Færslur:  Landamæraskimun

Tvö innanlandssmit – hvorugur í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Hvorugur þeirra sem greindist var í sóttkví. Eitt virkt smit greindist við landamærin í gær og beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga úr tveimur skimunum þar. Enginn er á sjúkrahúsi með COVID-19.
14.09.2020 - 11:20
Sóttvarnaraðgerðir í stöðugu endurmati
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tvöföld skimun á landamærum hafi skilað ótvíræðum árangri í að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Starfshópur sem á greina efnahagsleg áhrif sóttvarna á skila fyrstu niðurstöðu síðar í þessum mánuði.
Nærri tvöfaldur íbúafjöldi Færeyja skimaður við Covid19
Ríflega hundrað þúsund kórónuveirupróf hafa verið gerð í Færeyjum frá því skimun hófst í lok febrúar. Sé gert ráð fyrir að hver og einn fari einu sinni í sýnatöku þýðir það að nærri tvöfaldur íbúafjöldi eyjanna hafi verið skimaður.
Fjögur innanlandssmit - helmingur í sóttkví
Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Í gær voru þau fimm og einnig í fyrradag. Tveir þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Níutíu og sex eru í einangrun hér á landi með COVID-19. Enginn greindist með virkt kórónuveirusmit á landamærunum í gær en þrír bíða eftir niðurstöðum mótefnamælingar við landamærin.
03.09.2020 - 11:12
Reglurnar hertar vegna fjölgunar smita í seinni skimun
Of snemmt er að gera upp árangur af hertum aðgerðum á landamærum, sem nú fela í sér að skimað er tvisvar með fimm daga sóttkví á milli. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis.
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Þrisvar sinnum fleiri jákvæðir í seinni skimun
Um þrisvar sinnum fleiri hafa greinst jákvæðir í seinni skimun eftir að aðgerðir á landamærum voru hertar, heldur en gerðu þegar seinni skimun á íbúum hér var fyrst tekin upp. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Fimm innanlandssmit greind í gær - þrír voru í sóttkví
Fimm voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru þrjú í sóttkví. Fjórir þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu. 114 eru í einangrun hér á landi vegna veirunnar og 989 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins en enginn á gjörgæslu.
25.08.2020 - 11:08
Myndskeið
„Mann langar bara til að komast heim“
Mann langar bara til að komast heim. Þetta segja María Sigurðardóttir og Ólafur Þór Guðmundsson, hjón frá Ísafirði sem hafa undanfarna fjóra daga verið í sóttkví á Hótel Keflavík eftir 11 mánaða dvöl á Kanaríeyjum. Þau segja að prýðilega hafi farið um þau en sjá nú fyrir endann á sóttkvínni.
24.08.2020 - 20:16
Myndskeið
Vel upplýstir farþegar í hálftómri vél
Mjög fáir, einungis um 20 farþegar, voru um borð í vél SAS frá Kaupmannahöfn sem lenti á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Venjulega á háannatíma væri vélin smekkfull með hátt í 170 farþega.Þeir sem fréttastofa ræddi við sögðust hafa kynnt sér reglur um sóttvarnir hér á landi og ekki látið það hafa áhrif á ferðalagið.
24.08.2020 - 19:16
Ekki þjóðfélag sem við viljum lifa í
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að innan hennar flokks séu uppi áhyggjur um hversu mikið frelsi borgaranna hefur verið skert í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Hún telur að nýjar reglur á landamærunum gangi of langt og í þeim felist of mikil inngrip í friðhelgi einkalífsins.
Ætla að keyra þar til skýrari tilmæli liggja fyrir
Kynnisferðir bjóða enn upp á ferðir í hópferðabílum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í dag tóku gildi nýjar reglur fyrir alla komufarþega um tvöfalda sýnatöku og fimm til sex daga sóttkví. Samkvæmt tilmælum landlæknis eiga farþegar að að halda rakleiðis á sóttkvíarstað með einkabíl, bílaleigubíl eða leigubíl.
Þurfa að vera í sóttkví alla Íslandsdvölina
Hluti þeirra farþega sem komu hingað til lands í morgun vissi ekki af nýjum reglum um skimanir. Sumir þeirra höfðu ekki ætlað að dvelja hér þá fimm daga sem ferðamönnum er nú gert að verja í sóttkví á milli skimana og aðrir þurfa að vera í sóttkví allan þann tíma sem þeir dvelja hér á landi. 
