Færslur: Landamæraskimun

Færeyingar hinkra með frekari samkomutakmarkanir
Færeyska landsstjórnin hyggst ekki fyrirskipa frekari samkomutakmarkanir en þörf krefur. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja hvetur landsmenn til skynsamlegrar hegðunar og þess að gæta að persónulegum sóttvörnum næstu daga og vikur.
Vill kanna möguleikann á að skima alla komufarþega
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að kannaður verði fýsileiki þess að skima alla farþega með PCR-prófi eða hraðprófi við komuna hingað til lands og fella þannig niður kröfu um vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum COVID-19.
28.09.2021 - 15:24
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Eitt smit innan sóttkvíar í gær
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær innan sóttkvíar. Nú eru 45 í einangrun með virkt smit hér á landi og 163 í sóttkví.Nýgengi innanlandssmita lækkar nokkuð milli daga.
03.06.2021 - 11:04
Mikið álag á landamærunum – fjölga starfsfólki
„Umfangið er gríðarlega mikið. Það koma upp undir þúsund farþegar á dag um flugvöllinn,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum. „Þessum farþegum þarf öllum að mæta og það þarf að skoða þau gögn sem þeir leggja fram; PCR-vottorð eða bóluefnavottorð eða staðfestingu á að viðkomandi hafi fengið COVID,“ bætir hann við. 
Ferðafólki fjölgar og sóttkvíarhóteli bætt við á morgun
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa, segir að bætt verði við sóttkvíarhótelum vegna fjölgunar flugferða til landsins. Fjórar farþegaþotur eru þegar komnar til landsins í dag og fjórar væntanlegar. Búist er við átta vélum á morgun en ferðum frá Osló og Munchen hefur verið aflýst. 
Atlantic Airways hefur áætlunarflug til Íslands
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hyggst hefja áætlunarflug til Íslands og Skotlands eftir að tilkynning barst í síðustu viku um að Færeyjar yrðu fjarlægðar af rauðum listum beggja landa.
Vill jafnvel skylda alla komufarþega í farsóttarhús
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til í nýjasta minnisblaði sínu að víðtækt samráð verði haft við landamæraverði, lögreglu, almannavarnir, Sjúkratryggingar Íslands og Rauða krossinn um hvort hægt sé að skylda flesta eða alla þá sem ferðast hingað til lands til að dvelja í sérstöku húsnæði á meðan á sóttkví eða einangrun stendur.
23.03.2021 - 16:38
„Þetta fólk er ekki komið hingað til að vera í sóttkví“
Lögreglan á Norðurlandi vestra gómaði um helgina tvo erlenda ferðamenn við brot á reglum um sóttkví. Það vakti athygli lögreglu að ferðamennirnir áttu bókað flug til síns heimalands degi eftir að niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. Mennirnir hafa hvor fyrir sig greitt 200 þúsund króna sekt. Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli vill herða reglur um stutta dvöl.
Spegillinn
Opna á sóttvarnahús við Kefavíkurflugvöll
Nú geta ferðamenn frá löndum utan Schengensvæðisins komið til Íslands ef þeir eru með bólusetningarvottorð. Ákveðið hefur verið að koma á innra eftirliti á landamærunum og til stendur að opna sóttvarnahús á Keflavíkurflugvelli.
Tvöföld skimun tryggir fæst smit af völdum ferðamanna
Langflestir þeir ferðamenn sem komust inn í landið smitaðir af COVID-19 gerðu það eftir eina skimun á landamærunum. Þetta er meðal niðurstaðna hóps vísindafólks við Háskóla Íslands sem rannsakaði áhrif mismunandi sóttvarnaraðgerða á landamærunum undir handleiðslu Thors Aspelund prófessors í líftölfræði.
Tíu með virkt smit þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð
Sautján virk smit hafa greinst á landamærunum frá 19. febrúar, þegar byrjað var að krefja komufarþega um neikvæð PCR-vottorð. Af þessum sautján sem greindust höfðu tíu framvísað neikvæðu vottorði. „Þetta sýnir að PCR-vottorð eru ekki gulltrygging fyrir því að fólk sé ekki smitað,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
11.03.2021 - 11:45
Leggur ekki til að fólk felli grímuna á næstunni
Þórólfur Guðnason býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát. 
Ekkert smit innanlands
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í sýnatökum í gær. Eitt smit greindist á landamærunum en ekki er vitað hvort það er virkt smit eða gamalt. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar til að fá skorið úr því.
13.02.2021 - 10:51
Smitin í gær tengjast smiti á landamærunum
Innanlandssmitin fjögur sem greindust í gær tengjast smiti á landamærunum. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að ef fólk ákveður að fara í fimm daga sóttkví með einhverjum sem kemur að utan þá eigi það á hættu að lenda í tveggja vikna einangrun að auki ef það greinist með veikina. Sama hætta sé uppi ef fólk sækir þá sem eru að koma frá útlöndum á flugvöllinn.
12.02.2021 - 12:37
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.
Tímasetning bólusetninga mikilvæg efnahagslífinu
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslega viðspyrnu ráðast fyrst og fremst af hraða bólusetninga. Stjórnvöld þurfi að svara því hvort markmið um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur um mitt ár standist. 
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.
Ekkert innanlandssmit — sex við landamærin
Enginn greindist með kórónuveirusmit í gær. Sex smit greindust við landamærin. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um fjölda smita.
Tvö innanlandssmit greindust í gær
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Báðir þeirra sem greindust voru í sóttkví. Eitt smit greindist við landamærin, beðið er niðurstöðu mótefnamælingar um hvort það er virkt eða gamalt.
Ferðaþjónustan hóflega bjartsýn um ferðasumarið
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að breyta tilhögun á landamærunum frá og með 1. maí næstkomandi er mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna og þá sem við hana starfa. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag, undir fyrirsögninni Dagur vonar.
Víðtæk bólusetning getur dregið úr ótta við ferðalög
Víðtæk og trygg bólusetning er talin geta orðið til að draga úr þeim ótta við flugferðir og ferðalög sem vart hefur orðið í faraldrinum. Þetta kemur fram í nýrri lokaskýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um sóttvarnir og efnahagsbata. Enn sé þó óvíst hvort nægilega hratt gangi að bólusetja fólk til að ferðaþjónustan fái næga viðspyrnu á komandi sumri.
Fagna hertum reglum en sumir efast um lögmætið
Forsvarsmenn Flokks fólksins, Samfylkingar og Pírata, eru ánægðir með að gripið hafi verið til hertra aðgerða á landamærunum. Sumir hafa þó áhyggjur af lögmæti aðgerðanna. Heilbrigðisráðherra féllst í dag á tillögu sóttvarnalæknis um að skikka alla sem koma til landsins í tvöfalda skimun og afnema sóttkvíarmöguleikann.
Myndskeið
Allir skyldaðir í tvöfalda skimun strax í dag
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur í dag út reglugerð sem skyldar alla sem koma til landsins í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þetta segir hún gert í ljósi þess að veiran er í vexti í löndunum í kringum okkur og að margir sem valið hafa 14 daga sóttkví á landamærunum hafi ekki virt hana.