Færslur: Landhelgisgæslan

Viðtal
Undarlegt að hleypa 16 ára strák um borð í varðskip
„Ég var óskaplega sjóveikur og hálf rænulaus fyrstu dagana af sjóveiki. Þetta var erfitt starf og ég ætlaði nú aldrei í annan túr, mér leið svo illa," segir Halldór Benóný Nellet sem fór þó í annan túr. Alls urðu árin á sjónum 48 þar sem hann barðist við Breta í þorskastríðinu og bjargaði flóttamönnum í Miðjarðarhafi.
07.06.2021 - 15:14
Óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir gæsluna í Reykjavík
Ekkert bendir til þess að Landhelgisgæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar sendi ráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar bréf um miðjan síðasta mánuð þar sem sveitarfélagið bauð stofnuninni að setja þar upp aðstöðu. Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til þess að endurbæta og stækka flugskýli gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
Þyrla gæslunnar flutti veikan göngumann á sjúkrahús
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti útivistarmann frá Vestfjörðum á Landspítalann á öðrum tímanum í dag. Maðurinn sem er á miðjum aldri var í hópi útivistarfólks í Ósafirði fyrir botni Patreksfjarðar og missti meðvitund, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði.
Landinn
Kafa við ömurlegar aðstæður
„Þegar við vorum búnir að fara einn hring þá kom einhver flækja og svo missti ég sjónar á mínum manni og fann hann ekki út af drullu og viðbjóði þannig að ég ákvað bara að fara upp," segir Atli Fannar Jónsson hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en hann var einn af nemendum á köfunarnámskeiði sem haldið er af slökkviliðinu, Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóra.
25.05.2021 - 08:58
Þyrla kölluð til eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til laust fyrir hádegi í dag til að flytja vélsleðamann sem lenti í slysi á Mýrdalsjökli á Landspítalann. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Ný slökkviskjóla til reiðu fyrir Landhelgisgæsluna
Ný slökkviskjóla sem keypt var frá Kanada er komin til landsins og í vörslu Landhelgisgæslunnar, í stað þeirrar sem eyðilagðist þegar umfangsmiklir gróðureldar kviknuðu í Heiðmörk.
22.05.2021 - 11:43
Fimm tilboð í varðskipið Freyju
Fimm tilboð bárust í útboði Ríkiskaupa og Landhelgisgæslunnar vegna kaupa á varðskipinu Freyju. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tilboðin opnuð í gær og unnið að því að meta þau. Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið til landsins fyrir næsta vetur.
20.05.2021 - 11:51
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.
Ætla að kaupa þrjár nýjar slökkviskjólur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vonar að hægt verði að ganga frá kaupum á fleiri slökkviskjólum fyrir Landhelgisgæsluna á næstunni til að efla viðbúnað við gróðureldum.
Flugskýlið of lítið fyrir flugvélina og þyrlurnar
Flugskýli Landhelgisgæslunnar rúmar ekki allar þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar eftir að þriðja þyrlan bættist í flugflota gæslunnar í síðustu viku. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, að geyma þurfi eina þyrlu eða flugvél gæslunnar utandyra vegna plássleysis.
13.05.2021 - 08:46
Tvö þyrluútköll í kvöld vegna slasaðs göngufólks
Björgunarsveit í Borgarfirði var kölluð út rétt fyrir klukkan átta í kvöld vegna konu sem slasaðist á fjallgöngu í Kvígindisfelli norðaustur af Hvalvatni. Konan hafði hrasað í hlíðum fellsins og slasast á fæti og gat því ekki gengið niður. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands fóru á vettvang með fjórhjól og búnað, til þess að hlúa að konunni og flytja hana niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar náði svo í konuna.
11.05.2021 - 21:24
Slökkviskjóla leigð að utan en óvíst hvenær hún kemur
Landhelgisgæslan hefur fengið slökkviskjólu, sem hengd er neðan á þyrlu og getur borið á milli þúsund og tvö þúsund lítra af vatni, leigða frá Svíþjóð í stað þeirrar sem eyðilagðist í kjölfar gróðurelda í Heiðmörk í síðustu viku.
