Færslur: Kýpur

Páfi ræðir málefni flóttafólks í heimsókn til Kýpur
Frans páfi er væntanlegur í tveggja daga heimsókn til Kýpur í dag. Þar hyggst hann ræða um bága stöðu flóttamanna.
02.12.2021 - 04:21
Milljóna kílóa ostfjall til vandræða á Kýpur
Kýpverjar sitja uppi með sex milljónir kílóa af halloumi-osti sem ekki hefur tekist að selja. Þetta sagði Natas Pilides viðskiptaráðherra á þingi í gær en osturinn situr nú sem fastast í geymslu.
24.11.2021 - 14:21
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Öryggisráðið fordæmir yfirlýsingar Erdogans
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag yfirlýsingu Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta um að tvö ríki skuli vera á Kýpur og að Kýpur-Tyrkjum verði leyft að flytja til draugabæjarins Varosha á eyjunni. 
23.07.2021 - 17:28
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Tyrkland · Kýpur
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Fjögur látin í skógareldum á Kýpur
Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.
04.07.2021 - 12:27
Kýpur ræður illa við gróðurelda
Yfirvöld á Kýpur óska aðstoðar Ísraels og Evrópusambandsins í baráttu við gróðurelda. Hávaðarok og mikill hiti heldur lífi í eldunum og hafa yfirvöld þurft að rýma nokkur þorp.
04.07.2021 - 01:44
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Myndskeið
Segja Eurovision-lag upphefja djöfladýrkun
Skipulögð mótmæli fóru fram við höfuðstöðvar ríkissjónvarps Kýpur vegna framlags landsins til Eurovision í ár. Mótmælendur segja lagið upphefja tilbeiðslu á djöflinum.
06.03.2021 - 17:12
Bandaríkin og ESB undirbúa refsiaðgerðir gegn Tyrkjum
Hvort tveggja Bandaríkin og Evrópusambandið huga nú að refsiaðgerðum gegn Tyrkjum, af ólíkum ástæðum þó. Bandaríkjastjórn hyggst innleiða viðskiptaþvinganir gegn Hergagnaverksmiðju Tyrklands og forstjóra hennar innan skamms, vegna kaupa Tyrklandsstjórnar á rússneska S-400 eldflaugavarnakerfinu á síðasta ári. Leiðtogar ESB ígrunda mögulegar refsiaðgerðir vegna ólöglegra tilraunaborana Tyrkja í Miðjarðarhafi.
11.12.2020 - 02:42
Spegillinn
Ríkisborgararéttur til sölu
Á pappír virðist kannski ekkert að því að fólk geti fengið ríkisfang gegn fjárfestingu. Í raun hefur þetta verið aðferð fólks með illa fengið fé til að kaupa sér ESB-ríkisborgararétt og þar með aðgang að öllum ESB-löndunum. Eftir afhjúpanir fjölmiðla, nú síðast Al Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar, hyggst Evrópusambandið taka málið upp við Kýpur og Möltu og hefur varað Búlgaríu við. Það eru þó mun fleiri lönd þar sem svipað er í boði.
26.10.2020 - 20:09
Tyrkneskur þjóðernissinni kjörinn forseti Norður-Kýpur
Þjóðernissinninn Ersin Tatar var í gær kosinn forseti Norður-Kýpur, þar sem Tyrkir ráða ríkjum, og velti þar með sitjandi forseta af stalli. Tatar er fylgjandi því að Kýpur verði áfram aðskilin ríki: Lýðveldið Kýpur á eynni sunnanverðri, þar sem íbúar eru grískumælandi, og svo Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Núverandi forseti, Mustafa Akinci, er hins vegar formælandi þess að Norður-Kýpur sameinist grískumælandi hluta eyjunnar, sem verði eitt, sameinað ríki.
19.10.2020 - 06:17
Tvær leiðir að kýpverskum vegabréfum
Dæmdir glæpamenn virðast geta fengið vegabréf í Kýpur með aðstoð hátt settra embættismanna í landinu. Þetta leiðir rannsókn Al Jazeera fréttastofunnar í ljós. Samkvæmt rannsókninni eru tvær leiðir að vegabréfinu, þar sem umsækjendur þurfa að reiða fram meira fé ef umsókn þeirra reynist flóknari.
