Færslur: Landakotskirkja

Myndskeið
Ómögulegt að alhæfa um 30.000 manna hóp
Sumir hafa áhyggjur af því að umræðan um sóttvarnabrotin í Landakotskirkju liti viðhorf til Pólverja á Íslandi almennt. Þetta segir mannfræðingur. Áhrif sóttvarnareglna á helgihald hafi líka verið til umræðu í Póllandi. 
Úthlutaði oblátum til kirkjugesta án sóttvarna
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tíminn verði að leiða í ljós hvort smit verði vegna þess að prestur úthlutaði oblátum í messu í Landakotskirkju í gær án þess að tryggja sóttvarnir. Sóttvarnareglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju. 
Aflýsa opinberum kaþólskum messum
David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum  opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ekki sé hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kaþólsku kirkjunni.
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Fyrst og fremst dapurlegt að heyra af margmenni í messu
„Alltaf þegar við fáum svona fréttir þá verður maður fyrst og fremst leiður og dapur,“ segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mannfjöldann í Landakotskirkju í dag.
03.01.2021 - 18:36
Segir ekki koma til greina að telja inn tíu kirkjugesti
Staðgengill biskups kaþólsku kirkjunnar segist telja í lagi að fimmtíu manns komi saman í messu, þrátt fyrir tíu manna samkomutakmörk, ef tveggja metra reglan er virt og fólk er með grímur. „Af því kirkjan okkar er svo stór,“ segir Patrick Breen í samtali við fréttastofu.
03.01.2021 - 15:34
Myndskeið
Allt of margir í messu í Landakotskirkju
Fjöldi kirkjugesta í messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag var langt yfir þeim hámarksfjölda sem sóttvarnareglur kveða á um. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mætti á staðinn og ræddi við sóknarprest að lokinni messu. Málið er nú til rannsóknar lögreglu.
03.01.2021 - 14:22