Færslur: Landamæraskimun

Vill gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við heilbrigðisráðherra hinna Norðurlandaþjóðanna að ríkin vinni saman að því að taka upp gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19.
Flestir eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir
Flestir Íslendingar eru ánægðir með sóttvarnaraðgerðir á landamærunum og meirihluti landsmanna voru sáttir við það þegar aðgerðir voru hertar 19. ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem viðhorf fólks til sóttvarnaraðgerða voru könnuð.
Sex innanlandssmit - þar af fjögur í sóttkví
Sex voru greind með COVID-19 smit innanlands í gær. Af þeim voru fjögur í sóttkví. Þrjú þeirra sem fóru í skimun á landamærunum í gær bíða eftir mótefnamælingu.
26.08.2020 - 11:03
6 smit greindust innanlands í gær
Sex kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Tvö greindust við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar beggja. Fimm þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví. Ríflega þrettán hundruð sýni voru tekin við landamærin en 291 á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
24.08.2020 - 11:09
Aðgerðirnar á landamærunum í þágu almannahags
Hertar takmarkanir við landamærin stuðla að því að innlandshagkerfið verði fyrir sem minnstu hnjaski. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni bendir Katrín á að í öðrum ríkjum hafi harðari sóttvarnaraðgerðir ekki endilega skilað sér í meiri samdrætti. Þá fagnar hún gagnrýninni umræðu um borgaraleg réttindi í ljósi hertra aðgerða.
Myndskeið
Greina sýni langt fram á kvöld í Vatnsmýri
Formlegt samstarf Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu sýna hófst í morgun og eru flest þeirra nú greind hjá ÍE. Síðustu fjórar vikur hefur langmest verið greint hjá veirufræðideild Landspítalans. Fjögur innanlandssmit voru staðfest í gær. 
Þrjátíu þýskir ferðamenn vissu ekki af sóttkvíarkröfu
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri segist vita af þrjátíu þýskum ferðamönnum sem vissu ekki af kröfunni um fimm daga sóttkví sem tók gildi á miðnætti. „Þetta eru örfá tilfelli og fólk hefur þá einhvern veginn reynt að koma sér úr landi aftur,“ segir hann. Lítil aðsókn sé í gististaði sem taka á móti gestum í sóttkví.
19.08.2020 - 14:14
Myndskeið
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti
Einn af hverjum fimm farþegum sem áttu bókað flug með Icelandair á morgun hefur afbókað ferð sína. Eftir miðnætti í kvöld þurfa nær allir sem hingað koma að fara í sóttkví.
18.08.2020 - 23:59
Milljarðahagsmunir af því að komast hjá hörðum aðgerðum
Efnahagslegir hagsmunir af því að komast hjá hörðum sóttvarnaaðgerðum geta hlaupið á hundruðum milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta kemur fram í nýbirtu minnisblaði sem unnið var að beiðni  fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra og var haft til hliðsjónar við ákvarðanatöku um umfang sóttvarnarráðstafana á landamærum.
Myndskeið
Áframhaldandi skimun og sóttkví í einhverri mynd
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að áfram þurfi að beita skimun og sóttkví í einhverri mynd á landamærum ef stjórnvöld vilja lágmarka áhættuna á að veiran berist til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hann segir tillögurnar sem hann afhenti heilbrigðisráðherra í morgun snúast um það.
„Opin“ landamæri mikil fórn fyrir lítinn ábata
„Það er mikil áhætta fyrir lítinn ávinning að hleypa fólki inn í landið,“ segir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um fyrirkomulagið við skimun á landamærunum þar sem ekki er gerð krafa um sóttkví. „Margir eru undanþegnir skimun og aðrir fá hana á verði sem ekki tekur mið af áhættunni sem ferðir yfir landamærin hafa í för með sér,“ segir Tinna. 
Segir komur ferðamanna margfalda líkur á faraldri
Ljóst er að smitið sem dreifist nú um samfélagið barst hingað yfir landamærin, og sennilega með aðeins einum farþega. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu.
Myndskeið
Verðum að taka okkur á, segir landlæknir
Aðeins þrjú smit greindust innanlands í gær. Tveir liggja nú á sjúkrahúsi. Sóttvarnalæknir segir fyrst og fremst áskorun að fá fólk til að fara að reglunum. Við verðum að taka okkur á, segir landlæknir.
Vikulokin
„Vissum ekki það sem við vitum núna“
Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að miðað við núverandi stöðu þekkingar á kórónuveirunni sé óhætt að mæla með grímunotkun fyrir almenning ef ekki er hægt að gæta fjarlægðatakmarkana. Hún segir jafnframt að falskt öryggi hafi hugsanlega verið fólgið í landamæraskimun.