12.10.2020 - 00:22
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Seldu glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt
Kýpversk stjórnvöld hafa selt spilltum stjórnmálamönnum og dæmdum glæpamönnum kýpverskan ríkisborgararétt á síðustu árum. Samkvæmt reglum eiga aðeins fjárfestar með hreint sakarvottorð að geta keypt sér ríkisborgararétt. Annað hefur komið í ljós eftir að gögnum var lekið frá stjórnvöldum. Þau reyna að vinda ofan af hneykslinu, sem virðist vera víðtækt.
23.08.2020 - 13:27
Grikkir óska eftir inngripi Bandaríkjanna
Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, fundaði með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Aþenu í dag. Mitsotakis óskaði eftir því að Bandaríkin gripu inn í deilur Tyrklands og Kýpur um hafsvæði í Miðjarðarhafi sem talið er ríkt af náttúruauðlinum.
05.10.2019 - 21:35
ESB refsar Tyrkjum
Evrópusambandið hefur ákveðið refsiaðgerðir gegn Tyrkjum vegna olíuleitar þeirra við Kýpur. Ákvörðun þess efnis var tilkynnt á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær.
16.07.2019 - 09:02
Deilt um boranir við Kýpur
Bandaríkin og Evrópusambandið hafa hvatt Tyrki til að hætta við boranir fyrir olíu og gasi nærri Kýpur. Kýpverjar hafa fundið gas á svæðum nærri eynni og hafa Tyrkir, sem ráða norðausturhluta eyjarinnar, einnig hafið tilraunaboranir á svæðum í kringum eyna.
10.07.2019 - 08:54
Sýrlensk loftvarnarflaug sprakk á Kýpur
Svo virðist sem sýrlensk loftvarnarflaug hafi geigað og flogið alla leið til norðurhluta Kýpur, ríflega tvö hundruð kílómetra vestur af Sýrlandsströndum, þar sem hún lenti og sprakk með tilheyrandi eldhafi aðfaranótt mánudags. Enginn féll eða særðist í sprengingunni.
02.07.2019 - 03:44
Raðmorðingi hlýtur sjöfaldan lífstíðardóm
35 ára gamall fyrrverandi foringi í kýpverska hernum var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi í gær. Hann játaði að hafa myrt fimm konur og tvö börn í Kýpur.
25.06.2019 - 04:35
Lík konu fannst í ferðatösku á Kýpur
Lík konu fannst í dag í ferðatösku á botni lóns á Kýpur og er þetta fjórða líkið sem finnst í tengslum við rannsókn á því sem kallað er fyrsta raðmorðingjamál eyjarinnar.
28.04.2019 - 18:00
Tyrknesk herskip stöðva gasleit við Kýpur
Tyrknesk stjórnvöld sendu á dögunum sex herskip inn í landhelgi Kýpur til að stöðva gasleit Kýpverja á landgrunninu. Talið er að auðugar gaslindir leynist undir hafsbotninum í efnahagslögsögu Lýðveldisins Kýpur. Stjórnvöld þar leigðu olíu- og gasleitarskip frá ítalska orkufyrirtækinu ENI til verksins. Ioannis Kasoulides, utanríkisráðherra Kýpur, greindi frá því í gær, að sex tyrknesk herskip hafi komið í veg fyrir að skipið kæmist á leitarsvæðið, sem er suðaustur af hafnarborginni Larnaka.
11.02.2018 - 07:29
Enginn með hreinan meirihluta á Kýpur
Útgönguspár eftir fyrri umferð forsetakosninga á Kýpur sýna að Nicos Anastasiades forseti hefur fengið flest atkvæði, um það bil 40 prósent, samkvæmt spá ríkisútvarps landsins. Allt bendir til þess að keppinautur hans í síðari umferðinni verði Stavros Malas, óháður frambjóðandi, sem nýtur stuðnings vinstrimanna. Hann er með 29 prósenta fylgi, samkvæmt útgönguspám.
28.01.2018 - 16:58
Engar viðræður fyrirhugaðar í Kýpurdeilunni
Sameinuðu þjóðirnar ætla ekki að beita sér fyrir frekari viðræðum milli þjóðarbrotanna á Kýpur að sinni. Espen Barth Eide, samningamaður Sameinuðu þjóðanna í deilunni, greindi fréttamönnum frá þessu eftir fund með Nicos Anastasiades, forseta Kýpur-Grikkja fyrr í dag.
03.08.2017 - 16:22