Færslur: Landbúnaður

Dýraverndunarsinnar fresta aðgerðum í Borgarfirði
Matvælastofnun og lögreglan á Vesturlandi fara að Nýjabæ í Borgarfirði eftir hádegið í dag til að tryggja velferð búfjár á bænum. Dýraverndurnarsinnar sem höfðu boðað komu sína á bæinn í dag hafa frestað sínum aðgerðum til mánudags.
Banna kjötauglýsingar af umhverfisástæðum
Borgaryfirvöld í Haarlem í Hollandi hafa bannað kjötauglýsingar á auglýsingaskiltum í eigu borgarinnar. Frá og með árinu 2024 má ekki auglýsa kjöt á strætisvögnum, biðskýlum og upplýsingaskjám sem borgin heldur úti.
07.09.2022 - 14:03
Þurrkar ógna haustuppskeru í Kína
Haustuppskeru kínverskra bænda er ógnað vegna mikilla hita og þurrka. Yfirvöld hvetja til viðbragða svo bjarga megi því sem bjargað verður eftir þetta heitasta sumar frá því mælingar hófust.
24.08.2022 - 07:00
Hálfum milljarði úthlutað úr Matvælasjóði
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað 584,6 milljónum króna úr Matvælasjóði. Sjóðnum bárust alls 211 styrkumsóknir, en 58 verkefni hljóta styrk að þessu sinni.
Þetta helst
Riðusjúkdómar í mönnum og dýrum
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður, er fyrirsögn fréttaskýringar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins. Nú hefur verið staðfest að nærri 130 íslenskar kindur beri ákveðnar arfgerðir, eru þannig gerðar í genunum, að þær eru líklega verndaðar gegn riðu. Nú á að rækta íslenskan sauðfjárstofn sem er ónæmur gagnvart riðu og gera það hratt. Í Þetta helst er skoðað hvað er fram undan í riðufrírri sauðfjárrækt, skoða tengsl - eða ekki tengsl - riðu í sauðfé og svo riðu í mönnum.
12.07.2022 - 08:02
Örplast fannst í svína- og nautakjöti
Örplast greindist í fyrsta sinn í svína- og nautakjöti í forprófun vísindamanna við Vrije-háskóla í Amsterdam. Niðurstöðurnar voru birtar í dag en plastagnir fundust einnig í blóði svína og kúa á hollenskum býlum.
08.07.2022 - 14:48
Þetta helst
Framtíð kornræktar á Íslandi
Mikilvægi innlendrar kornræktar hefur aukist verulega undanfarin ár. Stjórnvöld hafa lofað að skoða leiðir til að efla innlenda matvælaframleiðslu til að tryggja fæðuöryggi landsins sem verður brothættara með hverju árinu. Við erum á hverjum tíma einungis með nokkurra vikna kornbirgðir í landinu og tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands segir í Þetta helst að það séu fáar vel settar þjóðir sem lifi þannig - frá mánuði til mánaðar.
07.07.2022 - 13:35
Boða hækkanir á afurðaverði til bænda
Bændur munu fá að minnsta kosti 20% meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur sprettshóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.
Segir beina styrki betri en hömlur
Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Draga þarf úr hættu á grafalvarlegu ástandi
Formaður Sprettnefndar matvælaráðherra segir innlenda framleiðslu þurfa að aukast fremur en minnka. Bæta þurfi hag bænda og neytenda. Aðgerðir sem lagðar verði til eigi að draga úr hættu á að grafalvarlegt ástand skapist. 
Matvælaráðherra vill efla fæðuöryggi
Stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvá eru meðal atburða sem geta leitt til ójafnvægis þegar kemur að fæðuöryggi. Mikilvægt er að greina og vakta áhættuna sem slíkum atburðum fylgja. Neyðarbirgðir geta skipt sköpum í öryggisviðbúnaði landsins.
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
Spegillinn
Fæðuöryggi aðkallandi á tímum stríðs og faraldurs
Fæðuöryggi snýst um margt: framboð, verð, hollustu og heilnæmi og svo stöðugleika til lengri tíma og auðlindir, segir Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Segja megi að alvara hafi færst í umræðu um fæðuöryggi hér á landi á árunum 2010-2012 og vaxandi þungi svo eftir hamfarir, faraldur og stríðsrekstur í Úkraínu undanfarna mánuði.
19.05.2022 - 17:04
Ekki talið að kuldakastið hafi mikil áhrif á sauðburð
Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út ám og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.
