Færslur: Landakot

Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Myndskeið
Þrettán andlát eru rakin til Landakots
Sjúklingur lést síðastliðinn sólarhring af völdum COVID-19. Tuttugu og sex hafa því látist hér á landi, þar af 13 sem rekja má til hópsýkingarinnar á Landakoti. 
18.11.2020 - 20:11
Kastljós
Eldri sjúklingar hornreka í kerfinu
Ólafur Samúelsson, formaður félags íslenskra öldrunarlækna, segir hópsmitið á Landakoti sýna að eldri sjúklingar hafi orðið hornreka í heilbrigðiskerfinu. „Aðstaðan sem boðið er upp á þjónar ekki þeim þörfum sem þessi hópur hefur,“ segir hann. Ólafur var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins.
17.11.2020 - 20:51
Ekki eiginlegt loftræstikerfi í fjórum byggingum LSH
Auk Landakots er ekki eiginlegt loftræstikerfi í þremur spítalabyggingum Landspítala, meðal annars á Vífilsstöðum þar sem fólk bíður eftir að komast á hjúkrunarheimili.
17.11.2020 - 18:39
Kastljós
„Ég veit ekki í hverju mistökin ættu að vera fólgin“
Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segist ekki sjá í hverju mistök stjórnenda spítalans ættu að vera fólgin í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Már var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins. 
16.11.2020 - 20:59
Myndskeið
Börn í 5. - 7. bekk mega vera grímulaus
Grímuskylda grunnskólabarna í 5. til 7. bekk verður afnumin frá og með miðvikudegi og tveggja metra reglan líka. Tveir nýir kórónuveirustofnar sem valdið hafa hópsýkingum tengjast Póllandi og Bretlandi.
Myndskeið
Húsnæði Landspítalans úrelt í þróuðu heilbrigðiskerfi
Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir að þær aðstæður sem stuðluðu að dreifingu kórónuveirunnar á Landakoti séu svipaðar á öðrum stofnunum landsins. Húsnæði Landspítalans er úrelt miðað við þá þróun sem hefur orðið í heilbrigðismálum, að mati framkvæmdastjóra hjúkrunar.
15.11.2020 - 12:30
Lengi vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki góðar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi legið fyrir í marga áratugi að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar til vernda sjúklinga gegn farsóttum. Hann segir að niðurstaða skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna í síðasta mánuði komi ekki á óvart.
15.11.2020 - 12:30
Viðtal
Kalt að kveðja í gegnum plastið
Sverrir I. Axelsson lést úr COVID-19 93 ára að aldri eftir að hafa smitast af veirunni á Landakoti. Sonur Sverris, Ólafur Sverrisson, vill skýringar á því hvað fór úrskeiðis á spítalanum. Hann segir að stjórnun og utanumhald á spítalanum hafi verið í ólagi, en ber starfsfólki vel söguna.
13.11.2020 - 19:50
Viðtal
Úttektin sýni þörfina á nýjum spítala
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisáðherrah segir að úttekt á hópsýkingunni á Landakoti sýni að það sé löngu tímabært að byggja nýjan Landspítala. Hún hefur nú þegar átt fundi með landlækni og forstjóra Landspítalans til að fara yfir hvaða úrbætur verður að ráðast í á Landakoti.
13.11.2020 - 19:37
Viðtal
Páll: Alvarlegasta atvikið í starfstíð minni
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að hópsýkingin sem upp kom á Landakotsspítala í október hafi verið alvarlegasta atvikið í sögu spítalans í hans starfstíð. Í skýrslu spítalans um málið sem kynnt var í dag segir að aðstæður og aðbúnaður á Landakoti hafi verið til þess fallið að auka líkur á dreifingu kórónuveirunnar. Ekki stendur til að taka húsnæðið úr notkun.
Myndskeið
Upplýsingafundur vegna hópsýkingar á Landakoti
Landspítali hélt upplýsingafund í dag vegna hópsýkingar COVID-19 á Landakoti og útgáfu skýrslu sem unnin var af Lovísu Björk Ólafsdóttur um málið.
Kynna úttekt um Landakots-hópsýkingu í dag
Úttekt um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins verður kynnt í dag, fyrst fyrir starfsfólki og stjórnendum Landspítala og síðan fjölmiðlum. Boðað hefur verið til fréttamannafundar klukkan þrjú. Þar fara Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, yfir úttektina. Sýnt verður beint frá fundinum á ruv.is.
