Færslur: Landakotsspítali

Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Myndskeið
Þrettán andlát eru rakin til Landakots
Sjúklingur lést síðastliðinn sólarhring af völdum COVID-19. Tuttugu og sex hafa því látist hér á landi, þar af 13 sem rekja má til hópsýkingarinnar á Landakoti. 
18.11.2020 - 20:11
Ekki eiginlegt loftræstikerfi í fjórum byggingum LSH
Auk Landakots er ekki eiginlegt loftræstikerfi í þremur spítalabyggingum Landspítala, meðal annars á Vífilsstöðum þar sem fólk bíður eftir að komast á hjúkrunarheimili.
17.11.2020 - 18:39
Segir engar reglur hafa verið brotnar
Grunur var kominn upp um kórónuveirusmit á Landakoti þegar sjúklingur þar var sendur með sjúkrabíl í Stykkishólm. Maðurinn reyndist síðar smitaður af COVID-19. Yfirlæknir segir að hvorki hafi reglur um sóttkví né gæðareglur spítalans verið brotnar.
14.11.2020 - 12:38
Viðtal
Páll: Alvarlegasta atvikið í starfstíð minni
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að hópsýkingin sem upp kom á Landakotsspítala í október hafi verið alvarlegasta atvikið í sögu spítalans í hans starfstíð. Í skýrslu spítalans um málið sem kynnt var í dag segir að aðstæður og aðbúnaður á Landakoti hafi verið til þess fallið að auka líkur á dreifingu kórónuveirunnar. Ekki stendur til að taka húsnæðið úr notkun.
Dreifingin var „gríðarlega mikil“
Dreifing kórónuveirusmitsins, sem kom upp á Landakotsspítala var gríðarlega mikil. Á einni deild spítalans smituðust allir sjúklingar á deildinni, á annarri var smithlutfallið rúm 93%. Ekki er hægt að nefna eina orsök fyrir hópsýkingunni en meðal þess sem orsakaði hana var ófullnægjandi húsnæði og óviðunandi aðbúnaður sjúklinga og að starfsmenn fóru á milli deilda. Engin loftræsting er á Landakoti og það jók enn á útbreiðsluna.
13.11.2020 - 15:00
Níu rúma COVID-deild opnuð á Landakoti
COVID-deild með níu einbýlum var opnuð á Landakoti á laugardaginn. Henni er ætlað að bregðast við mikilli þörf fyrir innlagnir fólks með sjúkdóminn.
02.11.2020 - 15:07
COVID-smit hjá starfsmönnum og sjúklingi á Landakoti
COVID-19 smit greindist hjá nokkrum starfsmönnum og einum sjúklingi á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti undir kvöld í gær. Deildinni hefur verið lokað fyrir utanaðkomandi umferð. Skimanir og smitrakning standa nú yfir.
Spegillinn
Tilfinningin sem situr eftir er aðalatriðið
Í setustofu á deild L4, lokaðri endurhæfingardeildar Landakotsspítala fyrir sjúklinga með heilabilun, situr fólk í hring og syngur undir stjórn Jónu Þórsdóttur, músíkþerapista. Á deildinni eru fimmtán sjúklingar sem þurfa mikla aðstoð. Öll glíma þau við atferlisraskanir af völdum heilabilunarsjúkdóma eða heilablæðingar; má þar nefna verkstol, málstol, ranghugmyndir og ofskynjanir. Sjúklingahópurinn er breiður, þarna er eldra fólk en líka fólk um fimmtugt.