Færslur: Lambakjöt

Sláturlömbum fækkar en dilkarnir þyngjast
Á sama tíma og framleiðsla lambakjöts heldur áfram að dragast saman hér á landi heldur meðalfallþungi dilka áfram að aukast og hefur aldrei verið meiri en nú. Morgunblaðið greinir frá þessu. Um 465.000 lömb voru leidd til slátrunar í haust, segir í frétt blaðsins, um 20.000 færri en á liðnu ári og liðlega 95.000 færri en árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.
11.11.2021 - 06:16
Sjónvarpsfréttir
Íslenska lambið fer víða en mismikið fæst fyrir
Þriðjungur íslensks lambakjöts er fluttur úr landi, þar á meðal til Bretlands, Rússlands og Ghana. Kjötið er selt fyrir töluvert lægra verð en það er selt á innanlands. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb segir að uppistaðan í útflutningnum sé kjöt sem Íslendingar kæri sig síður um.
23.06.2021 - 19:23
Íslenskur bógur í Færeyjum ári yngri eftir Spánarferð
Færeyskur heildsali merkti ársgamlan lambabóg sem nýjan, frá þessu greindi færeyska Kringvarpið í gærkvöld. Kjötið er frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Forstöðumaður KS staðfestir að það sé ársgamalt.
22.12.2020 - 11:31
Meðalþyngd sláturlamba meiri en nokkru sinni
Íslensk lömb komu vel nærð af fjalli ef marka má tölur frá sláturhúsum landins, því fallþungi dilka hefur aldrei verið meiri en í haust. Var meðaldilkurinn 16,89 kíló, 370 grömmum þyngri en í fyrra og 120 grömmum þyngri en fyrri meðaldilkur, sem féll til árið 2016.
12.11.2020 - 05:18
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Snúið að manna sláturtíð vegna faraldursins
Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi gengur nú verr að manna sláturtíð en síðustu ár. Forsvarsmenn sláturhúsa segja það býsna snúið að fá erlent fólk til starfa á tímum COVID.
16.07.2020 - 12:10
Myndskeið
Nemendur átu á sig gat og brustu í söng
Landsmenn átu margir hverjir á sig gat í dag, sprengidag. Í Brekkuskóla á Akureyri var nemendum boðið upp á saltkjöt og baunasúpu í tilefni dagsins, við mis mikla hrifningu.
25.02.2020 - 19:52