Færslur: Lánasjóður íslenskra námsmanna

Menntasjóður þjónar ekki hlutverki sínu
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir afgreiðslu frumvarps um Menntasjóð námsmanna litast af fljótfærni og að sjóðurinn þjóni ekki hlutverki sínu sem „félagslegt jöfnunartæki“ eins og honum er ætlað.
Framhaldsskólanemar vonsviknir með lög um Menntasjóð
Samband íslenskra framhaldsskólanema hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að frumvarp um Menntasjóð námsmanna hafi verið samþykkt á Alþingi án þess að gert væri ráð fyrir stuðningi við bóknámsnemendur í framhaldsskólum.
Lög um Menntasjóð námsmanna samþykkt
Nýtt lánasjóðskerfi var samþykkt á Alþingi í dag. Menntasjóður námsmanna kemur í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Stúdentar krefjast nærri fjögurra milljarða frá ríkinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst fyrir hönd stúdenta krefjast endurgreiðslu þess atvinnutryggingagjalds sem tekið hefur verið af launum stúdenta allt frá árinu 2010. Upphæðin nemur um 3,9 milljörðum króna. Námsmenn hafa haft verulegar áhyggjur af afkomu sinni vegna kórónuveirunnar og samkomubannsins sem henni hefur fylgt.
LÍN notar vélmenni til að þjónusta viðskiptavini
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur tekið í notkun svokallað spjallmenni. Spjallmennið sem heitir Lína svarar einföldum spurningum viðskiptavina og er á vaktinni allan sólarhringinn á vef sjóðsins.
Vilja fella niður ábyrgðir á eldri námslánum
Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum utan Miðflokks leggja til að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að fella niður ábyrgðir á námslánum sem veitt voru fyrir 31.júlí 2009. Í greinargerð segir að óbreytt ástand feli í sér ótæka mismunun sem sé ekki í samræmi við félagslegt jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það sé réttlætismál að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. 
„Margar jákvæðar breytingar“ boðaðar á LÍN
Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna segir að lækkun fjárveitinga til sjóðsins eigi sér eðlilegar skýringar. Það sé jákvætt að ráðherra boði breytingar á starfsemi LÍN. 
Myndband
52 prósent færri lánsumsóknir hjá LÍN
Umsóknum um námslán hjá LÍN hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Mennta og menningarmálaráðherra vonast til að gera stórtækar breytingar á lánasjóðinum á þessu þingi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir að ýmislegt hafi áhrif, þar á meðal að ungt fólk búi lengur hjá foreldrum og hafi önnur úrræði.
Lánasjóður verði Stuðningssjóður
Nafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna verður breytt í Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, verði nýtt frumvarp um námsstyrkjakerfi að lögum. Mögulegt verði að fá 30% af höfuðstóli námslána felld niður.
Viðtal
Færri taka lán hjá LÍN
„Við erum að sjá að það eru færri sem eru að taka lán hjá okkur, hlutfallslega,“ segir Eygló Harðardóttir, stjórnarformaður hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn kanni hversu mikið svigrúm sé til að koma til móts við kröfur stúdenta sem vilja hækkun bæði á grunnframfærslu námsmanna og frítekjumarkinu.
Lilja skipar Eygló nýjan stjórnarformann LÍN
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Eygló Harðardóttur, Lárus Sigurð Lárusson, Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Teit Björn Einarsson í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Eygló Harðardóttir er nýr formaður stjórnar. Hún er fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra og þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009-2017.
Stúdentar vilja LÍN frumvarp á dagskrá
Stúdentar í lánshæfu námi munu ekki una því að þurfa bíða til næsta kjörtímabils eftir endurbótum á námsaðstoðarkerfinu og krefjast þess að málið verði tekið á dagskrá Alþingis sem allra fyrst.
Nýja kerfið til hagsbóta fyrir langflesta
Nemendur sem fara í dýrt nám erlendis og í tiltölulega láglaunað starf að því loknu koma verst út, verði frumvarp um nýtt námslánakerfi að lögum. Um 85% námsmanna taka lán undir 7,5 milljónum króna og þeirra hag er betur borgið í nýja kerfinu. Þetta segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Hann óttast ekki að frumvarpið verði til þess að nemendur skrái sig eingöngu í arðbærustu greinarnar og að erfitt verði manna láglaunastörf sem krefjast háskólamenntunar. Kerfið auki jafnrétti til náms.
Óttast að frumvarpið skerði jafnrétti til náms
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er efins um að þær breytingar sem boðaðar eru á námslánakerfinu í nýju frumvarpi, séu til þess fallnar að auka jafnrétti til náms. Þær geti komið ákveðnum nemendahópum illa; þeim sem ekki fara í hálaunastörf að námi loknu, doktorsnemum, þeim sem nema við dýra háskóla erlendis og nemendum sem glími við veikindi eða þurfi að hægja á námi sínu vegna barneigna.