Myndskeið
Landakotssýkingin verður tilkynnt sem alvarlegt atvik
Tíu af þrettán andlátum í þriðju bylgju COVID-faraldursins má rekja til hópsýkingarinnar á Landakoti. Sýkingin verður formlega tilkynnt Landlækni sem alvarlegt atvik. Forstjóri Landspítalans segist ekki búast við að málið verði tilkynnt til lögreglu en vill þó ekki fullyrða um það.
09.11.2020 - 18:06
Myndskeið
Ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni á SAK
Mikið álag er á sjúkrahúsinu á Akureyri og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu að loknum upplýsingafundi í dag að hann telji ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni.
09.11.2020 - 14:36
Hægt að færa Landspítala af neyðarstigi í vikunni
Tíu andlát vegna COVID-19 í þessari bylgju faraldursins tengjast Landakoti. Fimm létust um helgina á Landspítalanum og hið sjötta er yfirvofandi að sögn forstjóra spítalans. Hann gerir ráð fyrir að spítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni.
09.11.2020 - 11:31
Átta COVID-sjúklingar lagðir á Landspítalann í gærkvöld
Mikið álag er nú á Landspítalanum og í gærkvöld voru lagðir þar inn átta sjúklingar með COVID-19, segir Víðir Reynisson. Aðeins nítján smit greindust í gær. Ein vika hefur nú liðið þar sem fá smit hafa greinst. 
06.11.2020 - 12:44
Myndskeið
Aðstandendur svekktir en skilningsríkir í það heila
Fjórir hafa látist vegna COVID-19 á síðustu þremur dögum á Landspítala. Hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum á Eyrarbakka segir að aðstandendur séu svekktir en skilningsríkir og sjúklingar leiðir á einangruninni.
03.11.2020 - 19:21
Níu rúma COVID-deild opnuð á Landakoti
COVID-deild með níu einbýlum var opnuð á Landakoti á laugardaginn. Henni er ætlað að bregðast við mikilli þörf fyrir innlagnir fólks með sjúkdóminn.
02.11.2020 - 15:07
Óhentugt húsnæði og mannekla meðal hugsanlegra skýringa
Þrír þættir kunna að hafa haft áhrif á það að smit skyldi berast inn í Landakot og dreifast víða. Í fyrsta lagi hversu smitandi afbrigði kórónuveirunnar berst nú á milli fólks, í öðru lagi óhentugt húsnæði á Landkoti og í þriðja lagi mannekla. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans í dag. 
30.10.2020 - 19:14
Landakoti breytt í bráðasjúkrahús
Landakoti hefur verið breytt í bráðasjúkrahús til að takast á við hópsýkinguna þar. Náist ekki að hefta útbreiðslu faraldursins verða sjúkrahús landsins í afleitri stöðu, segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga Landspítalans, sem COVID-göngudeildin er hluti af.
30.10.2020 - 12:36
Segja vangaveltur um framvindu á Landakoti ótímabærar
„Vangaveltur um hugsanlega framvindu á athugun á því hópsmiti sem varð á Landakoti eru ótímabærar og mega ekki tefja það vandasama verkefni að vinna úr þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp,“ segir í tilkynningu sem Landspítalinn sendi frá sér í dag. Þar er sérstaklega lögð áhersla á að ekkert ósætti ríki milli Landspítalans og Embættis landlæknis vegna hópsýkingarinnar á Landakoti.
27.10.2020 - 15:23
Byrjuðu að nota spjaldtölvur á Landakoti í dag
Sjúklingar á Landakoti eru að byrja að spreyta sig á spjaldtölvum. Söfnun starfsfólks fyrir spjaldtölvum hefur gengið vonum framar. Þær fyrstu eru komu í hús í morgun. Vonir standa til að þær verði 90 talsins þegar söfnun lýkur. 
01.04.2020 - 18:30
Myndskeið
Fimm smitaðir sjúklingar á Landakoti og átján í sóttkví
Fimm aldraðir sjúklingar liggja nú á Landakoti smitaðir af kórónuveirunni og fimm starfsmenn þar hafa greinst. Forstjóri Landspítalans segir enn ekki vitað hvernig fólkið smitaðist. Níu manns með COVID-19 eru á gjörgæslu, þar af sjö í öndunarvél.  
29.03.2020 - 19:22