Fréttaskýring
Hvernig eru aðgerðirnar hér miðað við önnur ríki?
Frá og með deginum í dag verða allir komufarþegar, bæði þeir sem búsettir eru hér á landi og þeir sem eru í styttri erindagjörðum, skimaðir við komuna til Íslands og svo aftur að fjögurra til fimm daga sóttkví liðinni. Eftirlitið á landamærum Íslands er með því strangara sem gerist í Evrópu.
19.08.2020 - 11:32
Hyggjast skima á Heathrow flugvelli
Skimunarstöð hefur verið sett upp á Heathrow flugvelli í London fyrir farþega frá löndum sem eru ekki á lista breskra stjórnvalda yfir örugg lönd. Tilgangurinn er að fækka þeim sem fara í 14 daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta tilkynnti Matt Hancock, heilbrigðismálaráðherra Bretlands í morgun. Ísland er á lista yfir örugg lönd og ferðamenn héðan þurfa því ekki að fara í slíka skimun.
19.08.2020 - 10:16
Skynsamlegt fyrir eyríki að gæta vel að landamærum
Magnús Gottfreðsson, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í smitsjúkdómum, segir að eyríki búi yfir þeim styrkleika umfram önnur ríki að geta haft mun betra eftirlit með flæði fólks inn í landið. Í ljósi þess sé bæði raunhæft og skynsamlegt fyrir eyjur að passa vel upp á landamærin til þess að varna því að smit berist til landsins með aðkomufólki. Magnús telur nýjar reglur um tvöfalda skimun á landamærum skynsamlegar.
18.08.2020 - 16:53
Myndskeið
Skuldir ríkissjóðs aukast um milljarð á dag vegna COVID
Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um rúman milljarð á dag síðan í mars. Fjármálaráðherra segir þjóðarbúið geta orðið af allt að tuttugu milljörðum vegna hertra sóttvarnaraðgerða á landamærunum. Hann útilokar ekki að hlutabótaleiðin verði framlengd. 
Gætu þurft að breyta lendingartímum vegna skimunar
Stjórnvöld gætu beðið flugfélög um að hliðra til komu flugvéla til landsins eftir að farið verður að skima alla sem hingað koma. Þetta gerist ef útlit er fyrir að svo margir farþegar komi á Keflavíkurflugvöll í einu að til vandræða horfi í sýnatöku.
17.08.2020 - 16:59
Hafa skimað yfir 3.000 manns á dag þegar mest er
Viðbúið er að álag á skimun aukist mikið þegar tekin verður upp tvöföld skimun á alla sem koma til landsins á miðvikudag en það ætti að vera viðráðanlegt sögðu Páll Þórhallsson, verkefnastjóri hjá forsætisráðuneytinu, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó getur farið svo að dreifa þurfi álagi til að vinnan gangi sem best.
17.08.2020 - 16:06
Íslendingar með vottorð mega fljúga til Grænlands
Íslendingum sem ferðast til Grænlands dugir að sýna vottorð þess efnis að þeir séu ekki með Covid-19. Vottorðið má ekki vera eldra en fimm daga gamalt.
Eiga helst að halda sig innan sama herbergis
Hertar smitvarnarreglur á landamærum taka gildi næsta miðvikudag. Frá og með þeim degi verða allir þeir sem til landsins koma skimaðir í tvígang fyrir kórónuveirunni, en hvað felst eiginlega í þessum hertu reglum?
Átta smit greindust innanlands
Átta kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví.
16.08.2020 - 11:07
Sjö smit greindust innanlands í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og ekkert við landamærin, en fjórir bíða eftir niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku þar. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví.
15.08.2020 - 11:00
Neikvæð áhrif en raskar ekki hlutafjárútboði
Forstjóri Icelandair segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar komi til með að hafa neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Draga muni bæði úr eftirspurn og ferðavilja. Þetta hafi þó hvorki áhrif á langtímaáætlanir né hlutafjárútboð félagsins.
Búast við afbókunum strax eftir helgi
Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar segist búast við að afbókanir taki að berast strax eftir helgi vegna nýrra reglna um sóttkví eftir komu til landsins.