Færslur: Landeyjahöfn

Leggja til að endurhanna Landeyjahöfn
Líklega þyrfti að endurhanna Landeyjahöfn til þess að hún verði nógu djúp fyrir þær siglingar sem henni er ætlað að sinna. Þær endurbætur sem hingað til hafa verið gerðar hafa ekki dugað hingað til og ætla má að erfitt sjólag utan hafnar muni áfram takmarka siglingar nýrrar ferju. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var um fyrstu skref að óháðri úttekt á framkvæmd og nýtingu hafnarinnar.
Hönnun Herjólfs verðlaunuð
Hönnun Herjólfs hins nýja hlaut á dögunum verðlaun skipatímaritsins Shippax fyrir hönnun minni ferja. Jóhannes Jóhannesson, skipahönnuður hjá JJohannesson ApS, hlýtur verðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs.
Rúmar 80 milljónir í tilraunaverkefni í Landeyjahöfn
„Tilraunaverkefninu er lokið að sinni a.m.k. en það gekk út á að fá það afkastamikið skip til dýpkunar að ef höfnin lokast þá myndi það taka mjög skamman tíma að opna aftur,“ segir í skriflegu svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn fréttastofu um tilraunaverkefni Vegagerðarinnar og danska dýpkunarfyrirtækisins Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Verkefnið kostaði rúmar 80 milljónir og á samningstímanum voru fjarlægðir um 90.000 rúmmetrar af efni úr höfninni.
20.04.2020 - 09:51
Lengja dýpkunartímabil í Landeyjahöfn með nýrri aðferð
Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Með því er verið að lengja dýpkunartímabilið, en fyrirtækið Björgun ehf. er með samning um að sinna dýpkun í höfninni að vori og hausti til 2021 samkvæmt útboði.
04.02.2020 - 14:24
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni
Herjólfur sigldi í fyrsta sinn eingöngu á rafmagni yfir í Landeyjahöfn í morgun. Ár er síðan ríkisstjórnin samþykkti 830 milljóna fjárveitingu til að greiða fyrir stærri rafgeyma og tengibúnað fyrir hleðslu, svo hægt væri að sigla ferjunni milli lands og Eyja alfarið á rafmagni.
28.01.2020 - 15:38
Fréttaskýring
Herjólfssagan endalausa
Það hefur sjaldan verið nein lognmolla í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Áratugur er frá vígslu hinnar byltingarkenndu Landeyjahafnar sem styttir ferðatímann umtalsvert. Kostnaður við smíði nýs Herjólfs fór meira en milljarð fram úr áætlun. Skipið er ekki enn farið að sigla fyrir rafmagni en ferðir í Landeyjahöfn hafa gengið vel síðan það kom úr slipp í október. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir mikilvægt að hafa dýpkunarskip til taks, en að dýpkunartímabilum í höfninni verði að ljúka.
02.12.2019 - 10:10
Gerðu nýjan vetrarsamning um dýpkun Landeyjahafnar
Björgun hf. gert samning við Vegagerðina um að dýpka Landeyjahöfn í vetur. Samningurinn tekur gildi á föstudag þegar haustdýpkun hafnarinnar lýkur. Dýpkunarsamningurinn gildir út janúar á næsta ári.
12.11.2019 - 17:27
Vegagerðin: Úttekt kostar 50 til 100 milljónir
Vegagerðin telur óraunhæft að óháðri úttekt á Landeyjahöfn verði skilað í mars á næsta ári. Eðlilegra væri að miða við haustmánuði 2020. Ljóst sé að kostnaður við úttekt sem koma ætti að gagni myndi kosta töluverðar fjárhæðir eða 50 til 100 milljónir.
10.10.2019 - 21:27
Nýr Herjólfur hefur siglingar í næstu viku
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja 18. júlí. Næstu daga verður unnið að lokafrágangi á ökubrú í Vestmannaeyja- og Landeyjahöfn svo hægt verði að sigla hafnanna á milli, lesta og losa farartæki.
