Færslur: Læknavísindi

Mótvægisviðbrögð metin með vísindarannsókn
Álitið er að meta megi framvindu kórónuveirufaraldursins með tilliti til þeirra samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til. Ríkisstjórnin ákvað á fundi í gærmorgun að veita fimm milljónum af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til slíkrar rannsóknar.
Mikil ábyrgð fylgir krabbameinsskimunum
Illa ígrunduð krabbameinsskimun getur valdið meiri skaða en ávinningi. Alltaf þarf að gæta að því að skaðinn sé ekki meiri en ávinningurinn. Það mat getur verið bæði vísindalega og siðferðilega flókið.
Talið að loftkæling geti verið ofurdreifari COVID-19
Ofurdreifarar kórónuveirunnar eru ekki manneskjur heldur loftkæli- og loftræstibúnaður í lokuðum rýmum.
26 bóluefni á lokastigi rannsókna
Alls er verið að gera tilraunir með 26 bóluefni gegn COVID-19 víðsvegar um heim. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá þessu. Rússlandsstjórn tilkynnti í morgun að þar í landi hefði fyrsta bóluefnið verið skráð.
Þriðja hvert barn mælist með blýeitrun
Eitt af hverjum þremur börnum mælist með blý í hættulegu magni blóði sínu, sem líklegt er til að valda verulegum, langtíma heilsufarsskaða.
30.07.2020 - 09:33
Bandarískum stjórnvöldum ráðlagt um viðbrögð
Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir hundruðum þúsunda dauðsfalla til viðbótar af völdum kórónuveirunnar. Þetta er mat samtaka læknaskóla í landinu. Taka þurfi upplýstar ákvarðanir um viðbrögð við útbreiðslu veirunnar.
30.07.2020 - 01:05
COVID-19 hefur áhrif á hjartað
COVID-19 kórónuveiran hefur áhrif á hjarta mikils meirihluta þeirra sem sýkjast af veirunni. Þetta eru niðurstöður nýrrar þýskrar rannsóknar sem benda til þess að áhrifanna gæti einnig hjá þeim sem sýna einungis væg einkenni.
Hjartavernd skoðar tengsl COVID og sykursýki 2
Aukið magn ákveðins próteins í líkama þeirra sem eru sykursjúkir eða með offitu kann að valda því að þeir fara verr út úr kórónuveirusýkingunni. Þetta segir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Háskóla Íslands.
Bóluefni gæti komið í veg fyrir útbreiðslu
Bóluefni bandaríska líftæknifyrirtækisins Moderna við Covid-19 myndar sterk ónæmisviðbrögð og stöðvar fjölgun kórónuveiru í nefgöngum og lungum apa í tilraunastofum. New England Journal of Medicine greinir frá þessu.
„Alltaf miklar vonir bundnar við Oxford-rannsóknina“
Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, segir að niðurstöður prófana vísindamanna við Oxford-háskóla á nýju bóluefni við kórónuveirunni lofi mjög góðu.
Bandarískt líftæknifyrirtæki prófar bóluefni
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna kveðst vera tilbúið að hefja lokastig tilrauna á mönnum með bóluefni gegn Covid-19.
Lík gefin til rannsókna étin af rottum
Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú fullyrðingar um að líkamar sem fólk hefur ánafnað til vísindarannsókna séu skilin eftir og látinn rotna eða séu étnir af rottum.
09.07.2020 - 21:33
Mótefnamæling í Vestmannaeyjum
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.
04.07.2020 - 12:24
Mannlegi þátturinn
Áttatíu hópar vísindamanna reyna að finna bóluefni
Áttatíu hópar vísindamanna um heim allan vinna nú við það að þróa bóluefni við COVID-19. Fimm þeirra hafa þegar byrjað að prófa þau á mönnum. Auk þess hafa fimmtán lyfja- og líftæknifyrirtæki ásamt stofnun Bill Gates og fleiri stofnað samstarfshóp til að vinna að þróun bóluefna. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir prófessor í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðageiningu. Rætt var við Ingileif í Mannlega þættinum á Rás 1.
22.04.2020 - 11:03
Falskar stofnfrumumeðferðir áhyggjuefni
Erna Magnúsdóttir, dósent í lífeinda- og líffærafræði við Háskóla Íslands hefur áhyggjur af því hvað menn eru orðnir þróaðir í því að blekkja fólk með því að blanda saman sannleika og lygum. Víða erlendis bjóða heilbrigðisfyrirtæki upp á falskar stofnfrumumeðferðir sem eiga að vera allra meina bót og seld fólki með hálfsannindum svipað og gert er í falsfréttum.
26.02.2020 - 11:00
Viðtal
Umdeilt hvort brjóstaskimun er af hinu góða
„Skaðinn sem reglubundin skimun fyrir brjóstakrabba getur valdið kann að vera meiri en ávinningurinn.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem nokkrir breskir sérfræðingar sendu nýlega frá sér. Hér eru konur boðaðar í fyrstu brjóstamyndatöku þegar þær verða fertugar. Tíu árum fyrr en evrópskar leiðbeiningar gera ráð fyrir. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir skimunina alltaf hafa verið umdeilda en er fullviss um að ávinningurinn sé meiri en skaðinn.
05.06.2018 - 10:42