Færslur: Læknafélag Íslands

Breyting á fyrirkomulagi leghálsskimana misfórst
Breyting á skipulagi og framkvæmd leighálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst. Verulega skorti samráð og undirbúning og heilbrigðisráðuneytið brást að mati vinnuhóps Læknafélags Íslands.
Viðtal
Læknar segjast þurfa að velja milli laga og siðareglna
Læknafélag Íslands hefur gert alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til útlendingalaga þar sem lagt er til að hægt sé að skylda hælisleitendur í læknisskoðun. Steinunn Þórðardóttir, formaður félagsins, segir að ef frumvarpið verði að lögum séu læknar settir í mjög erfiða stöðu og þurfi að velja milli þess að fylgja landslögum eða fara að alþjóðlegum siðareglum lækna.
Spá alvarlegum læknaskorti
Alvarlegur læknaskortur gæti skapast hér á landi á næstu áratugum samkvæmt spálíkani sem Læknafélag Íslands hefur látið gera. Formaður Læknafélagsins segir mikilvægt að bæta vinnuaðstöðu lækna og efla sérfræðinám til að koma í veg fyrir þessa þróun.
08.11.2021 - 13:37
Vill að spítalinn geri upp COVID-fórnir í lok faraldurs
Formaður Læknafélags Íslands telur að spítalinn þurfi að bæta starfmönnum upp þær fórnir sem þeir hafi fært í heimsfaraldrinum. Tilmæli um að búa til sumarkúlu og forðast mannamót séu stórt inngrip í einkalíf fólks. Þá eigi læknar margir á hættu að réttur þeirra til símenntunar fyrnist vegna faraldursins. 
22.07.2021 - 16:34
Læknar óskast til starfa um land allt en enginn kemur
Formaður Læknafélags Íslands segir vanta lækna um nær alla landsbyggðina. Hann vill gera læknastarfið úti á landi meira aðlaðandi með því að breyta vaktarfyrirkomulagi og minnka álag.
09.07.2021 - 19:10
Framlengir reglugerð varðandi endurgreiðslu kostnaðar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur framlengt um einn mánuð núgildandi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu þeirra sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.
„Úrskurður héraðsdóms alvarleg aðför að sóttvörnum“
Læknafélag Íslands vill að Alþingi breyti lögum svo sóttvarnir haldi í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli. Tryggja þurfi lagastoð fyrir ítrustu sóttvörnum.
Óttast að fólk fari að neita sér um læknisþjónustu
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að það bitni á viðkvæmustu hópnunum í samfélaginu og þeim sem minnst mega sín geri sérfræðilæknar alvöru úr að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu Sjúkratrygginga til sjúklinga.