08.08.2020 - 12:51
Opnun landamæra stefndi almannagæðum og efnahag í hættu
„Það er ekki rétt að það hafi verið nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að opna fyrir flæði ferðamanna,“ skrifar Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í Vísbendingu í dag. Greinin ber yfirskriftina „Voru gerð mistök í sumar?“ og þar færir Gylfi rök fyrir því að stjórnvöld hafi gert mistök með því að „opna“ landið fyrir ferðamönnum.  
Myndskeið
Aukningin er verulegt áhyggjuefni, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aukningu smita vera verulegt áhyggjuefni og að líklega hafi allir orðið fyrir nokkrum vonbrigðum þegar samkomutakmarkanir voru hertar.
07.08.2020 - 18:50
Þjóðverjar skima alla frá hááhættusvæðum
Farþegar sem koma til Þýskalands frá hááhættusvæðum verða skyldaðir til að undirgangast sýnatöku frá og með næsta laugardegi. Skimun á landamærunum er ókeypis og fólki sem kemur inn í landið frá hááhættusvæðum hefur staðið til boða að fara í sýnatöku frá því í síðustu viku.
06.08.2020 - 12:49
Síðasta úrræðið að takmarka fjölda ferðamanna
Takmörkun á fjölda ferðamanna til landsins væri síðasta úrræðið sem samgönguráðherra myndi vilja grípa til kæmi upp sú staða að fleiri ferðamenn kæmu hingað en þeir rúmlega tvö þúsund sem heilbrigðiskerfið nær nú að
04.08.2020 - 19:02
Myndskeið
Skoðað að skima alla landsmenn tvisvar við heimkomu
Sóttvarnarlæknir segir til skoðunar að allir búsettir hér verði að sæta heimkomusmitgát við komuna til landsins og fara tvisvar í sýnatöku. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að málið sé metið nú og hvort unnt sé að auka afkastagetu í sýnatöku og rannsóknum. Þórólfur segir viðbúið að fleiri smit greinist daglega næstu daga.
Tilefni til að endurvekja tveggja metra reglu
Runólfur Pálsson forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af, segir tilefni til að endurvekja tveggja metra regluna. En hvað um frekari aðgerðir? „Ég held að það þurfi að skoða það mjög vel. Við flest sem erum að fást við þessa starfsemi hér á Landspítalanum þeirrar skoðunar. Það sem skiptir gríðarlegu máli núna eru einstaklingsbundnar sóttvarnir. Allir gæti sín í hvívetna og fylgi þeim leiðbeiningum sem liggi fyrir,“ segir Runólfur.
29.07.2020 - 12:21
Myndskeið
Búa sig undir frekari fjölgun smita og samræma sýnatöku
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir enn frekari fjölgun smita með því að samræma sýnatöku á einum stað, í gamla Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Til stendur að setja upp tjald á bílastæðinu þar sem fólk sem er með einkenni COVID-19 fer í skimun.
28.07.2020 - 19:40
Innflytjendur aðskotahlutur sem ekki er gert ráð fyrir
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir það umhugsunarefni að ekki hafi verið gert ráð fyrir að manneskja sem ekki tali nógu góða „stjórnsýslu-íslensku“ sé með íslenska kennitölu.
COVID-19
Upplýsingafundur almannavarna
Upplýsingafundur almannavarna hefst klukkan 14:00. Fundurinn er sýndur í sjónvarpinu, hér á vefnum og honum er útvarpað á Rás 2. Fylgjast má með beinu textrastreymi hér að neðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Páll Þórhallsson, verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu, ræða stöðuna á landamærunum, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni. Gestur fundarins er Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
COVID-19
Upplýsingafundur Almannavarna
Upplýsingafundur Almannavarna fer fram klukkan 14:00 í dag í Katrínartúni 2. Sýnt er frá fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á rás 2 og á vefnum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra, sýnatöku og framgang Covid-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni á þessum 87. fundi Almannavarnadeildar.
Myndir
Fimmtánfölduðu daglegan sýnafjölda í vinnslu
Skimun gengur vel á sýkla- og veirufræðideildi Landspítala eftir að hún tók miklum breytingum áður en hún tók við hlutverki Íslenskrar erfðagreiningar um landamæraskimun. Með nýju tölvukerfi og verklagi tókst að fimmtánfalda daglegan sýnafjölda í vinnslu á deildinni. Meðal annars er notast við kerfi sem Íslensk erfðagreining þróaði sérstaklega fyrir skimunarverkefnið.