Færslur: Landamæraskimun

Fyrsta andlátið af völdum COVID-19 í Færeyjum
Fyrsta dauðsfallið hjá COVID smituðum í Færeyjum varð í fyrradag. Þá lést 68 gamall karlmaður á spítalanum í Þórshöfn eftir að hafa verið lagður inn á gjörgæsludeild í byrjun desember með alvarlegan sjúkdóm annan en COVID-19.
Allir sem greindust á landamærunum búsettir hér á landi
Allir þeir átján sem greindust með COVID-19 á landamærunum í gær eru búsettir á Íslandi. Allir nema einn komu frá Póllandi. Þetta segir Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við fréttastofu.
06.01.2021 - 12:53
Hluta vottorða vegna mótefnis hafnað á landamærunum
Landamæraverðir hafa tekið við erlendum vottorðum vegna mótefnis við COVID-19 síðan á fimmtudag, til viðbótar við vottorð um staðfest smit á Íslandi. Strangar reglur gilda um vottorðin. Af fjórtán vottorðum sem skilað var inn á fimmtudag var tveimur hafnað, og af tíu sem skilað var inn á föstudag var fimm hafnað. 
Kórónuveirutilfellum fjölgar í Færeyjum
Sjö ný kórónuveirutilfelli verið staðfest í Færeyjum það sem af er desember, öll nema eitt við landamærin.
08.12.2020 - 04:25
Lýtaskurðlæknirinn ekki lengur með starfsleyfi
Íslenskur lýtaskurðlæknir sem birti myndskeið af sjálfri sér þar sem hún neitaði að fara í skimun á Keflavíkurflugvelli, er ekki lengur með starfsleyfi til lækninga. Hún starfaði áður sem læknir á Landspítalanum en samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis var starfsleyfið takmarkað fyrir einhverjum árum og síðar tekið af henni.
Níu smit og þriðjungur ekki í sóttkví
Níu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Þrjú virk smit greindust við landamæraskimun í gær, tveir greindust þar með mótefni og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum sem tekin voru við landamærin.
27 ný smit og 10 utan sóttkvíar
27 ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 1o ekki í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka, það er nú 188,4, sem er talsvert lægra en í fyrradag þegar það var 198.
86 ný innanlandssmit – 10 við landamærin – 62 í sóttkví
86 ný innanlandssmit greindust í gær af þeim voru 24 ekki í sóttví við greiningu. Tíu virk smit greindust við landamæraskimun, eitt við skimun 2 og tíu bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir skimun við landamærin. 5% þeirra sýna sem tekin voru við landamærin reyndust jákvæð. Nú eru 58 á sjúkrahúsi með COVID-19 og einn á gjörgæslu. Talsvert fleiri sýni voru greind í gær en síðustu daga, samtals 2.286 innanlands.
Smitin átján sem greindust á landamærunum öll virk
Farþegarnir átján sem komu saman til landsins í fyrradag og greindust með COVID-19 á landamærunum eru allir með virkt smit. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Enn stendur yfir smitrakning í tengslum við smitin og Jóhann hefur ekki upplýsingar um það hvort fleiri hafi ferðast með hópnum.
16.10.2020 - 10:30
Stór hópur kom smitaður heim frá útlöndum
Átján kórónuveirusmit greindust á landamærunum í gær. Svo mörg smit hafa ekki greinst þar á einum degi síðan landamæraskimun hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi Almannavarna í morgun að fólkið sem hefði greinst væri búsett hér á landi og hefði verið á leið heim úr ferðalagi. Smitrakning kynni að leiða í ljós fleiri smit. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum vegna smitanna.
Mótvægisviðbrögð metin með vísindarannsókn
Álitið er að meta megi framvindu kórónuveirufaraldursins með tilliti til þeirra samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til. Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að veita fimm milljónum af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til slíkrar rannsóknar.