11.07.2019 - 17:10
Eyjamenn hafa leitað annað með dýpkun
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við dýpkunarverktaka í útlöndum og athugað hvort hann geti hjálpað til við dýpkun Landeyjahafnar. Ráðið segir óboðlegt að núverandi verktaki hafi hvorki tækjakost né metnað til að sinna verkinu. 
23.04.2019 - 19:02
Vilja nýtt dýpkunarskip tafarlaust
Bæjarráð Vestmannaeyja vill að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Ráðið gagnrýnir Björgun harðlega fyrir að hafa hvorki tækjakost né metnað í verkið.
23.04.2019 - 14:20
Dísa farin til dýpkunar í Landeyjahöfn
Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina. Fyrirtækið Björgun rekur Dísu og annast dýpkun hafnarinnar samkvæmt samningi við Vegagerðina.
22.04.2019 - 14:26
Vill skoða leiðir til að dýpka Landeyjahöfn
Samgönguráðherra vill skoða hvort hægt sé að finna betri leiðir til þess að dýpka Landeyjahöfn. Enn liggur ekki fyrir hvenær hún verði opnuð.
19.04.2019 - 12:49
Landeyjahöfn setur mjaldraferð í uppnám
Landeyjahöfn verður lokuð á þriðjudag og gæti koma tveggja mjaldra til Vestmannaeyja því frestast. Spáð er vondu veðri í byrjun næstu viku. Forsvarsmenn Merlin Entertainment, sem sjá um mjaldraverkefnið, gerðu ráð fyrir siglingu um Landeyjahöfn þar til í morgun. Óttast er um öryggi hvalanna ef slæmt verður í sjóinn í þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn.
11.04.2019 - 12:16
Myndskeið
Ferðamenn koma ekki til Eyja án Landeyjahafnar
Ferðamenn koma ekki til Vestmanneyja þegar Landeyjahöfn er ófær. Þetta segja Eyjamenn. Íbúar binda miklar vonir við dýpkunarbúnað og nýja ferju og segja samfélagið gjörbreytast þegar siglt er um Landeyjahöfn. Samfélagið í Vestmannaeyjum tekur stakkaskiptum þegar Landeyjahöfn er opin.
08.02.2019 - 19:58
Myndskeið
3,3 milljarðar í Landeyjahöfn á næstu árum
Langstærstur hluti ríkisfjár sem á að fara í sjósamgöngur í samgönguáætlun fer í Landeyjahöfn. Margar stórar hafnarframkvæmdir eru í pípunum, enda löngu tímabærar. Sótt var um margalt meira fjámagn en fékkst.
06.02.2019 - 20:00
Tekur vel í að Eyjamenn reki Herjólf
Vel kemur til greina að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur Herjólfs að mati Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Hann segist skilja óánægju Vestmannaeyinga sem búa við að afleysingarskipið Baldur siglir gjarnan ekki vegna veðurs.
11.05.2017 - 18:08
Hættu við á síðustu stundu
Norska skipasmíðafyrirtækið Fiskerstrand hætti snarlega við að taka á móti mönnum Vegagerðarinnar sem voru á leið til Noregs í morgun til að ganga frá samningum um smíði nýrrar Vestmannaeyjarferju. Fyrirtækið gaf engar skýringar á sinnaskiptum sínum. Nú verður gengið til samninga við þá sem áttu næst lægsta tilboðið en það er ríflega 640 milljón krónum hærra.
05.10.2016 - 21:25
„Höfum trú á þessum aðgerðum"
„Við höfum trú á þessum aðgerðum og teljum að þær skili árangri. En þetta er langtímaverkefni. Það er ekki víst að við sjáum fyrir endann á þessu næsta áratuginn en við vonum það“, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Belgískt dýpkunarskip kemur til að dýpka fyrir framan Landeyjahöfn um miðjan febrúar.
27.01.2016 - 17:14
Ekki í Landeyjahöfn fyrr en í vor?
Herjólfur siglir frá Eyjum til Þorlákshafnar næstu daga og líklegt er að svo verði fram á vor. Dýpi í Landeyjahöfn nú er nálægt 4 metrum, en þarf að vera 6 til að Herjólfur komist þar inn. Ölduhæð háir einnig skipinu þegar veður eru misjöfn eins og nú.