Færslur: Læknaráð

Lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu vísindastarfs
Læknaráð Landspítalans skorar á framkvæmdastjórn spítalans og stjórnvöld að endurreisa vísindastarf innan spítalans. Auka þurfi fjárframlög til vísindastarfs á háskólasjúkrahúsinu í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndunum og eyrnamerkja það fé sérstaklega til vísindastarfs. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Læknaráðs Landspítala.
Fórnir starfsfólks verði metnar að verðleikum
Læknaráð Landspítalans hefur skorað á stjórnvöld að slá upp skjaldborg um starfsemi spítalans. Sýna þurfi í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum.
„Eins og verið sé að þagga niður í læknum“
Starfandi formaður læknaráðs Lanspítalans segir að læknar séu undrandi og vonsviknir yfir lagabreytingu sem leggur læknaráðið niður. 
07.09.2020 - 09:35
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Skynjar pirring í orðum ráðherra
Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður stjórnar Læknaráðs Landspítala, segist hissa og hugsi yfir orðum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem hún lét falla á fundi með læknaráði í gær, um að erfitt sé að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu komi út á færibandi. Ebba Margrét segist hafa skynjað pirring í garð ályktana starfsmanna spítalans.