Færslur: Landgræðslan

Sjónvarpsfrétt
Margar góðar ástæður fyrir því að hætta að slá gras
Margvíslegur ávinningur fæst af að hætta að slá gras. Það er jákvætt fyrir pöddur og fugla og dregur úr olíunotkun. Vaxandi hreyfing er fyrir villigörðum. Landgræðslustjóri hvetur sveitarfélög til að gróðursetja rifsberjarunna á almenningssvæðum í staðinn fyrir gras. 
02.07.2022 - 21:03
Algengt að land sé ræst fram í óleyfi
Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni, segir að eftirliti með framræsingu lands sé ábótavant. Dæmi séu um að sveitarfélög líti framhjá ákvæðum náttúruverndarlaga um skipulagsleyfi þegar bændur ræsi fram land án þess að hafa aflað leyfis.
30.06.2022 - 14:47
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Vilja endurheimta tvöfalt meira í ár en í fyrra
Votlendissjóður endurheimti 135 hektara af votlendi í fyrra og stefnir á tvöfalt meira í ár. Góð tíð í haust gerði mögulegt að fylla upp í skurði fram að jólum.
Stýring á landnýtingu við sauðfjárrækt í molum
Hörðum orðum er farið um landnýtingu sauðfjárræktar hér á landi í nýju riti sem prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur gefið út. Þar segir að gæðastýring við landnýtingu hafi farið verulega út af sporinu, reglur hafi ítrekað verið færðar í öfuga átt og náttúran fái alls ekki að njóta vafans. Framkvæmdin sé „grænþvottur" á hluta af framleiðslu sauðfjárafurða.
13.06.2019 - 22:07
Vel hægt að gera fjórfalt betur
Landgræðslustjóri segir stór svæði hrópa á aðgerðir. Það sé vel hægt að gera fjórfalt betur en nú er gert og ýmis vannýtt tækifæri, til dæmis í allri seyrunni sem skolað er út í sjó. Þá bendi nýlegar rannsóknir til þess að uppgræðsla skili meiri ávinningi en gengið hefur verið út frá. Uppgræðslan er þó eilíf barátta, á einum stað er landið grætt og annars staðar fýkur það með tilheyrandi kolefnislosun.
Nýr landgræðslustjóri 1. maí
Nýr landgræðslustjóri framfylgir breytingum á lögum um landgræðslu, komi til þeirra á starfandi þingi. Umsóknarfrestur um starf landgræðslustjóra rennur út 20. þessa mánaðar. Sveinn Runólfsson verður sjötugur í vor og lætur af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
15.03.2016 - 15:18