Færslur: Læsi

Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið og nú
Bókin lifir góðu lífi, samkvæmt niðurstöðum lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem kynntar voru í dag, á degi íslenskrar tungu. Þær sýna að Íslendingar hafa sjaldan lesið jafn mikið síðan farið var að kanna bóklestur þjóðarinnar og þeim sem hvorki lesa né hlusta á bækur hefur fækkað síðan í fyrra. 
Vilja að Íslendingar setji heimsmet í lestri
Í dag byrjar nýtt lestrarverkefni fyrir alla sem búa á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hvetur börn og fullorðna til að nýta tímann vel núna til að lesa. Ráðuneytið minnir á að það er mikilvægt að lesa mikið.
01.04.2020 - 13:48
Landsmenn hvattir til að setja heimsmet í lestri
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina. Börn og fullorðnir eru hvött til að nýta þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður til lesturs. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er minnt á mikilvægi lesturs, enda ræðst námsárangur barna að stórum hluta af lesskilningi sem eykst með auknum lestri.
01.04.2020 - 07:30
Þremur útibókasöfnum komið upp á Akureyri
Þremur útibókasöfnum hefur verið komið upp á Akureyri. Söfnin voru hönnuð og smíðuð af ungmennum í vinnuskóla Akureyrarbæjar. Þau voru svo vígð á Alþjóðadegi læsis sem haldin var hátíðlegur víða um land á mánudaginn.
10.09.2019 - 14:32
„Hættum of snemma að lesa upphátt fyrir börn“
Íslenskukennari í Eyjafirði segir afar mikilvægt að lesa upphátt fyrir nemendur, það sé áhrifarík leið til að bæta læsi. Þá sé fjölbreytt kennsla og áhugasamur kennari lykilatriði, því fyrirmyndir skipti miklu máli. Oft hætti foreldrar of snemma að lesa fyrir börnin heima.
04.03.2018 - 19:19
„Bókasöfn eru á mótunarskeiði“
Einhverjir héldu að bóksöfnin myndu deyja út í heimi rafbóka og nýrrar tækni. En með því að þróa þau í takt við breyttar þarfir íbúa þá eru þau að lifna við og verða að stöðum þar sem hjartað slær í samfélögum. Um allan heim eru nýjar eða endugerðar bóksafnsbyggingar að verða að sterkum kennileitum í borgarmiðjum og sú þróun er hafin hér á landi.
20.06.2017 - 16:34