Færslur: Landamæraskimun

Vikulokin
Telja tímabært að hætta landamæraskimun
Samtök ferðaþjónustunnar telja tímabært að hætta landamæraskimun til að hægt sé að hleypa fleiri ferðamönnum inn í landið. Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi samtakanna segir fyrirsjáanlegt að fella þurfi niður margar flugferðir á næstu vikum þar sem ekki er hægt að skima fleiri en tvö þúsund farþega á dag.
Tvö ný smit
Tvö smit greindust við landamæraskimun síðasta sólarhringinn. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og því ekki vitað hvort smitin eru virk eða óvirk. 1.256 sýni voru tekin við landamæraskimun og 195 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
11.07.2020 - 11:14
Icelandair gæti þurft að fella niður ferðir
Icelandair gæti þurft að fella niður 2-5 flugferðir í hverri viku vegna takmarkaðrar afkastagetu í skimunum á Keflavíkurflugvelli en útlit er fyrir að farþegar þar verði fleiri en 2.000 á dag sem er sá fjöldi sýna sem hægt er að greina á degi hverjum. Félagið skoðar nú í samstarfi við Isavia hvernig brugðist verði við þessu ástandi.
10.07.2020 - 18:25
Mega fara í búð en ekki hitta fleiri en 10 í einu
Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar. Fólk má fara út í búð, í strætó en ekki hitta fleiri en tíu í einu. Þá má það ekki faðma, heilsa með handabandi eða umgangast viðkvæma.
Skimuðu 500 farþega í Norrænu á leið frá Færeyjum
Vel gekk að skima tæplega 500 farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Sýnatökuteymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands flaug til Færeyja í gær og skimaði farþega um borð á leiðinni til Seyðisfjarðar.
09.07.2020 - 18:21
Landamæraskimun breytt um mánaðamótin
Áherslum við landamæraskimun verður breytt um mánaðamótin, segir sóttvarnalæknir. Sóttkví sem íbúar landsins fara í þegar þeir koma til landsins hefur fengið nafnið heimkomusmitgát og verður hún vægari en sóttkví.
Þórólfur: 500 manna hámark út sumarið
Hámarksfjöldi á samkomum út ágúst verður líklega ekki meiri en 500 manns. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi Almannavarna.
Starfsfólk fari í sóttkví á eigin kostnað
Ef starfsfólk Landspitalans fer til útlanda þarf það að fara í sóttkví í frítíma sínum.
09.07.2020 - 12:23
Myndskeið
„Held að við séum flest þessarar skoðunar“
Landspítalinn á fyrst og fremst að sinna veiku fólki,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala og kveðst ekki vera eini starfsmaður spítalans sem er þessarar skoðunar. 
08.07.2020 - 23:12
Myndskeið
Yfirlæknir: „Ansi margt sem þarf að gerast“
Landspítali mun margfalda afkastagetu sína með nýrri greiningaraðferð þar sem nokkur sýni eru sett saman í eitt. Aðferðin er ásættanleg þegar smithlutfall er lágt líkt og er í skimun á landamærum. Yfirlæknir er bjartsýnn á að geta að fullu tekið við af Íslenskri erfðagreiningu á þriðjudag en segist geta leitað til Íslenskrar erfðagreiningar ef upp komi vandræði.
08.07.2020 - 18:40
Nær væri að verja almannafé í annað
Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID-göngudeildar á Landspítala segir það ekki vera hlutverk Landspítala að skima fríska ferðamenn við landamæri Íslands. Í facebook-færslu líkir hann því við að læknar sinni þrifum í Smáralind, nær væri að verja almannafé til annarra verkefna. 
08.07.2020 - 18:39
Ekkert innanlandssmit síðan 2. júlí
Ekkert innanlandssmit greindist í gær, fimmta daginn í röð. Við landamæraskimun greindust sjö smit. Tvö þeirra eru óvirk en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar hinna fimm.
08.07.2020 - 12:49
Þórólfur: Rannsóknargeta veikleiki í heilbrigðiskerfinu
Þóróflur Guðnason sóttvarnalæknir segir að í viðbúnaði fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi rannsóknargetan verið brotalöm.
Myndskeið
Íhuga að skima tíu sýni í einu
Heilbrigðisyfirvöld og Landspítalinn eru að kanna möguleika á að auka afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, sögðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í dag. Meðal þess sem er verið að skoða er að greina tíu sýni í einu í stað þess að greina hvert fyrir sig. Slíkt hefur verið prófað í Þýskalandi og gefið góða raun en ekki er víst að slík greining sé jafn næm og sú sem hefur verið notuð hérlendis.
