Færslur: Landgræðsla ríkisins

Myndskeið
Fé beitt á 25.000 ferkílómetra af gróðursnauðu landi
Sauðfé er beitt á um 25 þúsund ferkílómetra land sem er í slæmu ásigkomulagi, gróður lítill sem enginn og landrof mikið. Þetta má lesa úr kortavefsjá sem opnuð var í dag. Kindum er því beitt á gróðursnautt landssvæði á stærð við fjórðung landsins. 
Græða 300 hektara lands í Hítardal
Þriggja ára landgræðsluverkefni í Hítardal sem nú fer af stað á að hjálpa til við að endurheimta gróðursæld fyrri alda í dalnum. Græða á um 300 hektara í dalnum. Verkefnið mun kosta um 34 milljónir. Rúm þrjátíu ár eru síðan Hítardalur var friðaður. Í honum er stórt uppblásturssvæði sem talið er hafa verið þakið birkikjarri áður fyrr.
05.06.2020 - 20:28
Náttúrubætandi hátækni-þotusalerni við Mývatn
Fráveitumál við Mývatn hafa verið hitamál enda hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega undanfarið og lífríkið við Mývatn er viðkvæmt. Á Icelandairhótelinu við Mývatn minna klósettin helst á flugvélaklósett og úrgangurinn er notaður í landgræðslu.
10.04.2019 - 11:57
Átta sækja um starf landgræðslustjóra
Átta sóttu um starf landgræðslustjóra, en umsóknarfrestur rann út í fyrrakvöld. Valnefnd metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til Umhverfisráðherra, sem skipar í stöðuna til fimm ára. Sveinn Runólfsson Landgræðslustjóri lætur af störfum í lok apríl eftir 44 ára starf.
22.03.2016 - 17:54