Færslur: Landhelgisgæslan

Lögðu fram drög að nýjum kjarasamningi
Samninganefnd flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni lagði fram drög að heildstæðum kjarasamningi á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélagsins, segir mikilvægt að semja og komast hjá því að kjaradeilan fari fyrir gerðardóm.
Segja þyrluleysið spila með líf sjómanna
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í fyrradag og er engin þyrla Landhelgsigæslunnar útkallshæf. Sjómannafélögin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þyrluleysisins og segja það ámælisvert að spilað sé með líf og heilsu sjómanna. Þyrlurnar séu sjúkrabílar sjómanna, öryggistæki sem eigi alltaf að vera til staðar.
Myndskeið
Sjórinn þeyttist þrjátíu metra upp í loftið
Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar sprengdi í dag tundurskeyti sem kom í veiðarfæri togara frá Sandgerði í gær. Skeytið var sprengt á um 10 metra dýpi, hálfan annan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði var sprengingin ansi öflug, en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni þeyttist sjórinn þrjátiu metra upp í loftið. Aðgerðin gekk mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá gæslunni.
17.12.2020 - 15:00
Fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns
Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hefur ákveðið að fresta sprengingu tundurskeytis, sem kom í veiðarfæri togara úti fyrir Sandgerði, til morguns.
16.12.2020 - 22:01
Sprengja tundurskeyti úti fyrir Sandgerði
Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú í kvöld eftir að togari við Sandgerði fékk tundurskeyti í veiðarfæri skipsins. Í skeytinu eru um 300 kíló af sprengiefni og nú á næstu mínútum verður það dregið út á sjó og sprengt. Íbúar Sandgerðis gætu fundið fyrir hristingi. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Mjög sjaldgæft sé að svo öflug tundurskeyti komi um borð í íslensk fiskiskip.
16.12.2020 - 20:50
TF-GRO bilaði og nú er engin þyrla tiltæk
Eina tiltæka þyrla Landhelgisgæslunnar bilaði í gær og þess vegna er engin þyrla útkallshæf. Beðið er eftir að varahlutur berist til landsins. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að bilunin í TF-GRO sé smávægileg og að þyrlan veðri komin í lag annað kvöld.
Myndskeið
Kominn í land eftir hálfa öld og tvö þorskastríð
Halldór Nellett skipherra sigldi varðskipinu Þór í höfn í síðasta sinn í morgun. Þar með lýkur nærri hálfrar aldar starfi hans hjá Landhelgisgæslunni. Hann segir vel heppnuð björgunarstörf standa upp úr, en líka tvö þorskastríð.
Fullt tungl og stórstreymt
Í dag er fullt tungl og því verður stórstreymt næstu daga. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að sjávarhæð verði meiri en sjávarfallaspár gefa til kynna vegna vind- og ölduáhlaðanda, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið eftir því sem líður á vikuna.
30.11.2020 - 13:09
Þyrla Gæslunnar er orðin útkallshæf á ný
Reglubundinni skoðun á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lauk í kvöld. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið við skoðun vélarinnar um helgina og viðhaldsvinnunni lauk á níunda tímanum í kvöld.
TF-GRÓ fer ekki í loftið á morgun
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. verður ekki til reiðu á morgun eins og að hafði verið stefnt. Reglubundin skoðun á þyrlunni tekur lengri tíma en áætlað var og vonast er til þess að hún verði útkallsfær á mánudaginn.
„Það er sannarlega svartur föstudagur í dag“
Svartur föstudagur, öryggi landsmanna og verkfallsrétturinn var meðal þess sem kom fram í máli þingmanna þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum vegna frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um lög þar sem bann er lagt við vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.
Þór og Brimill komu flutningaskipi til aðstoðar
Eldur kom upp í flutningaskipi, sem var á siglingu miðja vegu milli Færeyja og Íslands á áttunda tímanum í kvöld. Sjö eru um borð í skipinu sem var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar. Skipið er vélarvana eftir eldsvoðann. Uppfært kl. 23.30: Vélstjórum flutningaskipsins tókst að koma vélum þess í gang og siglir það fyrir eigin vélarafli í átt til Færeyja. Færeyska björgunarskipið Brimill siglir þó áfram til móts við það, en Þór hefur verið snúið aftur til Austfjarða.
27.11.2020 - 21:25
Alþingi samþykkir lög á verkfall flugvirkja Gæslunnar
Alþingi samþykkti nú á níunda tímanum lög á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis fyrr í dag.
