Færslur: kynþáttahatur

Sjónvarpsfrétt
Fjöldamorðinginn í Buffalo ætlaði að myrða fleiri
Þrettán manns voru skotin til bana á þremur stöðum í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn sem myrti tíu í Buffalo ætlaði sér að ráðast á fleiri skotmörk.
Ákærðir fyrir að steypa styttu af þrælasala af stalli
Fjórir Bretar þurfa í dag að mæta fyrir dóm til að verjast ákæru fyrir að hafa fellt af stalli styttu af sautjándu aldar þrælasala, Edward Colston að nafni. Huldulistamaðurinn Banksy lýsir stuðningi við fjórmenningana og hyggst láta ágóðann af sölu nokkurra stuttermabola úr hans smiðju renna til þeirra.
13.12.2021 - 05:50
Nýnasistar skemma styttu af George Floyd
Stytta af George Floyd var í gær skemmd með málningu og merkt nafni nýnasistahóps í New York, að því er lögreglan sagði á fimmtudag, innan við viku eftir að hún var afhjúpuð. Skemmdarverkin eru talin tengjast því að dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, lögreglumanninum sem drap Floyd, í dag.
Sjónvarpsfrétt
„Enginn trúði fólkinu hérna“
Forsætisráðherra Kanada heitir aðgerðum gegn rasisma og ætlar að setja aukið fé í málaflokkinn. Fjöldagröf barna sem nýlega fannst við heimavistarskóla sem börn frumbyggja voru þvinguð í hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal íbúa landsins. Kona sem var þvinguð í skólann segir að börnunum hafi ekki verið trúað.
04.06.2021 - 19:45
Biden minntist fjöldamorðanna í Tulsa
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var meðal þeirra sem hélt ræðu á hundrað ára minningarathöfn fjöldamorðanna í Tulsa í Oklahoma í gær. Hann varð um leið fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að minnast ódæðisins. Um 300 svartir Bandaríkjamenn voru myrtir af æstum múg hvítra manna, og nærri 10 þúsund manns misstu heimili sín.
02.06.2021 - 01:38
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
Myndskeið
Deilt um hvort sakfella hafi átt fyrir kynþáttahatur
Danskir bræður á þrítugsaldri voru í dag dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir morð í Borgundarhólmi í sumar. Deilt er um hvort þeir hefðu einnig átt að fá dóm vegna kynþáttahaturs. 
Lögreglumenn í París settir af fyrir ofbeldi og rasisma
Þremur frönskum lögreglumönnum var vikið frá störfum í gær eftir að myndskeiði var dreift á veffréttamiðlinum Loopsider, þar sem þeir sjást ganga í skrokk á tónlistarmanni og upptökustjóra í hljóðveri sínu í Parísarborg af miklum hrottaskap. Þeir sparka margoft í manninn og láta höggin dynja á honum, jafnt með hnefum sem kylfum. Maðurinn, blökkumaður sem einungis hefur verið nafngreindur sem Michel, var upphaflega stöðvaður fyrir þá sök að vera ekki með grímu.
27.11.2020 - 05:36
Urðu fyrir kynþáttafordómum á ferð um Snæfellsnes
Magnús Secka og móðir hans Sara Magnúsdóttir urðu fyrir verulega óskemmtilegri upplifun í gær á ferð sinni um Snæfellsnes. Eftir að hafa ekið um sáu þau að límmiði með skilaboðunum: „If you are black or brown: please leave this town!“ hafði verið límdur á hliðarspegil bíls þeirra, en Magnús er dökkur á hörund.
13.07.2020 - 17:47
Glassman hættir hjá Crossfit
Greg Glassman, eigandi og framkvæmdastjóri Crossfit, hefur nú látið af störfum hjá samtökunum í kjölfar háværra mótmæla gegn rasískum ummælum sem hann hafði uppi.