Vill gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við heilbrigðisráðherra hinna Norðurlandaþjóðanna að ríkin vinni saman að því að taka upp gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19.
Flestir eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir
Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna voru sáttir við það þegar aðgerðir voru hertar 19. ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem viðhorf fólks til sóttvarnaraðgerða voru könnuð.
Sex innanlandssmit - þar af fjögur í sóttkví
Sex voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru fjögur í sóttkví. Þrjú þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu.
26.08.2020 - 11:03
6 smit greindust innanlands í gær
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö greindust við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar beggja. Fimm þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví. Ríflega þrettán hundruð sýni voru tekin við landamærin en 291 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
24.08.2020 - 11:09
Aðgerðirnar á landamærunum í þágu almannahags
Hertar takmarkanir við landamærin stuðla að því að innlandshagkerfið verði fyrir sem minnstu hnjaski. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni bendir Katrín á að í öðrum ríkjum hafi harðari sóttvarnaraðgerðir ekki endilega skilað sér í meiri samdrætti. Þá fagnar hún gagnrýninni umræðu um borgaraleg réttindi í ljósi hertra aðgerða.
Myndskeið
Greina sýni langt fram á kvöld í Vatnsmýri
Formlegt samstarf Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýna hófst í morgun og eru flest þeirra nú greind hjá ÍE. Síðustu fjórar vikur hefur langmest verið greint hjá veirufræðideild Landspítalans. Fjögur innanlandssmit voru staðfest í gær. 
Þrjátíu þýskir ferðamenn vissu ekki af sóttkvíarkröfu
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri segist vita af þrjátíu þýskum ferðamönnum sem vissu ekki af kröfunni um fimm daga sóttkví sem tók gildi á miðnætti. „Þetta eru örfá tilfelli og fólk hefur þá einhvern veginn reynt að koma sér úr landi aftur,“ segir hann. Lítil aðsókn sé í gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.
19.08.2020 - 14:14
Myndskeið
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti
Einn af hverjum fimm farþegum sem áttu bókað flug með Icelandair á morgun hefur afbókað ferð sína. Eftir miðnætti í kvöld þurfa nær allir sem hingað koma að fara í sóttkví.
18.08.2020 - 23:59
Milljarðahagsmunir af því að komast hjá hörðum aðgerðum
Efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaaðgerðum geta hlaupið á hundruðum milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í nýbirtu minnisblaði sem unnið var að beiðni  fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra og var haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku um umfang sóttvarnarráðstafana á landamærum.
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.
„Opin“ landamæri mikil fórn fyrir lítinn ábata
„Það er mikil áhætta fyrir lítinn ávinning að hleypa fólki inn í landið,“ segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um fyrirkomulagið við skimun á landamærunum þar sem ekki er gerð krafa um sóttkví. „Margir eru undanþegnir skimun og aðrir fá hana á verði sem ekki tekur mið af áhættunni sem ferðir yfir landamærin hafa í för með sér,“ segir Tinna. 
Segir komur ferðamanna margfalda líkur á faraldri
Ljóst er að smitið sem dreifist nú um samfélagið barst hingað yfir landamærin, og sennilega með aðeins einum farþega. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.
Myndskeið
Verðum að taka okkur á, segir landlæknir
Aðeins þrjú smit greindust innanlands í gær. Tveir liggja nú á sjúkrahúsi. Sóttvarnalæknir segir fyrst og fremst áskorun að fá fólk til að fara að reglunum. Við verðum að taka okkur á, segir landlæknir.
Vikulokin
„Vissum ekki það sem við vitum núna“
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að miðað við núverandi stöðu þekkingar á kórónuveirunni sé óhætt að mæla með grímunotkun fyrir almenning ef ekki er hægt að gæta fjarlægðatakmarkana. Hún segir jafnframt að falskt öryggi hafi hugsanlega verið fólgið í landamæraskimun.
08.08.2020 - 12:51