Færslur:  Landamæraskimun

Um tíundi hver komufarþegi bólusettur
Hátt í einn af hverjum tíu farþegum sem hafa komið til landsins undanfarna daga hafa verið bólusettir við COVID-19 og álíka hátt hlutfall framvísar vottorði um að hafa fengið COVID. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli þarf að hafa ítrekuð afskipti af fólki sem sækir þangað farþega. 
Akstur flugrútunnar hefst á ný frá Keflavíkurflugvelli
Reglulegur akstur flugrútu frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarsvæðisins hefst á ný skömmu eftir miðnætti. Reykjavík Excursions - Kynnisferðir ætla þá að hefja reglulegan akstur á ný. Hann hefur verið gloppóttur síðustu mánuði þar sem farþegar hafa verið sárafáir vegna COVID-faraldursins. Í fyrstu verður aðeins ekið frá flugvellinum og til höfuðborgarsvæðisins. Ekki verða í boði ferðir frá höfuðborgarsvæðinu og á flugvöllinn.
Stjórnvöld íhuga að styðja við rekstur flugrútunnar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur til skoðunar með hvaða hætti stjórnvöld geti stutt við rekstur flugrútunnar til þess að tryggja rútuferðir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.
23.02.2021 - 10:28
Enn of margir sem sækja komufarþega út á flugvöll
„Það eru enn brögð að því að fólk sæki vini og fjölskyldu á Keflavíkurflugvöll,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur eftirlit með því hvernig fólk kemst heim af flugvellinum en samkvæmt sóttvarnareglum er óheimilt að sækja komufarþega á flugvöllinn, nema sá sem sæki fari líka í sóttkví.
Fjórðungur farþega ekki með PCR-vottorð
Fyrstu farþegarnir sem þurftu að framvísa vottorði um smitleysi komu frá Boston í morgun. Seinlegt var að fara yfir vottorðin. Nærri fjórðungur farþega var ekki með vottorð. Ekki verður sektað fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.
Bara má nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka
Aðeins verður heimilt að nota skyndigreiningarpróf sem mæla mótefnavaka eða antigen samkvæmt fyrirmælum embættis landlæknis sem heilbrigðisráðherra hefur birt í Stjórnartíðindum.
Vænst svara á fundi með Pfizer á morgun
Á fundi síðdegis á morgun verður að líkindum skorið úr um hvort lyfjafyrirtækið Pfizer óski eftir að fram fari rannsókn hérlendis sem felst í að bólusetja tugþúsundir Íslendinga gegn kórónuveirunni. 
Ekkert kórónuveirusmit innanlands í gær
Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær enn fimm greindust á landamærunum. Beðið er mótefnamælingar úr öllum sýnum þaðan.
Myndskeið
Fjórir af hverjum tíu 90 ára og eldri bólusettir
Meira en fjórir af hverjum tíu sem eru 90 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn COVID-19. Bólusetning er ýmist hafin eða henni lokið hjá samtals 6200 samkvæmt nýrri upplýsingasíðu á covid.is
Tvö innanlandssmit undanfarinn sólarhring
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annað greindist í sóttkví og hitt við einkennasýnatöku. Tíu greindust á landamærunum, tvö virk smit og fjögur gömul greindust við landamæraskimun. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnum þaðan.
Fólk verður hvatt til að hvíla sig eftir flug
Almannavarnir ætla að breyta skilaboðum sínum um sóttkví sem send eru til fólks sem kemur til landsins. Framvegis verða þau sem eiga langt ferðalag fyrir höndum, utan suðvesturhornsins, hvatt til að hvíla sig áður en haldið er af stað.
Tvö innanlandssmit og báðir í sóttkví
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir voru í sóttkví og báðir greindust við einkennasýnatöku. Einn greindist með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr þremur sýnum sem voru tekin þar. Nýgengi innanlandssmita er nú 15,5 og nýgengi landamærasmita er 25,4.