13.05.2022 - 14:04
Verðmæti íslenskrar útflutningsvöru eykst mikið
Útflutningur á íslenskum iðnvarningi, sjávar- og landbúnaðarafurðum hefur aukist verulega á undanförnum þremur árum, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur verið fluttur út varningur héðan fyrir nær 319 milljarða króna, en á sama tímabili árið 2020 var andvirði íslensks vöruútflutnings tæplega 197 milljarðar.
Talsverður efnahagssamdráttur í Úkraínu
Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu spáir að efnahagur Úkraínu skreppi saman um næstum þriðjung á þessu ári vegna innrásar Rússa í landið. Bankinn gerir þó ráð fyrir að efnahagurinn styrkist að nýju um 25 af hundraði á næsta ári.
Landgræðslan telur losun kolefnis ekki vera ofmetna
Jóhann Þórsson, vistfræðingur hjá Landgræðslunni telur varasamt að túlka nýja rannsókn Landbúnaðarháskólans þannig að losun kolefnis frá landbúnaði hafi verið ofmetin. Hann segir ómögulegt að skekkjan sé eins mikil og rannsóknin bendi til. 
17.04.2022 - 16:06
Færeyingar óttast ekki matvælaskort
Ólíklegt þykir að innrás Rússa í Úkraínu hafi áhrif á matvælaöryggi í Færeyjum. Stjórnvöld þar telja að áfram verði unnt að flytja inn þær matvörur sem landsmenn þarfnist og óttast ekki að birgðakeðjur bresti.
Hiti í umræðum um blóðmerahald á þingi
Bann við blóðmerahaldi var rætt í sérstakri umræðu á Alþingi í dag að frumkvæði Ingu Sæland formanns Flokks fólksins sem sagði Ísland bíða mikinn álitshnekki erlendis vegna þeirrar iðju sem flestum fyndist með eindæmum siðlaus, sagði Inga á Alþingi í dag.
23.02.2022 - 23:33
Skiptar skoðanir í umsögnum um blóðmerabann
Tíu erlend samtök og átján einstaklingar hafa sent inn umsögn við frumvarp Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um bann við blóðmerahaldi. Þar á meðal eru bæði bresk og samevrópsk samtök um dýravernd, spænsk samtök sauðfjárbænda og frönsk samtök um kynbætur á smærri jórturdýrum.
15.01.2022 - 18:06
Sjónvarpsfrétt
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda
Leigð jólatré njóta vaxandi vinsælda í Bretlandi. Lifandi jólatré eru leigð út í pottum yfir hátíðarnar og þeim svo skilað aftur eftir jól.
23.12.2021 - 22:34
Bráðsmitandi veiruskita á Norðaustur- og Austurlandi
Svokölluð veiruskita virðist nú komin upp hjá kúm í Þingeyjarsýslum og á Héraði en faraldurinn hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunnar.
20.12.2021 - 13:49
Selja mjólk beint frá býli í sjálfsala í Reykjavík
Bændur á kúabúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hófu í morgun sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík. Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur segir þau vilja minnka kolefnisspor mjólkurframleiðslunnar og hvetja til neyslu á íslenskum mjólkurafurðum.
18.12.2021 - 22:25
Sjónvarpsfrétt
Leggur til allsherjarhreinsanir vegna riðu í Skagafirði
Umfangsmiklar hreinsanir og niðurskurður á sauðfé á öllum bæjum í riðusýktu hólfi í Skagafirði er nauðsynlegt til að uppræta sjúkdóminn. Þetta segir fyrrverandi yfirdýralæknir. Mikilvægt sé að veita bændum tilfinningalega aðstoð að niðurskurði loknum. Hann segir aðgerðirnar sársaukafullar, en nauðsynlegar. 
03.10.2021 - 20:12
Samfélagið slegið yfir fregnum af riðusmiti í sveitinni
Sveitarstjórinn í sveitarfélaginu Skagafirði telur brýnt að rannsaka verndandi arfgerðir gegn riðu betur svo koma megi í veg fyrir riðusmit. Nokkur þúsund fjár verða í Staðarrétt í dag þar sem réttað verður. Fé frá Syðra-Skörðugili þar sem riða hefur greinst er þar á meðal en því verður haldið frá öðru fé eins og kostur er og flutt fljótt heim á bæ.
12.09.2021 - 12:40

Mest lesið