Færslur: Landamæraskimun

COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14:00. Fundurinn er sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum er útvarpað á Rás 2. Fylgjast má með beinu textrastreymi hér að neðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, ræða stöðuna á landamærunum, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna fer fram klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á rás 2 og á vefnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni á þessum 87. fundi Almannavarnadeildar.
Myndir
Fimmtánfölduðu daglegan sýnafjölda í vinnslu
Skimun gengur vel á sýkla- og veirufræðideildi Landspítala eftir að hún tók miklum breytingum áður en hún tók við hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar um landamæraskimun. Með nýju tölvukerfi og verklagi tókst að fimmtánfalda daglegan sýnafjölda í vinnslu á deildinni. Meðal annars er notast við kerfi sem Íslensk erfðagreining þróaði sérstaklega fyrir skimunarverkefnið.
Fyrsta virka kórónuveirusmitið í Færeyjum frá í apríl
Skráðum tilfellum kórónuveirusmits í Færeyjum fjölgaði úr 188 í 191 í gær, sunnudag. Veiran greindist í þremur ferðamönnum við landamæraskimun.
20.07.2020 - 04:22
Sýnataka eftir heimkomusmitgát opnaði í morgun
Fyrstu sýni þeirra sem verið hafa í heimkomusmitgát voru tekin í morgun þegar gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut var formlega opnað. Aðeins rúm eitt þúsund sýni voru tekin í gær fyrsta daginn þar sem ferðamenn frá fjórum löndum sluppu við skimun. 
Eitt virkt smit greindist í gær
Eitt virkt smit greindist í gær. Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Tíu eru nú í einangrun líkt og í gær. 81 er í sóttkví, sami fjöldi og í gær.
17.07.2020 - 11:37
Landspítali tekur yfir sýnarannsóknir á mánudag
Sóttvarnarlæknir er bjartsýnn á að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti á mánudag tekið við rannsóknum á þeim sýnum sem tekin eru úr ferðamönnum við komuna til landsins.
Myndskeið
Grípa verði til annarra ráða en að bæta löndum á lista
Sóttvarnarlæknir segir að ef stefni í að fleiri komi til landsins en unnt sé að komast yfir að skima, verði að grípa til annarra ráða en að fjölga ríkjum sem undanþegin séu skimun. Fulltrúi forsætisráðuneytisins segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort skimun á landamærum verði haldið áfram eftir mánaðamótin.
Sautján farþegavélar lenda í Keflavík í dag
Sautján farþegaflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Tíu þeirra koma frá löndum sem eru á lista yfir þau lönd sem ekki eru flokkuð sem áhættusvæði vegna COVID-19.
16.07.2020 - 06:48
Myndskeið
Gjald fyrir skimun stendur ekki undir kostnaði
Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það gjald sem farþegar greiða fyrir kórónuveirupróf á landamærum standi ekki undir kostnaði. Sóttvarnarlæknir segir að taka verði með í reikninginn að með þessu sé dregið úr álagi á spítölum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
14.07.2020 - 22:37
Myndskeið
Fagna tilslökunum á ferðatakmörkunum
Ferðaþjónustan fagnar því að frá og með fimmtudegi sleppa þeir við skimun sem koma hingað til lands frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi. Frakkland og Spánn gætu bæst í þennan hóp. Sóttvarnalæknir segir að vegna aukinnar aðsóknar ferðamanna hafi þurft að fjölga þeim löndum sem ekki þarf að skima frá, grípa til lagasetningar eða skikka ferðamenn í tveggja vikna sóttkví. 
3 jákvæð smit við landamæraskimun í gær
Þrjú jákvæð sýni greindust við landamæraskimun í gær. Ekki er vitað hvort um virk smit er að ræða en beðið er eftir niðurstöðu mótefnamælingar. Níu sýni reyndust jákvæð við landamæraskimun í fyrradag, sem er mesti fjöldi jákvæðra sýna sem greinst hefur við landamærin frá því að skimun hófst um miðjan júní.
13.07.2020 - 11:16
Vikulokin
Telja tímabært að hætta landamæraskimun
Samtök ferðaþjónustunnar telja tímabært að hætta landamæraskimun til að hægt sé að hleypa fleiri ferðamönnum inn í landið. Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi samtakanna segir fyrirsjáanlegt að fella þurfi niður margar flugferðir á næstu vikum þar sem ekki er hægt að skima fleiri en tvö þúsund farþega á dag.
Tvö ný smit
Tvö smit greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og því ekki vitað hvort smitin eru virk eða óvirk. 1.256 sýni voru tekin við landamæraskimun og 195 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
11.07.2020 - 11:14
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Mega fara í búð en ekki hitta fleiri en 10 í einu
Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar. Fólk má fara út í búð, í strætó en ekki hitta fleiri en tíu í einu. Þá má það ekki faðma, heilsa með handabandi eða umgangast viðkvæma.
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.
09.07.2020 - 12:23
Myndskeið
„Held að við séum flest þessarar skoðunar“
Landspítalinn á fyrst og fremst að sinna veiku fólki,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala og kveðst ekki vera eini starfsmaður spítalans sem er þessarar skoðunar. 
08.07.2020 - 23:12
Myndskeið
Yfirlæknir: „Ansi margt sem þarf að gerast“
Landspítali mun margfalda afkastagetu sína með nýrri greiningaraðferð þar sem nokkur sýni eru sett saman í eitt. Aðferðin er ásættanleg þegar smithlutfall er lágt líkt og er í skimun á landamærum. Yfirlæknir er bjartsýnn á að geta að fullu tekið við af Íslenskri erfðagreiningu á þriðjudag en segist geta leitað til Íslenskrar erfðagreiningar ef upp komi vandræði.
08.07.2020 - 18:40
Nær væri að verja almannafé í annað
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala segir það ekki vera hlutverk Landspítala að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands. Í facebook-færslu líkir hann því við að læknar sinni þrifum í Smáralind, nær væri að verja almannafé til annarra verkefna. 
08.07.2020 - 18:39
Ekkert innanlandssmit síðan 2. júlí
Ekkert innanlandssmit greindist í gær, fimmta daginn í röð. Við landamæraskimun greindust sjö smit. Tvö þeirra eru óvirk en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hinna fimm.
08.07.2020 - 12:49
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.