Færslur: Landeyjar

Myndskeið
Herjólfur á rafmagn: „Hálfur sigur unninn“
Herjólfur hefur siglt á rafmagni til Landeyja undanfarna daga. Þar á hins vegar enn eftir að virkja hleðslustöð til að skipið sigli báðar leiðir alfarið án olíu. „Það er nákvæmlega eins að sigla skipinu en nú fáum við orku frá batteríum í staðinn fyrir vélum,“ segir Sigmar Logi Hinriksson, skipstjóri.
02.02.2020 - 10:14
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni yfir í Landeyjahöfn í morgun. Ár er síðan ríkisstjórnin samþykkti 830 milljóna fjárveitingu til að greiða fyrir stærri rafgeyma og tengibúnað fyrir hleðslu, svo hægt væri að sigla ferjunni milli lands og Eyja alfarið á rafmagni.
28.01.2020 - 15:38
Kornsláttur í Landeyjum í dag
Bændur í Akurey í Landeyjum skáru upp korn á ökrum sínum í dag, 9. janúar. Hafsteinn Jónsson bóndi sagði að það kæmi ekki til af góðu, ekki hefði gefist færi á korninu fyrr vegna veðurs. „Þegar kornið var orðið þroskað í haust tók við stanslaus rigningatíð. Það komu ekki þurrir dagar fyrr en allt var komið undir snjó“.
09.01.2016 - 18:43