Færslur: Landamærasmit

Viðtal
Býst við sama smitfjölda út janúar
Viðbúið er að fjöldi nýrra kórónuveirusmita haldist óbreyttur út mánuðinn og að það dragi mjög hægt úr fjölguninni. Þetta er mat sérfræðings í smitsjúkdómum. Metfjöldi smita greindist á landamærum í gær og samkvæmt upplýsingum eru þau flest hjá fólki sem eru að koma frá Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife.
83 smit í gær og fækkar um tvo á sjúkrahúsi
83 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 49 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. Þrjátíu manns liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er tveimur færri en í gær. Sjö eru á gjörgæsludeild, sem er einum færri en í gær.
Níu greindust innanlands, allir utan sóttkvíar
Níu greindust með COVID-19 innanlands í gær, allir voru utan sóttkvíar.  Meirihlutinn var bólusettur en nánari upplýsingar um hlutfall bólusettra meðal hinna smituðu liggja ekki fyrir að svo stöddu.
18.07.2021 - 12:24
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.
Þrjú smit og einn utan sóttkvíar
Þrjú COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring, þar af var einn utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 211 einstaklingar í sóttkví og 44 í einangrun.