Færslur: landamæravarsla

Girðing lokar landamærum Litáens og Hvíta-Rússlands
Stjórnvöld í Litáen sögðust í dag hafa lokið uppsetningu hárrar gaddavírsgirðingar við landamærin að Hvíta-Rússlandi. Ætlunin er að verjast ásókn flóttamanna sem ríki Evrópusambandsins saka Hvítrússa um að senda að landamærunum.
Fólk utan Schengen má nú koma til landsins
Reglur á landamærum voru rýmkaðar á miðnætti. Fyrstu farþegarnir frá löndum utan Schengen komu í morgun frá Boston. Fólk frá þessum löndum verður að sýna vottorð um að það sé með mótefni gegn kórónuveirunni. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að vinna við það að reglur breytist milli daga. Engir verða skikkaðir í sóttkvíarhótel í dag nema erlendir ferðamenn frá hárauðum löndum sem ekki hafa bókað hér hótel.
Tíminn gerist naumur í Brexit-viðræðum
Bresk stjórnvöld og Evrópusambandið eiga enn eftir að ná samkomulagi um mikilvæga þætti varðandi útgöngu Breta úr sambandinu.