27.11.2020 - 20:48
Flugvirkjar furða sig á samráðsleysi stjórnvalda
Flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki haft samband við þá áður en þau samþykktu að setja lög á yfirstandandi verkfall. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi ekki á nokkru stigi málsins haft samband við félagið.
Samningar flugvirkja fara í gerðardóm verði ekki samið
Gerðardómi verður falið að ákveða kaup og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hafi samningar ekki tekist fyrir 4. janúar næstkomandi. Einnig verður gerðardómi ætlað að taka til meðferðar útfærslu á tengingu kjarasamnings flugvirkja við aðrar sambærilegar starfsstéttir á almennum vinnumarkaði.
Ríkissáttasemjari eygir enga lausn í augnablikinu
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni og ríkisins, setið var á fundi í tíu tíma í gær og náðist ekki sátt. Verkfall flugvirkjanna hófst 5. nóvember og nú er ekkert flugfar gæslunnar lofthæft. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram svokallaða innanhússtillögu í gær sem flugvirkjar samþykktu ekki.
„Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu“
„Staðan er afar slæm. Við höfum ekkert lofthæft flugfar í augnablikinu, þessi eina þyrla sem við höfum verið að nota er stopp og nú ríður á að fá menn til vinnu til að ljúka skoðun á henni sem tekur tvo sólarhringa,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Viðhald á þyrlu Landhelgisgæslunnar tefst enn
Viðhald á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hefur gengið mun hægar en Gæslan batt vonir við. Í nýrri tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að það skýrist af því að ekki hafi allir flugvirkjar, sem Landhelgisgæslan telur að eigi að vera við vinnu, mætt til að sinna því. Nú sé ljóst að ekki verði hægt að ljúka viðhaldi á tveimur dögum eins og til stóð.
27.11.2020 - 08:23
Engin beiðni um þyrluútkall ennþá
Landhelgisgæslunni barst engin beiðni um þyrluútkall í nótt og hefur ekki borist slík beiðni frá því um síðustu helgi. Engin þyrla Gæslunnar hefur verið tiltæk frá því á miðnætti í gær vegna verkfalls flugvirkja sem staðið hefur yfir frá því 5. nóvember. Samninganefndir flugvirkja og ríkisins tókust meðal annars á um gildistíma kjarasamnings í gær.
27.11.2020 - 07:08
Auðskilið mál
Engin þyrla tiltæk en varðskip komin út á sjó
Engin björgunarþyrla er tiltæk hjá Landhelgisgæslunni eins og stendur. Ef fólk lendir í neyð á landi þarf að treysta á björgunarsveitir og lögreglu. Gæslan hefur sem betur fer ekki þurft á þyrlu að halda í dag.
Þór og Týr í viðbragðsstöðu á hafinu við Ísland
Varðskipin Týr og Þór verða til taks suður og norður af landinu til að bregðast við ef þörf krefur, meðan engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk. Áhöfn Týs var kölluð út í morgun og leggur úr höfn í Reykjavík um kvöldmatarleytið.
26.11.2020 - 15:43
Samningafundur í flugvirkjadeilunni stendur enn
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins sitja á fundi hjá ríkissáttasemjara. Frá miðnætti hafa ekki komið upp nein tilvik þar sem þörf hefði verið á aðstoð þyrlu, en engin björgunarþyrla hefur verið til taks frá þeim tíma.
Gæslan fékk ekkert útkall í nótt – Engin þyrla tiltæk
Landhelgisgæslan fékk sem betur fer ekkert útkall í nótt, enda hefur engin þyrla verið tiltæk frá því á miðnætti vegna verkfalls flugvirkja sem hefur staðið yfir frá 5. nóvember síðastliðnum.
26.11.2020 - 07:10
Myndskeið
Verða að treysta á björgunarsveitir og lögreglu
Einu björgunartæki Landhelgisgæslunnar næstu tvo sólarhringa eru skip þar sem engin þyrla verður tiltæk vegna verkfalls flugvirkja. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að treysta verði á björgunarsveitir og lögreglu lendi fólk í neyð utan alfaraleiðar. 
25.11.2020 - 19:55
Samningafundi flugvirkja lokið – nýr fundur á morgun
Árangurslaus sáttafundur var haldinn í dag í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins. Sáttasemjari hefur boðað deiluaðila á sinn fund klukkan 9 í fyrramálið. Frá miðnætti verður engin björgunarþyrla tiltæk í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.
25.11.2020 - 18:09