Færslur: Laddi

Rokkland
„Mér líður eins og ég sé þrítugur“
Þjóðargersemin Laddi er 75 ára í dag. Það er alltaf nóg að gera hjá honum enda eftirspurnin eftir hans kröftum nóg. Eftir meira en 50 ár í bransanum skánar þó lítið að fara í viðtöl. „Ég reyni yfirleitt að koma mér frá því, segist vera haltur eða veikur.“
20.01.2022 - 12:05
Laddi hringir jólaskapið inn, Dingaling!
Hinn ástsæli Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hringdi jólaskapið inn í Vikunni með Gísla Marteini með splunkunýju jólagi, Dingaling.
27.11.2021 - 09:00
Síðdegisútvarpið
„Já, þetta er frábært lag!“
„Nú er ég mættur aftur,“ segir tónlistarmaðurinn og grínleikarinn Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi. Eftir að hafa átt eitt vinsælasta jólalag Íslendinga í rúma þrjá áratugi, Snjókorn falla, hefur hann loksins gefið út nýtt lag fyrir hátíðarnar, Dingaling.
21.11.2021 - 09:00
Tónaflóð
Glámur og Skrámur rifja upp grimm örlög súkkulaðikóngs
Tónaflóð fór fram á Bíldudal um helgina og var gleðin í algleymingi. Bræðurnir Glámur og Skrámur sögðu tragíska sögu hins seinheppna súkkulaðikóngs sem týndu tönnunum sínum í sykursnúð. Það er sannarlega illt í efni á þeim bænum.
12.07.2021 - 11:25
Myndskeið
Laddi heiðraður á Sögum, verðlaunahátíð barnanna
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, hlaut heiðursverðlaun á Sögum, verðlaunahátíð barnanna, sem fram fór í Hörpu í kvöld.
05.06.2021 - 20:50
Viðtal
Hefur ekki tíma til að vera hefðbundið gamalmenni
Þórhalli Sigurðssyni, sem einnig er þekktur sem Laddi, er ýmislegt til lista lagt. Hann stendur í ströngu þessa dagana enda opnaði hann nýverið málverkasýningu. Auk þess keppir hann með íslenska landsliðinu í golfi, það er að segja öldungalandsliðinu. Hann segist ekki geta flokkað sig sem hefðbundið gamalmenni þrátt fyrir golfáhugann. „Ég má ekki vera að því,” segir Þórhallur í samtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2.
28.05.2021 - 13:17
Berglind Festival & íslenskar talsetningar
Menningarsnauða svín, á hvað ert þú að glápa hokkípökkur? Ef þú kannast við setningar eins og þessar hefur þú eflaust gaman af umfjöllun Berglindar Festival um íslenska talsetningu.
Jarðarförin mín heillar heimsbyggðina
Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín er komin í lokakeppni Berlin TV Series Festival í Þýskalandi sem haldin verður síðar í mánuðinum. Þar keppir hún við þekktar þáttaraðir eins og Netflix-seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect crime og hina austurrísku Freud, svo einhverjar séu nefndar.
09.09.2020 - 11:10
Lestarklefinn
Stórkostlegur leiðindapúki í jarðarför
Í Lestarklefanum að þessu sinni var þáttaröðin Jarðarförin mín til umfjöllunar. Gestir voru sammála um að þættirnir væru vel gerðir, en misgóðir þó. Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi eins og hann er alltaf kallaður, fær sérstakt hrós og þykir vera stórkostlegur í hlutverki sínu sem hinn leiðinlegi Benedikt.
27.04.2020 - 15:10
Sóttbarnalög Hljómskálans
„Er þetta kría? Er þetta Súpermann?“
Að sofa, veifa, sauma í og hnerra eru á meðal þeirra dansspora sem Laddi kenndi börnum þessa lands fyrir nærri fjörutíu árum. Í sóttkví og samkomubanni hafa margir fengið betri æfingu í þessum hreyfingum en nokkru sinni fyrr og því tilvalið að rifja upp Súpermanndansinn sem hefur verið dansaður í ófáum barnaafmælum í gegnum tíðina.
18.04.2020 - 11:53
Menningin
„Hlutverkið sem þjóðin á inni hjá Ladda“
Tökur standa yfir á sjónvarpsþáttunum Jarðarförin mín en þar leikur Laddi mann sem greinist með heilaæxli og ákveður að skipuleggja eigin jarðarför.  
28.11.2019 - 11:17
„Þarftu einhverja fleiri?“
Í ár eru sex áratugir síðan tegundin strumpur sást fyrst á prenti. Strumparnir voru þá teiknaðir af hinum belgíska Peyo í myndasögunni um Hinrik og Hagbarð.
23.10.2018 - 19:12
Myndskeið
Svört snjókorn falla á tárvotan Ladda
Jólatónleikarnir Gloomy Holiday, eða drungaleg jól, fóru fram í gær á listahátíðinni Norður og niður sem hljómsveitin Sigur Rós stendur fyrir. Þar voru vinsæl jólalög færð lágstemmdan og myrkan búning.
28.12.2017 - 11:14
„Ég er að frumsýna hérna fullt af karakterum“
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi, leikari og skemmtikraftur til áratuga hefur opnað myndlistarsýningu. „Ég er búinn að fikta við þetta í nokkur ár. Ég byrjaði þegar ég var sextugur en ég ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður þegar ég var unglingur,“ útskýrir Laddi. Þetta er hans fyrsta einkasýning.
09.11.2017 - 13:07
Mótvægið við „Ég er kominn heim“
Stungið hefur verið upp á því að lagið „Ég er kominn heim“ verði aðeins sungið þegar landsliðum Íslands gengur vel á stórmótum. Þegar illa gangi sé lagið „Ég er farinn út“ meira viðeigandi. Lagið er með Ladda og af plötunni Deió. Ladda sjálfum líst vel á hugmyndina.
26.01.2016 - 13:09