Færslur: Kynsjúkdómar

Ísland er enn með flest klamydíusmit þrátt fyrir fækkun
Fleiri greindust með lekanda og sárasótt hér á landi í fyrra en árið áður. Klamydíutilfellum fækkaði, en Ísland er þó enn það land í Evrópu þar sem fjöldi tilkynntra klamydíusýkinga er hlutfallslega mestur. Þrettán tilfelli af berklum greindust hér á landi í fyrra og fjögur af malaríu.
Um 1.500 hafa greinst með kynsjúkdóm á árinu
Tæplega 1.500 hafa greinst með kynsjúkdóm það sem af er ári. Allflestir, eða 1.315, greindust með klamydíusýkingu. „Ef árangur á að nást í baráttunni við kynsjúkdóma þá þurfa einstaklingar að sýna meiri aðgát í kynlífi; fækka rekkjunautum og nota smokka.“
11.10.2019 - 14:41
Hugsanlegt að Prep-meðferð ýti undir kæruleysi
Hvergi í Evrópu greinast hlutfallslega fleiri tilfelli sárasóttar en á Íslandi. Samkynhneigðir karlmenn eru í meirihluta þeirra sem greinast. Sóttvarnalæknir telur homma hugsanlega vera orðna værukærari eftir að  fyrirbyggjandi meðferð við HIV fór að bjóðast hér. 
15.07.2019 - 21:23
Fleiri greindust með HIV 2018 en fyrri ár
Þeim sem greindust með HIV-sýkingu fjölgaði mikið í fyrra miðað við árin á undan. Þá fjölgaði einnig þeim sem greindust með lekanda í fyrra. Klamydíu-sýkingum fækkaði og jafnframt fækkaði þeim sem greindust með sárasótt.
24.01.2019 - 14:46
Sárasóttar- og lekandasmit færast í aukana
Sárasóttar- og lekandatilfellum hefur fjölgað hér á landi upp á síðkastið. Það sem af er ári hafa 16 greinst með sárasótt og 37 hafa greinst með lekanda. Á sama tíma í fyrra voru sárasóttartilfellin tólf en lekandatilfellin 16. Sama þróun á sér stað í löndunum í kringum okkur. Sóttvarnarlæknir segir hugsanlegt að andvaraleysi gagnvart notkun smokksins hafi aukist eftir að öflug meðferð við HIV kom til sögunnar.