Færslur: Landbúnaðarmál Landbúnaður

Sjónvarpsfrétt
Býflugnarækt Jemena í hættu
Býflugnarækt, sem er ævaforn atvinnuvegur í Jemen, er í hættu vegna stríðs og loftslagsbreytinga. Þar sem áður var blómlegur landbúnaður hefur síðustu ár verið vígvöllur.
12.06.2022 - 09:18
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Viðtal
Vel gengur að rétta í Kaldárbakkarétt
Vel gekk að smala Fagraskógarfjall í Hítardal í gær, þrátt fyrir berghlaupið sem varð í fjallinu sumar en skriðan breytti landslagi dalsins töluvert og stíflaði meðal annars ána. Fyrstu réttir ársins voru í gær og í dag er réttað í Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi. Safnið telur um þrjú til fjögur þúsund fjár. Kristján Ágúst Magnússon, á Snorrastöðum, var að draga í dilka rétt fyrir hádegi.
02.09.2018 - 14:40
Vilja uppsögn á tollasamningi við ESB
Þingmenn Miðflokksins segja Ísland hafa samið af sér með tollasamningi um landbúnaðarvörur við Evrópusambandið, ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila og ekki gripið til mótvægisaðgerða. Landbúnaðarráðherra vísar því á bug og segir það rangt að ekki hafi verið gripið til mótvægisaðgerða.
Kæra innflutning tækja til mjólkurframleiðslu
Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Málið varðar innflutning á notuðum landbúnaðartækjum til mjólkurframleiðslu. Tækin voru flutt hingað til lands án leyfis Matvælastofnunar og án tollafgreiðslu. MAST frétti af málinu einu ári eftir innflutninginn.
Ekki nóg að moka ofan í skurði
Formaður Bændasamtaka Íslands, segir að bændur geti gert margt til þess að stuðla að því að markmiði ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 verði náð. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að ekki sé nóg að moka ofan í skurði.
Vírus í tómötum á þremur býlum
Staðfest er að veira hafi fundist í tómötum á þremur býlum hér á landi. Veiran er ekki skaðleg fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Veiran nefnist Pepino mósaík og er fannst fyrst í Perú árið 1974 þar sem hann herjaði á tómatarækt. Fyrstu tilfellin í Evrópu voru greind árið 1999 í Hollandi og Bretlandi. Síðan hefur veiran skotið upp kollinum víða í Evrópu.
02.10.2017 - 15:22
Tæplega 50% meiri sala á lambakjöti
Sala á lambakjöti innanlands í ágúst var 48 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt nýjum tölum frá Matvælastofnun. Þá var útflutningur lambakjöts 131 prósenti meiri í ágúst á þessu ári en í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
1.800 milljóna tekjutap sauðfjárbænda
Boðuð lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda í haust þýðir 1.800 milljóna króna launalækkun fyrir stéttina í heild, sem bætist við 600 milljóna launalækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra. Útlit er fyrir að birgðir kindakjöts í upphafi sláturtíðar verði allt að 1.000 tonnum meiri en æskilegt væri. Þetta verður hins vegar ekki skýrt með búvörusamningnum sem undirritaður var í fyrra, segir í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda, sem send var út í kjölfar umfjöllunar RÚV um afkomu bænda í kvöld.
Hraðsmalað í Árneshreppi vegna Útsvars
Bændur og búalið í Árneshreppi höfðu hröð handtök í Kjósarrétt í dag við að draga fé í dilka. Allt kapp er lagt á að ljúka réttum fyrir kvöldið því keppnislið Árneshrepps keppir í fyrsta sinn í Útsvari í kvöld.
Birgðir kindakjöts svipaðar og síðustu ár
Þegar birgðastaða kindakjöts í landinu er skoðuð, og staðan í ár borin saman við síðustu ár, sést að lítið hefur breyst undanfarin fjögur ár. Þessi ár hafa yfir 1000 tonn af kjöti verið til í landinu við upphaf sláturtíðar. 60 til 70 prósent af því seljast áður en nýtt kjöt kemur á markað.
Kýr almennt viðskotaillar við burð
Ólafur Dýrmundsson, doktor í búvísindum segir ekkert óeðlilegt við hegðun kýrinnar Visku sem réðst á Maríu Jóhannsdóttur, kúabónda í Kúskerpi í Blönduhlíð í Skagafirði, á miðvikudaginn í síðustu viku.
22.08.2016 - 16:55
Vænlegt að flytja kindakjöt til Asíu?
Tækifæri kunna að felast í útflutningi á fersku kindakjöti til Asíu. Þetta kemur fram í yfirlitsskýrslu greiningardeildar Arions banka um matvælaframleiðslu hér á landi. Fram kemur að með vaxandi miðstétt í Asíu, og þá sérstaklega í Kína, aukist eftirspurn eftir kjötvörum. Kindakjötsneysla á mann hafi síðastliðin ár aukist mest í Asíu- og Afríkuríkjum.
18.08.2016 - 15:52
Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín
Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.