Færslur: Kýótó-bókunin

Telur kostnað vegna umframmengunar undir 200 milljónum
Kostnaður við uppgjör Íslands vegna mengunar umfram það sem kveðið er á um í Kýótó-samningnum, gæti numið svo litlu sem 200 milljónum króna eða minna, í stað milljarða, sem Umhverfisstofnun taldi mögulegt að íslenska ríkið þyrfti að punga út með.
Auðskilið mál
Ísland þarf að borga milljarða fyrir losun
„Svona fer þegar loftslagsmálin eru ekki tekin alvarlega,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Íslensk stjórnvöld þurfa að borga milljarða króna fyrir að standa ekki við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.
Milljarða þarf til að standa við Kýótó-bókunina
Umhverfisstofnun álítur að Ísland þurfi að kaupa heimildir fyrir sem nemur fjórum milljónum CO2 ígíldistonna þar sem ekki hefur tekist að standa við skuldbindingar Kýótó-bókunarinnar.