Færslur: Læknavísindi

Holmes dæmd í ellefu ára fangelsisvist fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag dæmd til rúmlega ellefu ára fangavistar fyrir svik í garð fjárfesta. Hún er þunguð og þarf ekki að hefja afplánun fyrr en í apríl.
Vísindamenn vongóðir um eitt bóluefni gegn kórónuveirum
Sérfræðingar við Francis Crick stofnunina í Lundúnum telja sig hafa fundið leið til að einangra hluta úr broddpróteini Sars-CoV-2-veiru þannig að unnt verði að gera úr því bóluefni gegn öllum afbrigðum COVID-19 og jafnvel kvefi.
Með Vitjanir á heilanum
Hittu konu í Heiðmörk sem kyrjaði og kallaði á álfa
„Ég man að Kolbrún sagði: Þessi sería verður ekki um drauga sko,“ segir Vala Þórsdóttir annar handritshöfundur sjónvarpsþáttanna Vitjana sem hófu göngu sína á RÚV á páskadag. Þær Kolbrún Anna Björnsdóttir áttu þó þrátt fyrir fyrri áætlanir eftir að sökkva sér í rannsóknarvinnu á bæði vísindum og spíritisma. Úr varð saga þessara tveggja heima sem mætast í skáldaða smábænum Hólmafirði.
Landinn
Voru sjálfir farnir að biðja um rör í eyrun
Eyrnabólga er algeng hjá börnum á Íslandi og þar af leiðandi röraísetningar sem geta bjargað svefni, líðan og geðheilsu heilu fjölskyldnanna. Slæm eyrnaheilsa gengur gjarnan í erfðir og íslenska veðráttan hjálpar ekki til. Í Sandgerði býr sex manna fjölskylda sem þekkir eyrnabólgu og rör betur en flestir.
Maður sem fékk ígrætt svínshjarta er látinn
Bandaríkjamaðurinn David Bennett sem var fyrsti líffæraþeginn til að fá grætt í sig hjarta úr erfðabreyttu svíni er látinn. Tveir mánuðir eru síðan hann fékk hjartað grætt í sig.
Örvunarskammtur gegn omíkron í þróun
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna greindi í dag frá því að meðferðartilraunir væru hafnar á bóluefni sem ætlað er að glíma við omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Efnið yrði gefið sem örvunarskammtur.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Erfðabreytt svínshjarta grætt í dauðvona mann
Bandaríkjamaður á sextugsaldri varð fyrir helgi fyrsti líffæraþeginn til að fá grætt í sig hjarta úr erfðabreyttu svíni. Þremur dögum eftir aðgerðina vegnar honum vel að sögn lækna við sjúkrahús Maryland-háskóla í Bandaríkjunum í dag. Of snemmt er að segja til um hvort aðgerðin hafi heppnast vel að þeirra sögn.
10.01.2022 - 23:55
Vísbendingar um að omíkron sýki frekar háls en lungu
Vísbendingar eru um að líklegra sé að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi frekar sýkingu í hálsi en lungum. Vísindamenn telja að það geta verið ástæða þess að afbrigðið virðist smithæfara en síður banvænt en önnur.
Líklegt að þrýstingur aukist á breskt heilbrigðiskerfi
Líkurnar á því að fólk sem smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar þurfi á sjúkrahúsvist að halda virðast vera þriðjungur þess sem átti við um delta-afbrigðið. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar breskrar rannsóknar.
Ellefu andvana fæðingar í Danmörku tengdar COVID-19
Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.
Hundrað ár síðan Marie Curie var gefið gramm af radíni
Heimsóknar pólska eðlis- og efnafræðingsins Marie Curie til Bandaríkjanna árið 1921 var minnst með athöfn í franska sendiráðinu í Washington í gær. Þar var henni fært frumefni að gjöf. Rannsóknir hennar liggja meðal annars til grundvallar krabbameinsmeðferðar.
Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs
Læknaráð Landspítalans skorar á framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þurfi fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum og eyrnamerkja það fé sérstaklega til vísindastarfs. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Læknaráðs Landspítala.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Tilkynnt í dag hver hreppir Nóbelinn í læknisfræði
Tilkynnt verður í dag um hver hreppir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Hæst ber nöfn ungverska vísindamannsins Katalin Kariko og þess bandaríska Drew Weissman.
Bóluefni gegn hverju afbrigði væntanleg fljótlega
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, segir í raun ótrúlegt að bóluefni virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Hann kveðst vonast til að bóluefni gegn hverju afbrigði veirunnar verði aðgengilegt innan skamms.
Moderna virðist vernda betur gegn Delta en Pfizer
Bóluefni Moderna virðist veita meiri vörn en Pfizer gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna niðurstöður tveggja rannsókna á yfir 50 þúsund sjúklingum við bandarísku Mayo heilsustofnunina.
Unnið að þróun bóluefnis í töfluformi gegn COVID-19
Ísraelska lyfjafyrirtækið Oramed vinnur nú að þróun lyfs við COVID-19 sem hægt væri að taka í pilluformi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir lyf á töfluformi hafa marga kosti umfram þau sem gefin eru með sprautu.
Mótefnalyf við COVID-19 samþykkt í Japan
Japönsk heilbrigðisyfirvöld eru þau fyrstu sem samþykkja notkun COVID-mótefnalyfsins Ronapreve. Þetta kemur fram í yfirlýsingu svissneska lyfjarisans Roche sem framleiðir lyfið. Það er ætlað fólki með lítil eða miðlungi mikil COVID einkenni en gæti átt á hættu að veikjast verr.  
20.07.2021 - 10:35
Grímuskylda utandyra afnumin á Ítalíu
Ítölsk stjórnvöld boða að ekki verði lengur skylt að bera andlitsgrímu utandyra frá og með næstkomandi mánudegi 28. júní. Mjög hefur dregið úr smitum í landinu og um þriðjungur fólks yfir tólf ára aldri er bólusett.
Fjöldi fólks með sykursýki tvö tvöfaldaðist á 14 árum
Fjöldi þeirra Íslendinga sem er með sykursýki tvö, áunna sykursýki, meira en tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2018. Árið 2005 voru ríflega 4.200 með sykursýki tvö hér á landi en 10.600 árið 2018. Fjölgunin nær til karla og kvenna á öllum aldri.
Vísindamenn hvetja til þefnæmisæfinga
Breskir vísindamenn hvetja þau sem hafa sýkst af COVID-19 og misst lyktarskynið að þjálfa það upp með æfingum frekar en að leysa vandann með því að taka stera.
24.04.2021 - 05:54
Guðmundur Felix þarf ekki lengur að sofa á sjúkrahúsinu
Guðmundur Felix Grétarsson sem í byrjun árs fékk í upphafi ársins grædda á sig handleggi þarf ekki lengur að dvelja allan sólarhringinn á sjúkrahúsi í Lyon.
05.04.2021 - 20:45
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.

Mest lesið