Færslur: landlæknir

Ekki verður látið af notkun AstraZeneca hér á landi
Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Norðmenn tilkynna ákvörðun sína um áframhaldandi notkun efnisins í dag. Áhyggjur hafa verið uppi um blóðtappamyndun af völdum þess og eins bóluefnis Janssen. 
Stjórnendur neita að tjá sig um mál læknisins á HSS
Andlát ríflega sjötugrar konu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu, virðist ekki einsdæmi á stofnuninni. Nokkur sambærileg mál eru til skoðunar þar sem aðstandendur telja að skyldmenni þeirra hafi fengið meðferð, sem leiddi til dauða. Fjölskylda konu á áttræðisaldri sem lést vilja að andlát móður þeirra verði rannsakað sem. Stjórnendur HSS neita enn að veita viðtal. Engin viðbrögð hafa fengist frá Landspítala.
Lögreglan byrjuð að rannsaka mál læknisins á HSS
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú mál tengd fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem grunur leikur á röð alvarlegra mistaka hans í starfi og vanrækslu við sjúklinga. Hann er grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð á vafasömum forsendum. Skoðun hófst eftir andlát áttræðrar konu í hans umsjá, sem fékk líknandi meðferð án þess að vera lífshættulega veik.
Læknirinn á Suðurnesjum ekki lengur með starfsleyfi
Landlæknir og lögregla eru með nokkur mál til skoðunar þar sem læknir, sem vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020, er grunaður um að hafa veitt sjúklingum líknandi meðferð á vafasömum forsendum. Læknirinn er ekki lengur með gilt starfsleyfi. Hann vann hjá stofnuninni í tæpt ár eftir að kvörtun barst vegna andláts sjúklings í hans umsjá. Stjórnendur stofnunarinnar vilja ekki veita viðtöl vegna málsins.
Fjórðungur Íslendinga ölvaður í hverjum mánuði
35% Íslendinga drekka áfengi í hverri viku, 23% drekka sig ölvaða einu sinni í mánuði eða oftar og um fjórðungur hefur tileinkað sér skaðlegt neyslumynstur. Þeim sem eru með áhættusamt neyslumynstur fækkaði í fyrra frá árinu á undan. Reykingafólki heldur áfram að fækka.
21.02.2021 - 15:57
Heimilt að nota bíl Frú Ragnheiðar sem neyslurými
Með bráðabirgðaákvæði í nýstaðfestri reglugerð heilbrigðisráðherra verður heimilt að nota annan bíla Frúar Ragnheiðar tímabundið sem neyslurými. Á síðasta ári var lögum breytt þannig að sveitarfélögum er heimilt að reka neyslurými með skaðaminnkun að leiðarljósi.
Myndskeið
Mun minni notkun sýklalyfja í faraldrinum
Veirusýkingum og bakteríusýkingum, eins og eyrna- og lungnabólgu, hefur fækkað og er sú þróun rakin til aukinna einstaklingsbundinna sóttvarna vegna COVID-faraldursins. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
15.02.2021 - 14:51
Bara má nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka
Aðeins verður heimilt að nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka eða antigen samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum.
Landlæknir styður afglæpavæðingu neysluskammta
Embætti landlæknis tekur undir áherslur í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, en verði það að lögum mun varsla ávana- og fíkniefna í takmörkuðu magni sem telst til eigin nota ekki varða við lög.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Alma, Þórólfur og Rögnvaldur á fundi dagsins 25.1.2021
Alma D. Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fræða okkur um stöðu mála á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Fundurinn hefst venju samkvæmt klukkan rétt rúmlega 11 og verður í beinni útsendingu á RÚV, Rás 2 og hér á vefnum. Fyrir neðan er hægt að lesa beina textalýsingu frá fundinum.
Breska afbrigði kórónuveirunnar greinist í Argentínu
Argentínsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að fyrsta tilfelli hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar hefði greinst þar í landi. AFP-fréttastofan greinir frá að smitið greindist í manni sem flaug seint í desember til Argentínu frá Bretlandi. Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur.
„Óþægileg óvissa að vita ekki hvar við erum í röðinni“
Ísak Sigurðsson, formaður FSMA, samtaka einstaklinga með sjúkdóminn SMA (Spinal Muscular Atrophy) og aðstandenda þeirra, segir ekki alveg ljóst hvort hópurinn tilheyri áhættuhópi þegar kemur að bólusetningu vegna COVID-19.