Myndskeið
Ekki hægt að útiloka orsakatengsl í einu andlátinu
Í einu af þeim fimm andlátum fólks sem hafði nýlega verið bólusett við kórónuveirunni, er ekki hægt að útiloka orsakatengsl. Enginn hefur greinst með svokallað Brasilíuafbrigði veirunnar hér á landi. Fólki er ráðið frá utanlandsferðum nema brýna nauðsyn beri til. 
Fjögur innanlandssmit og sex við landamærin
Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Sex smit greindust við landamærin, þar af voru tveir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fjórum sýnum. Alls voru tekin 507 sýni innanlands í gær og 518 á landamærunum.
Myndskeið
Bjarni segir að reglugerð snerti takmarkað viðfangsefni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að skylda alla flugfarþega í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli sé afskaplega takmarkað viðfangsefni.
Fimm innanlandssmit greindust í gær
Fimm greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær. Fjórir voru í sóttkví. Tveir greindust með virkt smit við landamærin og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr fimm sýnatökum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir á landamærunum
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður rætt um heimildir til sóttvarnaaðgerða á landamærunum. Búast má við að í framhaldinu verði gefin út ný reglugerð þar að lútandi.
Myndskeið
„Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir“
Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir val um 14 daga sóttkví vera smugu á landamærunum. Fjölmörg dæmi séu um að fólk segist ætla í sóttkví en geri það svo ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ekki fallist á tillögur sóttvarnalæknis um að fólk verði skikkað í skimun eða sóttkví í farsóttarhúsi. 
Landamæralögreglan hefur hafnað vottorðum um eldri smit
Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum segir að síðan í desember hafi lögreglan hafnað fjölmörgum vottorðum um eldri smit sem fólk hefur viljað framvísa á landamærunum. Lögreglan á landamærunum er óánægð með að tillögur sóttvarnarlæknis um hertar reglur virðist ekki ætla að ná fram að ganga.
Aðgerðarheimildir á landamærum eigi að skýrast á morgun
Katrín Jakobsdóttir segir að rætt verði um heimildir til aðgerða á landamærunum í ríkisstjórn á morgun og að þar eigi að fást skýrari svör.
Hlutfall jákvæðra sýna á landamærum 2,9 prósent
2,9 prósent af þeim sýnum sem voru tekin á landamærum í gær, í fyrri og seinni skimun, reyndust jákvæð. Svo hátt hefur hlutfallið ekki verið síðan í lok nóvember þegar það var 3,6 prósent en hæst mældist það þann 26. október, 4,9 prósent.
13.01.2021 - 16:11
Þórólfur vill COVID-vottorð á landamærin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst leggja til við heilbrigðisráðherra að vottorð um neikvætt COVID-próf verði tekin gild á landamærunum. Hann segir að leita þurfi allra leiða til að hindra að smit berist inn í landið. Á hverjum degi berst embætti sóttvarnalæknis fjöldi beiðna um að komast framar í bólusetningarröðina. 
Sex innanlandssmit og 26 við landamærin
Sex kórónuveitusmit greindust innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví. 26 smit greindust á landamærunum, þar af voru sex þeirra virk í fyrri sýnatöku og fjögur í seinni sýnatöku. Tveir greindust með mótefni við landamæraskimun og beðið er mótefnamælingar úr 14 sýnatökum. Nú eru staðfest smit í öllum landshlutum.
Myndskeið
Óljós lagagrundvöllur fyrir skyldudvöl í farsóttarhúsi
Lagagrundvöllur fyrir því að skylda farþega, sem velja fjórtán daga sóttkví, til að dvelja í farsóttarhúsi er enn óljós. Heilbrigðisráherra segir fleiri möguleika í athugun eins og framvísun vottorðs. Hún segir skýrast fyrir vikulok hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum eftir mánaðamót.
Börnum sem koma til landsins nú skylt að fara í sóttkví
Frá og með morgundeginum, 13. janúar, verður börnum fæddum 2005 eða síðar skylt að sæta sóttkví með foreldri eða forráðamanni við komu til landsins, samkvæmt reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19.