Færslur: Kynþáttafordómar

Biden hvetur til árverkni vegna útbreiðslu apabólu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að almenningur verði að vera á varðbergi gagnvart útbreiðslu apabólu. Hann óttast að það hafi alvarlegar afleiðingar ef sjúkdómurinn dreifir sér frekar.
Sér ekki að lögregla hefði getað brugðist öðruvísi við
Ríkislögreglustjóri segist ekki sjá að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við, þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ungan dreng tvívegis í leit sinni að strokufanga. Maðurinn sem leitað var að hafi verið talinn hættulegur, þar sem hann hefur áður stungið fólk með hnífi.
Sjónvarpsfrétt
Fjöldamorðinginn í Buffalo ætlaði að myrða fleiri
Þrettán manns voru skotin til bana á þremur stöðum í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn sem myrti tíu í Buffalo ætlaði sér að ráðast á fleiri skotmörk.
Fordómarnir komu ekkert á óvart
„Það er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinsegin fólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu máli.“
Orð Sigurðar Inga gætu reynst honum dýr
Orð Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á Búnaðarþingi sem hann sjálfur segir óviðurkvæmileg gætu haft pólitísk eftirmál fyrir hann sjálfan og flokkinn, að mati almannatengils. Ólíklegt sé þó að ráðherra stígi til hliðar.
Sakar sænska lögreglu um rasisma eftir ítrekuð afskipti
Thomas James Thomsen, danskur karlmaður sem býr í Malmö en rekur fyrirtæki í Danmörku, sakar sænsku landamæralögregluna um kynþáttafordóma eftir að hafa verið tekinn í handahófsskoðun 150 sinnum á síðustu átján mánuðum.
Dæmdir fyrir kynþáttaníð og líkamsárás
Í Héraðsdómi Norðurlands eystra féll dómur fyrir kynþáttaníð og líkamsárás sem átti sér stað á Húsavík sumarið 2020. Tveir menn á tvítugsaldri hlutu dóma fyrir árásina, báðir dómarnir skilorðsbundnir.
Eru orðin þreytt á „hvítrar konu saknað“-heilkenninu
Fjölskyldur þeldökkra Bandaríkjamanna sem horfið hafa sporlaust segjast eiga í miklum erfiðleikum með að ná athygli almennings. Sumir ættingjanna segjast vera orðnir vonsviknir yfir hversu mikla athygli mál hvítra kvenna á borð við Gabby Petito fá meðan lögregla aðhefst lítið í leit að týndum ættingjum þeirra og flokka þá jafnvel sem strokupilta og -stúlkur.
23.09.2021 - 17:40
Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið
Í dag kemur út ný plata með bandaríska tónlistarmanninum Prince þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá andláti hans. Platan sem heitir Welcome 2 America var tekin upp árið 2010 og inniheldur tólf lög.
Yfir þúsund tístum verið eytt vegna kynþáttafordóma
Samfélagsmiðillinn, Twitter, hefur þegar eytt yfir þúsund tístum á miðlinum og lokað fyrir fjölda notenda eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í gærkvöld. Hefur það verið gert vegna fordómafullra ummæla sem notendurnir hafa ritað í garð þriggja leikmanna enska landsliðsins sem allir eru dökkir á hörund. Það eru þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka.
12.07.2021 - 13:48
Nýnasistar skemma styttu af George Floyd
Stytta af George Floyd var í gær skemmd með málningu og merkt nafni nýnasistahóps í New York, að því er lögreglan sagði á fimmtudag, innan við viku eftir að hún var afhjúpuð. Skemmdarverkin eru talin tengjast því að dómur verður kveðinn upp yfir Derek Chauvin, lögreglumanninum sem drap Floyd, í dag.
Sjónvarpsfrétt
Segir þrælahald erfðasynd Bandaríkjanna
Bandaríkjaþing hefur samþykkt að 19. júní verði framvegis opinber frídagur. Bandaríkjamenn af afrískum uppruna hafa lengi minnst afnáms þrælahalds þennan dag.
19.06.2021 - 19:21
Sjónvarpsfrétt
„Enginn trúði fólkinu hérna“
Forsætisráðherra Kanada heitir aðgerðum gegn rasisma og ætlar að setja aukið fé í málaflokkinn. Fjöldagröf barna sem nýlega fannst við heimavistarskóla sem börn frumbyggja voru þvinguð í hefur vakið mikinn óhug og reiði meðal íbúa landsins. Kona sem var þvinguð í skólann segir að börnunum hafi ekki verið trúað.
04.06.2021 - 19:45
Síðdegisútvarpið
Óviðeigandi að „klæða sig“ í kynþátt annarra
Ekki er sama í hvernig búninga fólk klæðir sig á öskudaginn, sem er í dag. Margir af búningum fortíðar þykja í dag hreinlega særandi. Búningavalið vekur því upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, telur að draga eigi línuna þannig að fólk klæði sig ekki í menningu annarra sem búning.
17.02.2021 - 18:38
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
Mikil mótmæli í Brasilíu vegna dauða þeldökks manns
Lögregla í brasilísku borginni Porto Alegre beitti í gær táragasi og gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli framan við stórmarkað Carrefour-verslunarkeðjunnar.
24.11.2020 - 05:52
Myndband
Skaut Taylor átta skotum en er ekki ákærður
Mótmæli brutust út víða í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að ákærudómstóll ákvað að ákæra ekki lögreglumann fyrir morð. Hann skaut konu til bana í mars. Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, segir að málið segi töluvert mikið um stöðu svartra í landinu. 
Ákæra þann sem skaut Breonnu Taylor fyrir hættuspil
Ákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ákæra lögreglumanninn sem skaut Breonnu Taylor til bana fyrir tilefnislaust hættuspil. Taylor var myrt á heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki 13. mars. Hún var 26 ára gömul.
Útgöngubann í Kenosha til að gæta öryggis borgaranna
Mótmæli halda áfram í borginni Kenosha í Wisconsin ríki. Myndband sem sýnir lögreglu skjóta mann í bakið er kveikja mótmælanna. Hann mun vera á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi.
Borgnesingar líða ekki rasisma - Atli spilar ekki meira
Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms ákvað á fundi sínum í dag að Atli Steinar Ingason, leikmaður liðsins, myndi ekki leika meira með Skallagrími á tímabilinu. Þar með gengur félagið lengra en aganefnd KSÍ sem hafði áður dæmt Atla í 5 leikja bann fyrir ummæli sem fólu í sér kynþáttaníð gegn leikmanni Berserkja í leik liðanna í Borgarnesi á dögunum.
17.07.2020 - 15:22
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
Zuckerberg segir auglýsendur verða fljóta að snúa aftur
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook segir auglýsendur verða fljóta að snúa sér aftur að samfélagsmiðlinum.
Vill að ríki greiði sanngirnisbætur vegna nýlendustefnu
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að horfast í augu við arfleifð nýlendustefnunnar og þrælahalds og greiða sanngirnisbætur. Kerfisbundið kynþáttahatur og lögregluofbeldi var rætt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag sem fjöldi afríkuríkja óskaði eftir.
17.06.2020 - 15:22
U-beygja hjá NFL varðandi kynþáttamisrétti
NFL-deildin í bandarískum fótbolta ætlar að verja 250 milljónum dollara á næstu tíu árum í að berjast gegn kerfisbundnu kynþáttamisrétti þar í landi. Fyrir tveimur árum bannaði deildin mótmæli gegn kynþáttamisrétti undir þjóðsöngnum.