Vonast til að rannsókn á andlátum ljúki í vikunni
Athugun sérfræðinga vegna mögulegra alvarlegra aukaverkana af bóluefni Pfizer við Covid-19 hófst 6. janúar og vonir standa til að niðurstöður liggi fyrir í lok vikunnar. Lyfjastofnun hefur fengið nokkrar tilkynningar um mögulegar alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar hjá öldruðu fólki og í ljósi þess að um nýtt bóluefni er að ræða var ákveðið að fá óháða sérfræðinga til að rannsaka möguleg tengsl.
Sérfræðilæknar rannsaka andlátin og aukaverkanirnar
Tveir sérfræðilæknar á sviði öldrunar rannsaka fimm tilvik, þar af fjögur andlát, sem hugsanlega gætu tengst alvarlegum aukaverkunum bólusetningar við kórónuveirunni. Jafnframt hefur verið kallað eftir upplýsingum annars staðar af Norðurlöndunum og frá Lyfjastofnun Evrópu um hvort sjá megi aukna tíðni dauðsfalla hjá eldra fólki sem hefur verið bólusett í öðrum Evrópulöndum undanfarna daga og vikur. Rannsóknin er á vegum landlæknis, sóttvarnalæknis og forstjóra Lyfjastofnunar.
Óvissa um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn erlendis
Haukur Logi Karlsson formaður SINE, sambands íslenskra námsmanna erlendis, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra. SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember þar sem spurt var hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka. 
04.01.2021 - 11:10
„Breska afbrigðið“ finnst í Bandaríkjunum
Maður á þrítugsaldri greindist með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í dag.
Myndskeið
Hundruð bólusett á bólusetningadaginn fyrsta
Bólusett var í fyrsta sinn hérlendis gegn COVID-19 í dag. Hundruð ef ekki þúsund voru bólusett um allt land, á hjúkrunarheimilum, Landspítalnum og á fjórða hundrað heilsugæslustarfsmenn í sannkallaðri fjöldabólusetningu. Margir brostu undir grímunum þegar þeir voru sprautaðir gegn COVID-19. 
Litakóðakerfið verður kynnt á upplýsingafundinum í dag
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fara yfir framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, en hún mun kynna viðvörunarkerfi vegna COVID-19.
Nær allir landsmenn treysta Þríeykinu
Yfir 95 prósent landsmanna treysta Þríeykinu svokallaða til að miðla áreiðanlegum upplýsingum um kórónuveirufaraldurinn, ef marka má niðurstöður kannana sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 stóð fyrir í samstarfi við Maskínu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhópsins þar sem meðal annars er fjallað um mikilvægi upplýsingamiðlunar.
Myndskeið
Upplýsingafundur almannavarna 29. október
Upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var á dagskrá klukkan 11:03. Þar fór þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma, yfir stöðu mála. Fundinn má sjá í heild sinni hér að ofan, auk þess sem greint var frá gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.
Þríeykið verður á sínum stað klukkan 11
Alma D. Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra munu fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis klukkan 11:00 í dag.
Segja vangaveltur um framvindu á Landakoti ótímabærar
„Vangaveltur um hugsanlega framvindu á athugun á því hópsmiti sem varð á Landakoti eru ótímabærar og mega ekki tefja það vandasama verkefni að vinna úr þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér í dag. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að ekkert ósætti ríki milli Landspítalans og Embættis landlæknis vegna hópsýkingarinnar á Landakoti.
27.10.2020 - 15:23
Fresta að meðaltali 60-65 aðgerðum á dag
Búast má við að um 60-65 valkvæðum skurðaðgerðum og öðrum ífarandi aðgerðum verði frestað daglega á Landspítalanum næstu tvær vikur. Samtals má gera ráð fyrir að um þúsund aðgerðum verði frestað. Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Spítalinn var í gær færður af hættustigi yfir á neyðarstig í fyrsta skipti síðan kórónufaraldurinn barst hingað til lands.
26.10.2020 - 14:00
50 smit greindust innanlands – 50 á sjúkrahúsi
50 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 22 í sóttkví og 28 utan sóttkvíar. Þrjú smit greindust við landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á 11 sýnum sem tekin voru við landamærin.
Þríeykið og Ingibjörg Lilja verða á fundinum í dag
Almannavarnir ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Á fundinum mun þríeykið; þau Alma D. Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir svörum. Að auki verður þar Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá Almannavörnum og ritstjóri covid.is.