Færslur: landinn

Landinn
Fundu tengsl milli orkudrykkja og skammdegisþunglyndis
„Svo virðist sem neysla orkudrykkja sé mun tengdari skammdegisþunglyndi heldur en kaffidrykkja,“ segir Yvonne Höller, prófessor við sálfræðideild Háskólans á Akureyri.
30.03.2022 - 10:05
Landinn
Býr til skartgripi úr gömlum silfurbúnaði
Í Art galleríi hjá Jóný og Þuru í Vestmannaeyjum framleiðir sú síðarnefnda skartgripi úr gömlum silfurbúnaði eins og á færibandi. Aðallega hringi úr skeiðum.
14.03.2021 - 20:20
Landinn
Nýta Legó í kennslu
Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur Laufey Eyþórsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi, nýtt Legó í kennslu. Aðferð sem hún kynntist þegar hún starfaði í Englandi. Laufey notar ýmsar æfingar og mismunandi tegundir af Legói.
03.03.2021 - 07:50
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Landinn
Kona í Vestmannaeyjum rekur heilsugæslu í Gambíu
Í janúar í fyrra tók Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir við rekstri heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu og draumurinn er að byggja þar fæðingastofu. Reksturinn fjármagnar hún með sölu á notuðum fötum og hlutum frá Eyjamönnum.
Landinn
Úr bankanum í leirinn
Leirlistafélag Íslands fagnar 40 ára afmæli í ár og af því tilefni hefur verið sett upp heljarinnar dagskrá.
24.02.2021 - 08:00
Landinn
Fór í fóstur hjá fjölskyldu rakarans
„Ég get ekki búið annars staðar, mér finnst svo gott að búa hérna og mjög þægilegt, ég þekki alla og allir þekkja mig, ég er mjög ánægður með það," segir Mohamad Moussa Al Hamoud, nemi í hárgreiðsluiðn á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi. Mohammed eða Mói eins og hann er jafnan kallaður hefur starfað á stofunni síðan hann var 16 ára.
23.02.2021 - 07:50
Innlent · Suðurland · Mannlíf · landinn · mannlíf · Iðnnám · Selfoss
Landinn
Flutti á Þingeyri og tók húsið með sér í heilu lagi
Þegar Valdísi Evu Hjaltadóttur bauðst starf Blábankastjóra á Þingeyri þá tók hún húsið sitt með sér í heilu lagi. „Þessi tilfinning að eiga heima einhversstaðar - ég get tekið hana með hvert sem er,“ segir Valdís.
22.02.2021 - 07:30
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Landinn
Hænur verpa betur ef þær hlusta á Bítlana
Í bakgarði einum í Mosfellsbæ er verið að gera vísindatilraun. Að tilrauninni standa tveir nemendur úr Hlíðaskóla. Viðfangsefnið er hænsnahópur en einnig koma við sögu nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum sögunnar.
21.02.2021 - 15:00
Barnaefni · Innlent · Tónlist · landinn · hænur · Börn
Landinn
Nuddari í mongólsku tjaldi
Á bænum Hraukbæjarkoti í Kræklingahlíð í Eyjafirði stendur mongólskt tjald, eða yurt. Í tjaldinu er rekin nuddstofa og nuddarinn er frá Hollandi.
17.02.2021 - 09:43
Innlent · Mannlíf · landinn · eyjafjörður · nudd · Holland
Landinn
Kanna magn sjávarlúsa í fjörðum vegna fiskeldis
Margrét Thorsteinsson og Haukur Jónsson eru að veiða laxfisk í Önundarfirði en það eru sníkjudýr á fisknum sem þau hafa meiri áhuga á en fisknum sjálfum, - sjávarlýs. „Við erum eiginlega að safna grunngögnum til að það sé hægt að skoða áhrifin, hver eru þolmörk fjarða - og þá er gott að vita eitthvað um náttúrulegt magn,“ segir Margrét.
16.02.2021 - 07:50
Landinn
Komst að því á Facebook að konan héti Elínborg
Þorsteinn Gunnarsson og Helga Elínborg Auðunsdóttir búa á Selfossi og reka hvort sitt fyrirtækið á heimili þeirra, hann tölvuþjónustu og hún ilmkertagerð. Fyrirtækin fæddust bæði við eldhúsborðið sem hafði ýmsa ókosti í för með sér því gólfið gat verið hált eftir vaxið sem fylgir kertagerðinni og litlar skrúfur úr tölvum festust í sokkum. Svo þurfti að kæla kertin í ísskápnum og blómalykt komin í matvælin.
