Færslur: Kynþáttahyggja

Ákærðir fyrir að steypa styttu af þrælasala af stalli
Fjórir Bretar þurfa í dag að mæta fyrir dóm til að verjast ákæru fyrir að hafa fellt af stalli styttu af sautjándu aldar þrælasala, Edward Colston að nafni. Huldulistamaðurinn Banksy lýsir stuðningi við fjórmenningana og hyggst láta ágóðann af sölu nokkurra stuttermabola úr hans smiðju renna til þeirra.
13.12.2021 - 05:50
Mikil mótmæli í Brasilíu vegna dauða þeldökks manns
Lögregla í brasilísku borginni Porto Alegre beitti í gær táragasi og gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli framan við stórmarkað Carrefour-verslunarkeðjunnar.
24.11.2020 - 05:52
„Frekar ætti að banna pólítískan rétttrúnað en Tinna“
Umdeildasta bókin um Tinna, belgíska blaðamanninn knáa, er komin út í nýrri íslenskri þýðingu. Tinni í Kongó hefur löngum valdið deilum vegna þeirrar kynþáttahyggju sem í bókinni má finna.
18.11.2020 - 06:20
Sláandi að sjá bara hvíta leikara árið 2020
Þegar Aldís Amah Hamilton leikkona sá kynningarmyndir stóru leikhúsanna af fastráðnum leikurum þetta leikárið segir hún einsleitnina hafa „öskrað í andlitið á sér,“ enda hörundslitur allra leikaranna svipaður. Hún og aðrir íslenskir leikarar af blönduðum uppruna hvetja forsvarsmenn leikhúsa og leikstjóra til að gefa ólíkum leikurum tækifæri.
17.09.2020 - 17:40
Skandall kynþáttahyggju skekur Dove
Nígerísk-Breska fyrirsætan Lola Oguynemi vísar gagnrýnisröddum á bug sem beinast að því að auglýsingaherferð snyrtivörufyrirtækisins Dove byggi á kynþáttahyggju. Í auglýsingunni sést Oguynemi, sem er dökk á hörund, klæða sig úr húðlitnum, þannig að kona ljósari á hörund birtist í hennar stað.
11.10.2017 - 16:06