10.06.2020 - 08:36
Reyndu að efna til óeirða með flöskukasti
Lögreglan í Gautaborg hefur handtekið nokkurn hóp fólks sem tók þátt í mótmælendum gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi í borginni í dag.
„Það ætlar enginn að gera neitt fyrir þessa drengi“
Kynþáttahatur í Bandaríkjunum og dularfullt morðmál frá árinu 1964 er til umfjöllunnar í kvikmyndinni Missisippi Burning. Tinna Björt Guðjónsdóttir leikkona varð sár og reið þegar hún horfði á myndina, sem byggir á sönnum atburðum. Hún er sýnd í Bíóást á RÚV í kvöld klukkan 22:15.
Leikmaður Svía varð fyrir kynþáttaníði
Svíar tryggðu sér sæti á EM karla í fótbolta næsta sumar með 2-0 sigri á Rúmeníu í Búkarest í gær. Kynþáttaníð í garð Alexanders Isak, framherja Svía, setti þó svartan blett á leikinn.
Dæmdur í ellefu ára bann fyrir kynþáttaníð
Luca Castellini, formaður ultras-stuðningsmannahóps ítalska fótboltafélagsins Verona, hefur verið dæmdur í ellefu ára bann frá leikjum félagsins. Bannið kemur í kjölfar kynþáttaníðs í garð Mario Balotelli, leikmanns Brescia, í leik liðanna um helgina.
05.11.2019 - 17:00
Myndskeið
Gekk af velli eftir kynþáttaníð
Mario Balotelli, framherji Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, gekk af velli í leik liðsins gegn Verona í dag. Balotelli fékk sig þá fullsaddan af kynþáttaníði sem hann varð fyrir af hálfu stuðningsmanna andstæðingsins.
03.11.2019 - 16:45
„Sama þó okkur verði hent úr keppni“
Leikmenn enska utandeildarliðsins Harigney Borough gengu af velli í bikarleik liðsins við Yeovil Town í gær eftir að hafa orðið fyrir kynþáttaníði úr stúkunni. Þjálfari liðsins segir það skipta sig litlu ef liðinu verður refsað fyrir að ganga af velli.
20.10.2019 - 11:00
Leik hætt á Englandi vegna kynþáttafordóma
Leikmenn enska utandeildarliðsins Harigney Borough gengu af velli í bikarleik liðsins við Yeovil í dag. Þetta gerðu þeir eftir að markvörður liðsins varð fyrir aðkasti sem byggðist á kynþáttafordómum. Áhangendur Yeovil gerðu hróp að markverðinum auk þess sem þeir eru sagðir hafa hrækt á hann og kastað flöskum að honum.
19.10.2019 - 17:48
Þýskur nýnasisti í ævilangt fangelsi
Þýskur nýnasisti var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir 10 morð sem öll eru sprottin af kynþáttahatri. Réttarhöldin yfir konunni hafa staðið í fimm ár.
11.07.2018 - 17:11
Loka Starbucks og fræða starfsfólk um rasisma
Kaffihúsakeðjan Starbucks Bandaríkjunum ætlar að halda námskeið á þriðjudag og fræða starfsfólk sitt um kynþáttamisrétti. Öllum kaffihúsum Starbucks verður lokað þann dag. Ákveðið var að halda námskeiðið eftir að tveir þeldökkir karlmenn voru handteknir á Starbucks kaffihúsi í Fíladelfíu 12. apríl síðastliðinn.
27.05.2018 - 11:24
Minnismerki um skugga fortíðar
Montgomery í Alabama er ein mikilvægasta borgin í sögu mannréttindahreyfingarinnar sem barðist fyrir jafnrétti ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þar var „strætóverkfallið“ árið 1955 þegar svartir íbúar borgarinnar hættu að nota strætisvagnanna þar sem þeim var skikkað að sitja aftast. Nú stendur til að vígja nýtt minnismerki í borginni til minningar um þá sem létu lífið í kynþáttahatri víða um Bandaríkin á árunum 1877 til 1950.
18.04.2018 - 15:18