15.02.2021 - 13:00
Landinn
Vonast til að nemendur finni sinn innri listamann
Skólastarf í grunnskólum sunnanverðra Vestfjarða hefur verið brotið reglulega upp í vetur með listasmiðjum.
Landinn
Manni má líða alls konar
„Staðan var bara orðin þannig að ég varð að finna einhverja leið til að komast fram úr. Leiðin var sú að einbeita mér að því sem ég gæti verið þakklát fyrir í stað þess að einblína á erfiðleikana. Þá kom í ljós að þrátt fyrir allt þá var þarna fullt af hlutum sem ég gat verið þakklát fyrir," segir Lilja Gunnlaugsdóttir í Áshildarholti í Skagafirði. Hún og maður hennar misstu fyrir tveimur árum tveggja ára dóttur sína, Völu Mist.
14.02.2021 - 14:00
Landinn
Langaði að prófa eitthvað nýtt
„Við vorum búnir að vera hér í nokkur misseri og líkaði vel við landið. Við vorum hinsvegar bara búnir að vinna þessi hefðbundnu innflytjendastörf, þrif á hótelum og þess háttar og langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir Ren Gates. Hann og kærasti hans, Stu Ness, báðir frá Bretlandi, reka fornbókabúðina Fróða í Gilinu á Akureyri.
10.02.2021 - 07:30
Landinn
Hver man ekki eftir Astró, Tunglinu eða Hollywood?
Vörumerki eru allt í kringum okkur. Við notum þau sem kennileiti; beygðu hjá Orkunni eða labbaðu framhjá Þórsvellinum, margir tengja við þau ýmiss konar tilfinningar eða þau vekja einhvers konar hughrif. Starfsfólk auglýsingastofunnar Brandenburgar er að spá í einmitt þetta þessa dagana, íslensk vörumerki.
09.02.2021 - 07:30
Landinn
Spenna fyrir valinu á tákni ársins
„Íslenska táknmálið er alveg sérstakt tungumál,“ segir Júlía Guðný Hreinsdóttir, fagstjóri táknmálskennslu hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Hún segir að það sé misskilningur að táknmál sé alþjóðlegt og alls staðar eins.
08.02.2021 - 11:17
Reisti vegg í minningu sonar síns
„Pælingin á bakvið þetta er sú að það eru svo margir sem þurfa á því að halda að geta fengið eitthvað gefins," segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, eða Gurra eins og hún er jafnan kölluð.
07.02.2021 - 08:58
Landinn
„Orðnir vinsælir í bænum“
„Það hefur bara gengið vel, það eru mjög margir að kaupa alltaf,“ segja skólabræður í 4. bekk í Stykkishólmi sem einu sinni í viku baka saman til styrktar góðu málefni. 
25.10.2020 - 08:58
Landinn
Hótelstjóri á daginn, dragdrottning á kvöldin
„Ég man bara þegar ég var krakki að þetta var einn af uppáhalds leikjunum mínum, fara í fermingarkjóla af frænkum mínum. Ég fann mér alltaf tilefni til að vera með leikrit, stelast í brjóstahaldara og eitthvað svona,“ segir Hákon Guðröðarson, oftast kallaður Hákon Hildibrand.
18.10.2020 - 08:58
Sumarlandinn
Sveifla sverðum eftir leiðbeiningum úr gömlum handritum
Á Hamarkotstúni á Akureyri hittist brynjuklæddi bardagahópurinn HEMA Club reglulega og bregða sverði að miðaldasið. HEMA er alþjóðlegt heiti yfir klúbba af þessu tagi og stendur fyrir „European historical martial arts“ sem hópurinn kallar einfaldlega sögulegar skylmingar á íslensku.
22.07.2020 - 10:50
Landinn
Hellingur af Heimalanda
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi brugðist feikna vel við beiðni Landans um sögur og myndskeið af óvenjulegum aðstæðum á óvenjulegum tímum. Efnið bókstaflega streymir inn.
06.04.2020 - 14:45