Færslur: Kynþáttafordómar

Síðdegisútvarpið
Óviðeigandi að „klæða sig“ í kynþátt annarra
Ekki er sama í hvernig búninga fólk klæðir sig á öskudaginn, sem er í dag. Margir af búningum fortíðar þykja í dag hreinlega særandi. Búningavalið vekur því upp ýmsar siðferðilegar spurningar. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, telur að draga eigi línuna þannig að fólk klæði sig ekki í menningu annarra sem búning.
17.02.2021 - 18:38
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
Mikil mótmæli í Brasilíu vegna dauða þeldökks manns
Lögregla í brasilísku borginni Porto Alegre beitti í gær táragasi og gúmmíkúlum til að leysa upp mótmæli framan við stórmarkað Carrefour-verslunarkeðjunnar.
24.11.2020 - 05:52
Myndband
Skaut Taylor átta skotum en er ekki ákærður
Mótmæli brutust út víða í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að ákærudómstóll ákvað að ákæra ekki lögreglumann fyrir morð. Hann skaut konu til bana í mars. Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, segir að málið segi töluvert mikið um stöðu svartra í landinu. 
Ákæra þann sem skaut Breonnu Taylor fyrir hættuspil
Ákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ákæra lögreglumanninn sem skaut Breonnu Taylor til bana fyrir tilefnislaust hættuspil. Taylor var myrt á heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki 13. mars. Hún var 26 ára gömul.
Útgöngubann í Kenosha til að gæta öryggis borgaranna
Mótmæli halda áfram í borginni Kenosha í Wisconsin ríki. Myndband sem sýnir lögreglu skjóta mann í bakið er kveikja mótmælanna. Hann mun vera á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á sjúkrahúsi.
Borgnesingar líða ekki rasisma - Atli spilar ekki meira
Stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms ákvað á fundi sínum í dag að Atli Steinar Ingason, leikmaður liðsins, myndi ekki leika meira með Skallagrími á tímabilinu. Þar með gengur félagið lengra en aganefnd KSÍ sem hafði áður dæmt Atla í 5 leikja bann fyrir ummæli sem fólu í sér kynþáttaníð gegn leikmanni Berserkja í leik liðanna í Borgarnesi á dögunum.
17.07.2020 - 15:22
Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
Zuckerberg segir auglýsendur verða fljóta að snúa aftur
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook segir auglýsendur verða fljóta að snúa sér aftur að samfélagsmiðlinum.
Vill að ríki greiði sanngirnisbætur vegna nýlendustefnu
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að horfast í augu við arfleifð nýlendustefnunnar og þrælahalds og greiða sanngirnisbætur. Kerfisbundið kynþáttahatur og lögregluofbeldi var rætt á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag sem fjöldi afríkuríkja óskaði eftir.
17.06.2020 - 15:22
U-beygja hjá NFL varðandi kynþáttamisrétti
NFL-deildin í bandarískum fótbolta ætlar að verja 250 milljónum dollara á næstu tíu árum í að berjast gegn kerfisbundnu kynþáttamisrétti þar í landi. Fyrir tveimur árum bannaði deildin mótmæli gegn kynþáttamisrétti undir þjóðsöngnum.
Viðtal
Ríkislögreglustjóri vill rannsaka kynþáttafordóma
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ,ríkislögreglustjóri, vill rannsaka hvort kynþáttafordómar þrífast innan lögreglunnar og rýna samskipti hennar við innflytjendur. Umræðan um kynþáttafordóma og lögregluofbeldi vestanhafs hafi ýtt við lögreglunni hér og komið þessum þáttum ofar á forgangslistann. Lögregluráð, sem samhæfir aðgerðir milli embætta, fundar um stöðuna á mánudag. 
Fawlty Tower til endurskoðunar vegna kynþáttafordóma
Þáttur úr gamanþáttaseríunni Fawlty Tower hefur nú verið tekinn úr spilun hjá bresku streymissveitunni UKTV, sem er í eigu breska ríkisútvarpsins BBC vegna kynþáttafordóma.
12.06.2020 - 10:36
Spegillinn
„Það er ekkert skrítið að fólk treysti okkur ekki“
Það hefur myndast gap á milli lögreglunnar og almennings og það ber meira á vantrausti og virðingarleysi. Þetta er mat Hreins Júlíus Ingvarssonar og Unnars Þórs Bjarnasonar, varðsstjóra á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi. Á mánudögum sinna þeir samfélagslöggæslu og hluti af því verkefni er að mynda tengsl við innflytjendur. Báðir fóru þeir á námskeið um fjölmenningu sem opnaði augu þeirra fyrir eigin forréttindum.
Fékk orðabók til að breyta skýringu á kynþáttafordómum
Ung kona fékk bandarísku Merriam-Webster orðabókina til að breyta skilgreiningu á kynþáttafordómum þannig að hún næði einnig yfir kerfisbundna kúgun. „Mér finnst mjög mikilvægt að fólk sé á sömu blaðsíðu,“ segir Kennedy Mitchum.
10.06.2020 - 22:40
Fréttaskýring
Lögreglan langt frá því að endurspegla samfélagið
Mótmælendur víða um heim krefjast þess að lögreglan breytist. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar á Íslandi. Lögreglunemar fá fræðslu um samskipti við ólíka samfélagshópa og hluti starfandi lögreglumanna hefur sótt námskeið um fjölmenningu en innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur. Innfllytjendum í lögreglunámi hefur fækkað um helming á síðustu árum.
Blaðið hluti af stofnanavæddum fordómum í garð svartra
Vísindatímaritið Nature tilkynnti í dag frestað hefði verið birtingu þeirra greina sem áttu að koma út í dag. Tímaritið vildi með þessu taka þátt í mótmælum gegn stofnanavæddum fordómum fræðasamfélagsins í garð svartra.
Glassman hættir hjá Crossfit
Greg Glassman, eigandi og framkvæmdastjóri Crossfit, hefur nú látið af störfum hjá samtökunum í kjölfar háværra mótmæla gegn rasískum ummælum sem hann hafði uppi.
10.06.2020 - 08:36
Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
Trump vildi senda 10.000 manna herlið til Washington
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði ráðgjöfum sínum í liðinni viku að hann vildi senda 10.000 manna herlið til Washington og stöðva þar með fjölmenn mótmæli gegn ofbeldi lögreglu í garð svartra. 
Morgunútvarpið
Segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við fordóma
Chanel Björk Sturludóttir segir að kynþáttafordómar séu til á Íslandi og Íslendingar þurfi að horfast í augu við það. Hún lýsti upplifun sinni af fordómum í Morgunútvarpinu á Rás 2.
04.06.2020 - 11:08
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Vandamál að Ísland telji sig fullkomið en sé það ekki
Samstöðufundur fer fram á Austurvelli nú klukkan 16:30 vegna ástandsins sem ríkir í Bandaríkjunum. Derek T. Allen, einn skipuleggjanda fundarins, segir að þó aðallega sé verið að mótmæla lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sé þetta líka tækifæri til að koma því á framfæri að rasismi sé líka vandamál á Íslandi.
03.06.2020 - 16:27
Myndskeið
Kynþáttamisrétti mótmælt í Lundúnum
Nokkur þúsund manns söfnuðust saman í Hyde Park í Lundúnum í dag til að mótmæla dauða Bandaríkjamannsins George Floyds í Minneapolis í síðustu viku og lýsa yfir stuðningi við mótmælaaðgerðir í Bandaríkjunum gegn kynþáttamisrétti.
03.06.2020 - 14:55