Færslur: Landamæraaðgerðir

Landamæri Ástralíu mestmegnis opnuð að nýju
Ferðamenn eru himinlifandi með að geta heimsótt Ástralíu að nýju eftir næstum tveggja ára lokun landamæranna. Fyrstu fullbólusettu ferðalangarnir komu með þotu Qantas-flugfélagsins frá Los Angeles í Bandaríkjunum klukkan 6:20 árdegis að staðartíma. Þá var klukkan 19:20 í gærkvöld á Íslandi.
Nýsjálendingar fresta enn opnun landamæra
Stjórnvöld á Nýja Sjálandi hafa ákveðið að fresta því að opna landamærin til febrúarloka á næsta ári af ótta við flóðbylgju smita af völdum Omíkrón-afbrigðis kórónuveirunnar.
Óbreyttar landamæraaðgerðir fram til 15. janúar
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum vegna Covid-19, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Reglugerðin gildir til 15. janúar 2022.
Stefnubreyting í baráttunni við faraldurinn
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, viðurkenndi í morgun að nýrrar stefnu væri þörf í baráttu við kórónuveirufaraldurinn. Fjölgun bólusettra auðveldi stefnubreytinguna en Delta-afbrigðið breytti sviðsmyndinni mjög. Smám saman verður slakað á takmörkunum í Auckland, stærstu borg landsins.
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
Flugfélögin mega ekki flytja vottorðslausa útlendinga
Íslenskum flugrekendum er skylt að vísa erlendum farþegum frá, framvísi þeir ekki neikvæðu COVID-prófi. Þetta segir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Ef Íslendingar mæta vottorðslausir á flugvöllinn er það flugstjóri vélarinnar sem ræður hvort þeir fái að fara með.
01.08.2021 - 10:50
Vill fara varlega í afléttingar á landamærum
Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.
Þórólfur vill fara hægt í tilslakanir á landamærum
Sóttvarnaaðgerðir á landamærunum haldast óbreyttar til 1. júlí en þá leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir til að hætt verði að skima bólusetta og þá sem hafa sýkst. Áfram þurfi aðrir að hafa vottorð um PCR-próf við komuna til landsins og fara í tvær skimanir og sóttkví.
Alltaf einhverjum vísað til baka við komuna til Íslands
„Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að fara til baka,“ segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í flugstöðvardeild Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Bann er í gildi við ónauðsynlegum ferðum hingað til lands frá ákveðnum hááhættusvæðum og það kemur fyrir flesta daga að fólk frá þeim svæðum uppfylli ekki skilyrði um að ferðin sé nauðsynleg.
Ríkjum fjölgar sem teljast hááhættusvæði
Þrjátíu og eitt land eða svæði bætist á listann yfir hááhættusvæði vegna COVID-19 á þriðjudaginn.
14.05.2021 - 21:10
Óvissa ríkir um framtíðarferðalög bólusettra
Ekki er víst að fólk bólusett með bóluefni AstraZeneca fái að ferðast til Bandaríkjanna, ef og þegar Bandaríkin opnast fyrir ferðalöngum frá Schengen-svæðinu. 
13.05.2021 - 14:00
Telur marga annmarka á íslensku litakóðunarkerfi
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Magnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús. Hann vonar að stjórnvöld hverfi frá áformunum og óttast að stjórnmálamenn hafi ekki ráðfært sig nægilega við vísindamenn við ákvarðanatökuna. 
80 prósent vilja harðari aðgerðir á landamærunum
Alls virðast 92 prósent landsmanna frekar vilja að aðgerðir á landamærum verði hertar en aðgerðir innanlands, og um 80 prósent vilja mun harðari eða nokkuð harðari aðgerðir á landamærunum eins og staðan er nú. Aðeins eitt prósent kýs heldur að sóttvarnir innanlands verði hertar en aðgerðir á landamærunum. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Vikulokin
Kallar eftir samráði við setningu reglugerða
Formaður velferðarnefndar segir að samvinna við þá sem sjá um framkvæmd nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um aðgerðir við komuna til landsins hefðu átt að hafa meiri aðkomu að setningu hennar. Fyrri reglugerð var ekki í samræmi við lög.
Myndskeið
Viðbúið að Landsréttur úrskurði um sóttkví á morgun
Viðbúið er að Landsréttur dæmi á morgun um lögmæti þess að skikka fólk á sóttkvíarhótel. Sárafáir völdu að fara á hótelið í dag þegar það var ekki lengur skylda. Mál fjögurra af þeim sjö sem Héraðsdómur dæmdi í hag í gær fara fyrir Landsrétt. Hin þrjú mál gera það ekki vegna þess að þeir sem þau höfðuðu eru lausir úr sóttkví og hafa því ekki lögvarða hagsmuni af málinu.
Óljóst hver ber ábyrgð á að raða í rútur á flugvellinum
Farþegi í rútu á leið frá Keflavíkurflugvelli í farsóttahúsið á Fosshótel Reykjavík segir mun þrengra um farþega í rútunni en í flugvélinni. Yfirlögregluþjónn segir að skoða þurfti hver beri ábyrgð á að raða í rúturnar. Milli sextíu og sjötíu manns eru nú komnir í farsóttahúsið en alls er búist við um 300-400 manns í dag.
01.04.2021 - 18:14