Færslur: læknir

Andlátum vegna ópíóðafíknar fjölgar ekki hér á landi
Dauðsföllum vegna ópíóðafíknar hefur ekki fjölgað vegna lyfjaeitrunar þrátt fyrir aukna neyslu. Fleiri voru lögð inn á Vog vegna ópíóðafíknar á síðasta ári en árin þar á undan. Yfirlæknir á Vogi telur að þakka megi meðferð og velferðarkerfi að andlátin séu ekki fleiri hér.
Kveikur
Lítið sem ekkert eftirlit með endurmenntun
Veit læknirinn þinn hvað hann er að gera? Vonandi, hann á að minnsta kosti langt sérnám að baki. En hvenær lauk hann námi og hvað hefur breyst í millitíðinni? Hefur hann uppfært kunnáttu sína? Það veit í raun enginn, því á Íslandi eru kvaðir um slíkt óljósar og eftirlit eiginlega ekkert.
05.11.2019 - 20:17
Kveikur
Þarf að taka símenntun lækna fastari tökum
Sjúklingar á Íslandi geta hvergi nálgast neinar upplýsingar um lækninn sem sinnir þeim. Hvorki hvaða menntun hann býr yfir, sérgrein hans né viðhaldsmenntun. Raunar er ekkert kerfi sem heldur utan um símenntun lækna og því alls óvíst að allir læknar uppfæri þekkingu sína yfir höfuð.
05.11.2019 - 08:45
Ber að upplýsa hver tilkynnti annarlegt ástand
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni upplýsingar um nöfn tveggja einstaklinga sem sendu inn tilkynningu þess efnis að hann hefði verið í annarlegu ástandi í útkalli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.
Sláandi hve margir læknar verða fyrir áreitni
Sláandi er að 7 prósent kvenlækna hér á landi hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni á haustmánuðum, er haft eftir Ölmu Möller, Landlækni, í Læknablaðinu sem kom út í gær.
06.02.2019 - 09:04