07.07.2020 - 15:04
Landspítali getur ekki tekið við sýnatöku á þriðjudag
Útilokað er að Landspítalinn geti tekið við á þriðjudag þegar Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni í skimun fyrir kórónaveirunni á landamærum, að sögn forstöðumanns rannsóknarþjónustu Landspítalans. Mest gæti Landspítalinn greint nokkur hundruð sýni á sólarhring. Íslensk erfðagreining hefur greint hátt í 2000 sýni á sólarhring.
07.07.2020 - 12:22
Myndskeið
Ákvörðun Kára kallar á nýja nálgun
„Ég hef fullan skilning á því að Íslensk erfðagreining geti ekki sinnt þessu til eilífðarnóns,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu. Hún segir ákvörðun Kára kalla á nýja nálgun en þó sé mikilvægt að stjórnvöld hafi áfram kost á að leita til fyrirtækisins um framhaldið.
06.07.2020 - 18:51
Kári: Við erum hætt skimun í eitt skipti fyrir öll
Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni úr landamæraskimun eftir viku. Kári Stefánsson forstjóri segir Landspítalanum ekki vorkunn að setja upp rannsóknastofu á sjö dögum. Hann segir samskiptin við stjórnvöld hafa verið dálítið skringileg og litið á starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar sem boðflennur í verkefninu. 
Þrjú jákvæð sýni greindust við landamæraskimun
Þrír bíða nú eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu eftir að sýni úr þeim greindust jákvæð fyrir kórónuveirunni í landamæraskimun í gær. Alls var 1.941 sýni tekið í gær í landamæraskimun. Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin við landamæraskimun frá því að landamæri voru opnuð 15. júní en afkastagetan er 2.000 sýni.
06.07.2020 - 11:13
Aldrei fleiri í sóttvarnarhúsi
Ferðamaður sem kom til landsins með flugi Wizz Air frá Vínarborg í Austurríki á fimmtudag og greindist með virkt smit hefst nú við nú í Sóttvarnarhúsi.
Ferðamaður með virkt smit ― kom í gær frá Vín
Ferðamaður sem kom til landsins í gær greindist með virkt smit eftir mótefnamælingu. Hann kom með flugi frá Vín í Austurríki en er frá Albaníu. Hann var einn á ferðalagi og fylgdi fyrirmælum yfirvalda við komuna til landsins um að halda fjarlægð; því er smitrakning í kringum hann einföld. Smitrakningateymið hefur óskað eftir því að fá upplýsingar frá flugfélaginu um þá sem sátu í kringum hann sem þurfa að fara í sóttkví. Ferðamaðurinn er í einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg.
03.07.2020 - 15:37
Myndskeið
Íslendingar fari í sóttkví og tvisvar í sýnatöku
Tvö smit hafa greinst í konum sem greindust ekki við landamæraskimun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að Íslendingar og fólk sem býr hér á landi fari í sóttkví í nokkra daga við komuna til landsins og fari svo aftur í sýnatöku nokkrum dögum síðar. Frá og með deginum í dag þarf að greiða fyrir sýnatöku á Keflavíkurflugvelli en farþegar munu ekki þurfa að borga aukalega fyrir seinna sýnið.
Tvö sýni greindust jákvæð í gær
Eitt jákvætt sýni var greint við landamæraskimun í gær og eitt á sýka- og veirufræðideild Landspítalans. Virk smit í landinu eru tólf, líkt og í gær.
29.06.2020 - 11:30
Ekkert smit hjá níu í sóttkví á Austurlandi
Enginn af þeim níu sem voru send í sóttkví á Austurlandi á föstudag hefur greinst með kórónuveirusmit, en sýni úr þeim voru send til greiningar í gær.
28.06.2020 - 17:23
Innanlandssýni neikvæð en 2 ný smit við landamæraskimun
Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist í þeim 180 innanlandssýnum sem tekin voru í gær. Tvö jákvæð sýni greindust við landamæraskimun þar sem 1.022 voru skimaðir.
Svíar þurfa að framvísa prófi við komuna til Danmerkur
Þeir Svíar sem ætla sér að ferðast til Danmerkur verða að geta framvísað neikvæðu skimunarprófi við komuna til landsins.
27.06.2020 - 18:39