta að geti veikst alvarlega smitist þeir af COVID-19 kórónaveirunni. Alma Möller, landlæknir, hefur beðið ættingja, stofnanir, félagasamtök og raunar alla sem það geta, að koma upplýsingunum áleiðis til þeirra sem þær eiga við um. Leiðbeiningar landlæknis fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu kórónaveiru í heild sinni má lesa hér fyrir neðan:
07.03.2020 - 17:05
Verkföll gætu haft ófyrirséðar afleiðingar á lýðheilsu
Yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjálanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnarlæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til að enda þær verkfallaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir.
05.03.2020 - 09:15
Skoða samkomubann færist útbreiðslan í aukana
Fari svo að COVID-19 smit fari að berast manna á milli hér á landi kemur til greina að grípa til víðtækari ráðstafana á borð við samkomubann. Ef tilfellin dreifast yfir lengri tíma er heilbrigðiskerfið mun betur í stakk búið til að takast á við faraldurinn.
04.03.2020 - 10:37
Myndskeið
Upplýstu þjóðaröryggisráð um stöðu mála
Það kemur landlækni á óvart hversu mikið staðfestum COVID-19 tilfellum hefur fjölgað undanfarinn sólarhring. Það kann þó að vera vegna þess að íslensk heilbrigðisyfirvöld gangi lengra en aðrar þjóðir í sýnatöku og að rekja ferðir þeirra sem hafa smitast.
03.03.2020 - 10:23
Myndband
Íhugar uppsögn í fyrsta sinn í 11 ár
Talmeinafræðingur sem hefur unnið á Reykjalundi í 11 ár segir ástandið þar ömurlegt. Heilbrigðisyfirvöld krefja stjórn Reykjalundar svara um fjölda uppsagna og hvernig áframhaldandi starfsemi verði tryggð. Samningur stofnunarinnar við Sjúkratryggingar gæti verið í uppnámi ef nýtt fólk verður ekki ráðið í staðinn fyrir þau sem hafa sagt upp störfum. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar sagði upp störfum í gær.