11.05.2021 - 15:21
Eina slökkviskjólan ónýt og eldhætta enn gríðarleg
Eina slökkviskjólan sem Landhelgisgæslan hefur til umráða og hefur nýst vel í baráttu við gróðurelda, er ónýt og slökkvigeta úr lofti því engin. Almannavarnir hafa miklar áhyggjur af stöðunni, en vonast er til að hægt verði að fá aðra skjólu lánaða frá Svíþjóð.
10.05.2021 - 17:38
Þriðja þyrlan bætist í flota Landhelgisgæslunnar
Ný þyrla bættist í flota Landhelgisgæslunnar í gær þegar þriðja þyrlan kom til landsins. Þyrlan nefnist TF-GNA og er hún þriðja þyrlan í sögu Landhelgisgæslunar sem ber það nafn.
Þyrla gæslunnar send eftir konu við gosstöðvarnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir erlendri konu nærri gosstöðvunum í Geldingadölum um klukkan 00:40 í nótt. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum varð konan viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöld.
Myndskeið
Ráðast í bráðabirgðaviðgerð á varðskipinu Tý
Ákveðið hefur verið að gera við varðskipið Tý til bráðabirgða, svo fleiri en eitt varðskip verði til taks á Íslandsmiðum á næstu mánuðum. Áætlaður kostnaður við viðgerðina nemur 60 milljónum króna.
12.04.2021 - 19:47
Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þyrla Gæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann
Björgunarsveitir á Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út í dag vegna vélsleðaslyss nálægt Dalakofa í Reykjadölum að Fjallabaki.
30.03.2021 - 16:47
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Myndskeið
Nýtt varðskip verði fyrst til að bera nafn ásynju
Nýtt varðskip verður keypt í flota Landhelgisgæslunnar. Gert er ráð fyrir að verja milljarði eða meira til kaupa á notuðu skipi frá nágrannalandi. Dómsmálaráðherra stingur upp á að það skip verði fyrsta íslenska varðskipið til að verða nefnt eftir ásynju. 
05.03.2021 - 18:57
„Við teljum að þetta verði ekki hamfaragos“
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Sigríði Hagalín fréttamann að ákafinn í hrinunni hafi komið henni á óvart. Víðir Reynisson, deildarstjóri deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, ítrekar að fólk skuli halda áfram lífi sínu.
Frontex-verkefnið í uppnámi?
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni segja að nýr kjarasamningur samkvæmt úrskurði gerðardóms setji Frontex-verkefni Gæslunnar í uppnám. Samningurinn kveði á um að starfsstaður flugvirkja sé ráðningarstaður þeirra og því beri þeim ekki að vinna erlendis nema að um það sé sérstaklega samið. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins segir þetta breytingu frá fyrri samningi.
23.02.2021 - 18:37
Þyrla Gæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða vélsleðakonu upp úr klukkan hálf tvö í dag við Tjaldafell, norðan Skjaldbreiðar. Konan var þar í hópi vélsleðafólks, hún ók sleða sínum fram af hengju og slóst hann þá utan í hana, þannig að hún slasaðist, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.
20.02.2021 - 13:52
Spegillinn
Verra en versta niðurstaðan
Gerðardómur fellst ekki á kröfu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um að kjarasamningur þeirra við ríkið verði tengdur aðalsamningi þeirra við Icelandair. Það hafi í raun verið bannað samkvæmt lögum frá 2006. Flugvirkjar eru ekki sáttir og segja að niðurstaðan sé verri en versta hugsanlega niðurstaðan.
Myndskeið
Etna gýs á nýjan leik
Opnað var á ný fyrir flugsamgöngur á Sikiley á Ítalíu í dag eftir enn eitt gosið í eldfjallinu Etnu. Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar þurfti að leita skjóls vegna öskufalls.
17.02.2021 - 21:00